Morgunblaðið - 28.11.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.11.1962, Qupperneq 2
z MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. nóvember 1962 „Kynnum okkur nýja hernaðartækni —“ sagði Nehru, forsœtisráðherra Indverja Nýj-a-Ðehli, London, 27. nóv. — NTB-AP. NEHRU, forsætisráðherra Ind- lands, lýsti því enn yfir í Nýju Dehli í dag, að Indverjar yrðu að vera búnir undir harða og laniga barátti. Sagði hann, að mú væri rétti tíminn fyrir Ind verja að kynna sér nýja hern- aðartækni. Uýsti hann bví enn fremur yfir, að nú hefðu augu Indverja opnast, þeir myndu ekki láta leiða sig í aðra gildru. Nehru lét sér þessi orð um munn fara í ræðu, sem hann hélt, er hann tók á móti Hein- rich Lubke, forseta V-þýzka- lands, sem nú er í heimsókn í Indlandi. Þá skýrði talsmaður indverska landvarnaráðuneytisins frá því, að Indverjar hefðu nú fengið skýringar þær á vopnahléstillög- um Kínverja, sem beðið hefði MÁLFUNDANÁMSKEIÐIÐ held ur áfram í kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 8,30. Þá kemur saman 2. hópur undir leiðsögn Þórs Vil- hjálmssonar. — Stjórnin. ★ DANSLEIKUR verður kl. 9—11,30 í Sjálfstæðishúsinu í kvöld. Ungir Heimdellingar, skemmtið ykkur á miðvikudags- kvöldunum í Sjálfstæðishúsinu. Stjórnin. — Rændu Framhald af bls. 1 ingjarnir flúðu síðan í tveim ur bílum. Til þess að lenda ekki í höndum lögreglunnar óku ræningjamir um hlið á flug vellinum, sem venjulega eru ekki notuð. Þaðan komust þeir á aðalveginn frá Lon- don, og óku sem mest hvað þeir máttu. Ekki hafði náðst til þeirra er síðast fréttist. verið um. Sagði talsmaðurinn tillögurnar enn vera til athug- unar, en vildi ekkert segja um það, hvort þeim yrði tekið, eða hafnað. Talsmaðurinn sagði, að til- lögurnar fælu í sér algera kú- vendingu á því ástandi, sem leiddi til landamæradeilunnar nú. Hins vegar benti hann á, að raunverulega hefðu engar landa- mæradeilur verið með Indverj- um og Kínverjum fyrr en á ár- inu 1957, er Kínverjar réðust inn á indverskt landsvæði. Hefði það ástand enn versnað, er Kínverj- ar tóku undir sig enn stærri hluta af Indlandi 1959. Þá voru í dag undirritaðir láns- og leigusamningar með Bretum og Indverjum í Nýju- Dehli. Formaður brezku aðstoðarsendinefndarinnar, Dun- can Sandýs, hélt þá þegar til Pakistan, þar sem hann mun ræða við Ayub Khan, forseta Pakistan. Mun Sandys ætla sér að reyna að sannfæra Khan um, að Indverjar og Pakistanir eigi að hafa samstöðu gegn Kínverj- um. Macmillan, forsætisráðherra Breta, neitaði í dag að gefa nokkra yfirlýsingu um vopna- hléstillögur Kínverja, er Ind- landsmálið var til umræðu í neðri deild brezka þingsins. Norðlenzk veiði- skip halda suður FLESTÓLL skip, sem legið hafa hér í höfn og beðið þess að fara á síldveiðar fyrir Suðurlandi, eru nú farin. Má svo heita, að höfnin sé tóm af veiðiskipum. Flest stærri skipin, sem gerð eim út frá Akureyri, hafa haldið til Suð- urlands, og meirihluti þeirra stundar nú síldveiðar. Nokkur munu ætla á línu- og netaveiðar. Eru þau ýmist að útbúa sig hér í slippnum eða í slippstöðum annars staðax. — St. E. Sig. Vestan hvassviðrið á sunnu- dag og mánudag gekk niður í fyrrinótt, svo að komin var hæg norðamátt um allt land á hádegi í gær. Veðurspáin kl. 10 i gærkvöldi SV-land og miðin: Austan kaidi og smá él á miðunum og suims staðar við sjóinn, -norð- austlægari og bjart í innsveit um. Faxaflói og miðin: Austan gola eða kaldi á miðunum, léttskýjað. Breiðafjörður og miðin: Austan gola og síðar hæg- viðri eða hæg vestlæg átt, lóttskýjað með köflum. Vestfirðir og miðin: Hæg- viðri og síðar vestan gola eða íkaldi, víðast léttskýjað. Norðurland og miðin: Hæg- viðri í innsveitum en hæg- viðri og síðar vestan gola eða kaldi á miðunuim, smá él á miðum og annnesjuim, sums staðar léttskýjað í innsveit- um. NA-land og miðin: Norðan gola en kaldi á miðunum og smáél fyrst, hægviðri og bjart ara á morgun. Austfirðir: Norðan gola og léttskýjað. Austfjarðarmið: NA-gola eða kaldi, smáél. SA-land: NA-gola og létt- skýjað austan til, austiægari og smáél vestan til. SA-land: NA og austan kaldi, smáél . Stefni bv Jóns forseta, eins og það leit út við komuna til Reykjavíkur í gær. Sjólínan neðst til hægri. — Ljósm. Ól. K. M. Slys á Akureyri: Fór með hönd í vél Akureyri, 27. nóv. f GÆR