Morgunblaðið - 12.07.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 12.07.1962, Síða 13
Fimmtudagur 12. júlí 1962. MORGVNBLAÐIÐ 13 Bjarni III. Gáslason í Skálholti n. Vitrir menn hafa séð hve illa horfir nú í heiminum vegna uppi vöðslu allskonar öfgamanna, og leitast því við að finna ráð til að skapa lífrænan þjóðarvilja, sem ekki er metinn eftir atkvæða- fjölda, heldur þróast sjálfstætt án allrar útsláttarsemi eða með há- værum áróðri fyrir sig. I>að eru ekki aðeins lýðháskólamenn, sem hafa uppgötvað að efnishyggjan og gróðahugsun hefir haft enda- skipti á menningunni. Nú er svo komið að menn sækjast mest eftir veraldlegum gæðum, en andleg verðmæti eru látin sitja á hak- anum. Þessi þróun á að nokkru' leyti rót sína að rekja til hins einhæfa skólafyrirkomulags nú- tímans, þar sem mest áherzla er lögð á að útskrifa sérfræðinga og búa æskumenn undir það að verða embættismenn. Fáir hafa gert glöggvari grein fyrir þessu en Einstein, þar sem hann ritar um uppeldi og skóla. Einstein var tvímælalaust einhver mesti vís- indamaður og hugsuður á fyrra hluta þessarar aldar. Þó skrifar hann svo >930 um skóla og úpp- eldi: 1 — Eg ætlá mér ekki að gera upp á milli þeirra, sem vilja láta skólana leggja áherzlu á málvís- indi og sögu, og hinna, sem vilja láta leggja áherzluna á náttúru- vísindi og tækni. Á hinn bóginn er ég á móti því að skólarnir '(einnig menntaskólar), kenni sér- greinir, sem nemendur eigi að leggja fyrir sig í lífinu. Sér mennt un er allt of margþætt fyrir ungl inga, auk þess að með þessu móti er farið með þá eins og þeir væru einhvers konar verkfæri. Skóli verður ætíð að hafa það markmið, að nemandinn fari það an sem heilsteyptur maður, en ekki sérfræðingur. Að mínu áliti á þetta alveg eins við um sérskól ana, enda þótt þeir eigi að undir- búa nemendur fyrir sérstakt starf. Þroskun hæfileikans til þess að hugsa sjálfstætt, verður alltaf að ganga fyrir sérfræðslu. Þegar einhver hefir nað valdi á viðfangsefnum sínum og hefir lært að starfa og hugsa sjálfstætt, þá mun hann ætíð geta rutt sér braut og verður auk þess hæfari til að semja sig að breytingum og framförum heldur en hinn sem kappkostað hefir verið að troða sérfræðum í. Einstein hélt því fram, að for- sómun dygða í nútíðarmenningu væri því að kenna, að kristindóm urinn hefði verið vanræktur í uppeldi og skóla, en allt kapp lagt é tækni og sérhæfing: Tuttugu ár um eftir að hann skrifaði þetta — þegar enn meira kapp var lagt é tækni og sérhæfingu — áréttaði hann fyrri ummæli sín á þennan hátt: — Það er ekki nóg að gera mann að sérfræðingi. Hann getur að vísu orðið þarfleg vél, en tæp lega heilsteyptur maður. Það er áríðandi að nemandi fái skilning og lifandi áhuga fyrir daglegum verðmætum, fyrir hinu fagra og góða. Honum verður einnig að lærast að skilja aðra, viðhorf þeirra, hugblekkingar og þjáning ar, svo að hann verði hlutgengur hjá meðbræðrum sínum og í hinni lífrænu heild . , . Þessa fræðslu fær hann ekki af bókum, hana geta kennararnir einir veitt. Það eru leiðtogarnir sem leggj grundvöll menningarinnar og halda henni við . . . Of mikil áherzla lögð á sérþekkingu til að fullnægja augnabliks þörf, drep ur andann, sem allt menningarlíf byggist á . . . Þetta viðhorf verður nú æ sterkara um allan heim, hvar sem rætt er um uppeldi og skóla. Og það er með hliðsjón af því að ég tel að reisa verði lýðháskóla á ís- landi. Heimafræðslan og kvöld- vökurnar hafa liðið undir lok. Og þótt engum komi til hugar að þessi alþýðufræðsla verði tekin upp aftur á sama hátt, þá má taka það upp á annan hátt eftir þörf- um og kröfum nútímans. ísland hefir ekki efni á því að kasta á glæ sterkasta og bezta þættinum fræðslu sem nemandinn fær til þess að geta unnið fyrir sér. Sögu rannsóknir hinna lærðu manna og framsetning þeirra fer oft fyr- ir ofan garð eða neðan hjá venju legum nemanda. Sumir gerast þá óþolinmóðir og brjótast úr þessari spennitreyju og vilja fá að tala auðskilið mál. Það eru einmitt margir af slíkum mönnum sem hafa orðið forstjórar lýðháskól- anna dönsku. Sumum kann nú að finnast að lýðræðið sé full trygg- ing fyrir sögulegri framþróun. En með allri virðingu fyrir lýð- ræðisskipulagi, verður varla sagt að það íþyngi sér með fornri þjóðmenningu eða varðveizlu sögunnar. Það leggur meiri rækt við þjóðarviljann eins og hægt er að mæla hann með talningu at kvæðaseðla. Og í krafti þeirrar mælingar og með tilvísun til al- þjóðasamkeppni, er svo lögð meg ináherzla á það nú, að skólarnir eigi að vinna þjóðfélaginu það gagn að kenna mönnum að auka framleiðsluna. Margt á íslenzka þjóðin að þakka ást sinni á sögu, en áhuga á - sögu verður ekki haldið vak andi með námskaflalestri, og stjórnskipulagið heldur honum ekki heldur við. Hér þarf skóla — hinn íslenzka heimaskóla end ir 18 ára aldri, og þeir geta sótt um að ríkið greiði meira eða minna af námskostnaði sínum; sumir fá jafnvel námskostnaðinn að mestu endurgreiddan. Skóla- stjórnin er kosin af félögum stofn unarinnar, og eru það oftast gaml ir nemendur. Sé um nýjan skóla að ræða, þá velja sóknarmenn skólastjórn þar til nemendur geta tekið við. Þessi skólastjórn ræður skólastjóra, og getur látið hann fara. Ráðuneytið setur aftur á móti það skilyrði, að skólastjór- inn ráði samkennara sína, en við ráðninguna er ekki farið eftir því að þéir hafi lokið sérstöku prófi. Kennararnir geta því haft háskólapróf, kennarapróf eða aðra menntun, því að hér ráða mest persónulegir hæfileikar. Auk þeirra styrkja, sem áður eru nefndir, leggur ríkið fram ár lega fé sein svarar 3%% af virð ingu skólahússins því til viðhalds. Á hverju ári sendir skólinn ráðu neytinu reikning skólans, en að öðru leyti blandar ríkisvaldið sér ekki neitt í málefni hans. Eg hefi nú hér drepið á stofnun og tilgang lýðháskóla. En þar sem ég legg áherzlu á að ís lenzki lýðháskólinn verði reistur í Skálholti, þá er það vegna þess að Síðari hluti Séð heim að Skálholti áður en endurreisn stað*rins hófst. í þjóðmenningu sinni, hinni sögu legu menningu. Nútímamenning in hangir ekki í lausu lofti, hún þarf jarðveg og strekar rætur til að vaxa upp af. Og í engu skóla- fyrirkomulagi nema lýðháskól- anna er geymdur kjarninn úr hinni íslenzku h^imafræðslu: Saga, ljóðlist og kristindómur. Og kennslan er ekki eins og siðferðis prédikun sértrúarflokks, heldur sem lifandi afl sem mennirnir þurfa á að halda á þessum tíma. Ekkert er fjær sanni en að ís- land sé ekki við því búið að hafa lýðháskóla. Og haldi einhver því fram að slíkan skóla sé ekki hægt að reisa eins og prófskólana, þá er slík mótbára sprottin af efnishyggju og umhugsun um það, sem í askana verður látið. En á þann mælikvarða má ekki mæla þann skóla, þar sem fyrst og fremst er hugsað um að vekja skapandi gáfur ungmenna og kenna beim að meta menningar verðmæti. íslenzka ríkið veitir rithöfundum ríflega styrki árlega, án þess að hafa neina tryggingu fyrir að það borgi sig. Með stofn un skóla, sem vekur ást og aðdá un almennings á hinu fegursta í ljóðlistinni. eins og kvöldvökurn ar gerðu áður, þá er fengin nokk ur trygging fyrir því að listin beri ávöxt í þjóðlífinu. Það liðu ára- tugir áður en dönsku lýðháskól- arnir væru sjálfbjarga fjárhags- lega. En nú eru flestir menningar frömuðir Dana sammála um að ekkert hafi orðið slík driffjöður í þjóðlífinu sem