Alþýðublaðið - 10.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ á benzíninu, ca. 8 þús. kössum á 45 kr. kassinn verður 360 þús, kr. Samtals 5 milj. 190 þús. kr. Hrein gróði félagsins yrði því 960 þús. lr. yfir árið, eða ca. 160 °/o af hlutafénu (sem ef til vill er ekki til). Þá skiljum vér, að frkv.stjóri þess væri ófús að segja tii um arðinn. Það er engin furða þó út- svarið á félaginu sé ekki nema nokkur þús. kr. Græði félagið svona á hverju ári, má skoða þenna gróða sem venjuiega vexti af fastri eign, sé nú reiknaður út höfuðstóllinn með 5% vöxtum verður hann 19 milj. firónur. ítök félagsins (eða Standard Oil) hér á landi eru því 19 milj. kr. virði. Ættum vér því að kaupa félagið út úr landinu, kostaði það eins mikið og að leggja járn- brautir um mikinn hluta lands- ins eða jafnmikið og að virkja Sogsfossana, En þetta er- að eins það, sem hin dansk íslenzka deild Standard Oil leggur á verð olíunnar í Ame- ríku. Standard Oil er búið að leggja á hana áður, þann sícatt sem Banda- ríkjamenn borga félaginu. Hrað á að gera! Almenningur á heimtingu á því, að stjórnin geri þegar ráðstafanir tll að rannsaka verðið erlendis og setja hámarksverð á olíuna, því varla mætti búast við því, að ol- ían yrði hækkuð í Bandaríkjunum sökum þess, að vér settum há- marksverð á vöruna. Að minsta kosti yrði það varla gert strax. Vér höfum nú í þessum grein- um um steinolíuna reynt að skýra almenningi frá öllu því f þess máli, sem tök hafa verið á, hiýtt óhlut- drægt á raál beggja, því enginn árangur fæst með stóryrðaglarari og röngum upplýsingum um mál- ið. Það er þýðingarlaust að skamma steinolíufélagið fyrir að það selji olíuna hér helmingi dýrari en hún kostar í Danmörku, eins og Mgbl. gerir sig sekt í, ef hún væri í raun og veru ódýrari hér. Að svo mæitu látum vér hér staðar numið um stund, en vætum að ráðstafanir stjórnarvalda vorra létti aí oss því oki, sem hið >ís- leazka" steinolíufélag hefir lagt á oss. S. J. lússar og pólverjar. Friður í aðsigi. Khöfn 9. júlí, Símað er frá Varsjá, að radi- kalar munu steypa stjórninni og séu fúsir á að semja frið við Sovjet-Rússland. Hussar og €nglenðmgar. Khöfn, 9. júlí. Símað er frá London, að sagt sé, að Sovjet-Rússiand gangi að skilyrðum þeim, er Lloyd Georga setur til þess að verzlunarviðskifti hefjist af nýu. Fyrirspurn til Bjarnar í Grafarholti. Hr. Björn Bjarnarson í Grafar- holti, hefir í gær í Morgunblaðinu svarað grein minni í Alþýðublað- inu 6. þ. m., um Sláturfélag Suðurlands. Hann kemur þar ekki fram með neinar nýjar upplýsingar né varnir í kjötmálinu, nema að félagið vilji næsta haust gjarnan semja um kjötkaup við bæinn eða félög hér. Aftur á móti klykkir hann út með þessari furðulegu setningu: „Og við eldri mennirnir, sem margháttaða lífsreynslu höf- um, kippum okkur ekki upp við þótt við verðum fyrir þesskonar ræktarsemisvotti fyrir uppeldið, sem lýsir sér í nefndri grein íL V.“ Mér er spurn: Hvar og hvenær hefir hr. Björn Bjarnarson fengist við uppeldi mitt? Eða eru kjötsöluaðferðir Sláturfélagsins að eins mishepnuð uppeldistilraun á Reykvíkingum, svo að hr. Birni Bjarnarsyni grerast nú að við sýn- um ekki „ræktarsemisvott fyrir uppeldið" síðastiiðið haust. Við Reykvíkingar munum áreið- anlega afþakka slíkar uppeldis- tilraunir, enda þótt þær séu á- rangur „margþáttaðrar lífsreynslu" hr. Bjarnar Bjarnarsonar og fé- laga hans. Héðinn Valdimarsson. Míneryu-fundur er í kvöld. Mætið stundvíslega. V. T. Vínbannslögin erlenðis. Síðasti signrinn í Ameríku. Sú fregn hefir fyrir nokkru síð- an flogið um öll Norðurlönd, að hæztiréttur Bandaríkjanna hafi úr- skurðað, að bannið væri ekki hægt að bera afturundir þjóðaratkvæði. Ástæðan til þess að þessi úr- skurður var uppkveðinn er sú, að> í stjórnarskrám ýmissa ríkja er það ákveðið, að þjóðaratkvæði skuli fara fram um ýms þýðing- armikil mál. Þetta á sér meðat annars stað í Kaliforníu, Colorado, Michigan, Origon, Arkansas, Maine- og Ohio. Löggjafarþing ofannefndra ríkja. höfðu samþykt bannlögin, en and- banningar héldu því fram, að þingið gæti ekki gert slíka ákvörð- un, heldur væri það þjóðin sjálf, sem með almennri atkvæðagreiðslu hefði rétt til þess. Og þessu skutu menn til hæztaréttar, sem feldá þann úrskurð, sem að ofan er getið. Hæztiréttur hefir þar að aukl- felt úrskurði í ýmsum öðrum at- riðum, sem andbanningar hafa til hans skotið, og hafa þeir allir fall- ið gegn þeim og þeirra skoðun- um. Bannlögin standa því óhögguo.. Öll viðleitni andstæðinga þeirra hefir því strandað. Áfengismenn eru þó sennilega ekki af baki dottnir. Nú er það- efst á baugi hjá þeim að fá á- fengisraarkið hækkað. Þannig hafa sumir bruggarar búið til öl upp að 23/40/0 áfengis, en hæztiréttur hefir dæmt það ólöglegt, því á- kvæði framkvæmdalaganna um ll2°/o sé eina löglega ákvæðið. Enn á ný ætla bruggarar að reyna að fá áfengismarkið hækkað að mun, að löggjafar leið, en hvort og á hvern hátt þeim tekst það. Skozba kirkjan er með bannL Ársþing skozku kirkjunnar, sem var haldið 24. maí þ. á., sam- þykti með 1x1 atkv. gegn 97 að mæla með því, að almenn at- kvæðagreiðsla um héraðasamþykt- ir skuli fara fram. J. Á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.