Morgunblaðið - 14.12.1962, Blaðsíða 6
MORCUNT*T AÐIÐ
Föstudagur 14. des. 1962
Lokunartími sölubúða
Athugasemd frd Sverri Hermannssyni
form. LÍV
FORMAÐUR Kaupmannasam-
taka íslands, Sigurður Magnús-
son, ritar í gær grein um þetta
mál, sem á að vera svar við fyrri
grein minni.
Sigurður tekur strax í upphafi
fram „að í þessu máli sé Sverrir
Hermannsson eða LÍV alls eng-
inn viðsemjandi. . .Það er í
hæpnara lagi af formanni Kaup-
mannasamtaka íslands, sem fé-
lagsmenn á um mikinn hluta
landsins, að lýsa því yfir að stór-
hagsmunamál verzlunarfólks
komi LÍV eða formanni þess
ekkert við.
En sjálfsagt er að reikna Sig-
urði þetta til reynsluleysis sem
forystumanns í samtökum kaup-
sýslumanna.
En ef Sigurður hefði kynnt
sér samskipti verzljmarfólks og
kaupsýslumanna á undanförnum
árum, þá hefði honum orðið
Ijóst, að undirritaður hefur átt
Sæti í samninganefnd Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur frá
því að félagið gerði sína fyrstu
heildarsamninga og lengst af
verið formaður hennar. En láti
Sigurður ekki sannfærast nú
um rétta aðild mína að þessu
máli, þá skal það þó sannast á-
þreifanlega áður en lýkur þessu
máli.
En verst er þó, að formaður
Kí heldur því fast fram, að
vinnubrögð hans og samtaka
hans í þessu máli séu rétt. Eins
og ég tók fram í fyrri grein
minni hefur við síðustu samn-
ingagerðir milli verzlunarfólks
og kaupsýslumanna, verið skip-
aðar viðræðunefndir, sem ræða
skyldu og leggja fram tillögur
um breytingar á lokunartíma-
ákvæðunum. Þessi viðræðunefnd
hefur nú, af hálfu kaupsýslu-
manna, algjörlega verið snið-
gengin. Slíkt er ekki eingöngu
móðgun við verzlunarfólk, held-
ur beinlínis samningsbrot.
Formaður VR, Guðmundur H.
Garðarsson, ber það í dagblaðinu
Tímanum í gær, að ekki hafi á
MARGRÉT Ragnarsdóttir verður
jarðsungin í dag. Minningargrein
nm hana bíður birtingar vegna
þrengsla í blaðinu.
nokkurn hátt verið leitað samn-
inga við verzlunarfólk um mál-
ið og staðfestir að ég fer með
rétt mál.
„Hver fyrir sinn smekk“, sagði
Svalan, þegar Trítill hafnaði ána-
maðkinum og má sama segja, þeg
ar formaður Kí segir í grein
sinni: „... ,má ljóst vera, að sá
háttur sem hafður hefur verið á
við undirbúning málsins er á
allan hátt eðlilegur". Þessi „eðli-
legi“ framgangsmáti mun nú
samt verða til þess að hleypa
þessu máli í algjöra sjálfheldu
um langa hríð, því miður.
Sverrir Hermannsson.
Kurt Hamsun.
Sbóldsaga eftir Knut Hamsun
Jón Sigurðsson frá
Kaldaðarnesi.
SIÐASTA jólabók Helgafells er
skáldsaga Knuts Hamisun, Ben-
oní. Jón Sigurðsson frá Kaldað-
arnesi vann að þýðingu bókar-
innar síðasta árið sem hann lifði,
og fékk ekki alveg lokið við
hana, en Andrés Björnsson, lauk
við þýðinguna.
