Morgunblaðið - 12.07.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.1962, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 12. júlí 1962. MORGVNBLAÐIÐ 17 Jóhann Benediksson JÓHANNI kynntiat ég fyrst fyrir I 14 árum og vann undir hans verkstjórn í rúm 13 ár. Kynni okkar urðu því all náin, sem yerkstjóri var hartn sí leiðbein- andi um verkin sem vinna þurfti og gaf sér aldrei' fráviik frá því sem honum var trúað fyrir. En í frístundum var gott að sitja móti Jóhanni því þá greip hann ætíð til frásagnarinnar, og svo gott minni hafði hann að af bar Fjölmargir atburðir liðinna daga stigu fram ljóslifandi. Hann var orðhagur og orðgjöfull og óf í frásögnina gamansömum ljóðbrot um og litum frá ungdómsórum á sinn sérstæða listræna hátt. Ekki átti Jóhann lykil lang- skólamanna, sem gáfur hans gátu þó risið undir, en lífsbókina las Ihann þannig allt frá æskudögum að hann tileinkaði sér það sem til þroska horfði. Enda snemma sjálfkjörinn til mannaforráða. Jóhann fluttist til Fteykjavíkur i haustdögum 1910, þá öllum ókunnugur hér. Hann komst fljótt í fiskivinnu og réðist sem verkstjóri að Melshúsum á Sel- tjarnarnesi strax í vertíðarbyrj- un 1911. Við fiskverkun gilti að rísa árla úr rekkju og varð það Jóhanni lífsvenja að taka daginn snemrna. Jóhann var faeddur á Kirkju- bóli í Skutulsfirði 6. janúar 1886. Hann var af önfirskum aettum og Breiðfirskum. Með foreldrum 6inum fluttist hann til Bolungar- víkur eins árs gamall og þar missti hann föður sinn Benedikt Jóhannsson 7 árum seinna. Var hann þá tekinn í fóstur inná Skógarströnd af náfrænda sínum; en missti hann eftir 3 ár og var það honum annar mestur lífsskaðinn í barnæsku, en hann unni mjög þessum frænda sínum — og átti þar von til mennta. Eftir það réðist hann sem smali að Neðri-Hjarðardal í Dýra firði til Mósesar sem þar bjó og bar Jóhann ætíð sérstakan hlý- hug til hans. Þar var hann svo fram um tvítugt, vann að búi fóstra síns; sem hann kallaði og stundaði jafnhliða sjóinn og á sumrin vann hann þar á Hval- stöðinni. Þegar til Reykjavikur kom stundaði Jóhann verkstjérn, svo til óslitið. Fyrst í Meishúsum og siðan hjá Allianoe við fiskverk- un, en þar var hann í 20 ár. Sex ár var hann hjá Vita- og Hafnar- gerð og svo hjá Hitaveitu Reykja víkur frá 1939, þar til fyrir ári að hann þætti þar störfum og hafði þá stundað verkstjórn í Reykjavík í fulla hálfa öld. Síð- asta árið sitt var Jóhann oft las- burða og lézt miðvilkudaginn 4. júlí síðastliðinn, eftir þungt veik indaáfall. Móðir Jóhanns var Ólafía Guð- mundsdóttir, en eins og fyrr seg- ir fluttist hún með manni sinum til Bolungarvíkur á fyrsta aldurs ári Jöhanns og þar bjó hún ætíð síðan, eða þar til hún lézt 93 ára gömul. Móður sinni lýsti Jó- hann þannig að vitnaði um djúpa ást og virðingu, og þó hún neydd ist til að láta Jóhann frá sér íbúð óskast til kaups Vönduð 5 herb. íbúð í Hlíðunum eða Háaleitishverfi óskast til kaups nú þegar. 1 herb. þyrfti að vera með sér inngangi. JÓN Ó. HJÖRLJEIFSSON, viðskiptafræðingur, Báta- og skipasala. — Tryggvagötu 8. 