Morgunblaðið - 04.07.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 4. júlí 1962
MORGIJTSBL AÐIÐ
17
Frú Steinunn Briern
•y/QqiVVWIfílglt&föföfBi r-'i'n'O'*-' 'PT'^iw»-n'~op»pw*wíw»t"M^»»«flíonowwwp»W«-'o*' «v -■*■•'«*«•'' twr >'-'«->
FRÚ Steinunn Briem, ekkja
séra Vilhjálms Briems, andað-
ist á heimili sínu, Suðurgötu
16, hér í bæ, að morgni 31. maí
sl., 92 ára að aldri. Jarðárför
hennar fór fram frá Dómkirkj-
unni 6. júní.
Frú Steinunn var fædd í
Valadal í Skagafirði 10. marz
1870. Voru foreldrar hennar
Pétur Pálmason, bóndi þar, og
Jórunn Hannesdóttir, kona hans.
Þeim Valadalshjónum varð 11
barna auðið, og komust 8
þeirra til fullorðinsára. Þau
voru Halldóra (1853—1937), sem
átti fyrst Þorstein Eggertsson,
síðar ólaf Briem, alþingismann
á Álfgeirsvöllum; Hannes (1857
-—1900) á Skíðastöðum, átti
Ingibjörgu Jónsdóttur; Pálmi
(1859—1936) kaupmaður á
Sauðárkróki, átti Helgu Guð-
jónsdóttur; Pétur (1862—1919) á
Bollastöðum, átti Sigurbjörgu'
Guðmundsdóttur; Ingibjörg
(1865—1925) ógift; Jón (1867—
1946) á Nautabúi og í Eyhild-
arholti, átti Sólveigu Eggerts-
dóttur; Steinunn og Herdís
(1871—1927) gift Hálfdáni Guð-
jónssyni, vígslubiskupi.
Meðal hinna fjölmörgu af-
komenda þessara systkina má
nefna þjóðkunna menn, eins og
Þorstein próf ast og ráðherra
Briem, Pálma rektor Hannes-
son og Hannes Pétursson skáld,
bróðurson hans, Eggert Jóns-
son, útgerðarmann frá Nauta-
búi, og Helga Hálfdánarson
skáld.
Valadalssystkinin voru með af-
brigðum myndarleg og mennt-
uð, flest hagorð og öll höfðu
þau yndi af hestum. Frú Stein-
unn átti jafnan úrval hesta,
sem hún tarndi sjálf, allt fram
6 efri ár.
Enda þótt Valadalur sé af-
skekkt býli, þá þótti það í tíð
þeirra Jórunnar og Péturs
íiggja um þjóðbraut þvera,
enda mikið bú og rausnarlegt.
En mest var þó um það vert,
hversu langt þau voru undan
sínum tíma og kom það m.a.
fram í því, hvílikt kapp þau
lögðu á menntun barna sinna.
Frú Steinunn var t.a.m. send
suður til Reykjavíkur og var
þar vetur í Kvennaskólanum.
Á sumardaginn fyrsta (19.
apríl 1894) giftist hún Vil-
hjálmi, yngsta syni Eggerts
Hfinaiiiig
sýslumanns Briem í Skagafirði,
og Ingibjargar Eiríksdóttur
Sverrissonar. Þau áttu því
sjaldgæfa láni að fagna að lifa
saman í unaðslegu hjónabandi
í 65 ár, en 3 ár eru nú síðan
hún missti mann sinn. Rétt eft-
ir brúðkaupsdaginn vígðist séra
Vilhjálmur til Goðdala í Skaga-
firði. Þar eignuðust þau óðara
fjölda rina, enda sagði mér
gömul kona þar í sveit, að
ungu hjónin hefðu heimsótt
hvert einasta heimiii í sókn-
Steinunn P. Briem.
inni til þess að kynnast fólk-
inu og högum þess.
Það gerðist árið 1895 á
Reykjum í Tungusveit — næsta
prestakalli við Goðdali — að
ung og glæsileg hjón, er þar
bjuggu, féllu frá með fárra
vikna millibili og létu eftir sig
fimm unga syni. Þangað sóttu
prestshjónin yngsta soninn tvæ-
vetran og ólu hann upp sem
sitt eigið barn. Þessi drengur
var Sigurður Birkis, síðar
söngmálastjóri.
Séra Vilhjálmur hafði átt við
vanheilsu að stríða frá unga
aldri og varð hann árið 1899
að láta af prestskap til þess að
leita sér lækninga. Þau urðu
að koma ungum syni sínum og
fóstursyni í umsjá vina og
ættingja, en halda sjálf til
Danmerkur. Nokkru síðar skild
ust þar leiðir um stundarsakir,
því að séra Vilhjálmur fór á
heilsuhæli í Skotlandi, en frú
Steinunn varð um kyrrt í Dan-
mörku. Þau dvöldust utanlands
hálft annað ár, en þá hafði sr.
Vilhjálmur hlotið svo góða bót,
að hann treystist til að taka til
starfa á ný. Þau komu heim
aftur haustið 1900.
Vorið 1901 fékk sr. Vilhjálm-
ur veitingu fyrir Staðastað á
Snæfellsnesi. í sambandi við
prestskjör þar, sendu íbúar
Goðdalasóknar Staðsveitungum
bréf, þar sem þeir fóru hinum
lofsamlegustu orðum um um-
sækjandann. Á Staðastað bún-
aðist þeim vel og litu þau æ
síðan á starfið þar sem blóma-
skeið ævi sinnar. En eftir 10
ára dvöl á Snæfellsnesi, var
heilsu prestsins enn svo komið,
að hann varð að biðja um
lausn, enda hafði hann þá ver-
ið vetrarlangt á Vífilsstaða-
hæli. Sóknarmenn Staðastaðar-
og Búðasókna sendu presti sín-
um skrifleg tilmæli. og áskorun
um að hverfa ekki á brott, en
við það varð ekki ráðið.
