Morgunblaðið - 16.12.1962, Blaðsíða 3
<
Sunnu'dagur 16. des. 1962
3
” MORGVNBLAÐIÐ
ÍKLUKKAN 9,30 í gærmorgan
fcomu hingað til landis með
flugvél Loftleiða rússnesiki
píanóleiikarinn Vladimir Asjk
enazd og kona hans Þórunn
Jóihannsdóttir. Þau voru einu
farþegarnir, sem úr vélinni
stigiu í Reykjavik, en þó var
höpur manna saman kominn
tii þess að fagna þeim. Asjk-
enazí mun halda 3 hljómleika
hér. Verða þeir fyrstu á mánu
dagskvöld í Þ j ó ðleikhúsinu.
Hann hlaut Tsj akowsky-verð-
laun á þessu ári og hefur að
undanförnu ferðazt um Banda
ríki» og fengið frábæra dóma.
Þórunni kynntist hann 1953,
er fyrsta Tsjakoweki sam-
keppnin var haldin og gift- Vladimir Asjkenazí Þórunn Jóhannsdóttir
Átti tvö íslenzk frímerki
áöur en hann hitti Þörunni
uist þau 1961. Þau eiga einn
son, sem nú er í Moskvu.
Asjkenazí kemur hinigað á
vegum Péturss Péturissonar, og
þegar hjónin stíga út úr fluig-
vélinni færir Pétur Þórunni
blámrvönd og býður þau vel-
koxnin. Einnig eru viðstaddir
4 starfsmenn rússneska sendi-
ráðsins og fréttamenn.
Þegar tollskoðun er lokið,
ganga menn út í bílana og
aka áleiðis til Hótel Sögu,
þar sem hjómunum er ætlað að
búa. Fréttamaður Mbl. verð-
ur samferða Missura, sendi-
fulltrúa Rússa.
— Asjkenazá er mjöjg suð-
rænn í útiiti. Er hann nokk
uð skyldur Mikojan? spyr
fréttamaður.
— Já, já.
— Eru þeir mikið skyldir?
— Þeir eru báðir rússneskir
ríkisborgarar.
Þegar komið er á Sögu fara
hjónin með farangurinn upp
á herbergi sitt en aðrir setjast
að kaffiborði á 8. hæð.
—Hvað verða þau lemgi
hérna? spyr fréttamaður.
— Þau fara 24. desember,
segir Pétur.
— Hver segir það? spyr
Missura.
— Ég veit það ekki, segir
Pétur, en þau ætla að vera
í London hjá foreldrum Þór-
unnar_ yfir jólin.
— Bg efast nú um að þau
geti farið þann 24. segir Miss
ura.
Nú koma Þórunn og Asj-
kenazí og setjast við borðið
hjá okkur.
— Afsakið að ég er órak-
aður segir Asjkenazí.
— Nú langar mig í maltöl
og Opal, segir Þórunn. Við
reykj'um ekki og drekkum
ekki, en ég borða gotterí og
drekk maltöl. Ég hef ekki
femgið maltöl í 4 áir.
— Hvað hafið þér verið
lengi í hljómleikaförinni um
Ameríku?
— 2 mánuði. Ég hélt 22
konserta í Bandarikjunum og
Kanada.
— Þetta er orðið alveg
hroðalegt — mig langar svo
til að sjá barnið. Ég var í
London í áigúst og septemiber
og fór svo tiil Ameriku, segir
Þórunn.
Nú kemur þjónninn með
maltöl og ópal og setur á borð
ið fyrir framan Þórunni.
— Hvað er á efnisskrá
hljómleikanna hér?
— Ætli það verði ekki
sama efnisskrá og í Ameríku.
