Morgunblaðið - 03.07.1962, Side 8

Morgunblaðið - 03.07.1962, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þirðjudagur 3.- júlí 1962 — // bjargast Framh. af bls. 1 Friðrik Sigurðsson, 42 ára, Sandgerði, II vélstjóri Tó'mas Þórhallsson, 24 ára, Reykja- vík, matsveinn Jón Þórir Gunnarsson, 38 ára, Reykja- vi!k og hásetar Georg Georgs- son, 36 ára, Reykjavík, Bjöm Ragnarsson, 22 ára, Sauðlár- króki, Erling Guðmundsson, 20 ára, Sauðárkróki, Guð- mundur Friðriksson, 16 ára, Sandgerði, Gísli Ólafsson, 16 ára, Sandgerði, og Sigurður Jónsson, 32 ára, Keflavík. Fréttamaður Mbl. átti í gær tal við Eðvald Eyjólfsson, stýrimann, en hann var í brú bátsins er óhappið vildi til. Sagðist Eðvald svo frá þessari einsteeðu ferð þeirra félaga: SÁU NIÐUR 1 SJÓINN UM BRÚARGLU GGANA. — Það var um fjögurleytið síðdegis á laugardag að við lögðum upp frá Reykjavík. Ætluðum við vestur fyrir Jök ul og.norður um á miðin. Vind ur var af suðvestri, 6—7 vind- stig og nokkur alda. — Klukkan rúmlega 9 um kvöldið vorum við staddir um 30 sjómílur suðaustur af Jökli. Ég var þá í brúnni og háseti við stýrið, og höfðu vakta- skipti farið fram klukfcan 9. Tveir hásetar voru frammi í lúkar, en í káetu var 1. vél- stjóri. Hinir voru aftur í bocð sal. — Síðan gerðist það að skip ið hallaði skyndilega undan ernni öldunni og tók sjó inn í ganginn stjórnborðsmegin. Á næstu báru fór skipið alveg á hliðina. Við slógum strax af við fyrri báruna, ag skipstjóri kom fram í brú þegar í stað. Var skipinu snúið undan og reynt að rétta það með stýr- inu en það virtist efckert gagna,, enda lagðist það á möstrin um leið, svo að við sáum niður í sjóinn um glugg ana stjórnborðsmegin. KAFAÐI EFTIR BÁTNUM. — Skipstjórinn kallaði strax að bátinn yrði að hafa tilbúinn. Lá skipið þá á hlið- inni með gluggana á brúnni í kafi stjórnborðsmegin en bak borðsgluggarnir vissu beint upp í loftið. Fór skipstjóri upp um hurðina og ég á eftir. — Virtist akkur strax að eina vonin til bjargar yæri að koma bátnum út. Báturinn var staðsettur á þaki stýris- hússins, stjórnborðsmegin, og var á kafi í sjó. Var bátur- inn í trékistu, sem fest var Eðvald Eyjólfsson, stýrimaður. við þakið en á henni var lok, fest með höndum. Skipstjóri kafaði eftir bátnum og tófcst að opna kistuna. Plaut bátur- inn þá strax upp, og var þá tekið í línuna ti'l að blása hann upp. FLESTIR FÁKLÆDDIR. — Hásetarnir tveir, sem voru frammí gengu eftir síðu skipsins afturá, svo miikill var hallinn. Var talsvert bras við gúmmíbátinn, en afturmastr- ið og loftnetsvírinn slógust í hann og áttum við mjög erfitt með að halda bátnum frá. Ég stökk út í bátinn af aftur- mastrinu og komst nokkurn- veginn þurr. 1. vélstjóri flækt ist um stund í nótinni, en losnaði aftur. Var hann með bjarghring utan um sig, og var sá eini afckar, sem hafði tíma til þess að ná í lífbelti. Flestir voru fáklæddir, 1. vél- stjóri á skyrtu og nærbuxum, skipstjóri á nærklæðum, flest- ir skólausir og aðeins einn í stígvélum. — Mjög erfitt var að ná bátnum frá skipinu, en við sáum brátt að nótin hafði losnað og komin spölkorn frá skipinu. Sáum við brjóstlínu frá nótinni, gátum náð í hana og halað okfcur frá sökkvandi Skipinu. Síldardekkið flaut allt út og við náðum tveimur þil- farsborðum, sem við notuðum í stað ára, og kom það sér vel síðar. — Nokfcuð þröngt var um okkur í bátnum, sem er gerð- ur fyrir 10 menn. Lofcuðum við honum strax öðru megin, en frá hinni hliðinni sá ég skip ið sökkva Skömmu síðar. Við héldum bátnum undan þar tU. Skipið sökk, en það mun hafa verið 10 mínútum eftir að við fórum í bátinn. Var síðan látið reka og notuðum við spýturnar til þess að snúa undan veðrinu alla nóttina. Það var kuldi og bleyta í bátnum og menn urðu sjó- veikir, sem tilheyrir víst þess- um gúmmíbátufh. 