Morgunblaðið - 06.11.1962, Blaðsíða 8
8
MORG11SBT4Ð1Ð
■Þriðjudagur 6. nóvember 196?
SYLVANIA
FLUORESCENT PERUR
hafa lengsta endingartíma af flourperum.
9000 Ljóstíma
Höfum fyrirliggjandi:
Beinar perur — Hring perur í litum.
White
Cool White
Warm White de kix
Daylight
Einkaumboðsmenn:
G. Þorsteinsson & Johnsson
Grjótagötu 7 Reykjávík — Sími 24250.
VDNDUÐ II
FALLEG
ODYR U
Siqurpörjónsson &co
J4afiuvi<tnrti 4
IJR
Almannavarnir komnar
lengst í Svíþjóð
Á FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær var frumvarp ríkisstjórnar
innar um almannavarnir tekið
til 2. umræðu. Skýrði Gísli Jóns
son frá því, að beiibrigðis- og fé
lagsmálanefnd hefði ekki orðið
sammála um afgreiðslu málsins.
Minni hlutinn, þ.e. Hannibal
Valdimarsson, legði til, að mál
inu væri vísað frá með rök-
studdri dagskrá, en meirihlutinn
teldi, að skipa bæri þessum mál
um í fastari skorður en gert væri
með gildandi lögum, og að ástand
ið í heimsmálunum sé svo ugg
vænlegt, að nauðsynlegt sé og
sjálfsagt að gera allt, sem unnt
væri til að vernda líf og heilsu
þegnanna.
Unnið að skipulagningu
varnaraðgerða.
Þá gat Gísli Jónsson (S) þess,
að Ágúst Valfells, sem ráðinn
hefur verið af ríkisstjórninni til
að undirbúa og skipuleggja al-
mannavarnir, hefði mætt til við
ræðna hjá nefndinni. Hann hefði
gefið margvíslegar upplýsingar
um hættur af sprengjuárásum á
landið, og þær ráðstafanir, sem
helzt væru tiltækilegar til að
draga úr því tjóni, sem slíkar
árásir hefðu í för með sér. Hann
hefði nú undanfarið unnið að því
að kynna sér, svo sem frekast
væri unnt, í hverju telja mætti
hætturnar frekast fólgnar og
hvaða vörnum yrði helzt við
komið. En m.a. væri unnið að
liiesti viðburður í útgáfu íslenzkra
fræðirita í garðyrkju
66
GARÐBLÓM I LITUM
EFTIR INGOLF DAVIÐSSON
1 bókinni eru 508 litmyndir af tegundum, ættum og af-
brigðum, teiknaðar af danska listamanninum Verner
Hancke. Myndirnar eru allar gerðar eftir lifandi fyrir-
myndum. Texti bókarinnar er stuttur og gagnyrtur og al-
gerlega miðaður við íslenzka staðháttu. Því er þeim teg-
undum, sem hér þrífast bezt, gerð mciri og betri skil
en hinum, sem minni reynsla er fengið af hér á landi.
TRÉ OG RUNNAR
/ LITUM
EFTIR INGÓLF DAVÍDSSON
Hér er að finna 357 litmyndir af trjám og runnum, og er
bókinni skipt í þrjá kafla. í hinum fyrsta eru allir feg-
urstu laufrunnar og lauftré, sem henta í litla og stóra
garða, þar á meðal eru flesf nýjustu rósaafbrigði, sem nú
eru mest eftirsótt. í öðrum kaflanunt eru algengustu og
fegurstu vafjiings- og klifurplöntur. Loks eru í þriðja
kafla bókarinnar mikið úrval af fögrum og sérkennilegum
barrtrjám og barrtrjárunnum. Texti Ingólfs er allur mið-
aður við hérlenda staðháttu og lýsingar allar stuttar og
óvenju greinilegar.
Um þessar tvær óvenjufögru bækur segir Hafliði Jóns-
son, garðyrkjufræðingur, í ritdómi:
„Það má hiklaust telja útkomu þessara tveggja lit-
myndabóka með mestu viðburðum, sem til þessa hafa átt
sér stað í útgáfu íslenzkra fræðirita í garðyrkju, og ég
efast ekkert um, að þær eiga eftir að hafa mikil áhrif á
blómaþekkingu alls almennings á næstu árum . . .“
GARÐBLÓM í LITUIVI ogTRÉ OG RUNNAR I LITUIU
eru ómissanc!i handbækur allra áhujamanna
um garðrækt
- SKUGGSJÁ -
því að skipuleggja varnarað-
gerðir og semja reglur og leið-
beiningar fyrir almenning til að
fara eftir, ef til árásar kæmi.
Þá kom m.a. fram, að Svíþjóð er
lengst komin af Norðurlöndum í
almannavörnum.
Frumvarp þetta hefði einnig
verið lagt fyrir síðasta þing og
•þá fengið mjög
rækilega athug-
un, en þar sem
ekki hefði gef-
izt tími til að
báðar þingdeild-
ir fjölluðu um
það, hefði það
verið afgreitt
með rökstuddrí
dagskrá þess efn
is að það yrði lagt á ný fyrir
þetta þing, en Alþingi jafnframt
sýnt vilja sinn í málinu með fjár
veitingu til almannavarna. Þá
gerði hann grein fyrir tveim
breytingartillögum meiri hluta
nemndarinnar, en jafnframt á-
skildi Valtýr Guðjónsson (F)
sér rétt til að fylgja öðrum breyt
ingartillögum, er fram kynnu að
koma.