Það er Þórunn sem verður
fyrir svörum, því að Missura,
fréttamaður Þjóðviljans og
Asjkenazí eru í hrókasam-
ræðum. — Þau eru tvö: Á
fyrri er sónata í d-dúr eftir
Mozar.t, 6. sónata Prokofiefif
og etydur op. 25 eftir Chopin
Á síðari efnisskránni er són-
ata í b-diúr eftir Mozart, syn-
fónískir etydur eftir Schum-
ann, kóral-préludia og fúga
eftir Ovöhinikoff, 26 ára rúss
neskan listamann, sem einnig
hefúr verið í hljómleikaferð
um Bandaríkin að undanförnu
Ondine og Le Gibet eftir Rav
el og Mefisto-Wals eftir Lizt.
— Vissuð þér nokkuð um
ísland áður en þér kynntuist
Þórunni? spyr fréttamaðuj
Asjkenazí.
— Jlá, já. Ég safnaðd frí-
merkjum, þegar étg var strák
ur og átti eitt eða tvö, frá
íslandi.
— Hvar fenguð þér þau?
— Ég keypti þau, óg mai
ekki hvar það var.
★
— Hvar get ég æft mig?
spyr Asjkenazí.
— Við finnum einhvers.
staðar hljóðfæri, segir Pétur
— Hann æfir sig ekki í dag,
segir Missura.
— Nú verðum við að fara
að komast af steð til öommu,
segir Þórunn. Ég vildi helzt
búa þar. Ég vona að við kom
urhst fyrir hjá henni. Méi
lízt mjöig vel á Sögu, en við
erum orðin svo hræðilega
leið á hótelum.
— Um leið og fréttamaðui
kveður hjónin, spyr hann
hvað þau búist við að verða
lengi á íslandi?
— Ég veit það ekki, svar-
ar Þórunn. Við ætlum að vera
hjá pabba og mömmu í Lond-
on um jólin, en kannske verð
um við hér þá og förum tií
þeirra um nýárið í staðinn
— Ö.
Aðalfundur Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfél. ■ Kópavogi
AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi
var haldinn 9. þ.m. í Sjálfstæðis-
húsinu í Kópavogi.
Fundurinn hófst á erindi Ólafs
Thors, forsætisráðherra, um
»tj órnmála viðhorf ið. — Erindinu
var vel fagnað og urðu um það
fjörugar umræður og svaraði
forsætisráðherra ýmsum fyrir-
spurnum fulltrúanna.
Því næst flutti fráfarandi for-
maður fulltrúaráðsins, Kristinn
G. Wíum, skýrslu um störf
stjórnarinnar á starfsárinu. —
Nokkrar umræður urðu um
skýrsluna og voru formanni
þökkuð störf hans.
Að lokum fór fram stjórnar-
kjör, en á aðalfundi eru kjörnir
tveir í aðalstjórn og tveir í vara-
stjórn fulltrúaráðsins. f aðal-
stjórn hlutu kosningu: Sveinn S.
Einarsson, verkfræðingur, og
Guðmundur Gíslason, bókbind-
ari. í varastjórn: Eggert Stein-
sen, verkfræðingur og Sigurður
Þorkelsson, pípulagningameist-
ari. Auk þeirra eru sjálfkjörnir
í stjórnina formenn Sjálfstæðis-
félaganna í Kópavogi. Það eru
Gísli Þorkelsson, formaður Sjálf-
stæðisfélags Kópavogs, Aðalheið-
ur Guðmundsdóttir, formaður
Sj álfstæðiskvennafélagsins Eddu,
og Herbert Guðmundsson, for-
maður Týs, félags ungra Sjálf-
stæðismanna. í varastjórn eru
varaformennirnir sjálfkjörnir,
taldir í sömu röð: Bjarni Bragi
Jónsson, Margrét Guðmundsdótt-
ir og Jóhanna Axelsdóttir.
Stjórn fulltrúaráðsins hefur
skipt þannig með sér verkum,
að formaður er Sveinn S. Ein-
arsson, varaformaður Gísli Þor-
kelsson og ritecj Herbert Guð-
mundsson.
Sr. Jónas Gíslason:
Hneykslast þú?
3. sunnudagur í jólaföstu:
HNEYKSLAST I»Ú?
