Morgunblaðið - 06.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.1962, Blaðsíða 24
FBÉTIASIMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 248. tbl. — Þriðjudagur 6. nóvember 1962 Bréf frá New York Sjá blaðsíðu 13. Formaður Sjálfstæðis- flokksins ræðir stjornmálaviðhorfið LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR efnir til fundar annað kvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Á fundinum mun Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, formaður Sjálfstæðisfiokksins, flytja framsöguræðu og er umræðuefnið: Stjórnmálavið- horfið. — Miðlunartillaga í deil- unni um síldveiðikjör SATTASEMJARAR í deilunni um síldveiðikjörin héldu fund með deiluaðilum sl. sunnudags- kvöld og stóð fundurinn fram á nótt. A fundinum lögðu sátta- semjarar fram miðlunartillögu í deilunni og munu nú atkvæða- greiðslur fara fram í viðkom- andi félögum um miðlunartillög- una. Skal atkvæðagreiðslunum Ijúka eigi síðar en á miðviku- dagskvöld. í tillögunni er gert ráð fyrir að á skipum, sem stunda síld- veiðar með hringnót og hafa sjálfvirkt síldarleitartæki og kraftblökk (eða hliðstætt tæki) við veiðarnar greiðist til skip- verja sem hér segir: Á skipum undir 60 rúmlest- um: 37,5%, sem skiptist í 10 staði eða 2% hærra en gerðar- dómurinn. Á skipum 60—120 lestir: 36,5% sem skiptist í 11 staði eða lVz% hærra en gerðardómurinn. Á skipum 120—240 lestir: 35,5% er skiptist í 12 staði eða 1% hærra en gerðardómurinn. Á skipum 240—300 lestir: 35,5% er skiptist í 13 staði eða 1% hærra en gerðardómurinn. í>ó skal eigi skipta í flein staði en menn eru á skipi. Sé um stærri skip að ræða á þessum veiðum en 300 rúmlestir skal semja um kjör á þeim sér- staklega. Á skipum sem stunda síldveið- ar með hringnót og hafa hvorki kraftblökk né sjálfvirkt síldar- leitartæki eða hliðstæð tæki við veiðarnar greiðist til skipverja 40,5%, og er það hið sama og gerðardómurinn. Á skipum, sem stunda síld- veiðar með hringnót og hafa annaðhvort sjálfvirkt síldarleit- artæki eða kraftblökk (eða hlið- stæð tæki) greiðist til skipverja sem hér segir: Á skipum undir 60 rúmlestum: 39% er skiptist í 10 staði. Á skipum 60—120 lestir: 38% er skiptist í 11 staði. Á skipum 120—240 lestir: 37% er skiptist í 12 staði. Á skipum 240—300 lestir: 37% er skiptist í 13 staði. Eins og fyrr getur munu at- kvæðagreiðslur fara fram um miðlunartillöguna eigi síðar en á miðvikudagskvöld í þeim félög- um, sem hlut eiga að máli. FRÚ Indira Gandni, dóttir Jawaharlal Nehru, forsætis- ráðherra Indlands, sést hér gefa alla skartgripi sina í sjóð, sem standa skal straum af herkostnaði landsins, vegna baráttunnar við Kínverja. — Stjórn Indlands hefur, eins og skýrt hefur verið frá, leit að til þegnanna um að gefa gull og aðra dýra málma og sk.'MFtgripi, sakir þess, hve Indland er fátækt af erl. gjald eyri. Tdfa leggst á Fjárskallar þó ekki mlklir íslendingur á IATA-ráðstefnu í DAG hefst í Paris áætlunarráð stefna á vegum IATA, alþjóða- samtaka flugfélaga. Á ráðstefnu þessari er gengið frá komu og brottfarartíma flugvéla á ílug- völlum úti i heimi næsta sumar. Jóhann Gíslason, deildarstjóri flugstjórnardeildar Flugfé, lags íslands, sækir fundinn fyrir hönd félagsins. í GÆR leitaði blaðið frétta hjá fréttariturum sínum um Suður- og Austurland, allt norður í Mývatnssveit og spurðist fyrir um hver áhrif veðrið hefði haft á fénaðar- höld manna. Fjárskaðar hafa orðið nokkrir, en þó er það ekki að fullu rannsakað enn, þar sem ekki hefur gefið til leitar fyrr en í gær og fyrra- dag, víðast hvar. Nokkuð af fé hefur fundizt í fönn, en sem betur fer ekki margt dautt. Tófa hefur þó lagzt á ósjálfbjarga fé og drepið nokkrar kindur. Hagar eru að koma upp aftur þar sem haglaust gerði í hretinu. — í