Morgunblaðið - 04.07.1962, Qupperneq 10
10
MORGITSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. júlí 1962
Bændaför Skagfirðinga
um Austuriand
Skemmtileg og vel
heppnuð för
HÖFN í Hornafirði, 30. júní.
Mánudaginn 21. júní lagði fjöl-
mennur hópur bænda úr Skaga-
firði upp í kynnisför austur á
Fljótsdalshérað og suður í Horna-
fjörð. Fyrsta daginn var komið
við hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á
Akureyri og á Laugum í S-Þing
eyjarsýslu, en gist á Tjörnesi í
Kelduhverfi og Axarfirði. .
Næsta dag var ekið áfram til
Fljótsdalshéraðs. Á miðvikudag
var ekið upp í Fljótsdal að Val-
þjófsstað með viðkomu á Skriðu
klaustri, og þá. fór hópurinn fót-
gangandi frá Gilsá í Hallorms-
staðaskóg og skoðaði hann. Gist
var í tvær nætur í Fljótsdalshér-
aði.
Síðan var ekið til Austur-
Skaftafellssýslu. Þann dag yarð
hópurinn fyrir allangri töf
vegna vondra vega austan við
Berufjörð og hefði tæplega kom
izt leiðar sinnar, ef bændur í
Berufirði hefðu ekki hjálpað
drengilega við að losa bílana,
þegar fólk kom í náttstað.
Á föstudag var ekið eftir endi
langri Austur-Skaftafellssýslu,
um Nes, Mýrar og Suðursveit að
Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Var þá komið á leiðarenda. Laug
ardag verður ekið um sveitir í
Nesjum og setið sameiginlegt boð
í félagsheimilinu Mánagarði. Á
morgun (sunnudag) verður farið
frá Hornafirði og austur á Hérað,
og á mánudag verður haldið í
Skagafjörð.
Alls staðar, þar sem hópurinn
hefur komið, hefur verið gist á
bóndabæjum við framúrskarandi
og alúðlega viðtökur. Veðrið hef-
ur verið forkunnar gott alla dag
ana, ekkert óhapp komið fyrir, og
öllum þátttakendum líður vel.
Þetta er fyrsta kynnisför
bænda, sem farin hefur verið um
Suðausturland í Hornafjörð. í
förinni eru 116 þátttakendur. Far
arstjóri er Ragnar Ásgeirsson. —
Búnaðarsamband og Kaupfélag
Austur-Skaftfellinga hafa ann-
azt hinar almennu móttökur
bæði á Hrollaugsstöðum og í
Mánagarði —Gunnar.
Gilsárstekkr í Breiðdal,
2. júlí. —
Fréttamaður Mbl. hitti í gær
Skagfirðinga að máli, er þeir
voru á norðurleið, en eins og
kunnugt er hafa þeir verið í
bændaför hér austan lands og
borðuðu miðdegisverð hjá Bún-
aðarfélagi Breiðdæla sl. fimmtu-
dag, er þeir voru á suðurleið. '—
Fyrst talaði fréttamaðurinn við
fararstjórann Ragnar Ásgeirsson,
sem sagði m.a.:
— Ferðin hefir gengið ágæt-
lega. Við erum 116 alls, þar í 38
hjón, en konur alls 45. Höfum
við verið heppin með veður
nema á laugardag, ekkert óhapp
hent fólkið og allir í sjöunda
himni. Alltaf hefur verið gist á
bændaheimilum, þrjár nætur í
Hornafirði og þrjár á Héraði, og
móttökur framúrskarandi.
Næst hitti fréttamaður bíl-
stjórana fjóra þá Valdimar Magn-
ússon, Sigurð Björnsson, Leif Ól-
afsson og Sigurð Antonsson, en
allar voru bifreiðarnar frá Sleitu
stöðum. Voru þeir hressir í frá-
sögn, en gramir mjög yfir veg-
inum norðan Berufjarðar. Á suð
urleið töfðust þeir þar á fjórða
klukkutíma og tveir bílarnir
skemmdust Bændur á Berufjarð
arströnd aðstoðuðu þá við að
komast yfir ófærurnar. Kvartað
var við vegamálayfirvöld, sem
varð til þess að bráðabirgðalag-
færing fór fram og þeir komust
hindrunarlaust til baka. Einn bíl
stjóranna skaut inn í vegalýsing-
una þessu gamanmáli. „Við mætt
um hundi á Berufjarðarströnd-
inni og urðum að bakka langa
leið svo hann kæmist fram hjá“.
