Morgunblaðið - 04.07.1962, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.07.1962, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. júlí 1962 Slattur byrjaður fyrir nokkru í Eyjafirði Kal&kemmdir mjdg miklar á IMorður- og Austurlandi MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við nokkra af fréttariturum sínum og spurðist fyrir um heyskap- arhorfur og ' sláttarhyrjun. Allvíða er sláttur ekki enn hafinn og er það að kenna vorkuldum og því lélegri sprettu. Líklega mun slátt- ur hafa byrjað fyrst í Eyja- firði og er nokkuð á veg kominn þar. Víða er kal í túnum og á Norður- og Norðausturlandi eru skemmd ir af þeim sökum svo alvar- legar að til vandræða horf- ir, enda muna aldraðir menn ekki eftir jafn mikl- um skemmdum á ræktuðu landi. Kalsins gætir mest þar sem þurrkað hefur ver- ið upp votlendi og tekið til ræktunar og á sléttum tún- um þar sem uppistöðuvatn er fram eftir vori. í Borgarfirði er sláttur ekki hafinn en rúningur stendur þar yfir. Spretta er víðast léleg, en talið er að túnasláttur hefjist í þessari viku. Kalskemmdir eru nokkrar en ekki til stórtjóns. í Dalasýslu er byrjað að slá á einstaka bæ, en ekki verður sagt, að.þar sé sláttur almennt byrjað ur. Kal er þar ekki til stórtjóns. Yorið hefir verið þurrt og kalt og rúningur er ekki hafinn og vor verk ganga fremur seint, að þvíj er fréttaritari blaðsins í Búðar dal sagði okkur í gær. anna. Rúningur stendur nú yfir. ; Kal er með meira móti í túnum en ekki til stórtjóns þótt sums staðar sé það slæmt. Að öðru leyti hefir vorið gengið vel í garð og skepnuhöld verið góð. Slæm spretta í Húnavatnssýslum. Jón Pálmason alþingismaður frá Akri er nýkominn að norðan og sagði hann að slæm spretta væri í Húnavatnssýslum og eink- um hefði verið illa látið af kal- skemmdum í Svínavatnshreppi. Fyrst og fremst bæri á þessu þar sem votlendi hefði verið tekið til ræktunar. Ekki hefir enn verið 0 hægt að taka fé til rúnings og sláttur almennt ekki byrjaður. Þetta hefir verið bændum dýrt vor, því að orðið hefir að gefa mikinn fóðurbæti öllum skepn- um. / Sláttur hafinn í Eyjafirði. Fréttaritari blaðsins á Akur- eyri segir að sláttur sé hafinn fyr ir nokkru í Eyjafirði. Léleg spretta var framan af en er nú orðin í góðu meðallagi. Nokkrir bændur hafa nú þegar hirt inn það fyrsta sem slegið var. í Suður-Þingeyjarsýslu er hey skapur víða byrjaður en hey er þar flatt víðast hvar. í Mývatns- sveit er sláttur þó ekki hafinn. Mikið kal er í Út-Eyjafirði, og telja gamlii menn sig ekki muna það meira. Sömu sögu er að segja í Þingeyjarsýslum. ★ ÞAÐ vakti talsverða at- hygli, þegar spænskur stjórnarerindreki, sem síð ar hafði gerzt sovéskur njósnari, lýsti því yfir ný- lega, að Martin Bormann, væri að öllum líkindum enn á lífi og hefðist við í að spænska stjómarerindrek anum, Angel Alcazar de Vel- asco. Auk þess sem áður er getið, lýsti hann því yfir, að hann hafi hitt Bormann í Argentínu árið 1958 Eftir það hefðu þeir ekki sézt. Og um dvalarstað Bormanns síðan kveðst hann ekki vita, en tek ur fram, að jafnvel þótt íann vissi um hann, mundi hann ekki Ijóstra honum upp. Það var skoðun de Velascos, að næsta verkefni Bormanrvs væri að taka að sér forystu- hlutver’k í nýjú nazistísku Þýzkalandi. ! 