Morgunblaðið - 16.12.1962, Side 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. des. 1962
| NA /5 hnútar [ */ SV 5 Ö hnútar X Snjókoma P OSi 17 Shúrir E Þrumur KuUoM ZS Hifttkif H Hmt L-ÍSlL
Vinnustofa og verzlun ör-
yrkja sfarfrœkf á ísafirði
Öflugt starf félaga öryrkja vestra
Ragnar Kjartansson með samsettan vasa úr hraunkeramik.
Ragnar Kjartansson
sýnir hraunkeramik
ísafirði, 9. 12.
í GÆRKVÖLDI kl. 6,30 e. h.
voru fréttamenn blaða hér í bæ
boðaðir til fundar í húsakynni
félaganna Berklavarnar og Sjálfs
bjargar að Mjallargötu 7, en fé-
lögin höfðu þá fyrr um daginn
opnað nýja verzlun í húsakynn-
um sínum.
Maríus Helgason, umdæmis-
stjóri pósts og síma, formaður
Berklavarnar, bauð fréttamenn
velkomna, og rakti hann við
þetta tækifæri í stuttu máli fram
vindu mála öryrkja í landinu á
liðnum árum.
Benti Maríus á að fyrst hafi
ekki verulega farið að rætast úr
vandamálum öryrkja fyrr en
með tilkomu SÍBS, sem þó mið-
aðist eingöngu í fyrstu við
berklasjúklinga, en seinna hefðu
svo komið félög lamaðra og
fatlaðra eða sjálfsbjargarfélögin,
eins og þau heita flest, og önnur
félög, sem starfa á ýmsum svið-
um.
Maríus gat þess að það sem
auðveldaði og létti störf öryrkja-
félaganna væri hve þessi mál
ættu mikinn hljómgrunn hjá
þjóðinni allri og bæri að þakka
það. Einnig benti hann á hve
mikils virði væri stuðningur
blaðanna í landinu við þessi mál-
efni og bæri einnig að þakka
hann. Einnig benti Maríus á að
það væri ósk margra þeirra
manna, sem forystu hefðu í mál-
um öryrkja, að hinum ýmsu fé-
lögum þeirra bæri að standa bet-
ur saman að lausn ýmissa sam-
eiginlegra hagsmunamála ör-
yrkja í landinu.
Það væri af þeim rótum runn-
ið samstarf félaganna Berkla-
varnar og Sjálfsbjargar hér á
fsafirði.
Er félögin hófu á síðastliðnu
sumri að huga að húsnæði fyrir
væntanlega vinnustofu, gátu
þau fengið keypt húsið númer
5—7 við Mjallargötu, er var eign
Útvegsbanka íslands. Húsið er
um 200 fermetrar að flatarmáli
og er tvær hæðir. því fylgja
stórt geymsluhús og bílskúr og
lóð, sem er um 830 fermetrar.
Fyrir sérstakan velvilja og
lipurð Útvegsbankans tókst fé-
lögunum. að kaupa umgetnar
eignir fyrir 570 þúsund krónur,
sem má telja mjög hagstætt
verð.
Félögin Berklavörn og Sjálfs-
björg stofnuðu svo nýlega sam-
eignarfélag undir nafninu Vinnu-
ver og er stjórn þess félags skip-
uð sex mönnum, þrem frá hvoru
félagi. Þau, sem eru í stjórn eru:
Frá Berklavörn: Júlíus Helgason,
rafvirkjam., hann er formaður
félagsins, frú Bergþóra Eggerts-
dóttir og Guðni Ásmundsson, og
frá Sjálfsbjörg: Ingibjörg Magn-
úsdóttir, hún er ritari félagsins,
Bjarni Guðmundsson og Guðm.
H. Guðmundsson. — Sigurður J.
Jóhannsson, skrifstofumaður,
hefur verið ráðinn forstöðumað-
ur vinnustofunnar og verzlunar-
innar.
Verzlunin er ekki mjög stór.
Henni er komið fyrir í suður-
enda hússins; öllu er þar hagan-
lega fyrirkomið og annaðist
Rúrik Sumarliðason smíði á inn-
réttingu, Guðmundur E. Sæ-
mundsson og synir sáu um máln-
ingu og Neisti hf. um raflagnir.
