Alþýðublaðið - 10.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Æruna6óiagjöló, sem féllu í gjalddaga 1. apríl síðastl., óskast greidd nú þegar; verða annars tekinn lögtaki í þessum mán. cZœjargjalófierinn. Dyravarbarstaðan við Barnaskóla Reykjavíkur er laus frá i. okt. næstkomandi. Auk launa fylgir stöðunni ókeypis íbúð, ljós og hiti. Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri Morten Hansen. Umsóknir, stilaðar til skólanefndar séu sendar á skrifstofu borgarstjóra fyrir i. ágúst næstk. Skólanefndin. Koli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). „Harrigan hlýðir á messu í St. Georges kirkjunni; þú hefir hvergi séð hann annarsstaðar. Svo það er eðlilegt að þú trúir á hann". „Eg veit, hvað allir aðrir segja um hann, Hallur! Pabbi þekkir hann, og bræður mínir — já, og faróðir þinn. Heldurðu, að Ed- ward væri ekki mjög mótfallinn því, sem þú gerir?“ Jú, vina mín, eg er hræddur um það", sagði Hallur hryggur í ’bragði. „Og þú gengur í berhögg við þá alla. Væri það ekki undarlegt, ef allir þér eldri hefðu á röngu að standa, en þú einn hefðir rétt íyrir þér? Getur ekki skeð, að þér hafi skjátlast? Hugsaðu um f>að, Hallur, mín vegna!" Hún tiorfði bænaraugum á hann; hann laut að henni og greip hendi hennar. „Þú vilt skilja mig, er ekki svo? Qg eg þarfnast svo mjög hjálpar þinnar og samúðar. Þín vegna hefi eg verið svo vansæll, og leg- ið vakandi alla nóttina og hugsað um þig. Eg hefi líka fundið til vanmáttar míns, er eg þurfti að ganga í berhögg við alla vini mína. En staðreyndirnar eru fyrir hendi, og eg veit, að verkaménn- irnir lifa við óþarflega þröngan kost og neyð, alveg að ástæðu- lausu. Eg veit, að menn eins og Pétur Harrigan, og jafnvel bróðir minn, eiga sök á þessu. Þeir eru sekir, ef þeir vita það, og því aær eins sekir, þó þeir viti það ekki — vegna þess, að það er skylda þeirra að vita það. Ein- hver verður að mæla í móti þeim, einhver verður að opna augu þeirra og kenna þeim, hvað rétt er og skylda þeirra. Eg hefi í sumar komist að raun um“það — og eg skal gera það eg get til þess að kenna þeitn þaðl“ Hún leit á hann fögru, dökku augunum. Þrátt fyrir skelfinguna, var hún innbrjósts full aðdáunar á þessum undraverða og fífldjarfa unga manni, sem hún elskaði. „Þeir myrða þigl* hrópaði hún, „þú sagðir sjálfur, að þeir hefðu skotið á eftir þér!“ „Ónei, þeir skutu á eftir hleðslu- sveininum Jóa Smith. Þeir skjóta ekki á syni miljónamæringa hér í Ameríku, Jessie". XXI. Percy hafði sagt, að þau færu ekki innan tveggja stunda, og Hallur fhugaði, hvernig hann bezt gæti varið þeim tíma, Hann mint- ist þess, að Rósa Minetti hafði farið heim til þess að líta eftir yngra barninu, og alt í einu sá hann Jessie fyrir sér í kofa Rósu. Rósa var yndisleg og góð í sér, og enginn gat staðist litla Jerry. „Mér þætti mjög vænt um ef þú vildir ganga spölkorn með mér, Jessie", sagði hann. „En, það rignir, Hallurl" „Hvað ætli það geri til, þó þú skemmir kjólinn þinn, þú átt víst nóg af þeim. „Það er ekki það, sem eg hugsa um — en mér fellur það ekki, Hallur. Eg er hér gestur Percys, og ef honum litist nú illa á það —“ Hestur 7 vetra gamall, er nota má til reiðar og aksturs, er til sölu. Hesturinn er til sýnis hjá Gunnari Gunnarssyni í Hafnarstr. 8 seinni partinn í dag. Glaxo kostamjólk er seid á þessum stöðum: Verzlunin Laugaveg 46. Kaupfél. Reykvíkinga Lgv. 22. Jes Zimsen, Hafnarstræti. t* Verzlunin Liverpool, Vesturg. Ijaxastön í> með hjóli fæst með tækifærisverði á afgr. Alþbl. Karteflur og laukur ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur (Gamla bankanum). Verzlunin „Hlíf" á Hverfisgötu 56 A, sfmi 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindia, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, email- leraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum-gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnffa, Starfhnífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrast er. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðríksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.