3. hæð. Sími 20610 k'l. 11—12 f.h. og kl. 5—7 e.h. — Heimasími 32869. Fiskibátur til sölu Sem nýr 1. flokks 75 tonna ganggóður fiskibátur, smíð- aður úr eik, með góðri 400 ha. vél og skiptiskrúfu, er til sölu og afhendingar nú þegar. Báturinn er tilbúinn til síldveiða. — Báturinn er búinn kraftblökk og selst með 2 síldamótum fyrir sumar- og haustsíldveiðar. — í bátnum er nýjasta gerð af Asdic tæki, góð ratsjá og sjálfstýristæki og önnur siglingatæki af fullkomnustu gerð. — Vinsamlegast leytið nánari uppl. hjá undirrit- uðum: JÓN Ó. HJÖRLEIFSSON, viðskiptafræðingur, Fasteignasala — Umboðssala, Tryggvagötu 8. 3. h. Sími 20610 frá kl. 5—7. Heimas. 32869. Nemi í útvarpsvirkjun Vegna forfaila, getur nemi komizt að á radíoverkstæði í Reykjavík. Umsækjandi þarf að hafa umráð yfir nokkurri peningaupphæð, þar sem hann þarf að geta leyst út hlut fyrirrennara síns 1 rekstursfé verkstæð- isins. — Umsækjendur sendi nöfn sín og heimilisföng, ásamt upplýsingum um nám, störf og peningaráð, til afgr. Mbl., merkt: „0tvarpsvirkjun — 7403“. fara 8 ára, — en börnin voru fleiri, — þá sleppti hún aldrei af honum hendinni. Enda var ást Jóhanns til hennar fölsíkva- laus, og sagði hann mér oft frá móðurumhyggjunni, sem hvorki lætur hamla sér veglaus fjöll né illvæð vatnsföll. Daginn áður en Jóhann var fermdur var hann að mala korn í bæjardyrunum. Akaft vonaðist hann eftir móður sinni og hljóp oft út frá Kvörninni, en seint um daginn sá hann hilla undir manneskju á hæð alllangt frá bænum, beið hann þá ekki boð- anna en hljóp allt hvað aftók til móts við vegfarandann, sem reyndist verá móðir hans og urðu þar fagnaðarfuridir. En þegar hún opnaði pokann sinn um kvöldið, kom upp úr hon*im al- klæðnaður yst og innst og í vest- isvasanum var stórt vasaúr og falleg festi við, og eftir ferming- una félck presturinn gullspesíu, engu var gleymt. Slíkar voru minningctr Jó- hanns. Minningar sem halda áfram að ylja, og kólna aldrei. Tryggvi Emilsson. Húseigandaféiag Reykjavíkur vHELGflSON/_ A ^ SdÐRRVOC 20 1*11 V» /\ IX ll EKKI YFlRHIAPA RAFKERFIP! leqsíeinaK oq J plotur ö Bila & búvélasalan Corvair ’60. Chevrolet ’57. Morris ’55. Chevrolet ’55 sendibíll lengri gerð. Jeppar. Ford ’55, sendibíll. Vörubílar. Ford ’54. Chevroet ’59—’61. Mercedes-Benz ’55—’61. Volvo ’55—’57. Ford ’47. Bila & búvélasalan Eskihlíð B Sími 2-31-36. IMýtt fyrár húsmæður Steiktur laukur í pökkum. BRISKY sparar tíma og fyrirhöfn. BRISKY er Ijúffeng- ur. Biðjið um BRISKY. Heildsölubirgðir: Niðursuðuverksmiðjan OR4 Símar: 17996 — 22633. Finnskar lakkhúðaðar þilplotur Stærð 4x6 fet. Margir litir 77/ sölu Fokheld ibúðarhæð í Kópavogi. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. JÓN Ó. HJÖRLEIFSSON, viðskiptafræðingur, Fasteignasala — Umboðssala, Tryggvagötu 8. 3. h. Sími 20610 frá kl. 5—7. Heimas. 32669. SVTH Silungsveiði í Höfðavatni, Skagafirði og Reyðarvatni á Uxahryggjum. — Veiði- leyfi seld á skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Bergstaðastræti 12B — Sími 19525 Fiskibátur til sölu Nýlegur 75 tonna ganggóður fiskibátur, smíðaður úr stáli, með nýupptekinni og góðri véi af þekktri gerð,. er til sölu og afhendingar nú þegar. Bátnum fylgja línuspil og trollspil. Línuveiðarfæri gætu einnig fylgt. Báturinn er búinn öllum nýjustu siglingatækjum, rat- sjá og Asdic tæki. — Vinsamlegast leitið nánari uppl. hjá undirrituðum: JÓN Ó. HJÖRLEIFSftSON, viðskiptafræðingur, Báta- og skipasala. — Tryggvagötu 8. 3. hæð. Sími 20610 kl. 11—12 f.h. og kl. 5—7 e.h. — Heimasími 32369.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.