Verzluninni er nær eingöngu
ætlað að selja vörur frá Reykja-
lundi og Múlalundi, svo og vör-
ur frá eigin vinnustofu. Þær vör-
ur, sem þar kunna að
verða unnar. Einnig mun umboð
Vöruhappdrættis SÍBS verða
flutt þangað snemma á næsta ári.
Markmiðið með verzluninni er
fyrst og fremst að létta undir
rekstri vinnustofunnar.
Þess má geta, að Sjálfsbjörg
hefur frá haustinu 1959 starf-
rækt vinnustofu, en þar var ein-
göngu unnin prjónavara. Ekki
er enn að fullu ráðið hvað unnið
verður í vinnustofu félaganna,
en það er nú í athugun. Vinnu-
stofan verður niðri í norður-
enda hússins, þar sem eru þrjár
rúmgóðar stofur og eldhús. Á
efri hæð er svo gert ráð fyrir að
verði skrifstofa fyrir hvort félag
og íbúð fyrir forstöðumann.
Þess var að lokum getið við
fréttamenn, að vegna góðrar
fyrirgreiðslu af hálfu Lands-
banka íslands hefði verið hægt
að breyta húsinu í það horf sem
nú er og vinna ýmsar aðrar
breytingar í náinni framtíð.
Norræn menning-
armiðstöð í
Tanganyika
Dar es Salaam, Tanganyika,
15 des. (NTB).
KJELD Phiiip, iðnaðarmálaráð-
herra Danmerkur, undirritaði í
dag fyrir hönd ríkisstjórna Norð
urlandanna samning við ríkis-
stjórn Tanganyika um byggingu
norrænnar menningarmiðstöðvar
um 40 km fyrir vestan Dar es
Salaam. í miðstöð þessari verð-
ur landlbúnaðarstofnun, mennta-
skóli og heilsuverndarstöð.
í DAG verða til sýnis í glugga
Morgunblaðsins óvenjulegir kera
mikvasar, sem Ragnar Kjartans-
son í Glit h.f. hefur smíðað. —
Keramikvasarnir voru stilltir út
í gær og verða teknir niður í
kvöld.
Þetta er í þriðja sinn, sem Ragn
ar sýnir á vegum Listkynningar
Morgunblaðsins. Hann hefur auk
þess haldið eina sjálfstæða sýn-
ingu í Ásmundarsal árið 1959 og
tekið þátt í fjölda samsýninga. Á
erlendum vettvangi hefur hann
sýnt á alþjóðasýningu í Wash-
ington, hélt sjálfstæða sýningu í
Heal’s Gallery í London í haust
og gripir hans voru í íslenzku
deildinni á vörusýningunni í
Frankfurt í haust. Hann er einn
af nemendum Guðmundar frá
Miðdal en stundaði framhalds-
nám í Svíþjóð; ennfremur stund
aði hann nám í myndhöggvara-
skóla Ásmundar Sveinssonar.
Ragnar Kjartansson sagði f
stuttu samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær, að keramik
sú, sem hann sýndi, væri allfrá-
brugðin venjulegri keramik. t
fyrsta lagi notaði hann blágrýt-
ishraun, sem bundið væri með
plastískum hveraleir frá Laugar-
vatni. í öðru lagi væru þeir mót-
aðir í höndunum eins og högg-
myndir, en ekki renndir á renni
skífu. Eðlislitir hraunsins væru
að mestu látnir halda sér og að-
aláherzlan lögð á formið. Sagði
Ragnar, að þessi gerð af keramik
hefði ekki sézt áður hér á landi
né erlendis, honum vitanlega, og
þeir hraunkeramikvasair, sem
hann hefði sent á erlendar sýning
ar fyrr á árinu hefðu vakið mikla
athygli.
Jólaglaðningur
fyrir
Hrafnistu-búa
AKURNESINGAR! Munið spila
kvöldið í kvöld (sunnudag 16.
desember) í Hótel Akranesi. —
Dansað á eftir. — Sjálfstæöisfé-
lögin á Akranesi.
ÁGÓÐI af hálf sjö sýningu 1
Laugarásbíói í dag rennur til
jólaglaðnings fyrir vistfólkið á
Hrafnistu.
