Morgunblaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 17
MiSvikudagur 28. nóvember 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
17
Smjörkálið blómstraði
á 50—60 dögum
FRÉTT birtist á aftustu síðu
Morgunblaðsins fimmtudaginn
22. þ.m. um stórkostleg mistök
í fræsölu. f Staksteinum Morgun
blaðsins er það orðið að gam-
anmáli daginn eftir. Ég vildi
aðeins koma að stuttri leiðrétt-
ingu vegna umræddrar fréttar.
Smjörkál (Raps)
Síðastliðið vor flutti fyrirtæki
eitt hér í bæ inn 500 kg af
smjörkálsfræi samkvæmt beiðni
undirritaðs. En vegna misskiln-
ings var flutt inn fræ af vor-
smjörkáli, sem er einært, en ekki
af haust-smjörkáili eins og ósk-
að hafði verið.
Vor-smjörkál hefur mikinn
vaxtarhraða og blómstrar á allt
að 50-60 clögum eftir sáningu,
en haust-smjörkál blómstrar yf-
irleitt ekki sáningarsumarið. En
bæði vor- og haust-smjörkál er
notað til grænfóðurs á hinum
Norðurlöndunum. Munurinn er
sá, að hinu fyrrnefnda er sáð
eftir mitt sumar í land, þar sem
ræktaðar hafa verið snemm-
sprottnar kartöflur eða annar
gróður, sem uppskorinn er
snemma, og farið að nytja þetta
kál allt að 50 dögum eftir sán-
ingu, áður en blómstrun hefst.
Fræi af haust-smjörkáli er sáð
snemma vors og beitt á það að
haustinu.
Vor-smjörkál er notað sem
fóðurkál í allríkum mæli í Sví-
þjóð og Noregi og því sáð beint,
eins og áður er tekið fram. Hér
var því sáð of snemma síðast-
liðið vor, þar sem ætlunin var
að nota það til beitar í haust.
í umrædidri grein var því sleg-
ið föstu, að bændur hefðu orðið
fyrir stórkostlegu tjóni vegna
þessara mdstaka. Þetta magn af
fræi, sem flutt var inn hefur í
mesta lagi verið nægilegt sáð-
magn í 50 hektara, og er mér
ekki kunnugt um annað en þetta
smjörkál hafi allsstaðar verið
nýtt og það með góðum árangri.
Víðast hvar var mjólkurkúm
beitt á spildurnar. Ég er sann-
færður um, að það fóður, sem
fékkst af þessum blómstrandi
smgörkálsspildum, hefur borgað
fyrir áburðinn, fræið og vinn-
una, svo beint fjárhagslegt tjón
hefur ekki orðið af þessu. Hefðu
þessir bændur, sem sáðú fræi af
smjörkálinu, sáð í staðinn fræi
af mergkáli, er alls ekki öruggt
að þeir hefðu fengið meira fóð-
ur af þessum spildum. Mergkálið
spratt víða mjög illa í sumar,
þar sem ekki var hægt að sá því
snemma vegna mikils klaka í
jörðu. Enda þarf það til muna
lengri vaxtartíma en smjörkál.
Næsta vor mun verða hægt að
fá hér haust-smjörkál og vil ég
hvetja bændur til að reyna það
til grænfóðurræktar.
Fræ af háliðagrasí.
Fullyrt var og í þessari frétt,
að mörg hundruð hektarar af
nýrækt hefðu orðið ónýtir vegna
þess að sáð hafði verið í þá fræi
af háliðagrasi, sem spíraði að
eins 3%. Ef allt það magn af há-
liðagrasfræi, sem þetta sýnis
horn var tekið úr, hefði verið
svona lélegt, og því öllu sáð ó-
blönduðu, þá var það varla
meira sáðmagn en í ca 100 ha.
Nú er mjög lítið um það, að
háliðagrasi sé sáð eintómu, svo
sennilega eru örfáir hektarar af
nýrækt, sem algjörlega hafa
mdsheppnast, vegna þess að sáð
hefur verið ónýtu fræi. En að
SIGFÚS GUNNLAUGSSON
CAND. OECON.
Lögg. skjalaþ. og dómt. í d|sku.