11 Bormann ísraelskir sendimenn hafa lagt sig mjög í framkróka um að komast á slóð Bormanns. Þeir fréttu fyrst til ferða (hans árið 1952 og hafa allt frá þeim tíma — og fram tii órsins 1958 — orðið hans var ir á ýmsum stöðum í Suður- Ameríku. Árið 1958 berst útsendurun um það til eyrna, að maður að nafni José Possea hefði látizt úr krabbameini á sj úkraihúsi í Argentínu. Lýs ing á manni þessum gat átt vi.ð Bormann. En sannanir skorti. Þeirra tókst ekki að Leitinni að Bor- mann er nú lokið Með seinna móti fyrir vestan. . Páll bóndi á Þúfum tjáði blað- inu í gær að sláttur væri ekki byrjaður á Vestfjörðum og hæf ist senmlega ekki almennt fyrr en eftir viku Allt er með seinna móti á þessu vori sökum kuld- F. Naschitz, aðalræðismað íslands í tsrael Léleg spretta eystra. Fréttaritari blaðsins á Vopna- firði segir að spretta sé þar með lélegasta móti, enda hefir tíð ver- ið köld. Nokkrir bændur eru þó byrjaðir að slá. Miklar kal- skemmdir eru í héraðinu og þá sérstaklega í norðvesturhluta sveitárinnar. Um miðjan júní kom stórviðri fyrir austan og hrakti það fé í vatn og fórst talsvert af lömbum. Hitt er þó talið enn meira tjón að ær geltust svo að þær munu ekki ná sér aftur og eru því lömb rýr og ljót’útlits. Mikið kal. Fréttaritari vor á Egilsstöðum, Ari Björnsson segir að á Héraði sé sláttur að byrja og hafi Fellna menn byrjað í síðustu viku. Gras spretta er mun lakari á Út-Héraði en til dalanna. Kalskemmdir eru meiri en menn muna nokkru sinni fyrr. Fé hraktist illa á Út-Héraði í illviðrinu, sem gerði um miðjan síðasta mánuð 17. júná i ísrael ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR íslend- inga, 17. júní, var haldinn hátíð- legur í ísrael með hádegisverði sem aðalræðismaður íslands í ísrael, F. Naschitz og félagið „Viná.ttutengsl íslands og ísra- ræðismaðurinn, sonur hans og fjölskyldur þeirra, forystumenn félagsins o. fl., samtals um þrjá- tíu manns. Á borðum voru ein- göngu fiskréttir. F. Naschitz minntist Islands og ræddi um vin Leyniþjónustur 4 rikja sammála um, oð nazistaforinginn hafi látizt í Argentinu árib 1958 Argentínu. Spánverji þessi, gat með sína skugga legu fortíð, fært skjallegar sönnur á, að hann hefði átt hlut að því að koma Bormann til Suður-Ame- ríku. Bormann hefur eftir styrjald arlokin verið vakinn til lífs- ins oftar en einu sinni. Aldrei hefur þó tekizt að fá fram óyggjandi sannanir fyrir því, að hann væri á lífi. Ef það hefði tekizt mundi sízt minni áherzla hafa verið lögð á að hafa upp á honum og drkga hann fyrir rétt — en reyndin varð með Adolf Eiohmann. Nú þykir hins vegar full- sannað að Bormann sé ekki lengur í tölu lifenda. Það, sem gerzt hefur í málinu upp á síðkastið er þetta: Sannanirnar Eftir að Spánverjinn hafði sagt sína sögu, en bað gerði hann á blaðamannafundi í París, fóru leyniþjónustur fjögurra landa — Bandarí'kj- anna, Bretlands, Frakklands og að sjálfsögðu ísraels — þegar á stúfana enn einu sinni. í þetta skipti skyldi Bormann annað hvort fund- inn — eða grafinn fyrir fulit og allt. Fyrir fáum dögum bárust sivo hverjum aðila um sig skýrslur frá þeim, er leitina önnuðust. Og niðurstaða allra er á sömu lund: 1) Örugg vitneskja er fyrir hendi um það, að Bor- mann komst undan til Argentínu árið 1946. 