15. KLST. Á REKI. — Við gerðum upphaflega ráð fyrir að við yrðum ekki nema 4—5 klst. að reka upp að landi, en þær urðu 15. Um klukkan átta á sunnudags- morguninn fórum við að grilla í lánd. Við vissum að framund an voru Mýrarnar með öllum sínum skerjum og grynning um, og þegar við nálguðumst þær skutum við öðru svif- blysinu af tveimur, sem í bátn um voru. — Við tókum land í Hvals eyjum nokkru fyrir klukkan eitt á sunnudag. Þegar við nálguðumst eyjarnar var þar talsvert um grunnbrot. Þurft- um við að róa fyrir eitt brot- ið og hefðum sennilega lent í því ef ekki hefði verið fyrir spýturnar góðu. Þegar við komum framhjá þessum brot- um sáum við ví'k, sem virtist sæmileg til landtöku, og á- kváðum að fara í land þar en halda ekki áfram. Tókst land takan ágætlega. — Ekkert mannvirki var á eyju þessari og hún algjörlega í eyði. (Hér mun sennilega átt við stærstu eyna í Hvals- eyjum, Húsey-innskot Mbl.) Reiknaðist mér til að eyjan væri á stærð við Örfirisey. BÁL KVEIKT, BLYSUM SKOTIÐ. ' — Fyrsta verk okkar var að safna saman rekaviði og kveikja bál. Notuðum við tvö blys til að kveikja í kestin- um, sem logaði í 5—6 klst. Bárum við þara og gras á eldinn til þess að sem mestan reyk legði af honum. Þá fund um við bambijsstöng festum veifu úr gúmmíbátnum á hana og reistum síðan stöng- ina. Bátinn settum við á áber andi stað rétt hjá stönginni. Undir kvöld skutum við síð- ara svifblysinu, en allt kom fyrir ekki. — Seint um kvöldið vorum við vissir um að enginn hefði tekið eftir okkur. Voru það okkur vonbrigði því við sáum bæinn að Ökrum og kirkjuna, bílaumferð í landi og tvær flugvélar hátt í lofti. Reynd- um við m.a. að gefa merlki til flugvélanna og lands með sólspegli. SEX MENN RERU f LAND. — Þegar leið á daginn gerði stinningskalda af norðri. Fluttum við okkur þá ofar í eyna og hagræddum okkur sem bezt við gátum. Um 10- leytið um kvöldið fór að lygna og var komið logn um klukk- an 10:30. Fórum við þá að ræða um hvað bezt væri að gera og ákváðum að sex menn skyldu freista þess að róa til lands í gúmmíbátnum, skip- stjóri, ég, báðir vélstjórarnir, matsveinninn og einn háseti. Skyldu fjórir róa en tveir leysa af. Fundum við tvær heppilegar spýtur til að róa með og höfðum þær með auk þilfarsborðanna. Áður en við lögðum af stað skárum við flot púðana neðan af gúmmíbátn- um og tókum loftflöskuna úr slíðrum, til þess að auðveld- ara yrði að róa bátnum. — Róðurinn til lands gekk á- gætlega,, og vorum við um tvær klukkustundir að fara þessar sex mílur. Lentum við í vík beint fyrir neðan Afcra, og gekk lendingin ágætlega. Þarna var nokkur alda og ein báran henti akkur skemmti- lega 10—15 metra áfram, lang leiðina upp í fjöru, rétt eins og maður væri að sigla á öldum á Hawaii. Síðan geng- • um við upp að bænum. Fór ég fyrstur þar sem ég hafði skóræfla á fótum, og hinir fcomu rétt á eftir. Allir voru í fasta svefni, en bóndinn, Ólafur Þórðarson, kom til dyra. Sagði ég honum að við værum skipbrotsmenn af skipi, sem hefði farist úti í bugtinni nóttina áður og fimm aðrir væru í Hvalseyj- um. Bóndi sagði að hann ætti árabát en treysti honum ekki til að fara í eyna. Hringdi hann síðan á næstu bæi ag lét slysavarnafélagið vita hvern- ig komið væri. Síðan fór hann með okkur á næsta bæ, Afcra III. Fengum við hinar beztu móttökur þar. Var síðan hringt til Helga Gíslasonar bónda á Tröðum, og fór hann á báti og sótti þá, sem eftir urðu í eynni, og fór með þá heim að Tröðum. Við lögð- um okkur eftir að hafa fengið hressingu og sváfum til klukk an sex um morguninn, en þá kom bíll frá Þórði Þ. Þórðar- syni á Akranesi og flutti okfc- ur til Reykjavíkur. Hafði út- gerðin sent bílinn jafnskjótt og kunnugt varð um atburð inn.. — Mér finnst það undur- samlegt, hvernig við sluppum frá þessu öllu, en