Morgunblaðið - 14.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1962, Blaðsíða 24
æiitn SBögnNiHvOHtnr Plnr0*ntMat»íl» 281. tbl. — Föstudagur 14. desember 1962 Jfckla Loftleiðir haldi loftferðasamninsa Athugað hvort BLAÐIÐ Berlingske Tid- ende skýrði frá því í gær, að fyrirhuguð sé rannsókn á því, hvort íslenzka flugfélagið Loftleiðir hafi gerzt brotlegt við loftferðasamningana milli Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur annars vegar og ís- lands hins vegar. Segir blað- ið það skoðun forráðamanna flugmála á Norðurlöndum, að Loftleiðir hafi árið 1956 feng- Gimnar frá Sela- læk látinn GUNNAR SIGURÐSSON, frá Selalæik, fyrrverandi alþingis- maður, iézt í gærmorgun 74 ára að aldri. — Gunnar lauik stúd- entsprófi 1911 og lögfræðiprófi 1917. Hann var málflutninigsmað ur við yfirdóminn oig síðar hæista rétt frá 1917—22 og hótf aftur málflutninigsstörf 1939. Róndi var hann á Selalæk 1924—28. Gunnar var alþingismaður Rang æiniga 1919—23 og aftur 1927— 31. Þá gengdi hann og margvís- legum nefnda- og trúnaðarstörf- um. Gunnar gaf út ritið „íslenzka fyndni“ í fjölmörg áir. Lítil veiði vegna veðurs Draupnir frá Hvallátrum í Reykjavíkurhöfn. sváfu í honum við Akureyjar í fyrrinótt. Aðalsteinn smiðaði hann sjalfur. Feðgarnir en hún er biluð. Það gengur heldur seint hér úti á lands- byggðinni að fá gert við tai- stöðvamar. Þær þurfa að fara til Reykjavíkur og aftur til baka og það tekur sinn tíma og vel það. — A Akureyjum höfðum við það gott. Vorum í bátnum og höíðum nógan mat. Við elduðum kjötsúpu. — Sonur minn, sem er 13 ára, hjó til myllutafl og við spiluðum þar til við fórum að sofa. — Daginn eftir héldum við heim, en komum við á Skál- eyjum á leiðinni. Þar er tal- stöð og var Króksfjarðarnes kallað upp til að láta vita um okkur. — Tveir hátar höfðu farið að leita okkar og gæzluflug- vélin Rán frá Reykjavík. En ferð okkar var ekkert frá- brugðin öðrum vetrarferðum hér, nema að því leyti, að við þurftum að gista í Akureyj- um. — Annars er þetta slæm leið til að fara í myrkri. Eng- in ljós eru til að vísa manni veginn, sagði Aðalsteinn að lokum. Báts saknað á Breiðaflrði — Talstöð hefur verið í bátnum, sem heitir Draupnir, ið heimild til þriggja ferða vikulega á vetrum og fimm ferða vikulega á sumrin, með flugvélum af gerðinni DC6B, sem taki 60 farþega, en síðar Framh. á bls. 23. TIU tonna háts, með tveim mönnum, var saknað á Breiða firði í gær, en hann hafði far- ið kl. 2 daginn áður frá Hval- Iátrum til Króksf jarðarness, sem er um 4 tíma ferð. Leitað var á bátum og gæzluflugvél- inni Rán. Mennirnir komu fram um 3 leytið og höfðu dvalizt um nóttina í Akur- eyjum. Morgunblaðið átti í gær- kvöldi símtal við Aðalstein Aðalsteinsson, Hvallátrum, sem var á bátnum ásamt Haf- liða syni sínum. Aðalsteinn sagði m.a.: — Við lögðum af stað frá Hvallátrum klukkan 2 í gær og ætluðum til Króksfjarðar- ness, en það er 3*4 til 4 tíma ferð. — Þegar við vorum komn- ir langleiðina mættum við ís, sem lokaði leiðinni, svo við komumst ekki að landi á Króksfjarðarnesi. — Við komum þangað um 6 leytið um kvöldið og var komið myrkur. Við höfðum ljós á bátnum, en fólkið í landi sá ekki til okkar. — Það var farið að hvessa, svo við urðum að finna stað til að gista á og þar sem bát- urinn gæti verið öruggur. Því var haldið til Akureyja, það er gott að liggja þar. Við komum þangað um kl. 7,30, eftir klukkutíma ferð. Aðalsteinn Aðalsteinsson Hvallátrum Elduðu kjöfsúpu og spiluðu myllu u VR mótmœlir harðlega tillögu um lokunarfíma FJÖLMENNUR