Morgunblaðið - 04.07.1962, Side 1

Morgunblaðið - 04.07.1962, Side 1
24 síður Mttfcto: 19. Svgangur 149. tbl. — Miðvikudagur 4. júlí 1962 Prentsmiðja Mergunblaðsins Pekingstjdrnin el- ur á ótta viö innrás Flóttamenn segja frd skotgrofum, skot- byrgjum og handtokum hundraða manna Sunnudagurinn 1. júlí var mikill fagnaðardagur fyrir Serki í Aisír. Meðfylgjandi mynd var tekin á einum kjörstað í Oran og sýnir serkneskar konur með blæjur sínar afhenda at- kvæðaseðla. Alsír sjálfstætt ríki Lokið 132 ára yfirráðum Frakka Macao, 3. júlí -— AP Flóttamenn, sem komið hafa til Macao, frá borginni .Canton á strönd meginlands Kína, undanfarna daga, skýra frá því, að í úthverf- um borgarinnar hafi verið grafnar skotgrafir, reist skot byrgi og - varnarstöðvar — og ríki þar mikill ótti við innrás frá Formósu. Hundruð manna bafa verið handteknir, sakaðir tun að vera útsendarar For- mósustjórnar. I tíu daga hefur verið útgöngubann í borginni og víða gerð hús- leit á nóttunni. AUar stjórnarbyggingar, Ben Khedda tekin við stjórn landsihs, en dgreiningur hans og Ben Bella óútkljdður Alslr, París, 3. júlí — NTB-AP • 1 dag lýsti de Gaulle Frakk landsforseti yfir sjálfstæði Alsír og er Jiar með lokið 132 ára yfirráðum Frakka í land- inu. Fáum klukkustundum síð- ar kom forsætisráðherra als- írsku útlagástjórnarinnar, Ben Khedda frá Túnis til Algeirs- borgar ásamt stjórn sinni, — að undanteknum Ben Bella, að- stoðarforsætisráðherra, en á- greiningur er milli hans og samráðherra hans. • Ben Bella kveðst koma til Alsír lnnan skamms. Segist hann ekki ætla að grípa til að- gerða gegn stjórninni, en mála- miðlun, sem reynd var af Bel- kacem Krim, aðstoðarforsætis- ráðlierra útlagastjórnarinnar, og Aly jSabry, sendimanni Nass- ers, hefur ekki borið árangur. • Mikil fagnaðarlæti voru í Algeirsborg, þegar útlagastjórn- in kom þangað og var hún á- kaft hyllt. • Frakkar hafa útnefnt sendi herra í Alsír og mörg ríki hafa viðurkennt sjálfstæði landsins. # Bafmagnsgirðingarnar á landamærum Alsír og Túnis og Marokkó voru teknar niður í dag og þjóðfrelsisherinn, sem beið við landamærin, hélt inn í landið. Var honum fagnað af landsmönnum. ® Hinn grænhvíti fáni Alsír blakti hvarvetna við hún í dag, og allt var með kyrrum kjör- um, nema hvað til smávægi- legra óeirða kom í Oran. Það var á ríkisstjórnarfundi í París í morgun, að de Gaulle Frakklandsforseti lýsti yfir sjálfstæði Alsír. Rakti hann gang málanna í Alsír undan- farna daga og lagði sérstaka á- Sloinfundui kjördæmisrúðs Sjólfstæðisflokksins í Morður- lundskjördæmi vestru STOFNFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins I Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn nk. sunnu- dag 8. júlí 1962 að Hótel Blönduósi og hefst klukkan 2 e.h. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisfél'aga og fulltrúaráða eru hér með boðaðir til fundarins. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mi i.herzlu á úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar, en 99,6% þeirra, sem atkvæði greiddu, vildu sjálfstætt Alsír með samvinnu við Frakkland. Nokkru síðar afhenti stjórnarfulltrúi Frakka í Alsír, Christian Fouchet, aðal- fulltrúa Serkja í bráðabirgða- stjórninni, Fares, bréf, en í því var kunngjört, að Frakk- land viðurkenndi sjálfstæði Alsír. Fares mun afhenda Ben Khedda og stjórn hans völdin í Alsír f. h. bráðabirgðastjórn- arinnar og fer stjórn Ben Kheada með þau, þar til