2) En Martin Bormann er ekki lengur á lífi; hann léxt fyrir fjórum á.rum á einkasjúkrahúsi sunn- arlega í Argentínu. Löng leit Og þá víkur sögunni aftur afla, fyrr en argentínska stj. kom til móts við vestrænu leynilögreglumer.nina. Argen tínskir ráðamenn voru þá búnir að fá nóg af öllu því veðri, sem gert hefur verið út af vist nazista í Argentínu. — Ýmsar upplýsingar um hinn látna Posseas voru látn ar leynilögreglumönnunum í té. Og allar komu þær heim við Martin Bormann. Lífseigar sögusagnir iÞað er fyrst nú, sem þessi endalok Bormanns hafa ver ið gerð heyrin kunn. Og með al þeirra skilyrða, sem argen tínska stjórnin setti fyrir af- henidingu gagna þeirra, er hún lét leynilögreglumönnun um í té, var það, að leitinni J að Bormann yrði hætt fyrir fullt og allt — og málið ekkí haft í hámælum. Spænski stjórnarerindrek- inn varð til að hleypa nýj um lífsþrótti í Bormann og hinar fjölmörgu sögusagnir um undankomu hans. Nú ætti a. m. k. Bormann sjólfur að vera kominn undir græna torfu. En það hindrar ekki, að orðrómurinn lifi áfram. Ennþá eru margir sem halda vilja líftórunni í Bormann. els“ stóðu fyrir í Hótel Sheraton samleg samskipti þess og ísraels. Aðalræðismaðurinn hefur verið mjög ötull við að kynna ísland í Tel Aviv. í hófinu voru sendiherrar allra Norðurlanda ásamt konum sín-1 og íslendinga i ísraeL lum .aðalræðismaðurinn, vara- Sláttur að hefjast í Hornafirði. Gunnar Snjólfsson, fréttaritari vor í Hornafirði segir, að sláttur sé byrjaður að nafninu til á nokkr um bæjum, þar sem tún voru frið uð. Hins vegar var víðast beitt á tún í vor vegna þess hve úthagar komu seint til. Kalskemmdir eru engar á Hornafirði. Framför gróð urst hefir verið ágæt síðustu viku. Á Kirkjubæjarklaustri segir fréttaritari okkar séra Gísli Bryn jólfsson, að spretta hafi verið sæmileg síðustu dagana, en slátt ur sé þó hvergi byrjaður að ráði. Menn eru þar önnum kafnir við smölun, rúning og fjallrekstra. Kals gætir víða en ekki til stór- skaða nema á nokkrum bæjum á Brunasandi. Á Suðurlandi. Fréttaritari okkar undir Eyja- fjöllum, Markús Jónsson á Borg areyrum segir, að þar sé aðeins byrjað að slá bletti. Spretta er lé leg og kuldar geisa enn, t.d. var þar eins stigs frost aðfaranótt mánudags. Nokkur töðubrestur verður vegna kalskemmda. Al- mennt er ekki hægt að segja að kominn sé nema sæmilegur hagi á tún. Magnús bóndi í Mykjunesi seg ir, að í Holtum sé sláttur aðeins að byrja á einstaka stað og þá til votheysverkunar því að tíð leyfi ekki annað. Illa er sprottið og kal víða þótt ekki sé það í stórum stíl. Talið er, að á Suður landi muni sláttur almennt byrja í þessari viku, ef tíð lofar. Rún- ingur er að hefjast. Sláttur hefst seint í A.-IIún. BLÖNDUÓSI, 27. júní. Vorið hefur verið þarrviðra- samt og kalt. í norðankastinu um daginn rigndi næstum ekk- ert í meginhhita sýslunnar, og jörð er orðin af þurr. Sprett* er með lélegasta móti og horfui’ á, að sláttur hefjist almennt ó- venjulega seint. Þó er sláttur haf inn á nokkrum túnum, sem ekki voru beitt, en það er ttndan- tekning. Milklar kilakskemmdir eru í nokkrum túnum, en flest hafa að mestu eða öllu leyti sloppið við kal. Sauðburður hef- ur yfirleitt gengið vei. Björn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.