lýðháskólarnir. Það staðfestir sannleikann í þeim orðum Eins.teins, sem. fyrr eru rakin. Merkasti þátturinn í starfi lýð háskóla á Islandi verður ef til vill sögukennslan. Hvernig mun söguþjóðinni íslenzku farnast í framtíðinni. ef hún hefir misst allan áhuga fyrir sögu? Ætiar hún þá að varðveita sjálfstæði sitt með því að svífa á vængjum abstraktvinda? Prófskólarnir vekja ekki áhuga á söguþekk- ingu, fremur en þeir vekja smekk á.skáldskap. Það litla sem þar er lesið í sögu og ljóðum, á ekki að vera vakning, heldur sem nokk urskonar skrautfjöður á þá urvakinn eftir þörfum og kröfum nútímans. Annars lendum vér í þeirri manngildru, sem Grundt- vik kallaði Rómarandann, væru- kærri efnishyggju og utanlærð- um þekkingargorgeir, sem felur tækninni öll vandamál líkamans, og sálgrennslurum heilbrigði sál- arinnar. Lýðháskólar eru auðvitað ekki fullkomnir, fremur en önnur mannaverk í slíkum próflausum skólum, þar sem kapp er lagt á göfgi mannsandans, er árangur- inn auðvitað kominn undir skóla stjóranum og samkennurum hans. Þess vegna er það, þá lýðháskóli er stofnaður, þá er ekki byrjað á skólahúsinu, heldur á því að finna þann mann, sem á að stjórna skólanum. Þegar hinn rétti maður er fundinn, og hann vill taka starfann að sér, fær hann undirbúningstíma til þess að velja samstarfsmenn sína. Eg efast ekki um, að hinir nor- rænu lýðháskólar eru fúsir á að taka við íslenzkum skólamönn- um og láta þá æfa sig við kennslu meðan beðið er eftir því að lýð- háskólahús verði reist á Islandi. Slíkur skóli fær auðvitað ekki staðist neina hann fái nægan styrk frá ríkinu, en ríkið á ekki að skifta sér neitt af skólanum. Rík- ishandleiðsla í andlegum málefn um reynist jafnan þveröfug við það, sem til var ætlast. En hitt er engin tilviljun, að lýðræðið er öflugast í þeim norrænu lönd- um, þar sem hið opinbera styrk- ir lýðháskólana í starfi þeirra fyr ir lífræna menningu og þjóðar- vilja — en blandar sér annars ekkert í rekstur skólanna. Dönsku lýðháskólarnir eru flestir sjálfseignarstofnanir. Þeir byrja á því að fá hjá lánsstofnun eins hátt lán og þeir geta fengið. Menntamálaráðuneytið lætur meta skólahúsið og ef það er virt t.d. á 600.000 krónur, þá lánar rík ið 500.000 krónur með hálfum venjulegum lánsvöxtum. Ríkið leggur einnig fram 70% af laun um kennara, en það sem á vant ar — 30% — fæst með skóla- gjaldi nemenda. Nemendur mega ekki vera und menningar stefnumið hans er hið sama og hins forna íslenzka heim ilisskóla. Hér á að reisa framtíðar menntastofnun á fornum þjóðleg um grunni, og þá á að velja henni hinn virðulegasta stað, Sem til er í landinu. Auk þess mega menn gjarna minnast þess, að það voru lýðháskólamennirnir í Danmörku, sem réðu því að ís- landi verður afhentur sinn sögu legi arfur — handritin. Sú stað- reynd ætti að vera íslendingum trygging fyrir góðum áhrifum lýðháskólanna Allir norrænir lýð háskólamenn stóðu sem einn mað ur í þessu máli. En tilgangurinn var ekki aðeins sá, að íslending- arnir fengi handritin heim til þess að geta rannsakað þau, held- ur til þess að íslenzka þjóðin stæði betur að vígi í framtíðinni að varðveita lifandi áhuga fyrir sögu sinni. Lýðháskólinn í Skál holti ætti að rísa sem tákn þakk- lætis fyrir hina drengilegu lið veizlu — minnisvarði, sem verður þó fyrst og fremst íslenzkri menn ingu að liði. Hér má geta þess að nemendur sækja lýðháskólana sitt á hvað í löndunum til þess að kynnast siðum annarra; stundum er hér um nemendaskipti að ræða. Oft hafa nemendur spurt mig hvort þeii geti ekki farið til lýð háskóla á íslandi, en því miður hefir svarið orðið að vera neit- andi. Og nemendurnir eru of gamlir til þess