Einnig voru þeim minnsstæðar
beygjurnar sunnan í Bneiðdals-
heiði, sem eru alltof krappar.
Eftir að kom nær sýslumörkum
Suðr-Múla- og Skaftafellssýslna,
þ.e. Lónsheiði, er veguririn góður,
svo og um Skaftafellssýslur.
Fréttamaður spurði nokkra úr
hópnum hvað þeim fyndist at-
hyglisverðast og yrði minnisstæð
ast úr ferðinni.
Sjö sunnudagar í viku.
Hér fer á eftir stuttur útdrátt
ur af svörunum:
Björn í Bæ: — Hrifinn af
ferðalaginu og mun sjálfur senda
Mbl. útdrátt úr ferðasögu.
Jón á Hofi: — Dýrðlegt ferða-
lag. Náttúrufegurð Skaftafells-
sýslu ógleymanleg. Sandarnir,
sem nú er verið að græða, eru
mikið framtíðarland. Ferðalagið
eitt ævintýri alla leið.
Gísli í Eyhildarholti: — Hrika-
leg fjöll, ægifögur og blíðfögur.
Gestrisni, höfðingsskapur og
hjartahlýja fólksins ógleyman-
leg.
Una Sigurðardóttir, Sunnuhvoli
Blönduhlíð: — Ferðalagið af-
skaplega ánægjulegt. Mundi
muna bezt fólkið og landslagið.
Fannst menningarbragur á öllu.
Sigurmon Hartmannsson,
Kolkuósi: — Aldrei áður lifað sjö
sunnudaga í einni viku.
Guðmundur L. Friðfinnsson, Eg
ilsá: — Framúrskarandi móttök-
ur. Fánar víða á stöng og tekið
á móti okkur eins og konungum.
Anna Gunnarsdóttir, Egilsá: —
Ferðin ógleymanleg. Finnst að
störfin muni ganga betur, er heim
kemur. Við einn bæ stóð lítill
drengur með fána í hönd er ekið
var framhjá. Jöklasýnin ógleym-
anleg við rætur Vatnajökuls._ Bið
fyyrir þakkir til allra er greiddu
götu ferðafólksins.
Að lokiimi kaffidrykkju hér í
félagsheimilinu Staðarborg voru
fluttar stuttar ræður. Vigfús
Helgason kennari á Hólum drap á
lagfæringu vegárins á Berufjarð
arströnd meðan þeir voru í Horna
firði og taldi brýna þörf skjótra
endurbóta, því að hér yrði mikil
ferðamannaleið. Jón á Hofi færði
Búnaðarfélagi Bréiðdæla vand-
aða ‘ gestabók að gjöf frá Skag-
firðingum í þessari för með nöfn
um allra þeirra 116, er í förinni
voru.
Um kl. 8 í gærkvöldi var ekið
til Héraðs en þar átti að gista í
nótt. Heim ætlaði ferðafólkið í
dag með viðkomu í Reynihlíð
við Mývatn.
EIÐUM, 2. júlí. — '
Hér eru 116 Skagfirðingar á
heimleið úr bændaför um Aust-
urland til Hornafjarðar. Móttök-
urnar hafa verið ógleymanlegar
á alllri leiðinni, landið okkár og
fólkið dásamlegt. Nánar síðar.
—Björn í Bæ.
ENGINN trúði stúlkunni í
dumbrauðu kápunni, sem
stóð fyrir utan hliðið hjá
All Souls College, Oxford,
s.l. miðvikudag og sagði í sí-
fellu: „En þið verðið að
hleypa mér inn — þetta er
hann pabbi minn“
Það tók langan tíma að sann
færa hinn samvizkusama lög
regluþjón, en að lokum
hleypi hann Geraldine Ohapl
in, 17 ára ballettnema, gegn-
um hliðið og gaf henni leyfi
til að tala í nokkrar mínútur
við föður sinn, Oharles Ohapl
in.
