Morgunblaðið - 16.12.1962, Blaðsíða 1
I
48 síður (I og II)
'«í
Ráðherrafundi
NATO lokið
Kínverjar vilja „toppfund"
til að ræða deilur innan kommúnistaflokkanna
vakíu og Italíu að undanförnu.
Einnig varar blaðið lesendur
sína við að láta ógnanir heims-
valdasinna um kjarnork-ustyrjöld
skelfa sig.
Moskvublaðið Pravda birtir í
dag lofgrein um „raunhæfa, vit-
urlega og friðelskandi stefnu"
Sovétstjórnarinnar í Kúbudeil-
unni. Hinsvegar segir blaðið að
til séu öfl, sem bersýnilega hafi
glatað trúnni á sigur kommún-
ismans öðruvísi en með styrjöld.
í því sambandi nefnir blaðið
Albani, og þá,. „sem standa að
'baki Albönum.“ Pravda minnist
á landamærastyrjöld Indverja
og Kínverja og skorar á „bræðra
þjóðina“ Kína og vinaríkið Ind-
land að reyna að semja um
lausn deilunnar, sem valdi Rúss-
um miklum áhyggjum.
I forustugrein Evrópuútgáfu
dagblaðsins New York Times í
dag segir að utanríkismálaræða
Krúsjeffs forsætisráðherra á
fundi Æðstaráðsins í Kreml nú
í vikunni, hafi enn aukið líkurn-
ar fyrir samvinnuslitum Kína Og
Sovétríkj anna. Segir blaðið að
kjarninn í ræðu Krúsjeffs hafi
verið sá að í Kína séu öflugar
öfgaklíkur, sem Mao Tse-tung sé
mjög háður, og sem gjarnan
hefðu viljað hætta á kjarnorku-
styrjöld vegna Kúbudeilunnar.
Segir blaðið að Kínverjar líti á
ræðu Krúsjeffs sem tilboð um
samvinnu við Bandaríkin gegn
Kína.
Porunn Jöhannsðóttir og Vladimir Asjkenazí við komu þei:
jjlL til Reykjavíkur í gærmorgun. — Sjá blaðsíðu 3.
London og Moskvu,
15. des. (NTB).
MÁI.GÖGN kommúnistaflokk-
anna í Sovétríkjunum og Kína
birtu í dag harðorðar árásir
hvort á annað. „Málgagn þjóðar-
innar“ í Peking tók upp hanzk-
ann fyrir flðkkinn í Kína og
mótmælir þeirri gagnrýni, sem
fram hefur komið erlendis. Legg
ur blaðið til að haldinn verði
„toppfundur“ kommúnista til að
fyrirbyggja að ágreiningur flokk
anna aukist enn.
I ritstjórnargrein kínverska
blaðsins er rætt um árásir þær
og gagnrýni á kínverska komm-
únistaflokkinn, sem fram hafa
komið á flokksþingunum í Búlg-
aríu, Ungverjalandi, Tékkósló-
París, 15. des. (NTB).
RAÐHERRAFUNDI Atlantshafs-
bandalagsins lauk í París i dag.
í fundarlok var gefin út sameig-
inleg yfirlýsing utanríkis- og
vamarmálaráðherranna, er fund
inn sátu. Segir þar að fundar-
ntenn hafi kynnt sér störf banda-
lagsins varðandi hinar ýmsu til-
lögur um samrýmingu og upp-
byggingu varna NATO og rann-
sé’knir á hugsanlegri útvegun
kjarnorkuvopna fyrir NATO-her
inn.
Um Kúbudeiluna segir í yfir-
lýsingunni að með festu sinni
hafi Bandaríkin bægt frá hætt-
tinni á nýrri heimsstyrjöld, og
hafi þar hjálpað eindreginn stuðn
ingur NATO ríkjanna og ann-
arra vestrænna landa. Ráðherr-
arnir segja að höfuð tilgangur
bandalgsins sé að tryggja frið,
frelsi og öryggi í heiminum. En
— segir í yfirlýsingunni —
NATO mun svara sérhverri ógn-
un við frelsi og öryggi aðildar-
ríkjanna með þeim aðgerðum,
sem nauðsynleg kunna að reyn-
ast
Ráðherrafundurinn ítrekaði
fyrri ákvarðanir um að NATO
vildi vernda og tryggja frelsi
Vestur Berjfnar og íbúa borgar-
innar.
