Alþýðublaðið - 10.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Oefið út af Alþ ýðuflokknum. 1920 Laugardaginn 10. júlí 155. tölubl. Steinolla. (Niðurl.) Síðustu grein hér 1 blaðinu um þetta mál, lauk með umtali um olíugeyma þá er Olíufélagið hafði lofað að setja upp hér og skal nú þegar vikið að því máli nánar. Samkvæmt frásögn Eskildsens framkvæmdarstjóra, er verðmun- urinn á farmgjaldi hingað og til Danmerkur ca. 25 kr. á tunnu. En nú ætti olíuflutningurinn hingað á »tank« skipum að verða ódýrari en til Danmerkur, svo ef til vill ynnist meira en 25 kr. á tunnu. Uppskipun, rýrnun o. fl. yrði miklu minni og fleira mætti því til gildis telja að setja hér upp olíugeyma. Sú mótbára að hér væri eigi sú aðstaða, að hægt væri að flytja olíuna út um landið á olíuvögn- um, á ekkert við að styðjast, því bæði mætti setja upp olíugeyma á helstu útgerðarstöðvum vorum, svo sem ísafirði, við Eyjafjörð og í Vestmannaeyjum, og svo væri heldur enginn frágangssök að setja olíuna á tunnur hér. En þess þyrfti raunar ekki við nema að litlu Ieyti, þvf stærstu olíuneytendurnir, þ. e. mótormátarnir, geta bæði flutt olfuna og tekið það sem þeir þurfa f olfugeyma, sem þeir hafa nær allir. Það mætti því vera geysidýrt að setja hér upp olíu- geyma, ef þeir ættu ekki að geta borgað sig á örfáum árum. En það er vel skiljanlegt að olfufé- laginu sé sama, hvort þeir koma eða ekki, því það er f engum vandræðum með að ná upp flutn- ingsgjaldsmismuninum og öðrum aukakostnaði er leiðir af að flytja olíuna í tunnum hingað til lands. í þess augum eru olíugeymarnir þess vegna eintómur kostnaðar- auki og sýnir þetta augljósa dæmi einkarvel mismunin á auðvalds- fyrirkomulaginu á vérzluninni og fyrirkomulagi er hefði heill þjóð- arinnar fyrir augum. í byrjun hafði Steinolíufélagið (þá var það víst ekki búið að breyta um nafn) skip eitt er hét Norðurstjarnan, er það lét flytja steinolíuna »frítt < á allar helztu hafnir landsins. En skyndilega hvarf Norðurstjarnan sjónum ís- lendinga og ókeypis flutningur um leið. Þetta hvorttveggja fórst á mjög leyndardómsfullan hátt, og hefir til hvorugs spurst síðan. í Ameríku er verð tunnunnar innifalin f olíuverðinu og félagið tók ekkert fyrir tunnuna hér i byrjun. Þegar frá leið sá það að hægt var að selja tunnuna sér- staklega, og því skyldi það ekki gera það. Og sjá það varð; fyrst kostaði tunnan 6 kr., en nú kost- ar hún 10 kr. Felagið »stóð sig ekki við< annað! Þegar hið »íslenzka< steinolfu- hlutafélag var stofnað voru hluta- bréfin boðin út. En er maður einn ætlaði að kaupa hlutabréf þegar á eftir voru þau uppseld 1 Þá .voru 600 þús. kh mikil fjárupphæð en nú, er sú fjárhæð mundi nema 3 milj., seljast ekki einu sinni rfkis- skuldabréfin á z/2 ári og er það þó 3 sinnum minni fjárhæð. En í þessu mun liggja þannig að hlutabréfin í hinu »íslenzka<! hlutafélagi munu alls eigi hafa fengist hér enda ef til vill ekki til nema að nafninu, verð þeirra reiknað í einokunarréttindum Standard Oil. Hlutaféð með öðr- um orðum ekki innborgað, að eins nafnið. En til þess að geta látið heita svo að félagið væri íslenzkt, varð félagið að fá tvo íslenzka heiðursmenn í stjórnina. Og þeir voru ekki vandfundnir. 6000 kr. byrjnnarlauit!' Þeir hr. Jes Zimsen stórkaup- maður og Eggert Claesen hæsta- réttarlögmaður voru fengnir í stjórnina, að sögn með 6 þús. kr. byrjunaríaunum. Hve mikið þeir hafa nú í laun má hamingjan vita. Sagt er einnig að þeim hafi verið gefin fáein híutabréf til þess að heitið gæti að nokkur hlutí hlutafjársins væri íslenzk eign. Annar þeirra, Jes Zimsen kvað auk þess fá ýms hlunnindi hjá félaginu. Benzínið. í viðræðum þeim, er vér áttum við frkv.stjóra félagsins, varðist hann allra frétta um þaí, hve á- lagningin væri mikil á olíunni og af því m. a. getum vér eigi sagt með vissu upp á eyri, hve álagn- ingin á henni er mikii. En vér höfum afiað oss nákvæmra upp- Iýsinga um verð á benzíni og á- Iagninguna á því, og skal frá því skýrt hér. Benzín kostar nú í Ameríka 3,60 dolíars 1 ks., 10 gallons (ca. 40 lítrar). Olíufélagið segist borga olíuna í Danmörku og borgar þvf um 6 kr. fyrir dollarann, verðið á kassanum er þv£ í Ameríku 21 kr. Sé flutningsgjald reiknað 8 kr. á kassann og vátrygging og kostn- að ca. 1 kr., kostar kassinn flutt- ur á land í Rvík 30 kr. En olíu- félagið seíur hann á 45 kr. Á- lagningin er þv£ 50 prócent. En nú er fróðlegt að reikna út hve mikið það félag hefir £ tekjur. sérstaklega ef það skyldi nú ekki hafa neitt innborgað hlutafé. Gerum ráð fyrir, að félagið græðí fyrst og fremst hið tilbúna auka- verð tunnunnar, sem er nú 10 kr„ Og úr þvf það leggur 50 °/o á benzínið, má gera ráð fyrir, að það leggi auk tunnunnar 25 °/« á steinolíuna, en það verður um 25 kr. á tunnuna. Gerum ráð fyrir, að félagið flytji inn 35 þús. tunn- ur af steinolíu f ár og 8 þús. kassa af benzíni, nemur innkaupsverð ca. 3 milj. 845 þús. kr. Hátt reiknað mun kostnaðurinn við skrifstofu- hald, rýrnun, geymsla, vextir og vinna £ landi nema io'/o áf inn- kaupsverði, eða 385 þús. kr. sam- taís 4,230,000 kr. En útsöluverð oliunnar, 35 þús. tunnur á 138 kr. tunnan verður 4 milj. 830 þús. kr. og útsöluverð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.