Morgunblaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVTS BLAÐIÐ Sunnudagur 22. júlí 1962 — Kjördæmisráð Framh. af bls 1 maður, setti fundinn Og skýrði frá undjrbúningi fundaxins og rseddi um verkefni hans. Fundar- stjóri var kjörinn Thedór Blöndal bankastjóri, Seyðisfirði og fund arritarj Páll Guðmundsson, bóndi, Gilsárstekk. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsssson, framkvæimda- stjóri Sjálfstæðisfl'okksins, er- indi um störf og skipulag Sjálf- stæðisflokksins og skýrði upp- kast að lögum fyrir kjördæmis ráðið, sem var lagt fyrjr fund- inn. Tvær nefndir voru kosnar á fundinum, laganefnd og uppstill- ingarnefnd. Hlé var gert á fund inuim meðan nefndir störfiuðu og þágiu fundarmenn rausnarleg- ar veitingar í boði fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norður- Múlasýslu. Eftir fundarihlé voru tekin fyr ir álit nefnda. Framsögumaðu. laganefndar var Axel Túliníus sýslumaður, Eskifirði. Fundur- inn samíþytklkti síðan lög fyrir kj ördæmisráðið. Framsögumaður uppstillingar- nefndar var Séra Sjgmar Torfa- son, Skeggjastöðum, Bakkafirði. 1 stjórn voru kiosnir Ófeigur Eiríiksson, bæjarfógeti, Neskaup- stað formaður, Egill Jónsson, ráð unautur, Seljavöllum Hornafirði Þorleifur Jónsson srveltarstjóri, Eskifirði, Theódór Blöndal, banka stjóri, Seyðisfirði og Helgi Gísla- son, verkstjóri Helgafelli, Norð- ur Múlasýslu. í varastjórn voru 'kosnir, Svein/björn Sverrisson, vélsmiður, Höfn, Hornafirði, Páll Guðmundsson, bóndi Gils- árstekk, Júlíus Þórðarson, ibónd, Skorrastað, Norðfirði, Guðlaugur Jónsson, kaupmaður Seyðisfirði og Sigurjón Jónsson, verkstjóri, Vopnaifirði. : í>á fór fram kosning fulltrúa Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir við Sigurjón Jónsson, verkstjóra á Vopnafirði og Theódór Blöndal, bankastjóra á Seyðisfirði. Stjórn kjördæmisráðsins, talið frá vinstri: Þorleifur Jónsson, Benedikt Stefánsson, form. full- > trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu, Öfeigur Eiríksson, Theódór Blöndal _ og Helgi Gíslason. Á myndina vantar Egil Jónsson, Seljavöllum. ■ i Austurlandskjördæmis I flokks- ráð Sj'álfstæðisflokksins. Kosnir voru: Benedikt Stefánsson, bóndi Hvalnesi, Austur-Skaftafalls- sýslu, Pál'l Guðmundsson, bóndi, Gilsárstekk, Sigfús Guðmundsson Neskaupstað, Haufcur Guðmunds son, Seyðisfirði og Aðalsteinn Jónsson, bóndi Vaðbrekku. Vara menn í flokksráð voru kjörnir Sigfinnur Pálsson, bóndi, Stóru- lág, Gísli Sigurjónsson, bóndi, Baklkagerði, Björn Björnsson, fcaupmaður, Neskaupstað, Guð- laugur Jónsson, kaupmaður Seyðisfirði og Ingvar Ingvarsson bóndi Desjamýri. Þingmenn og frambjóðendur í aðalsætum eru sjálfkjörnir í flokksráð. Að loknum stofnfundarstörf- um héit formaður Sjálfstæðis- flokksins Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra ræðu. Hóf hann ræðu sína með því að lýsa ánægju sinni með fundinn og lagði áherzlu á mikilvægi skipu- lagsins fyrir starfsemi flokksins og þýðingu þess starfs, sem nú er unnið að í skipulagsmálum flokksins. Flutti formaður síð- an ýtarlega ræðu um stjórnmála- viðhorfið. Kom