slasaðist maður alvar- lega í Ullarverksmiðjunni Gefj- unni á Akureyri. Lenti hann með hönd í vél með þeim afleiðingum, að höndin stórskaddaðist. Var hann þegair fluttur í sjúkrahús. Maðurinn heitir Snorri Guð- mundsson, og hefur hann unnið nokkum tíma í verksmíðjunni. í dag var líðan hans eftir atvikum sæmileg, en óvíst er, hvað lækn- ax muni gera við höndina. — St. E. Sig. Hver var á K-??? LAUGARDAGINN 24. nóv. var ekið á mannlausan bíl á bif- reiðastæði við Eskihlíð 22. Við hlið hennar hafði verið gráleifc bifreið, líklega af station-gerð. Skráningarmerki hennar hófst á K, en síðan kom þriggja bók- stafa tala. Til þess að flýta rann sókn málsins, er bílstjórinn á þeim bíl vinsamlega beðinn að gefa sig fram við rannsóknar- lögregluna hið fyrsta (Simi 15921). Bv Jón forseti laskast Flateyri, 27. nóv. ÞAÐ óhapp vildi til hér í gær, er togarinn Jón forseti var að koma hér inn með veikan mann og ætlaði að leggjast við bryggju, að hann sigldi á bryggjuna. Urðu all-alvarlegar skemmdir á stefni skipsins, en litlar skemmdir urðu París, 27. nóvember — NTB—AP. DEGAULLE, Frakklandsforseti, fói í dag Georges Pompidou stjórnarmyndun í Frakklandi. Tilkynningin um þetta kom ekki á óvart, eftir kosningasigur DeGaulle og flokks hans á sunnu dag. Forsetinn leysti á sínum tíma upp þing, vegna þess, að það hafði fellt stjóm Pompidou. Stjórnin hefur þó setið síðan sem bráðabirgðastjórn. Nýkjörið þing verður sam-1 kvæmt stjórnarskránni að sam- þykkja að Pompidou sé falin I stjómarmyndun. Vart er þó talið, að samþykki þóss muni skorta, þar sem Gaullistar hafa nú hrein- an meirihluta á þingi. í yfirlýsingu, sem gefin var út um beiðni forsetans til Pompi dou segir, að hann hafi verið beðinn um að leggja fram nöfn nýrra ráðherra um leið og þing kemur saman á nýjan leik. Stjórnmálamenn í París telja, Fallegt jólakort MBL. hefur borizt sýnishorn af sérstaklega fallegu jólakorti, sem Litmyndir sf. í Hafnarfirði hafa prentað. Á kortið er gullþrykkt landabréf af íslandi með skraut- myndum úr atvinnulífi og sögu þjóðarinnar. Virðist jólakortið ekki sízt tilvalið til þess að senda erlendum vinum og kunningjum. íslenzk-erlenda verzlunarfélagið sér um dreifingu kortsins í verzl I anir. á bryggjunni. Skipið varð að hætta við veiðar og halda til Reykjavíkur í slipp. — Kristján. Vikuviðgerð? Bv Jón forseti fór frá Flateyri um kl. tvö aðfaranótt þriðjudags og kom til Reykjavíkur um kl. 18 að ekki verði um miklar breyting ar að ræða á stjórninni. Þannig er talið, að Couve de Murville gegni áfram amibætti utanríkis- ráðherra. Hins vegar er álitið, að skipaður verði nýr upplýsinga- málaráðhexra í stað Christian Fouchet, auk þess, sem líklegt er talið, að nýr Alsírmálaráð- herra verði skipaður. Því embætti hefur gegnt Jean de Broglie. Alain Peyrefitte er talinnlíklegur eftrimaður Fouchet. Þá er gert ráð fyrir, að Francis Missoffe, er verið hefur landbúnaðarmála- ráðherra, taki við málefnum þeirra Alsírbúa, sem snúið hafa heim til Frakklands. Roger Frey, innanríkisráð- herra, og Valery Gisoard d-Esta- ing, fjármálaráðherra, munu að öllum líkindum sitja áfram. ÚT er komin hjá Ægisútgáfunni ný bók eftir Stefán Jónsson, fréttamann. Hún ber heitið „Mín ir menn“ vertíðarsaga. Hér er ekki um samtalsþætti að ræða, heldur er þetta samfelld vertíðarsaga í annasömu útgerð- arplássi. Þar er lýst lífi sjómanna við störf, strit, skemmtanir og aðra tómstundaiðju í landlag- um. Þessi bók Stefáns kemur víða við. Það er aflatregða og land- legur, mokafla bregður fyrir á þriðjudag. Stefnið hefur höggv izt illa að neðan, en skipið var þó talið fært um að sigla til Reykja- víkur. Talið var við lauslega at- hugun, að viðgerð mundi taka um vikutíma. Stefán Jónsson Bakkus ex ekki alveg utan þdssa leiks, og kvenfólk kemur nokkuð við sögu. Höfundurinn tekur það fram, að allar persónurnar séu eða hafi verið lifandi menn. „Atburðirnir, sem hér greinir frá“, segir hann, „hafa einnig gerzt í raun og veru. Nöfnum og staðarheitum er að- eins breytt þar sem nauðsyn krefur". Bókin skiptist í 17 kafla, og hefir Kristinn Jóhannsson gert teikningar í hana. Pompidou falin s tjórn armyn dun Lítilla breytinga vœnzt á trönsku stjórninni „Mínir menn“ vertíðarsaga eftir Stefán Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.