Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 6
V 6 W ORGVNBLAÐItí Sunnudagur 18. des. 1962 legu flóða í Aswanstíflunni. Því er það kappsmál allra fornleifa- fræðinga að bjarga því sem bjargað verður. Frinsessan nýtur engra for- réttinda í leiðangrinum, vegna ætternis síns: hún býr í leirkofa í Wadi Halfa, litlum bæ í norð- urhluta Núbíu, eins og aðrir leið- angursmenn, og tekur þátt í öll- um þeirra störfum, klædd síð- buxum og skyrtu, með húfu á höfði og gleraugu fyrir þreytt- um augum. Á meðfylgjandi mynd sést Margrét prinsessa skoða sandinn í Wadi Halfa. Viggo Kampmann, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerk- ur, hefur tekizt á hendur að skrifa mánaðarlega þætti í Jyl- lands-Posten. Þáttur hans á að heita: „Bréf úr bænum“, og hef- ur Kampmann leyfi til að birta þar allt sem honum dettur í hug. Margir stjórnmálamenn eru gamlir blaðamenn, eins og það er kallað. Þannig er ekki farið um Kampmann, en ritstörf hafa verið tómstundastarf hans. Hann segist hvílast betur við ritvélina en í hægindastól og hingað til hefur hann aðallega skrifað um bókmenntir, heimspeki og ferða- minningar. og tilgangur fararinnar var að skoða jarðveginn í Núbíuí N.ílar- dalnum. Prinsessan slóst í för með skandinavískum Núbíu-leiðangri, sem Svíinn Save Sörerberg stjórnar. Talið er að svæðið, sem leiðangrinum er falið að rann- saka, muni hverfa undir vatn von bráðar vegna hinna gífur- í fréttunum Frú Patricia Lawford, systir Kennedys forseta, var fyrir skömmu leidd fyrir rétt í Santa Monica, Kaliforníu, og fundin sek fyrir að aka bifreið, þótt ökuskírteini hennar væri fallið úr gildi. Hún var dæmd til að heimsækja börn, sem slasazt höfðu í umferðarslysum. Hér sést frú Lawford ganga út úr dómsalnum. Á myndinni sést Kampmann við ritvélina og ein af dætrum hans. ★ . Margrét Danaprinsessa hefur eins og margt kóngafólk mikinn áhuga á fornleifafræði. Hún skrapp til Egyptalands í síðasta mánuði til þriggja vikna dvalar VELVAKANDA hafa að þessu sinni borizt tvö bréf með beiðni um leiðréttingu af hendi opinberra stofnana. 0 Tvíborgun til strætis- vagna ósanngjörn „Velvakandi! Fargjöld hafa nú hækkað með strætisvögnunum. Sam- fara þeirri hækkun hafa verið boðaðar einhverjar breytingar á ferðum vagnanna. — Okkur Vesturbæingum finnst við þurfa að fá breytingar, þar sem við komumst ekki nema inn á Gunnarsbraut eða í lengsta lagi Lönguhlíð nema skipta um vagn og greiða far- gjaldið tvisvar. Ofan í kaupið verðum við að bíð:. 5—10 mín- útur á torginu. Þetta finnst okkur stórgalli á svo góðri og nauðsynlegri þjónustu sem vagnarnir veita. Hitt, þótt far- gjöldin hækki eittthvað, telj- um við eðlilegt, vegna vaxandi tilkostnaðar. En að greiða farið tvisvar á ekki lengri leið en inn í Smáíbúðahverfi eða Voga, það er afleitt og hlýtur að vera hægt að laga, ef vilji er fyrir hendi. Sé maður til dæmis að vinna austur í bæ en eigi heima vestur 1 bæ, þá er ógerningur að nota vagnana heim í mat vegna tafarinnar á torginu. — Eða hvað mundu farþegar, sem ferðast með Hafnarfjarðarvögn unum segja, ef þeir hefðu stöð á miðri leið, t.d. í Silfurtúni, og þyrftu þar að skipta um vagn og greiða tvisvar og bíða auk þess í tíu mínútur. Strætisvagnarnir byrjuðu starfsemi sína á Lækjartorgi og hafa, að því er virðist, fest svo miklu ástfóstri við það, að það- an geti þeir ekki farið. Og þeg- ar þröngin var orðin óviðráðan- leg á torginu, þá er farið niður á Kalkofnsveg, sem sé úr ösk- unni í