Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 1
24 síður 49. árgangur 267. tbl. — Miðvikudagur 28. nóvember 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins 97 FARASTIFLUGSLYSI Boeing 707 hrapar — Mun vera 8. mesta flugslys frá þvi fart>egaflug hófst — Slysið varð v/ð Lima i Perú Lima, Ferú, 27. nóvember — AP-NTB. FULLVÍST er nú, að 97 manns hafa látið lífið, er Boeing 707 farþegaþota frá brazilíska flugfélaginu „Var- ig“, fórst, skammt frá höfuð- borginni í Perú, Lima. Hittast í desember Washington, London, 27. nóvember — AP. ÞAÐ var tilkynnt í Was- hington og London í dag, að þeir Kennedy, forseti, og Macmillan, forsætisráðhera, muni koma saman til fund- ar í Nassau á Bahamaeyjum í desember. Fundurinn mun hefjast 19. desember og standa í tvo daga. Verða alþjóðamál til umræðu, og er hér um að ræða framhaldsfund, að því er segir í fréttatilkynning- um. Verður þetta 6. fund- ur þessara ráðamanna. Flugvélin var á leiðinni frá Rio de Janeiro til Los Angel- es. Var hennar von til við- komu í Lima um kl. 9,30 í morgun, eftir staðartíma. Skömmu áður en vélarinnar var von, rofnaði allt samband við hana. Er komið var fram yfir áætlaðan komutima henn ar, var hafin víðtæk leit. Átta klukkustundum síðar sást úr lofti flak, rúma 100 km frá Lima. Síðar í dag, var tilkynnt, í Perú, að allir, sem um borð voru, 80 farþegar og 17 manna áhöfn hefðu týnt lífinu. Þetta er fimmta meirilháttar flugslysið á finnm dögum. Hafa iþá alls 181 látið lífið. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum, þá urðu þrjú flug- slys sl. fimmtudag. Þá fórst portúgölsk flugvél á leið til Lissabon, bandarísk Viscount flugvél hrapaði til jaxðar í Mary- landfylki og ungversk skrúfu- þota hrapaði til jarðar við Le Bourget flugvöllin í París. Alls fórust 57 í þessurn þrem slysum. í gær, mánudag, fórust svo 27 manns, er brazilísk farþega- flugvél rakst á einkaflugvél yfir Sao Paulo í Brazilíu. Mun þetta vera 8. mesta flug- slys frá því farþegaflug hófst. Coty jarðsettur í DAG fór fram í Le Havre út- för Rene Coty, fyrrum Frakk- landsforseta. Coty lézt sl. fimmtu dag af hjartabilun. Viðstaddur útförina var m. a. DeGaulle, forseti. Mörg hundruð manna söfnuðust saman til að vera viðstaddir, þrátt fyrir vont veður. Hermenn stóðu heiðursvörð. Rændu TVi milljón London, 27. nóvember — AP GRÍMUKLÆDDIR ræningj- ar stálu í dag 62.500 sterl- ingspundum (u. þ. b. sjö og hálfri milljón ísl. króna) frá skrifstofum brezka flugfé- lagsins BOAC, á Lundúna- flugvelli. Þetta voru laun starfs- manna félagsins og voru geymd í stálkössum. Ræn- Framh. á bls. 2 Adenauer Adenauer hætti — i siðasta lagi næsta sumar — einróma ólyktun þingflokks Kristi- legra demokrata Bonn, 27. nóvember — AP. KRISTILEGI demokrataflokkur- inn í V-Þýzkalandi, flokkur Aden auers, kanzlara, hefur tjáð hon- um ,að hann verði að segja af sér embætti snemma næsta árs, eða Kirkjuþingshlé lengt Vatikan, 27. nóvember — AP. ÞAÐ var tilkynnt hér í dag, að Jóhannes páfi hefði ákveðið, að hlé það, sem gert verður á fund- um Kirkjuþingsins eftir 11 daga, ekuli standa fjórum mánuðum lengur en áður var ákveðið. Kem- ur það því ekki saman aftur, fyrr en í september á næsta ári. Ekkert hefur verið látið uppi um það, hvað valdi. r> Notið lygi til að sverta sovézka kommúnista" „Izvestia" minnist „frelsisafmælis" Albaniu • MosTcvu og Peking, 27. nóv. — (NTB) — S V O virðist nú, sem átökin milli Kína og Sovétríkjanna séu að komast á nýtt stig. I dag birtir Moskvublaðið „Izvestia“ grein, sem kveður harðar á um óafsakanlega framkomu ráðamanna Al- baníu, en nokkru sinni áður hefur verið gert. Samtímis birta valdhafarn- ir í Peking boðskap sinn til Albana, þar sem þeir eru hylltir og taldir bræður Kín- verja í „fjölskyldu sósíalista“. í grein þeirri, sem birtist í „Izvestia“ segir, að Sovétrík- in geti ekki lengur látið það viðgangast afskiptalaust, hvert stefni fyrir alþýðu manna í Albaníu. Þar séu ævintýramenn að steypa árangri sósíalismans í hættu með öfgakenndri þjóðernis- sinnastefnu. Eins og kunnugt er, þá hafa Albanir gerzt talsmenn stefnu Framhald á bls. 23 í síðasta lagi næsta sumar. Skýrt hefur verið frá þvi, að þingflokkur kristilegra demo- krata hafi tekið þessa ákvörð- im á lokuðum fundi í dag. Var ákvörðunin samhljóða. Þær fregnir hafa borizt af fundinum, að Adenauer hafi setið þögull, þegar rætt var um málið. Mun hann ekki hafa látið nein þau orð falla, sem gefið geta vís- bendingu um, hvort hann ætli sér að fara að óskum flokks- bræðra sinna. Þeirrar skoðunar hefur löngum gætt innan Kristilega demokrata-. flokksins, að Adenauer hafi ekki lengur næga stjórn á málefnum flokksins. Þegar flokkurinn missti meiri- hluta sinn í þingkosningunum í fyrra, þá kenndu margir því um, að Adenauer hafði sig svo mjög í frammi. Er stjórn var mynduð með Frjálsum demokrötum, þá vildu þeir fyrst ekki fallazt á, að Adenauer yrði kanzlari. Er Framhald á bls. 23 Rússar eiga nú um 477 kafbáia London, 27. — AP-NTB. SOVÉTRÍKIN eiga nóvember. 12 kjarn- Hætta vísvitandi á undirokun Islands Á FORSÍÐU Tímans f gær er réttilega komizt að þeirri niðurstöðu, að komm únistar hér á landi væru líklegir til að nota vald sitt eins og í „Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi og víðar til að brjóta andstæðinga sína á bak aftur og tryggja full yfirráð Rússa“ ' ef þeir gætu. Framsóknarmenn hafa þannig lýst því yfir, að þeim sé það fullljóst, að bandamenn þeirra hér á landi séu í engu frábrugðn ir kommúnistum annars staðar, sem nota sérhvert tækifæri til.að svíkja þjóð sína undir erlend yfirráð. Þrátt fyrir þessa yfirlýs ingu halda Framsóknar- menn áfram fullum stuðn ingi við kommúnista og herða jafnvel dag frá degi „þjóðfylkingarbaráttuna“ sem miðar að samstjórn þessara tvcggja flokka, ef þeir fengju meirihlutavald og myndun stjórnar, sem „yrði að vera alþýðustjórn eða þróast upp í það“. Framangreinda játningu Tímans er að finna í grein, sem virðist hafa verið í tíu daga í undirbúningi, því að í henni er f jallað um við tal, sem Morgunblaðið átti við Áka Jakobsson, fyrr- verandi ráðherra, og birti fyrra sunnudag. En út af fyrir sig er ef til vill skilj- anlegt, að undirbúningur- inn hafi tekið dálítið lang- an tíma, því að lagt er út af orðum Áka Jakobsson- ar á allt annan veg en þau eru sögð og birt. Um þetta mál er fjallað í ritstjórnargrein blaðsins í dag. orkuknúna kafbáta, segir í tíma riti brezka flotans, „Jane“, sem út kom í dag. Auk þess eru þau talin eiga um 465 kafbáta, sem knúðir eru venjulegu vélarafli. Þá er fullyrt í tímaritinu, að 30 kafbátanna séu þannig út- búnir, að frá þeim megi skjóta eldflaugum. Álitið er, að draegni eldflauganna sé um 350 milur. Hins vegar er talið, að unnið sé nú að því að auka drægni flaug- anna. í tímaritinu segir einnig, að Bandaríkin eigi aðeins 176 kaf- báta, af þeim séu 26 kjarnorku- knúnir. Þó er gert ráð fyrir, að Bandaríkin muni hafa eignazt 81 kjarnorkuknúinn kafbát fyrir 1967. Greint er einnig frá þvi, að „togarar“ Rússa séu búnir betri útvarps- og radartækjum, en eðlilegt geti talizt um venjuleg fiskiskip. Er meginihlutverk þessa „fiskiflota" talið vera að senda upplýsingar um skipaferð ir víðs vegar í heiminum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.