Kunnugt er að Jón frá Kaldað
arnesi og Knut Hamisun voru
persónulega kunnugir og skrif-
uðust á, enda var Jón alla tíð
mikill aðdiáandi Hamsuns og
þýddi ýmsar bæikur haus hér
áður, og þóttu þýðingar hans
framúrsikarandi eins og kunnugt
er. Lengi hafði hann æilað að
þýða Benoní, sem hann hélt mik
ið uppá, en söikum anna dróst
það lengi. Síðasta árið sem hann
lifði vann hann að þýðingunni,
en fékk ekki fulllokið.
Sögur Hamsuns um Benoní og
Rósu eru sérstakur kapituli 1
list hans og er mikili fengur að
fá bókina, vitandi að yfir hin-
um íslenzka búningi hennar svif
ur listrænn andi Jóns Kalda.
Ferðarolla Magnúsar
Stephensen komin út
KOMIN er út hjá Bókfellsútgáf-
unni „Ferðarolla Magnúsar
Stephensen“. Jón Guðnason,
cand. mag. sá um útgáfuna. Bók
in hefst á grein um Magnús
Staphensen esftir dr Þorkel Jó-
hannesson. Þá er ferðarollan,
sem tekur yfir mestan hluta bók
arinnar, en auk þess viðauki,
skýringar og athugasemdir og
loks eftirmáli eftir Jón Guðna-
son. Þar segir m.a..
„í síðustu utanför sinni 'hélt
Magnús Stephensen dagbók, sem
hann nefnir ferðarollu. Hún hefst
7. september 1825, er Magnús
steig á skipsfjöl í Reykjavík, og
henni lýkur 6. apríl 1826, er
hann sendir ferðarolluna konu
sinni Guðrúnu Vigfúsdóttur
Scheving með fyrstu vorskipum.
Ferðarolla sú birtist hér í heild
í fyrsta skipti og er farið eftir
handriti Magnúsar, en það
er þéttskrifað í átta blaða
broti. Handritið er eign Magn-
úsar V. Magnússonar sendiherra
í Stokkhólmi, dóttursonar Magn-
úsar Stephensens landshöfðingja.
Ferðarollan birtist fyrst stytt í
Sunnafara 8.—10. árgangi (1900
—J'9001) og var sú stytting einnig
sérprentuð. Þá kom þýðing henn
ar á dönsku eftir Julius Clausen
í Personalhistorisk Tidsskrift 8.
række, 3. bindi 1924, en mjög er
þar úr henni fellt, kaflarnir vald-
ir með hliðsjón af dönskum les-
endum. Julius Clausen getur
engra heimilda, en hann mun
Leiðrétting
í FRÉTT um fundarboð Hraun-
prýðiskvenna í sunnudagsblaðinu
var ranglega talað um Vorboða-
fund og eru Hraunprýðiskonur
beðnar afsökunar. Birtist frétta-
tilkynningin rétt í þriðjudags-
blaðinu.
hafa notað fyrrgreint handrit
af ferðarollunni. En danska þýð-
ingin nær lengra eða allt til 23.
maí 182t6, er Stephensen bjóst á
brott og lítur Kaupmannahöfn
augum í hinzta sinn. Hefur
Magnús sýnilega haldið áfram
dagbókarskrifum í rúman hálfan
annan mánuð eftir að hann sendi
konu sinni ferðarolluna. Ekki er
mér kunnugt, hvar handritið af
framhaldi dagbókarinnar er nið-
urkomið, en ég hef gripið til
þess ráðs, sem skárra en ekki,
að snara þessum dagbókarköfl-
um úr Personalhistorisk Tids-
skrift og setja í viðbæti aftan
við ferðarolluna."
Bókin er yfir 200 bls. að stærð
prýdd mörgum myndum.
• Hvar fást endurskins-
merkin?
Um þessar mundir hefur
Umferðarnefnd Reykjavíkur
látið dreifa litlum pjesa meðal
skólabarna. í honum eru ýmsar
þarflegar upplýsingar og við-
varanir. Ein setningin hljóðar
svo: „Notið endurskinsmerki á
yfirhöfnum, eða berið í hendi
ljósan klút eða blað í myrkri".