gær voru leitarmenn af Landi í Rangárvallasýslu á leið í fjárleitir, í bílum og munu hafa gist í Landmanna- helli í nótt. Hér fara á eftir frásagnir fréttaritaranna: HVERAGERÐI, 5. nóv. — Mikl- ir erfiðleikar hafa verið hér um slóðir við að ná heim fé, sem enn var á afréttum þegar snjó- aði um fyrri helgi. Engilbert Hannesson á Bakka, sem í 20 ár hefur verið við leitir hér í vesturleitinni, segist aldrei hafa lent í annarri eins færð. Þótt mikið hafi verið leitað er enn eftir talsvert fé, en þó mis- munandi eftir bæjum. Töluvert af því hefur líklega fennt, en ekki er vonlaust að eitthvað bjargist, vegna þess hve hægt hlánar. Sömu sögu er að segja af mið- leitinni, en hún tekur yfir Hellis- heiði og nágrennið. Leitarmenn voru þar við leitir heilan dag og fundu á þriðja hundrað fjár í Engidal og Marardal. Var þá umbrotasnjór og ekki viðlit að gera slóð fyrir kindurnar með hestum, heldur varð að draga þær yfir skaflana. Sumar kind- urnar þurfti að reiða vegna þess hve þær voru aðframkomnar, ella hefði orðið að lóga þeim. Síðan hefur vérið farið flesta daga og eitthvað fundizt á hverj- um degi. Varla þarf að efast um að eitthvað er þar í fönn. — Georg. ★ LAUGARVATNI, 5. nóv. — Hér um slóðir er ekki talin nein hætta á að fé hafi fennt, enda verið lítil fönn, hins vegar var haglaust fyrst eftir að hretið gerði. Þó urðu Grímsnesingar að Framh. á bls. 23. Itiikil síld á Selvogs- banka AÐFARANÓTT sunnu- dags varð varðskipið Óð- inn vart við mikið síldar- magn á Selvogsgrunni. — Síldin mældist í nærri samfelldum torfum á 18 metra dýpi, 26 metra þykk- um. Síldin er á um 20 mílna svæði vestur af Þrí- dröngum í áttina að Þor- lákshöfn, eða nánar tiltek- ið frá 68,26 N til 20,48 V og 63,32 N til 21,27 V. Alvarlegt ástand skac ast á Landsspítaianum ALVARLEGT ástand er nú að i sl., til þess að sinna tilfellum, skapast á Landsspítalanum vegna sem þoldu enga bið. Á hádegi á læknaskorts og í gær varð að laugardag tók Landsspítalinn við kalla á marga þá sérfræðinga, svokallaðri „akút“ eða slysa- sem hættu störfum 1. nóvember > vakt, þ.e.a.s. að öil tilfelli sem Tvívegis á þremur hreyfl- um yfir Atlantshafið UM MIÐJA síðustu viku, er ein ai xiugveium i,oiueioa var á leið frá Gander tii Reykja- víkur með 87 manns innan- borðs, bar svo við að einn af hreyflum flugvelarinnar bil- aði. Tilkynnti flugstjorinn að hann hefði stoö hreyiii- inn vegna bilunar en gæti gai.gscii nann aitur. Hreyull inn bilaði 188 milur frá Gand er en IZO0 miiur frá Reykja- vik. Ekki sneri flugstjórinn við heiuur hélt áfram. á þrem ur hrjýflum tii Reykjavíkur. Um það bil háifum mánuði áður haiði einn hreyfill Loft- leiðavélar á leið frá Rvík til New York bilað fyrir sunnan Grænland. Ekki leati flug- stjórinn í Gander vegna þessa heldur hélt áfram til New York og leonti þar á þremur hreyflum sjö klukkutímum eftir bilunina. "M- ■w »-r> ■iow þurfa bráðrar læknishjálpar við eru nú flutt þangað. Yfirlæknarnir eru flestir einir á deildum sínum, eins og áður hefur verið skýrt frá, og hafa sér til aðstoðar kandidata, sem aðeins mega vinna. undir læknis eftirliti. Hafa yfirlæknarnir ver ið á stöðugri va'kt frá því að lækn arnir hættu störfum fyrir 5 dög um og álíta þeir að dragast kunni að málið leysist, ekki sízt ef úr skurður Félagsdóms um irávísun artillöguna verði skotið til Hæsta réttar. Prófessor Sigurður Samúels- son, yfirlæknir lyflæknisdeildar Landsspítalans, komst svo að orði við Morgunblaðið í gær: „Ég lít mjöig alvarleguim augum á ástandið og sé ekki aðra lausn á því en að fá læknana aftur inn með tölu, ef þjóna á sjúlklingun um líkt og áður. Það er hægt að leysa þetta mál með vandræðum í nokkra daga en ækki lengur að minum dómi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.