Morgunblaðið - 26.07.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1962, Blaðsíða 3
f Fimmfudagur 26. júlí 1962 MORGVNBLAÐ1Ð Hafragrautur UM helgina komu 30 manns koibrúnir og sælir ofan úr Kerlingafjöllium, þar sem þeir hötfðu verið á skiðum í 8 daga á vegum Ferðafélagsins. I hópnum var fólk á öllum aldri og öllum stéttum, menntasíkóla kennari, flugfreyja, doktorar forstjórar, tannlaeknir, frúr og ungfrúr og bæði skiðakappar og byrjendur, enda tveir skíða kennarar með í förinni, Valdi- mar Örnólfsson og Sigurð- ur G-uðmundsson. Við hringdium til dr. Björns Sigurbjörnssonar, sem var ásamt konu sinni í hópnum. Hann svaraði um hæl, að þetta væri eitt bezta sumarfrí sem hann hefði farið í og að hann liti út eins og negri. — Sól hefði verið í 4 daga Og skíða- færi ágætt eftir því sem skíðakapparnir segðu. Er við inntum hann nánar eftir því í hverju öll þessi sæla hefði verið fólgin, svaraði hann með því að lýsa einum degi þar upp frá: Dagurinn hófst kl. 9.30 með því að manni var færður rjúkandi hafragrautur í rúm- ið. Eftir hafragrautinn lagði maður sig í 15 mín. Þá kom kaffi og brauð. Kl. 10.30 sett- ist allur skarinn út á tröppur. Einn stóð með guitar, allir sungu og skíðaskórnir voru burstaðir í takt. Það verður að fá á þá fínan gljáa, svo þeir ekki blotni í snjónum. Kl. 11 er lagt upp í rútulbíl. Hann klifrar frá 600 m. hæð, sem skálinn er í, og upp í 1000 m hæð. Þar er bækistöð í jöklin- um, 2 tjöld, þar sem geyma má skíðin. Eftir það er verið á skíðum til kl. 3 og þá koma menn brunandi að tjaldinu, sumir úr 1477 m hæð ofan af Snæ- bolli. Minni garparnir hafa verið neðar í brekkunum og sumir bara farið í gönguferð. Er nú drukkið kaffi, og síðan aftur verið á skiðum til kl. 6 eða 6.30. Öll skíðamennska fer fram undir stjórn, og mönn um skipt í 3 flokka. Busamir eru í fyrsta flofcki og hætta sér ekki hátt, annar flokkur fer- í næsta skafl fyrir ofan þá og sérfræðingarnir fara í hengiflugið hjá Fannborgu en Valdemar örnólfsson, sem er „superexpert“ steypir sér af hvaða tindi sem er. Kl. 7 er borðaður . heitur matur, úrvalsmatur, og að hon um löknum fara allir að hátta og eru vaktir með músik og söng kl. 10. Þá hefst kvöld- vaka, sem stendur til kl. 12. Þá skemmta þátttakendur. Um miðnættið fara sumir að sofa, en aðrir að syngja og leika á guitar, og þeir sem enn eru hressir um sólaruppkomu, fara á Árskarðsfjall og horfa á sól- ina koma upp hjá Hofsjö'kli. Síðan sofa þeir vært til kl. 9.30. Björn sagði, að þau hjónin væru ákaflega ánægð með sumarleyfið. Þau hefðu bæði grennzt, en einhvernveginn sýndi vigtin meiri þyngd en áður. Þetta hlyti því að hafa farið á rétta staði. Á leið upp á Snækoll. Valdimar örnólfsson, skiðakennari og Kristín Jónsdóttir flugfreyja, íremst á myndinni. morgnana Skiðaskórnir burstaðir í takt við gítarundirleik og söng. Á myndinni eru talið frá hægri: Sigrún Tryggvadóttir, tann- læknir, Steinunn Stephensen, tannsmiður og bak við hana sést á Björn Sigurbjörnsson. Svolítið strembið. rúnu Tryggvadóittur, tann- lækni. Hún sagði að það væri regluleg tilbreyting að fara í svona sumarfrí, njóta viku í snjónum uppi fjöllum meðan sólin er hæst á lofti hér, og fá sér svo sumarauka í haust í suðlægari löndum. En þetta ætlar hún einmit að gera. — Venjulega hefði hún notað sumarfríið, þ.e.a.s. þessi þrjú sem hún hefur átt síðan hún var í skóla. til að fara út og „slappa alveg af“ eins og hún orðaði það, en þó þetta væri mjög skemmtilegit, þá væri það full erfiitt fyrir þá sem legðu áherzlu á að hvila sig. Það stæði þó til að næsti flokk ur (en farnar verða 2 ferðir í viðbót önnur að byrja) fengi jeppa og yrði þá komið upp dráttaihraut sem drægi mann upp í brekkurnar og þá yrði lífið, skíðafólkinu létt. Sjáll kvaðst hún hafa farið eina ferð berandi skíðin á Snækoll og gengið vel upp„ en ekki Á skíðum í sólinni. Slgurður Guðmundsson fremstur. Þá hittum við að máli Sig- alveg eins vel niður. Sjúkraflugvél hlekkist á ÞAÐ óhapp vildi til * fyrradag, að Cessna-sjúkraflugvél Björns Pálssonar hlekktist á í lendingu á Beykjavíkurflugvelli, er hún var að koma með sjúkling vestan af Þingeyrl, og skemmdust hreyf ill og vængur vélarinnar töluvert. Það var um fjögurleytið á þriðjudag, sem sjúkraflugvélin undir stjórn Guðjóns Guðjónssor, ar, flugmanns, kom til Reykja- víkur úr áðurnefndu flugi. Stuttu eftir að