,,En er Jóhannes heyrði í fang-
elsinu um verk Krists, gjörði hann
honum orðsending með lærisvein-
um sínum og lét segja við hann:
Ert þú sá, sem koma á, eða
eigum vér að vænta annars? Og
Jesús svaraði og sagði við þá:
Farið, og kunngjörið Jóhannesi
það, sem þið heyrið og sjáið. Blind-
ir fá sýn, og haltir ganga, lík-
þráir hreinsast, og daufir heyra,
og dauðir upprísa, og fátækum
er boðað fagnaðarerindið. Og sæll
er sá, sem ekki hneykslast á mér.
— En er þeir voru farnir, tók
Jesús að tala til mannfjöldans um
Jóhannes: Hvað fóruð þér út í
óbyggðina að sjá? Reyr af vindi
skekinn? Eða hvað fóruð þér út
að sjá? Mann mjúkklæddan? Sjá
þeir, sem bera mjúk klæði, eru
í höllum konunganna. Eða til
hvers fóruð þér út? Til að sjá spá-
mann? Já, ég segi yður, jafnvel
meira en spámann. Hann er sá,
sem um er ritað? Sjá, ég sendi
sendiboða minn á undan þér, er
greiða mun veg þinn fyrir þér.“
Matt. 11, 2-10
i.
„Sæll er sá, sem ekki hneyksl-
ast á mér“.
Slík er kveðjan, sem Jesús
sendir Jóhannesi skírara í fang-
elsið, þegar efasemdirnar fóru
að sækja að honum.
Jóhannes hafði verið útvalinn
til að boða komu Krists. Hann
fór út í óbyggðina til að búa sig
undir það starf.
Síðan kom hann fram og fór
að prédika: „Gjörið iðrun, því að
himnaríki er nálægt. — öxin er
þegar reidd að rótum trjánna.
Sá er mér máttkari, sem kemur
á eftir mér, og er ég ekki verður
að bera skó hans“.
Raust Jóhannesar náði eyrum
fólksins. í nokkrar aldir hafði
enginn spámaður risið upp meðal
þjóðarinnar. Nú hafði Guð loks
vitjað aftur lýðs síns. Og mann-
fjöldinn þyrptist til hans.
Þegar Jesús kemur til fundar
við Jóhannes, þekk-ir Jóhannes
strax, að þar er hinn fyrirheitni
kominn. Og hann bendir á Jesúm
og segir: „Sjá, Guðs lambið, sem
ber synd heimsins!" Og hann
bendir jafnvel sínum eigin læri-
sveinum á að fylgja honum.
„Hann á að vaxa, en ég að
minnka“. Jóhannes skildi, að
hlutverki hans sjálfs var brátt
lokið.
Loks situr hann í myrkrastof-
unni. Raust hans var þögul. Nú
leituðu menn beint til Jesú.
En þá vakna efasemdirnar.
Var Jesús ekki allt öðru vísi en
hann hafði búizt við? Fréttirnar,
sem hann fékk í fangelsið, virt-
ust benda til þess. Gat honum
hafa skjátlazt? ^
Jóhannes verður að vita vissu
sína. Þess vegna sendir hann
lærisveina sína til Jesú: „Ert þú
sá, sem koma á, eða eigum vér
að vænta annars?" Við finnum
sársaukann bak við orðin.
Guðspjallið í dag flytur okkur
svar Jesú. Hann bendir á verk
sín. Þau nægja. Og svo bætir
hann við: „Sæll er sá, sem ekki
hneykslast á mér“. Hann ásakar
Jóhannes ekki. Hann veit, að
þetta svar nægir. Hann þekkti
Jóhannes. Því gat hann sagt um
hann: „Eigi hefur fram komið
meðal þeirra, er af konum eru
fæddir, meiri maður en Jóhannes
skírari. En hinn minnsti í himna-
ríki er honum meiri“.
II.
Við mennirnir stöndum oft í
sporum Jóhannesar í fangelsinu.
öðru vísi en við hefðum hugsað
Okkur finnst Jesús oft vera
annan veg, en við hefðum óskað.