hann víða við væddi sveitarstjórnarlkosingarnar síðustu og úrslit þeirra, vék að kaupgjaldsmálunum, talaði um efnahagsmálastefnu ríkisstjóm- arinnar og árangur hennar og kom inn á hin þýðingarmestu rniál, svo sem stofnlánasjóði land- búnaðarins, virkjunarmál og stór iðju, framkvœmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar og efnahagsbanda- lag Evrópu. Var ræðu formanns mjög vel tekið og fögnuðu fund- arrnenn mjög komu hans á stofn- fund kjördæmisráðsins. Síðan tóku til máls Helgi Gísla son, vegaverfestióri, Helgafelli, Axel Jónsson, fulltiúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, Jónas Pétursson, alþingismað ur, Einar Sigurðsson, útgerð- armaður, Rvík, Þorleifur Jóns- son, sveitarstjóri, Eskifirði, Axel Tulinius, sýslumaður, Eskifirði, firði, Sverrir Júlíusson, útgerðar maður, Reykjavík, og Þórður Benediktsson, skólastjóri, Egils- stöðum. Hinn nýkjörni formaður kjör- dæmisráðsins, .Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti, ávarpaði fundinn. Þákkaði hann traust það, sem sér og meðstjórnarmönnum sín- um hefði verið sýnt með því að fela þeim stjórn kjördæmisráðs- ins og mælti hvatningarorð til fundarmanna og hét á þá að vinna að eflingu flokksstarfsem- inn»r í kjördæminu. Fundurinn sendi Ólafi Thors, forsætisráðherra, kveðjur og árn aðaróskir. Að lokum þaklkaði fundarstjóri Theodór Blöndal, bankastjóri, fundarmönnum fyrir komuna og sleit síðan fundi. Brotist inn hjá Sameinaða f FYRRINÓTT var brotizt inn skemmur Sameinaða gufuskipa félagsins sem eru milli Tryggva götu og Geirsgötu. Var stolið þar um 3000 kr. í peningum, sem voru í peningakassa 1 afgreiðslunnd Jensína Jóns- dóttir látin MIÐVIKUDAGINN 18. júlí andað ist Jensína Jónsdóttir, sem flest um Reykvíkingum var kunn vegna starfa hennar í þágu Hjálp ræðishersins. . Jensína heitin var fædd 28. nóvember 1875, og var því 86 ára er hún lézt. Hún fæddist á Vífilsmýrum í önundarfriði. Móð urlaus varð Jensína 8 ára gömul er móðir hennar lézt frá sjö börn um. Dvaldist hún síðan á ýms- um stöðum vestra, unz hún flutt ist til Reykjavíkur árið 1911 og kynntist þá Hjálpræðishernum. Fór hún að starfa í honum 1912— 1913 og fékksc aðallega við hjúkr un. Stundaði hún sjúka meðan heilsan entist, en tók þá við að selja Herópið og gerði það fram á síðustu ár, eða þangað til kraft ar hennar voiu þrotnir. Berlín, 20. júlí — NTB. Austur-Þýzkaland hefur látið loka strandlengjunni meðfram Eystrasalti, og má nú eng inn koma nær ströndinni en 5 km. Liggja refsingar, allt að tveggja ára fangelsi, við því að brjóta það bann. Margir hafa farið sjóleiðina, að undanförnu á flótta sínum frá landinu. • Les fólk eingöngu léttmeti á sumrin? Mér heyrist yfirleitt að fólk taki lífinu létt á sumrin og sama sé að segja um lestr- arefni. Fólk taki gjarnan með sér léttmeti í sumairfríið, nenni ekki að lesa annað. Þess vegna náði ég tali af Baldvin Tryggvasyni, framkvæmda- stjóra Almenna bókafélagsins, stærsta bókafélagsins á land- inu Og spurði hann, hwort hann hefði orðið var við að þetta væri rétt. Hann sagði: • Bókmenntasvipur- urinn