eldinn. Fólkið verður svo að spretthlaupa á milli, þakkandi „kaparanum fyrir að verða ekki undir bíl á leiðinni. Þessu fyrirkemulagi verður að breyta. Stöðvar eiga að vera í báðum endum borgarinnar, þar sem vagnarnir rétti af tímann, en ferðist síðan stanzlaust þar á milli, nema hvað skipt er um farþega. Vitanlega yrði að byggja skýli á þessum stöðum, en það þurfa ekki að vera nein stórhýsi. Hér með er komið á fram- færi óskum okkar Vesturbæ- inga og við vitum, að innhverf- ingar óska þess sama. Við von- um að þetta verði tekið til góðfúslegrar athugunar. V esturbæingur “. • Ófær símaþjóriusta í Garðahreppi Og þá fær Landssíminn kveðju, sem hljóðar á þessa leið: „Velvakandi sæll! Ég er einn þeirra sem fengu síma í Hafnarfirði, þegar síma- númerum var fjölgað þar síð- ast. En vegna ófullnægjandi tækja sjálfvirku stöðvarinnar þar (eða svo er sagt) verða viðskiptin að fara fram í gegn- um „miðstöð" í Hafnarfirði. Eft ir hálfs árs reynslu af þessu fyrirkomulagi get ég ekki ann- að sagt, en það væri sanngjarnt að afnotagjöldin fyrir þessi númer yrðu lækkuð stórlega. Það er ekki hálft gagn af sím- anun eins og hann er nú. — Ekkert er því til fyrirstöðu að hringja úr símanum hjá mér, en að hringja utan úr bæ og ætla sér að ná £ númerið, það er enginn leikur. Þegar ég hringi heim til mín, þarf ég að gera að minnsta kosti 6—7 til- raunir til að fá „miðstöð" til að svara. Og svo er það undir hælinn lagt, hvort hringt er í númerið, þegar daman hefur loks svarað. Flestir kunningjar mínir eru búnir að gefast upp á því að hringja heim og nú orðið er það viðburður ef sím- inn hringir. Heimilisfóljcið er ----------------------------—» ‘o' 0>\? \1 \ \ PUFF r\ i <1 - X I rgoa þá furðu lostið. Undir vissum kringumstæðum getur þetta komið sér illa, ef ekki er hægt að ná heim til manns, og það er fjandi hart að hafa síma, borga fullt afnotagjald af hon- um og hafa samt ekki hálft gagn af. Ég hef kvartað y.fir þessu við viðkomandi aðila en árangurinn hefur sýnilega ekki orðið mikill. Hinsvegar stend- ur ekki á að senda símareikn- inginn á tilsettum tíma og loka númerinu, ef ekki er staðið í skilum upp á dag. í rauninni skiptir það ekki svo miklu máli þótt þeir loki, síminn er hálf- lokaður hvort sem er. Garðahreppsbúi". 0 Einokunaraðilar daufheyrast Það er ekki nema sjálfsagt að koma bréfum sem þessum á framfæri í þeirri ýeiku von að þessir aðilar láti sér segjast og reyni að l:oma því í lag sem kvartað er yfir. Hitt er sorgleg reynsla, að opinberir aðilar og þeir, sem sitja að einokunar- aðstöðu, eru ekki fljótir að grípa ti! og lagfæra það sem miður fer í þjónustu þeirra og starfi. Við höfum því miður sorglega reynslu af þessu. Sím- inn er alræmdur fyrir alls kon- ar vitleysur, sem stöðugt er kvartað yfir. Og það virðist svo sem yfirmenn hans séu búnir að fá það mikið af skömmum og kvörtunum að það sé eins og að skvetta vatni á gæs að bera í þann bakkafulla læk. —. Strætisvagnarnir hér í borginni hafa vissulega fengið sinn skammt af kvörtunum og mun ekki af veita. Einokunaraðilar eins og Mjólkursamsalan hafa fengið hér skammir slag í slag, bæði harðorðar og mildar og sanngjarnar. En þar virðist einokunaraðstaðan vera notuð til þess að viðhalda lélegri þjónustu. Og svona mætti ekki rétt að vera að angra fleiri lengi telja. En við látum þetta nægja í bili. Það er kannski svona nærri jólum, en taka þá heldur úuglega til bæna á nýju árL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.