vélin snerti flugbrautina mun flugmaðurinn hafa hemlað, en einhverra orsaka vegna hef- ur hemillinn fests með þeim af- leiðingum, að vélin steyptist fram yfir sig á hreyfilinn og vænginn. Mótvindur við lendingu var um 10 mílur og hraði vélarinnar því tiltölulega lítill. Engin slys urðu á mönnum, en slökkvilið Og aðrir starfsmenn á flugvellinum bomu þegar á vett- vang, er óhappið átti sér stað. Björn Pálsson tjáði blaðinu í gær, að skemmdir á vélinni væru ekki enn fullkunnar, en vængur- inn mun hafa eyðilagzt og hefur Björn þegar gert ráðsitafanir til að fá nýjan væng á vélina frá STAKSTEI Wli Ameríku. Hafa annir verið mikl- ar í fluginu hjá Birni að undan- förnu og kemur það sér mjög illa að hafa aðeins hina tveggja hreyfla Bonanzavél starfhæfa, en viðgerð á Cessna-vélinni mun fara fram svo fljótt sem auðið er. Sæmileg nýting hey ja í Skagafirði Bæ, 25. júlí — Sláttur byrjaði víðast hvar seint vegna lélegrar sprettu og ■kals í túnum, en nú undanfarið hefur sprottið, þar sem sprottið getur og nýting heyja má heita sæmileg. Til sjávar hefur verið óvenju rýrt fram að þessu og sama hvort róið er með handfæri eða línu. Silungsafli hefur aftur á móti verið góður. Mjög mikil umferð hefur ver- ið á vegum, sérstaklega á Siglu farðarléið, úr því að síldin fór að berast. — Björn í Bæ Fjandskapur Framsóknar við lítilmagnann Álþýðublaðið birti í gær for- ystugrein undir fyrirsögninni: Afturhald Framsóknar.“ I grein þessari er m.a. komizt að orði á> þessa leið: „Það er annars furðulegt aS Framsóknarflokkurinn skuli leyfa sér að kalla sig vinstri flokk. Þarf ekki að benda á ann að en tryggingarmálin til að sýna að flokkurinn er í veigamestu umbótamálum okkar samtiðar hinn mesti dragbítur. Allar meiri háttar breytingar á tryggingar- löggjöfinni, sem stefnt hafa að aukinni tekjujöfnun og meiri að stoð þjóðfélagsins við lítilmagn an, hafa verið gerðar, þegar Fram sókn hefur verið utan stjórnar. Er til dæmis sláandi, að í vinstri stjórninni gat Alþýðuflokkurinn engan stuðning fengið við tillög ur sinar um stóraukningu trygg inganna, og þær breytingar voru ekki gerðar fyrr en í tíð núver andi stjórnar. Framsóknarflokkurinn er harð skeyttur sérhagsmunaflokkur, er hefur verið fjandsamlegur verka lýðshreyfingunni alla tíð nema hann geti sjálfur haft gagn af henni, afturhaldssamur í félags málum og að ýmsu ieyti mesti íhaldsflokkur landsins. Þetta eru staðreyndir, sem breytast ekki, þótt Framsókn sjái sér stundarhag í að þykjast vera rót tækur vinstri flokkur.“ Mesti afturhaldsflokkur landsins Margrt; er athyglisvert í þessari forystugrein Alþýðublaðsins. Sannleikurinn er líka sá, að Al- þýðuflokksn-.ínn þekkja Fram- sóknarmaddömuna af gamalli og biturri reynslu. Alþýðuflokkur- inn og jafnaðarstefnan var í miklum uppgangi hér á landi ár- ið 1934, þegar hann myndaði í fyrsta skipti stjórn með Fram- sóknarflokknum, En það stjórnar sanvitarf hafði í för með sér mjög neikvæðar afleiðingar fyrir AI- þýðuflokkinn. í kosningunum ár ið 1937 jókst fylgi kommúnista verulega og þeir fengu þá. í fyrsta skipti mann kjörinn á þing. Það er rétt sent. Alþýðuhlaðið segir i fyrrnefndri forystugrein sinni, að Framsóknarflokkurinn er í dag mesti attur haldsf. lands ins. Framkoma hans mótast af römmu afturhaldi og skilnings leysi á ýmsum hagsmunamálum almennings. En jafnframt afturhaldi sínu er Framsóknarflokkurinn í aðra röndina hálfkomrr.únískur. Inn- an hans eru öfl sem standa mjög nálægt umboðsmönnum Moskvu valdsins hér á landi og vilja sem nánasta samvinnu við þau. Af þessari tvískiptingu í Fram- sóknarflokknum leiðir, að hann er í raun og veru hvorki fugl né fiskur, hvorki hægri flokkur né vinstri flokkur, heldur tækifæris sinnað braskfélag. Aldrei meiri framleiðsla ofif framkvæmdir Nær daglega getur að iíta I Tímanum frásagnir af ýmsum þáttum íslenzks þjóðlífs, sem bera með sér að aldrei hafa ver- ið meiri framkvæmdir og fram leiðsla á íslandi en einmitt í dag. Þannig verður málgagn Franv- sóknar til þess að afsanna sína eigin kenningu um þau „móðu- harðindi af mannavöldum“, sem flokksmenn þess segja, að við- reisnarstefnan hafi leitt yfir þjóð ina. Landbúnaðarframleiðslan eykst, útflutningsverðmæti sjáv arafurða verður stöðugt meira, iðnaðurinn verður fjölbreyttari og veitir stöðugt fleira fólki at- vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.