Faðir einn hér í borg sneri
sér til Velvakanda og sagðist
hafa reynt að verða sér úti um
endurskinsmerki, en ekki tek-
izt. Væri því til lítils að beina
áskorunum til fólks um að
nota þau, ef enginn vegur
væri að fá þau. Að vísu mun
ein fataverksmiðja hér í borg
selja fatnað með slíkum merkj-
um, en það er auðvitað ekki
nóg. Endurskinsmerki, sem
hægt er að festa á klæðnað,
eru hin mestu þarfaþing, og
telja Bandaríkjamenn t.d., að
íbúð - Milliliðalaust
Vil kaupa nýja eða nýlega 3ja—4ra herb. íbúð, sem
lítið eða ekkrt lán hvílir á. íbúðin verður að vera á
hæð, en þarf ekki að vera laus strax. Útborgun get-
ur orðið mjög rífleg. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir
mánudagskvöld, merkt: „Góð sala — 3234“.
MY GITARBOK - NYTT KERFl
Gítarbók Katrínar Guðjónsdóttur fæst í hljóðfæra-
verzlunum. Mjög hentug kennslubók í gítarleik
fyrir börn og unglinga.
Útgefandi.
Gólfteppi
BORMHOLM-TEPPI
140x200
170x240
190x290
250x350
274x366
300x400
BORNHOLM-DREGLAR
70 cm .. kr. 175,00
90 — .. — 225,00
274 — .. — 700,00
366 — .. — 950,00
M/mRiNH
B J Ö R N Helgason, skipstjóri i
Hafnarfirði, verður jarðsunginn
í dag. — Minningargrein um
hann verður því miður að bíða
birtingar til morguns vegna
þrengsla í blaðinu í dag.
þau bjargi þúsundum manns-
lífa ár hvert þar í landi. Hér á
íslandi munu þau hvergi hafa
verið mikið notuð, nema suður
á Keflavíkurflugvelli, þar sem
Bandaríkjamenn dreifðu þeim
meðal starfsfólks á sínum tíma.
Mjög væri æskilegt, að ein-
hver aðili, svo sem Umferðar-
nefnd Reykjavíkur eða Slysa-
varnafélag fslands, beitti sér
fyrir innflutningi slíkra merkja.
Ekki er hægt að ætlast til þess,
að það verði almennur siður
hérlendis, að fólk sé á gangi á
kvöldin með hvítar dulur eða
pappírsblað í lúkunum, eins og
varatillagan mælist til. Það
mundi bara auka enn á spírit-
isma og draugatrú í landinu.
• Enginn rífst . . .
Velvakanda hefur borizt
þessi vísa, sem ort var að lokn-
um samtalsþætti við þjóðleik-
hússtjóra í útvarpssal:
Enginn rífst við Róinkranz,
því rökin á hann mörg og
sterk:
það er eins og að dansa Óla
skans
við aldargamlan hlustarverk.
• Símahazar barna
Velvakandi hefur verið
beðinn að koma þeim tilmæl-
um áleiðis til foreldra, að þau
gæti þess, að börn liggi ekki í
símanum og ónáði fólk með
símahringingum. — Talsverð
brögð eru að því, að börn
hringi „blint" í einhver síma-
númer og viðhafi mjög ósæmi-
legt orðbragð. Ef þeim er svar-
að einhverju, eiga þau til með
að leggja númerið í einelti, ef
þau muna það þá, og hringja
aftur og aftur. Fólk er varnar-
lítið gegn svona óskunda, því
að til þess að komast að því,
hvaðan er hringt, þarf leyfi
lögreglunnar, og fólk leiðir það
hjá sér í lengstu lög að þurfa
að ákæra börnin. Sennilega er
hér oftast um sömu krakkana
að ræða, og ættu foreldrar að
athuga það, ef grunsamlega
mörg framyfirsímtöl eru á
símareikningnum. Bezta ráðið
til að komast fyrir þennan ósið
er eftirlit foreldra.