okkur finnst að útbúa þyrfti þessa gúmmí- báta mieð litlum árum og um,- fram allt talstöð. Óhugsandi var að komast í talstöðina er skipið sökk og ef vindur hefði staðið af landi, hefði okkur rekið til hafs, og engin leið pr að segja hvenær það hefði uppgötvast að skipið var ekki lengur ofansjávar, sagði Eð- vald stýrimaður að lofcum. Hamar GK 32 á slgllngu. Lítil síldveiði um helgina BRÆLA VAR á síldveiðimiðun- um um helgina og lítil sem eng- in veiði. Sjö skip fengu góða veiði á sunnudagsmorgun 10—12 mílur út af Kögri (undan Héraðs flóa), alls rúm 3.000 mál. í gær- dag var enn bræla, en gott veð- urútlit undir kvöld. Voru bátarn ir að byrja að kasta á ellefta tím anum, bæði fyrir austan og á vestursvæðinu. Fyrir vestan hafði Gunnhildur ÍS fengið 4—500 tunnur. Veiðihorfur voru óvissar á báðum svæðunum, en menn voru bjartsýnir vegna góða veð ursins. Sæmilegar horfur. Raufarhöfn, 2. júlí. — Bát- arnir eru að byrja að kasta nú bæði vestur við Horn og undan Kögri. Veðrið er að batna og lítur sæmilega út um veiði. Verk- smiðjan fór í gang í dag, eru um 5000 mál komin í hana. —E.J. BREIÐHRÐINSABUD Gömlu dansarnir eru í kvöld kl. 9 Hljómsveit Þorsteins EiriKssonar Dansstjóri: Helgi Eysteinsson Ókeypis aðgangur. BREIDFIRÐINGABÚÐ — Sími 17985. f f T f f Y f I I «■ > Síld til Vopnafjarðar — verk- smiðjan að komast í gang. Vopnafirði, 2. júlí. — Síldar löndun hófst hér á Vopnafirði kvöldið 30. júpí. Þá kom Víðir II. með 678 mál. Aðfaranótt 1. júlí kom svo Guðrún Þorkels- dóttir með 292 mál, og næsta dag kom Helga RE með 524 mál. Síð- an hefur ekki verið veiðiveður, en norðanáttin er farin að ganga niður. Ekki er þó komið veiði- veður enn. Síldarleitin telur, að helmingur veiðiflotans sé nú á austursvæðinu. Talið er, að þar sé um töluverða síld að ræða, og veiðihorfur því góðar, þegar veð ur lægir. Undirbúningi síldarverksmiðj- unnar er nú að verða lokið, og áætlað er að hefja vinnslu á miðvikudag eða fimmtudag. Ver ið er að byggja lýsisgeými hér, og væri því verki lokið, ef járn smiðaverkfallið hefði ekki skoll ið á. Er nú unnið í vöktum að því verki. Bryggjusmíðinni lýkur í þessari viku. Talið er að löndun arkraninn, sem á setja á þá bryggju, verði kominn upp um miðjan júlí — Sigurjón. Síld til Neskaupstaðar. Neskaupstað, 30. júní. — Um hádegisbilið barst fyyrsta síldin hingað til Neskaupstaðar. Gullfaxi NK 6 kom inn með um 1400 mál, sem veiddist. fyrir aust an. Aflinn fer í bræðslu, en um 100 tunnur í frystingu. Löndun hefst seinna í dag. Verið er að leggja síðustu hönd á breytingar þær, er gerðar hafa verið á löndunarútbúnaði í verk- smiðjunni. Búizt er við, að bræðsla geti hafizt með fullum afköstum á mánudag. — Fréttaritari. Fyrsta síldin til Eskifjarðar. Eskifirði, 30. júní. — Fyrsta síldin á sumrinu barst hingað í dag. Víðir SU kom hingað með um 900 tunnur, sem hann fékk út af Bjarnarey. Eitthvað af síld inni fór í frystingu, annað í bræðslu. — G.W, Balling kominn - kvikmyndataka að hef jast JDANSKI kvifcmyndatökiumaður- inn Erik Baliing, var væntanleg- ur tiil landsins seint í gærfcvöldi, ásamt hópi fcvikmyndagerðar- manna, en hann ætlar sem fcunn- ugt er að tafca hér kvifcmynd sem byiggð yerður á sögu Indriða G. Þorsteinssonar „79 af stöð- inni“. Myndin er tekin í samvinnu við Edda film ag leika í henni íslenzkir leikarar. í aðaihlut- verkum verða Gunnar Eyjólfs- son, Kristbjörg Kjeld Og Róbert Arnfinnssan, en Benedifct Árna- son verður aðstoðarleikstjóri. Guðlaugur Rósinfcrans gerði handritið. Tæfcnilega hliðin á kvikmyndag.e.rðin ni verður unn- in af dönsfcum kvifcmyndagerð- armönnum. Myndin verður tekin í Reykja- vík, Hvalfirði, Skagafirði, Kefla- vífcurflugvelli, og er ætlunin a3 henni verði lafcið í ágústlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.