Stundum finnst okkur e.t.v. Guð
hafa brugðizt. Þá vakna efa-
semdir, og vantrúin sækir á.
Við erum minnt á, hvernig
leyst var úr efasemdum Jóhann-
esar. Við eigum að fara að
dæmi hans. Við eigum að leita
til Jesú Krists með erfiðleika
okkar. Þeir stafa ekki af því, að
Guð hafi brugðizt. Hann stend-
ur við orð sín. Þeir stafa af hinu,
að við sjáum oft svo skammt.
Jóhannesi hafði enn ekki skil-
izt, að Jesús hafði tekið á sig
þjónsmyndina. Hann lítillækkaði
sig til að geta, upphafið okkur.
Við eigum oft erfitt með að
skilja þetta. Nú stendur yfir að-
ventutíminn. Við búum okkur
undir komu hinnar helgu hátíð-
ar. Við búum okkur undir að
ganga að jötu litla barnsins og
tjá því lotningu okkar sem kon-
ungi himins og jarðar.
Er ekki erfitt að trúa því, að
Guð hafi sjálfur komið til okkar
mannanna í litla barninu? Hér
erum við komin að einni aðal-
hneykslunarhellu fjölda manna.
Þeir neita holdtekju Guðs í Jesú
Kristi. Það samrýmist ekki
mannlegri skynsemL
Farísearnir höfnuðu Jesú af
sömu ástæðum. Þess • vegna létu
þeir lífláta hann. Þá rættust bók-
staflega orðin, sem Símeon sagði
í musterinu, er hann hélt Jesú-
barninu í faðmi sér: „Þessi er
settur til falls og til viðreisnar
mörgum £ fsrael, og til tákns,
sem móti verður mælt“.
Okkur mönnunum gengur svo
ótrúlega erfiðlega að skilja, að
það er Guð, sem skapaði okkur,
en ekki við, sem sköpuðum Guð.
Þess vegna getum við ekki lagað
hann eftir okkar vilja. Það erum
við, sem hljótum að laga okkur
eftir vilja hans.
III.
Gleymum þessu ekki nú á að-
ventutímanum. Þegar erfiðleikar
mæta og vit okkar og skynsemi
freistast til að segja: Nú skil ég
ekki lengur, skulum við minnast
Jóhannesar skírara. Hann leitaði
til Jesú Krists með efasemdir
sínar. Gjörum slíkt hið sama.
Leyfum Guði að varpa ljósi yfir
vandamálin. Leyfum honum að
ljúka upp hugskoti okkar, svo að
við getum skilið meira af leynd-
ardómum hans.
Þá mun hann sýna okkur Jes-
úm Krist eins og hann er. Um
leið mun hann sýna okkur þörf
okkar á náð hans og miskunn.
Við heyrum sömu orðin og Jó-
hannes fékk forðum: „Sæll er sá,
sem ekki hneykslast á mér“.
Jesús ásakar okkur aldrei, er
við komum til hans með efa-
spurningar. Hann skilur efa-
semdirnar og baráttuna, sem
þær geta valdið. Hann lifði sjálf-
ur á þessari jörð í mannlegu
holdi eins og við.
Látum aldrei efasemdir og á-
hyggjur verða til að draga okkur
burt frá Guði. Það gerist svo
margt í mannlegu lífi, sem vit
okkar fær ekki til fulls skilið.
Vegir Guðs eru okkur órekjan-
legir. Og þá er spurningin sú,
hvort við trúum á Guð, treyst-
um honum og náð hans.
Trúin er fólgin í að beygja sig
undir Guðs vilja, jafnvel þegar
við eigum erfitt með að skilja.
Hneykslast þú á Guði? Eða
hefur þú lært að beygja þig und-
ir vilja hans, leggja líf þitt í
hönd hans?
Notum aðventutímann til
sj álfsprófunar. Þá getum við átt
blessaða fagnaðarhátíð til minn-
ingar um fæðingu Guðs á þessa
jörð í mannlegu holdi.
Jónas Gíslason.