breytist ekki Sú skoðun er allútbreidd, að á sumrin lesi fólk aðeins bækur af léttara taginu, þ.e. sakamálasögur, eldlhúáreyfara og því um líkt, en láti þær sem þyngri eru og veigameiri liggja óhreyfðar, þar til vet- ur gengur í garð. Eg er engan veginn viss um að þessi skoð- un sé að öllu leyti rétt. Að minnsta kosti á ég bágt með að trúa því, að bókmennta- smekkur fólks taki verulegum breytingum eftir árstíðum. Sá, sem á annað borð hefur góðan bókmenntasmekk tekur varla upp á því að Iesa lélegri bæk- ur að sumrinu, fremur en sá, sem endranær les helzt lítið annað en reyfara, byrjar allt í einu lestur góðra skáldverka, 'þó að sumar sé og sól. Þeir, sem á annað börð hafa tíma til bóklesturs yfir sumarmán- uðina, lesa án efa svipaðar bókánenntir þá eins og aðra tíma ársins. Hins vegar er það svo að mikill hluti þeirra bóka, sem seljast í bókaverzlunum yfir sumarmánuðina er af því tagi bóka, sem kalla má léttar bókmenntir og í sumum tilfell um eiga ekki einu sinni það skilið, að kallast bókmenntir. Á ég þar við ýmsar af þeim erlendu vasabrotsbókum, sem fólk kaupir. En bóksalan ein er ekki ein hlýtur mælikvarði um það, hvað fólfe les á hverjum tírna, einkum á þetta við um íslend- inga, en mikill fjöldi þeirra á nú orðið allsæmilegt heimilis- bókasafn;/ sem hægt er að grípa til þegar tóm gefst til lesturs. • 70% bóka selzt 3 síð- ustu mán. ársins Sala íslenzkra bóka er mjög misjöfn eftir árstíðum, suma mánuði er hún nánast sagt engin, en aðra mánuði er eins og allir þurfi að eignast bæk- ur. Ef árinu er skipt niður í þriggja mánaða tímabil, mun láta nærri að árssala íslenzikra bóka skiptist þannig: J anúar—Febrúar—roarz ca 15% af ársveltu. Apríl—maí—júní ca 10% af ársveltu. Júlí—ágúst—sept. ca 6% af ársveltu. Okt.—nóv.—des. ca 69% af ársveltu. Af einstökum mlánuðum er salan langsamlega mest í des. eða um 50% af ársveltunni. Næstur kemur október, með um 16%, en meginhluti þeirr- ar sölu eru gkólabækur. Júli og ágúst eru svo langlægstir með um 2% af ársveltunni hvor mánuður. Fyrir nokíkrum árum var yfirléitt góð sala á islenzikum bókum í aprílmárauði, sem stafaði af því að þá gaf fólk mikið af bókum í fermingar- gjöf. — Nú hefur þetta breytzit til muna, svo að bóksala vegna fermingargjafa er alveg Ihverfandi. Fólk virðist alveg vera að hætta að gefa börraum bækur í fermingargjöf. • Meira af erl. bókum Sala erlendra bóka er miklii jafnari og tekur ekki veru- legar sveiflur eftiir árstíðum, Yfir sumarmánuðina dregur þó nokkuð úr sölu þeirra, Eins og bent hefur verið á, er sala íslenzlcra bóka hánast sagt eragin mánuðina júlí, ágúst og það, sem selzt af erlendum bókum þessa mán. uði er að mestu leyti vasa- brotsbækur. Mjkill hluti þeirra bóka er sakamálasög- ur Og léttar skáldsögur, sem fólk tekur með sér í sumar- leyfið. Bókakaup fólks að sumrirau til eru því tiltöiulega mjög iítil, og fólk les áreiðanlega miklu meira en nemur bóka- kaupuraum. Það er því mjög hæpið að draga nokkxa álykt- un af þeim, um hvað fólik les þessa mánuði. ______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.