Hannibal Valdimarsson (K)
flutti langa ræðu og talaði út
fundartímann og las orðrétt upp
úr þingskjölum. Lagði hann til,
að málinu yrði vísað frá með
rökstuddri dagskrá. Taldi, „að
hinar víðtækustu heimildir til al
mannavarna séu þannig kannski
ekki alveg öruggar til að koma i
veg fyrir líkamstjón".
Taka sœti á Alþingi
JÓNAS RAFNAR og Alfreð
Gíslason bæjarfógeti hafa tekið
sæti sín á Alþingi, þá hefur og
Pétur Pétursson tekið sæti Bene-
dikts Gröndal.
Ríkisreikníngur, erfða-
fjárskattur o. fl.
Á FUNDI efri deildar Alþingis i
gær var frumvarp um bráða-
birgðabreytingu og framlengiflgu
nokkurra laga samþykkt við 3.
umræðu og sent neðri deild til
frekari fyrirgreiðslu.
Magnús Jónsson (S) skýrði fri
því, að fjárhagsnefnd legði ein
róma til, að ríkisreikningur 1961
verði samþykktur breytingar-
laust, jafnframt því sem hann
kvað mjög til bóta að flýta af-
greiðslu hans, svo sem gert hefði
verið, enda gerði það alla athug
un á honum raunhæfari en áður
hefði verið.
Erfðafjárskattur.
Ólafur Jóhannesson (F) flutti
ásamt Ásgeiri Bjarnasyni frum
varp til breytinga á lögum um
erfðafjárskatt. Er aðalbreyting-
in fólgin í breytingartillögum við
2. gr. laganna, sem gerð er ein-
faldari, auk þess sem lagt er'til
að erfðafjárskattur verði lækkað
ur af arfi, sem ráðstafað er tjl
menningarmála,, vísindalegra
rannsókna o. s. frv.
Kvað hann flutningsmenn frem
ur hafa valið þetta form en þings
ályktunartillögu um endurskoð-
un laganna. Brýndi þó fyrir
nefnd þeirri, er fengi frumvarp
ið til athugunar, að athuga sér-
staklega, hvort frekari breytinga
væri þörf.
Jón Þorsteinsson (A) kvað
ekki óeðlilegt, að endurskoðun
erfðafjárskattslaga fylgdi í kjöl
far nýrrar löggjafar um erfðalpg,
er samþykkt var á síðasta þingi.
Taldi htnn löggjöfina um erfða
fj.l--.katt óþ_-fioga -.a.gbio a
og að ' su /ti ú- elta og ta' li
r* ákvæði um reglur um fas:-
ei ;namát þyrftu __istakrar end
urskoðunar við, þar sem þær
hefðu skapat rikið misrétti.
Steinunn Waage
FRÚ Steinunn Waage, Grenimel
11, andaðist á heimili sínu hinn
29. f. m. og er útför hennar gerð
í dag.
Steinunn var fædd 1. sept. 1901,
borinn og barnfæddur Reykvík-
ingur, nánar tiltekið Vesturbæ-
ingur, og ól allan sinn aldur hér.
Hún var af góðu bergi brotin
í báðar ættir, dóttir hjónanná
Vilhjálms Gíslasonar, sem var
einn af hinum hugþekku skútu-
skipstjórum sem settu sinn svip
á bæinn, um og eftir síðustu alda
mót; og konu hans Regínu Helga-
dóttir Teitssonar hafnsögu-
manns, sem allir eldri Reykvík-
ingar þekktu.
Hún giftist ung Lúðvík Vil-
hljálmssyni skipstjóra og eignuð-
ust þau tvö mannvænleg börn:
Jakobínu, sem dó 1952, 27 ára
gömul og Vilhjálm, lögfræðing
í Landsbanka íslands.
Eftirlifandi manni sínum, Sig-
urði Waage, giftist hún 1941, eftir
að hafa veitt heimili hans for-
stöðu í þrjú ár, eða frá fráfaili
fyrri konu hans, Kristínar, sem
var systir Steinunnar, og dó i
blóma lífsins frá þrem ungum
börnum. Hjónaband þeirra Sig-
urðar, hefur verið farsælt. Þau
hafa búið hvort öðru og börnum
sínum, indælt heimili þar sem
öll börnin hafa alist upp sem
systkinahópur, í móðurumsjá
Steinunnar.
Frú Steinunn var glæsileg kona
og vel gjörð, í þess orðs fyllstu
merkingu, trygg vinum sínum
svo af bar og hjálpsöm og nær-
gætin við samferðafólk sem
minna mátti' sín. Hún var aldrei
heilsuhraust, en átti þeim mun
meira af andlegum styrk, birtu
og hlýju sem hún miðlaði til
þeirra er haná umgengust.
Sigurður Waage hefur þá ekki
síður reynzt henni traustur og
góður maki. Hann hefur, ef svo
mætti segja, borið hana á hönd-
um sér í langvarandi veikindum
hennar, og verið börnum hennar
sem bezti faðir. Hann vissi að:
„Sálin er gullþing í gleri — sem
geymist þótt kerið sé veilt.
„Bagar ei brestur í keri —.
bara ef gullið er heit“ (Stgr. Th.)
Hér var gullið heilt til síðasta
dags, þessvegna leið öllum vel
í nærveru hennar.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að vera vinir þessara hjóna
og fá að taka þátt í sorgum
þeirra og gleði. Við kveðjum
Steinunni með söknuði, geymum
hugljúfar minningar um hana og
heimili hennar og sendum Sig-
urði Waage, börnum þeirra öllum
og tengdabörnum, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og þakkir
fyrir liðin ár.
Guðfinnur Þorbjörnsson.