Á meðan sr. Vilhjálmur varð
að hlífa sér við vinnu, réðst
frú Steinunn í að reka kven-
fataverzlun og saumastofu,
fyrst á Hverfisgötunni og síðar
í húsi því, sem hún keypti,
Laugavegi 18. Þennan rekstur
annaðist hún um 15 ára skeið
af miklum skörungsskap.
Árið 1912 gekk séra Vilhjálm
ur í þjónustu Landsbanka ís-
lands og starfaði þar í nær 40
ár. Jafnframt starfaði hann í
Söfnunarsjóði íslands frá sama
tíma og var af Alþingi kjörinn
forstjóri hans árin 1924—1955.
Árið 1918, þegar spænska
veikin geisaði hér í bæ, tóku
þau hjón aftur fósturbarn, 4'
ára telpu, Kristínu Jónsdóttur,
sem misst hafði móður sína.
Hana misstu þau árið 1932, 16
ára að aldri, og söknuðu henn-
ar mikið.
Rúman síðasta aldarfjórðung
samvistarára sinna áttu þau
heima í húsi sínu, Suðurgötu
16, á sjaldgæflega rausnarlegu
og myndarlegu heimili, og þar
þótti ættingjum þeirra og vin-
Á myndinni eru fremst Valadalshjónin Pálmi Pétursson og
Jórunn Hannesdóttir, og talið frá vinstri: Ingibjörg, Hali-
dóra, Steinunn og Herdís og fyrir aftan þær: Pétur, Pálmi,
Jón og Hannes.
um mikil unun að koma, því
að svo samrýmd og samhent
voru hin öldíuðu hjón, að
heimilisbragur allur var afar
ástúðlegur og menningarlegur.
En fegurst allra hátíða á heim-
ili þeirra var jafnan sumardag-
urinn fyrsti, brúðkaupsdagur
þeirra.
Þeim varð þriggja barna auð-
ið og lifa öll foreldrana:
Eggert vélaverkfræðingur, bú
settur í Bandaríkjunum, átti
Catherine f. Hall (d. 195'4);
Gunnlaug, forstjóri Söfnunar-
sjóðs fsland, gift Bjarna Guð-
mundssyni, blaðafulltrúa, eiga
þrjár dætur; og Unnur teikni-
kennari.
Vinir heimilisins og ætt-
menni samhryggjast hinum
nánustu við . fráfall þessarar
merku konu. En minning henn-
ar mun lengi lifa meðal þeirra,
sem hana þekktu bezt.
Jórunn Hannesdóttir.
Garðyrkjuritið
1962 komið út
GARÐYRKJURITIÐ 1962 er ný- ,
lega komið út, fjölbreytt að efni
Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri'
ritaði um vísi áð grasgarði í
Laugardalnum í Reykjavík. Óli
Valur Hanson, garðyrkjuráðu-
nautur sikrifar um trjákend-
ar klifurplöntur, dísarunna (sýr
enur) — og segir garðyrkjufrétt
ir Björn Sigurbjörnsson og Ingvi
Þorsteinsson birta niðurstöður
rannsóknar á áburðargildi
Skarna í kartöflugarfta. Sveinn
Indriðason ræðir um blómasölu
og um meðferð afskorinna
blóma. Þá eru lýsingar á fyrstu
verulegu ætisvepparækt á ís-
landi. Ritstj. Ingólfur Davíðsson
ritar um hollustu grænmetis,
kartöfluakra í Bornafirði, grös
á Látraströnd við Eyjafjörð,
jurtasjúkdóma og fleira
Einar I. Sigurgeirsson birtir fróð
lega skrá yfir garðyrkjurit, út-
gefin 1770— 1961. Fleiri greinar
eru ritinu t.d. um gullregnin
miklu -- hans Egils Hallgríimsson
ar, Bárugötu 3 í Reykjavík.
Einnig ,Staldrað við í Stafangri*
o.fl. greinar
Garðyrkjufélag fslands vinn-
ur mikið fræðslustarf og allt i
sjálfboðavinnu, því að starfsfé
skortir algerlega. Matjurtabókin
sem félagið gaf út árið 1958, er
langveigamesta fræðslurit um
garðyrkju á íslandi og að því
leyti arftaki „Hvanna“ Einars
Helgasonar í matjurtabókinni er
lýst ræktun allra helztu mat-
jurta, kryddjurta og berjarunna
þar eru hagnýtar upplýsingar
um gerð vermireita og ræktun
í þeim. Sömuleiðis um áburðar-
tegundir og áburðarnotkun, val
garðstæða o.s.frv.
Garðyrkjuritið var stofnað af
Sohierbeck landlækn; árið 1895
og hefur komið út í þremur á-
föngum.
EIINIR LANDSÞ2HTU CEAT> VÖRUBIFRCIÐA-
HJÓLSÆRDAR KOMNIR AFTUR StÓrÍSkkðö VGfÖ^
825x20 12 laga NYLON kr. 4580,50
900x20 12 laga NYLON — 5334,70
1000x20 14 laga NYLON — 7115,10
1100x20 14 íaga NYLON — 8094,00
Tryggir gæðin
Fólksbifreiða hjólbarðar. Flestar stærð'r. Til
dæmis 560x15 kr. 768,35; 640x13 kr. ooif,40
Postsendum hvert á land sem er
Simi 35260 -M'jMauHniP
Laugavegi 178
Sími 35260