að fara í unglinga- skóla á íslandi. Stofnun lýðháskóla á íslandi ætti að vera með svipuðum hætti og í Danmörk. Byrjað yrði á því að koma upp stofnun, sem nefnist „Lýðháskólinn í Skálholti", og yrði æskulýðsfélögum og ópóli- tiskum félögum boðið að gerast stofnendur. Einstaklingar gætu og orðið þátttakendur í stofnuninni með því að greiða t.d. 50 kr. ár- gjald, eða 1000 kr. í eitt skipti fyrir öll. Svo yrði kosin stjórn, en hún kysi aftur skólastjóra. Skól- inn ætti að starfa sex mánuði’ á hverjum vetri, frá nóvemberbyrj un til oprílloka. Á sumrin gæti þar verið viku eða hálfsmánaðar námskeið fyrir unglinga og full- orðna, eftir því sem bezt þykir henta. Nemendur frá unglingaskólum ættu að geta fengið ókeypis skóla vist í Skálholti um einn vetur, ein göngu til þess að þroska hæfi- leika sína. Auðvitað á skólinn að vera opinn öllum, úr hvaða stétt eða stöðu sem þeir eru. í Askov hefi ég setið á skólabekk með verkfræðingum, stúdentum, kenn urum, — já, iafnvel prófessorar sitja þar á skólabekk með sonum bænda og verkamanna. Og marg- ir skólagengnir menn sögðu, að þar hefði þeim fyrst orðið að gagni það sem þeir höfðu lært. Þannig hrífur máttur hins talaða orðs alla jafnt. þegar hugsuninni er beint að menningarlífi þjóðar í heild. Nú streyma nemendur til Askov og annarra lýðháskóla á Norðurlöndum frá öllum lönd- um heims. Þeir koma þangað til þess að afla sér þekkingar af eigin sjón og reynslu um það, hvernig þeir eigi að reka slíka skóla heima hjá sér. Víðsvegar um Evrópu, í Asíu, Afríku, Ame- ríku og Ástralíu stofna svo þessir menn skóla eftir fyrirmynd nor rænu lýðháskólanna. Og sá tími kemur, er lýðháskólinn í Skál- holti hefir getið sér það frægðar- orð, að þangað streyma menn frá öðrum þjóðum til þess að fá þekkingu og fræðslu um lýð- menntun. Þá hefir heimilisskól- inn, sem fyrrum var sterkasti þátturinn í menningu og fram- þróun íslenzku þjóðarinnar, feng ið þá viðurkenningu sem honum ber. Og þá hefir Skálholt risið að nýju sem frægt norrænt menntasetur. 1 — Ur ýmsum áttum Framhald af bls. 12. Dauðsföll af völdum krans- æðasjúkdóma eru fleiri meðal reykingamanna en annarra, og þeim fjölgar jafnhliða sígarett unum. Þau eru færri meðal þeirra, sem hafa hætt að reykjó en hinna sem halda því áfrám Dr Hammond bætti því við, að fjórum sinnum fleiri reykinga menn dægju úr hjartasjúkdóm- um en lungnakrabba, eii hins vegar væri ekki minnsti vafi á, að sígarettureykingar eru lang- stærsta orsökiu til lungna krabba. Veiðifélögin fagna fiskeldistöð LANDSAMBAND veiðifélaga hélt aðalfund sinn í Borgarnesi 30. júní s.l. Fundinn sóttu full- trúar veiðifélaga úr þremur landsfjórðungum. Rædd var nauðsyn á eridurskoðun laxveiði laganna og skipuð nefnd til þess að gera tillögur í málinu. Fund- urinn fagnaði því, að hafin er bygging fiskeldisstöðvar í Kolla firði og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að leggja henni til nauð synlegt fé. Þá skoraði fundur- inn á sömu aðila að auka mjög fjárframlög til Veiðimálastofn- unarinnar til þess að auka leið- beiningarstarfsemi í veiðimál- um. Rætt var um möguleika á að veiðifélög styddu fiskeldi- stöðina I Kollafirði með fjár- framlögum, og voru veiðifélög- in hvött til þess að leggja nokk- uð af mörkum í „þessu skyni. Þá flutti veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson erindi á fundinum og sýndi litskuggamyndir. Stjórn Landsambands veiðifé- laga var endurkosin, en í henni eiga sæti Þórir Steinþórsson, skólastjóri, Reykholti, formaður Hinrik Þórðarson, Útverkum og Óskar Teitsson Víðidalstungu Frétt frá Landssamb- andi veiðifélaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.