Hún hafði komið með lest
frá London til að sjá þegar
faðir hennar var gerður ‘ að
heiðursdoktor við Oxford-
háskóla. Það tók Geraldine
langan tíma að brjótast gegn
um mannþvöguna, en um síð
ir tókst henni að ná fundi föð
ur síns.
Oharlie Ohaplin var alveg
eins ringlaður og dóttir hans
umræddan dag. fbúar háskóla
borgarinnar kepptust um að
heiðra trúðinn, sem hætti 12
miMR
Geraldine Chaplin reynir að
troðast gegnum fólksfjöldann
Þetta er hann pabbi . “
ára gamall í skóla. Þröng
mikil var á gangstéttum og í
hverjum glugga við þær göt
ur, sem skrúðgangan fór um,
var höfuð við höfuð. „Góði
gamli Oharlie," hrópuðu
horfendurnir. Oharlie brosti
feiminn undir svarta höfuð-
fatinuj en minntist þess allt i
einu hvar hann var staddur,
og setti upp hátíðarsvip, sem
margir þekkja úr kvikmynd-
um hans. Félagar hans í
skrúðgöngunni — stórmenni
eins og Dean Rusk, Eugene
Black, Graham Sutherland,
Yehudi Menuihin — höfðu
það á tilfinningunni að þeir
væru aðeins „aukaatriði“.
Ohaplin hlustaði með and-
agt þegar hann var heiðraður
upp á latneskan máta og hló
þegar aðrir hlóu. Eftir atíhöfn
ina trúði hann blaðamönnum
fyrir því, að hann hefði ekki
skilið aukatekið orð nema
„Brittanicum“ og „Ohaplin-1.
Túnslúttur oð hefjast / Skagafirbi
Aflabrögð misjöfn
Sauðárkróki, 28. júní.
AFLI smábáta á innfjarðarmið-
um hefur verið mjög tregur það
sem af er árinu. Hins vegar hef-
ur einn 48 smálesta bátur róið
á djúpmið og aflað vel; fengið
6—9 lestir i róðri.
Togskipið Skagfirðingur hefur
að undanförnu verið á togveið-
um og aflað vel. í dag kom hann
inn með um 90 tonn eftir fjög-
urra sólarhringa veiðför.
Túnasláttur er hafinn á nokkr-
um bæjum í Skagafirði. Búizt er
við, að hann hefjist almennt í
næstu viku. Á sumum svæðum
ber allmikið á kali, þar sem
kuldar hafa verið um langan
tíma, en annars staðar hafa
bændur sloppið betur. Nú er far-
ið að hlýna, og fer gróðri vel
fram.
— jón.
Þjóðliátíðardíigs-
ins minnzt í Norð-
ur Dakota
LÝDVELDISDAGS íslands var
minnzt sérstaklega þann 17. júní
við tvær guðsþjónustur í Hall-
son og Vídalínskirkjum, í presta-
kalli séra Hjalta Guðmundssonar
í íslenzku byggðinni í Norður-
Dakota.
Hófust báðar guðsþjónusturnar
með því, að séra Hjalti prédikaði
út af texta dagsins. Síðan kynnti
hann dr. Richard Beck prófessor,
ræðismann íslands í N.-Dakota,
sem flutti hátíðarræðu dagsins.
Byrjaði hann mál sitt með því
að flytja áheyrendum og íslend-
ingum í N.-Dakota almennt
kveðjur og heillaóskir forseta ís-
lands, herra Ásgeirs Ásgeirsson-
ár og þakkir fyrir ræktarsemi
þeirra við ísland og ’ íslenzkar
menningarerfðir. Ræðumaður
rakti því næst aðdragandann að
stofnun lýðveldisins og lýsti lýð-
veldishátíðinni 1944, er hann
sótti sem fulltrúi Vestur-íslend-
inga. Hvatti hann þá til’að varð-
veita og ávaxta sem lengst ís-
lenzkan menningararf þeirra.
Kirkjusókn var prýðisgóð við
báðar guðsþjónusturnar, bæði af
eldra og yngra fólki, og létu
margir í ljós ánægju sína yfir
því, að þær hefðu með fyrr-
greindum hætti verið sérstaklega
helgaðar Lýðveldisdegi íslands.