kosn- ingar hafa farið fram í land- inu. — Franska stjórnin hefur út- nefnt sendiherra sinn í Alsír. Verður það fyrrverandi verzl- unar- og iðnaðarmálaráðherra Frakklands, Jean Marcel Jean- neney, en hann átti sæti í stjórn Debrés frá 1959 til 15. apríl sl. Ben Khedda fagnað Þegar flugvélin, sem flutti Ben Khedda og stjórn hans frá Túnis, kom til Algeirsborgar, voru margar þúsundir manna samankomnar á flugvellinum til að fagna henni. Fulltrúi bráðabirgðastjórnarinnar, Fares, kom til flugvallarins og sagðist tala fyrir munn alsírsku þjóð- : arinnar, þegar hann lýsti því yfir hve gleðilegt væri, að j stjórnin væri komin heim til j Alsír. | Ben Khedda sagði við kom- ; una til Algeirsborgar, að þó að j byltingin í Alsír hefði staðið lengi og baráttan verið hörð, væri henni nú loksins lokið. Um misklíðina innan stjórnar- innar, sagði hann, að þjóðin væri andvíg herstjórn, sem suma dreymdi um. Þjóðin er líka mótfallin yfirráðum ein- stakra manna, andvíg hinum metorðagjörnu, ævintýramönn- um og lýðskrumurum, sagði hann. Ben Khedda lagði að lok- Framhald á bls. 23. Ben Khedda. járnbrautarstöðvar, flugvöll- ur borgarinnar og skipakví- ar eru undir gæzlu herliðs, að því er flóttamenn þessir segja. Engin tök eru að fá þessar fregnir staðfestar, en frétta- menn í Macao, sem fylgjast vel með þróun mála á megin- landinu, telja víst, að þó reikna megi með því að sumar fregn- ir flóttafólks séu að einhverju leyti ýktar, sé engum blöðum um það að fletta, að Peking- stjórnin geri margvíslegar hern aðarlegar ráðstafanir og ali á ótta fólks við mögulega innrás þjóðernissinna á ^Formósu. Ber flóttafólkinu öllu saman um að andrúmsloftið í Canton beri merki stríðsótta. Á götuhornum og í kaffihúsum ræði menn um mögulega innrás og velti fyrir sér, hvort Bandaríkjamenn muni styðja Formósustjórn í innrás á Kína. En Pekingstjórn in heldur því stöðugt fram í ræðu og riti, að Bandaríkja- menn hvetji nú stjórnina til innrásar — en á andmæli Bandaríkjamanna eða rök gegn þessum fullyrðingum er hvergi minnzt opinberlega. Nokkrir flóttamenn, sem komið hafa frá Fukien-héraði og Shanghai, hafa líkar fregn- ir að segja, m.a. segja þeir þjóðvegi hafa verið lokaða á stórum svæðum. Segi yfir- völdin það gert vegna flóða, en vitað sé, að ástæðan hafi verið herflutningar stjórnar- innar. Þá greinir á AGREININ GURINN milli þeirra Mohammed Ben Bella og Ben Youssef Ben Khedda, leiðtoga serkneskra uppreisn armanna, hefur vakið mikla athygli víða um heim og ótt ast margir að ringulreið skapist í málefnum Alsír. Ben Bella er aðstoðarfor- sætisráðherra útlagastjórnar- innar og slitnaði upp úr sam- starfi þeirra félaganna s.l. sunnudag, er Ben Rhedda, for sætisráðherra stjórnarinnar vék frá störfum forseta þjóð- frelsishersins, Bou Madians. En þetta er aðeins liður í dýpri ágreiningi. Mennirnir eru ólíkir um margt, þá grein ir á bæði um framtíðarstefnu Alsír í innanrlkis- og utanrík- ismálum. Ben Rhedda er mað ur hógvær og samningalipur, en Ben Bella afar róttækur. Enda hefur Ben Bella verið harðastur af sér af öllum upp- reisnarforingjunum. Hann er nú 45 ára að aldri. Ben Bella var leiðtogi upp Ben Bella. reisnarmanna, þar til hann var fangelsaður árið 1956, af frönskum yfirvöldum. Hann var þá á leið flugleiðis frá Marokko til Túnis; frönsik orr ustuflugvél stöðvaði flugvél hans og neyddi flugmanninn Framh. á bls. 23 t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.