Á undanförnum árum hafa
sjómannakonur selt kaffi á sjó-
mannadaginn og keypt fyrir á-
góðan af kaffisölunni jólaglaðn-
ing fyrir vistfólkið, en á þessu
ári bættust svo margir vistmenn
við, að ágóðinn af kaffisölunni
hrökk ekki til. Því hafa forráða-
menn Laugarásbíós ákveðið að
styrkja þessa starfsemi sjómanna
kvennanna eins og að ofan grein-
ir. Sýnd verður kvikmyndin:
„Það skeði um sumar“.
Lægðin fyrir sunnan land
var hörkumikil og djúp, enda
voru komin 12 vindstig á veð
urskipinu Indía suður af land
inu kl. 8 í gærmorgun, og um
leið hafði vindur snúizt þar til
norðvesturs, sem vænta mátti
vegna hreyfingar lægðarinnar
í austur. Hér á landi var þó
ekkert ofsaveður, mest austan
6 vindstig og snjókoma á Fag
urhólsmýri, sem var einna
næst áhrifasvæði lægðarinnar.
Kaldast á landinu var þá á
Grímsstöðum, 16 gráðu frost.
Jólatré í Silfur
túni
í DAG kl. 17 verður kveikt á
stóru jólatré í Silfurtúni, en það
er Framfarafélag Silfurtúns, sem
annast uppsetningu þess. Karla-
kórinn Þrestir syngur, og sveitar
stjórinn, Ólafur Einarsson, flyt-
ur ávarp.
- Atrek USA
Framhald af bls. 1.
um sínum í Bandaríkjunum til
hamingju með sigurinn.
Bandarískir vísindamenn segja
að sendingarnar frá Mariner II.
hafi verið mjög skýrar, þótt
flaugin hafi verið í nærri 58
milljón kílómetra fjarlægð frá
jörðu, og verði upplýsingsfrnar
því auðunnar. Vonast þeir til
þess að geta nú fengið svör við
einhverjum af eftirfarandi spurn
ingum:
Er yfirborð Venusar ein eyði-
mörk, eins og sumir halda, eða
eru þar vötn og frumskógar, þar
sem líf finnst í einhverri mynd.
Er skýjahjúpurinn, sem um-
lykur Venus, ein samfelld heild?
Er geislunarbelti umhverfis
Venus, svipað og jörðina?
ÞESSI bíll frá gróðrarstöð-1
inni Alaska er hlaðinn alis-
lenzkum jólatrjám. Þetta eru
grenitré, sem spruttu í Hvera-
gerði, en voru siðan flutt
austan yfir fjall í framhalds-
ræktun inni í Breiðholti.
(Ljósm. Sv. Þ.).
Stór skáldsaga
Stefáns Jónssonar
STEFÁN Jónsson, rithöfundur,
hefur sent frá sér hjá Bókaút-
gáfunni Máli og Menningu mikla
skáldsögu, sem hann hefur haft
í smíðum síðan 1958. Ber skáld-
saga þessi nafnið Vegurinn að
brúnni.
Upphaflega var ætlunin að
bókin yrði gefin út í þremur
bindum, enda er henni skipt í
þrjár bækur. Bókin er mikil að
vöxtum, 583 blaðsíður þéttprent-
aðar.
Bók þessi er meðal jólabóka
Máls og Menningar, og kemur
einnig út sem ein bók í afmælis-
útgáfu bókafélagsins.
Minningar Stefáns
frá Hvítadal
MEÐAXi bóka í afmælisútgáfu
Máls og Menningar er lítil bók,
í Unuhúsi, en þar skráir Þor-
bergur Þórðarson minningar
Stefáns frá Hvítadal úr því
skáldaiheimili reyfcvískra skálda
í upphafi þessarar aldar.
Minningarnar skráði Þorberg-
ur 1923, og greinir hann frá íbú-
um í Unuhúsi á árunum sem
Stefán frá Hvítadal bjó þar fyrir
1910. Bókin er ekki mikil að
vöxtum, aðeins 83 blaðsiður að
stærð, en lýsir í nítján köflum
fjölmörgum mönnum og konum
sem settu svip sinn á hús Unu
um lengri eða skemmri tíma.
Bókin er prentuð í Prentsmiðj-
unni Hólum, og önnur útgáfa
hennar er ein af jólabókum
Heimskringlu.