I yfirlýsingunni er lögð áherzla
á þýðingu þess að ráðherrar að-
ildarríkjanna hafi náið samband
sín á milli, og er gert ráð fyrir
tíðari ráðherrafundum banda-
lagsins í franitíðinni.
Ráðherrafundurinn leggur enn
fremur áherzlu á að efla beri
varnir samtakanna. Segir í yfir-
lýsingunni að til að geta mætt
öllum árásum sé nauðsynlegt
fyrir her NATO að fá kjarn-
orkuvopn til umráða.
Kveíkt ó
notska jóla-
trénu í dag
í DAG kl. 16 verður kveikt á
jólatré því, sem óslóborg hefur
sent Reykvíkingum að gjöf og
reist hefur verið á Austurvelli.
Lúðrasveit Reykjavíkur mun
leika á Austurvelli stundarfjórð-
ung áður, ef veður leyfir. —
Ambassador Norðmanna, Johan
Cappelen, mun afhenda tréð, en
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri,
veita því viðtöku fyrir hönd
borgarbúa. Dómkórinn, undir
stjórn Páls ísólfssonar, mun
syngja. Auk þessa trés sendi
Sbgnekommune borginni að gjöf
átta metra hátt grenitré, og hef-
ur það verið reist á Hlemmi.
Unnið úr upplýsíngum frá Mariner II.
Afrek bandarískra vísindamanna
fagnað víða um heim
Washington, 15. des.
AFREK bandarískra vísinda-
manna í sambandi við Venus-
flaugina Mariner II., hefur
vakið verðskuldaða athygli
vísindamanna um allan heim.
Mariner II. fór framhjá Ven-
usi í gærkvöldi í 33.600 kíló-
metra fjarlægð, og sendi upp-
lýsingar um plánetuna til
jarðar. Segja talsmenn geim-
vísindastofnunarinnar banda-
rísku (NASA), að upplýsing-
ar þessar geti svipt hulunni
af Venusi og leyst úr ýmsum
þeím spumingum, sem vís-
indamenn hafa glímt við í
margar aldir.
James Webb, framkvæmda-
stjóri NASA, sagði í dag að ver-
ið væri að vinna úr upplýsingum
þeim, er Mariner II. sendi til
jarðar, en það verk geti tekið
marga daga og jafnvel vikur.
Þegar því er lokið, verður vís-
indamönnum um allan heim gef-
inn kostur á að kynna sér niður-
stöðurnar.
Sir Bernard Lovell, forstöðu-
maður Jodrell Bank rannsóknar-
stöðvarinnar brezku, segir að
„stefnumótið“ við Venus sé at-
hyglisverðasta vísindaafrek ald-
arinnar. Óskaði hann starfsbræðr
Framhald á bls. 2.
Á miðvikudag varð námu-
slys í Suður-Afríku. Jarðhrun
,arð undir þriggja hæða húsi
við námuna West Driefontein
skammt frá Jóhannesarborg,
og húsið hvarf ofan í stóran
gíg, sem myndaðist við hrun-
ið. Mynd þessi sýnir gíginn,
sem seinna fylltist af vatni frá
sprunginni vatnsleiðslu. — 34
námumenn fórust í slysinu
150 létusi s.l. viku í
USA af völdum veðurs
IVIesti kuldi í Florida i 70 ár
_ London, 16, des. NTB-Reuter
SÍÐUSTU daga hefur veður ver-
ið kalt og gengið á með snjó-
komu í miklum hluta Evrópu
og víða í Bandaríkjunum. I
Florida hefur kuldinn komizt
allt niður í mdnus 15 gráður á
Celsíus, og er það mesti kuldi
sem þar hefur komið síðustu sjö-
tiu árin. Fólk hefur unnið við
að reyna að bjarga ávaxtaupp-
skerunni, en líkur benda til þess
að mikið tjón verði af völdum
kuldans. Síðustu vikuna hafa 150
manns lótizt í Bandaríkjunum
1 af völdum veðursins, og snjór
og frost eru talin hafa valdið
tjóni sem nemur milljónum dala.
Frá Evrópu berast víða fregn-
ir af slysum og óþægindum vegna
veðursins. Nokkrir menn létu
lífið í snjóskriðu á landamærum
Júgóslavíu og Austurríkis. I ná-
grenni Parísar og í borginni
sjálfri hafa orðið fjölmargir á-
rekstrar og slys vegna veðurs-
ins og hundruð bifreiða sitja
fastar á þjóðvegunum. Líkar
fregnir berast frá Spáni, þar sem
hvassviðri hefur rifið tré upp
með rótum og snjókoma er um
allt land.