Bogahlíð 26 — Sími 32726.
sjálfsögðu eru það vörusvik, ef
selt er svona lélegt fræ, og selj-
endum skylt að bæta bændum
tjónið. En hvað mikið af háliða
grasfræinu spíraði 3%? Var það
aðeins í þessum eina poka, sem
sýnishornið var tekið úr eða 100
pokum? Því er sennilega erfitt
að svara.
Löggjöf um eftirlit með sölu á
sáðvöru.
Nauðsynlegt er að setja lög
um fræeftirlit og á þann hátt
tryggja bændum góða sáðvöru.
Þau fyrirtæki, sem flytja inn
fræ og annast sölu þess, eru ef-
laust því meðmælt og ekki hefðu
bændur á rnóti slíkri löggjöf. Það
gilda orðið svipaðar reglur um
fræeftirlit’í flestum löndum inn-
an OECD, það ætti því að vera
auðvelt fyrir okkur að setja slík
lög. Það eina, sem við þurfum
að gera er að þýða þessar al-
þjóðaregdur og fá þær síðan stað
festar sem lög á Alþingi.
Agnar Guðnason.
Gene Krupa er eitt frægasta nafn í sögu léttrar tónlistar i
Bandaríkjunum og heimsfrægð hlaut þessi trommuleikari. —•
Ævisaga hans er sýnd á tjaldi Stjörnubíós þessa dagana. —
Sýnir hún vel litauðugt líf hans, frægð, sigra hans og fall er
hann varð eiturlyfjum að hráð og að lokum viðurkenningu
er hann hlaut á ný eftir að hafa gengið erfiða braut til betra
lífs. Þetta er saga mikilla sviptinga, ríkidæmis og mestu
eymdar. —
^ ■ II
agi i gagn-
fræðaskólunum?
GAGNFRÆÐASKÓLINN við
Réttarholtsveg boðaði í fyrsta
sinn foreldra til fundar til að
hlýða á erindi sl. sunnudag. —
Samkoman var haldin í hinum
vistlega hátíðasal skólans og
ræðumaður var Olafur Gunnars
son, sálfræðingur, sem talaði um
Starfsval og gagnfræðanám.
Ólafur rakti fyrst í stórum
dráttum forsendur og sögu starfs
fræðslunnar, sem hófst í Banda-
ríkjunum 1908, en hefur síðan
farið sigurför víða um lönd og
er t.d. skyldunámsgrein í ung-
linga- og framhaldsskólum í öll-
um Evrópulöndum nema Islandi.
Tvennt taldi r. ðumaður eink-
um skipta máli fyrir unglinginn
áður en hann velur sér ævistarf.
Það er að vita um hvað hægt er
að velja og hitt hvernig hæfi-
leikar hans og áhugaefni _am-
ræmast því. sem velja má um.
Það hlýtur að verða framtíðar
verkefni skólanna að kynna
æskunni störfin sem hennar bíða
í landinu en eðlilegt er, að at-
vinnuvegirnir leggi til fræðslu-
tæki, þannig að skóli Og atvinnu
vegir leggist á eitt til að gera
kennsluna sem hagnýtasta og í
sem mestu samræmi við þarfir
þjóðfélagsins.
Samræming þessa starfs verður
að vera í höndum sérmenntaðra
manna, með staðgóða þekkingu
á bæði atvinnu- og fræðslumál-
um auk háskólamenntupar í sál-
fræði.
Ólafur Gunnarsson taldi að
gera þyrfti miklar breytingar á
gagnfræðanámi þannig að það
yrði mun raunhæfara en nú ger-’
ist. Hér í Reykjavík taldi hann,
að eðlilegt væri að veita ungling
unum allstaðgóða náms og arfs
fræðslu tvö síðustu skyldunáms
árin, en síðan gæfist unga fólk-
inu færi á að velja milli sér-
deilda. Taldi sálfræðingurinn að
sjálfsagt væri að koma á fót
landbúnaðardeild, sjóvinnudeild,
tæknideild, félagsmáladeild, hús
Framh. á bls. 16
- L «<-505
'SiZ**"' -
-•ir*
ivrveSVstot —
5v« áMts®- »v
fvps at' v>votOve
_ nV. I'1
«»ns , Vvolla„ vél
stö"re'°sUðU.
VA«s at^
CtU
iöunt
|S.us^uvS
^raeti
St^1