fundur var hald- inn í gærkvöldi í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur til að ræða framkomna tiliögu um breyttan lokunartíma verzlana í Reykjavík, sem lögð var fyrir borgarráð. Þegar blaðið frétti síðast af fundinum var búið að sam- þykkja harðorð mótmæli gegn tillögunni. Þrír menn dœmdir fyrir fals, svik og vanskil HKutu 7—16 mánaða fangelsi Akranesi, 13. des. ÖSKUROK var í nótt á suðaust- an og gekk síðar vestur á, og á hádegi í dag snjóaði á suðvest- an. — í gærkvöldi tókst Fiska- skaga að ná hundrað tunnum síldar í þolanlegu veðri, og Sig- urði AK sömuleiðis 100 tunnum. Nóttina áður fékk Skírnir 100 tunnur. — Oddur. Einn hinna stóru Volvo- vagna SVR rann út af Bú- staðaveginum, skammt frá gatnamótunum við Hafnar- fjarðarveg, og staðnæmdist á steini. Sat vagninn þar fastur og þurfti að fá að- stoð Vöku til að koma hon- um upp á veginn aftur. Ekki er vitað til að far- þegar hafi slasast við þetta. Sv. í>. NÝLEGA hafa verið kveðnir upp í sakadómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni, sakadómara, dómar í eftirtöldum málum: 1. Máli ákæruvaldsins gegn Sverri Sverrissyni, bifreiðar- stjóra, Álfheimum 64, hér í borg. Sannað var að hann hafði á tímaibilinu frá desember 1960 til febrúar 1962 falsað 33 víxla samtals að fjárhæð kr. 168.500,00 og 14 framlengingarvíxla sam- tals að fjárhæð kr. 127.000,00. Víxlana seldi hann í þremur ur bönkum hér í borg nema víxla að fjárhæð kr. 28.500,00, sem hann greiddi með kaupverð á bifreið. Andvirði víxlanna að öðru leyti kveður hann að hafi farið í almenna eyðslu. Ákærði, sem játaði brot sitt greiðlega og hefir ekki sætt refsidómi fyr, var talinn sekur um skjalafals samkvæmt 155. gr. almennra hegningarlaga og dæmdur í , 16 mánaða fangelsi. Jafnframt var (honum gert að greiða kaupend- um hinna fölsuðu víxla samtals kr. 141.500,00 x skaðabœtur svo og greiða sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun Skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Erlends dóttur, hdl. 2. Máli ákæruvaldsins gegn Gísla Gunnarssyni, Brautarholti 22, hér í borg. Sannað var meðal annars með játningu hans að í júní mánuði s.l. ritaði hann nafn annars manns í heimildarleysi udir veðskuldabréf að fjárhæð kr. 40.000,00, sem hann notaði síðan til kaup á bifreið. Enn- fremur tók hann í sama mánuði að ófrjálsu úr íbúð einni kr. 126,00. Ákærði var talinn sekur um skjalafals samkvæmt 155. gr. almennra hegningarlaga og þjófnað samkvæmt 244. gr. sömu laga og með tilliti til fyrri brota hans var hann dæmdur í 8 mán- aða fangelsi og til að greiða kostnað sakarinnar. Pétoótakröf- ur voru ekki hafðar uppi í mál- inu. 3. Máli ákæruvaldsins gegn Sigurði Erni Hjálmtýssyni, verzl unarmanni, Sólvallagötu 33, hér í borg. Var hann með ákæru saksóknara ríkisins, dags. 27. apríl s.l. ákærður fyrir að hafa dregið sér kr. 41.000,00 af 91 iþúsund króna andvirði bifreiðar, sem hann heldi fyrir mann nokkurn í janúar 1960. Ákærði hélt fram sakleysi sínu og kvaðst 'hafa staðið full skil á söluverði bifreiðarinnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákærði hefði ekki staðið skil á kr, 34.300,00 af söluverðinu og væru vanskil hans á kr. 29.000,00 retfsi verður fjárdráttur samkvæmt 247. gr. almennrar hegningarlaga. Var ákærði dæmdur í 7 mánaða fangelsi og til að greiða eiganda toifreiðarinnar kr. 34.300,00 svo og til að greiða kostnað sakar- innar, þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hrl. (Frá Sakadómi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.