Morgunblaðið - 16.12.1962, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. des. 1962
BÓKAFORLAGSBÆKUR
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR
Gráskinna hin meiri komin út
Auglýsing frá Póst- og símomála-
stjórninni um jóla- og nýárskort
Þar sem vart hefur orðið misskilnings hjá ýmsum
um hvaða skilyrði prentuð jólakort þurfa að upp-
fylla, til þess að þau megi sendast sem prentað mál,
vill póst- og símamálastjórnin taka fram, að til þess
að jóla- og nýárskort verði send sem prentað mál
samkvæmt alþjóðareglum, þurfa þau í fyrsta lagi að
að vera í opnu umslagi og í öðru lagi má ekki
handskrifa á þau meira en fimm orð, er séu algengar
óskir eða kurteisiskveðjur auk nafnas sendanda og
viðtakanda. Kort, sem meira er handskrifað á en
fimm orð skoðast því bréf, og skiptir í því efni
engu máli þótt umslagið sé opið. Sama er að segja,
ef áðurnefnd fimm orð eru ekki algengar óskir eða
kurteisiskveðjur.
Póst- og símamálastjórnin, 15. des. 1962.
Nýjasta bókin er
ÓLI OG MAGGI
Kr. 80.00
Öddubækurnar eru tilvald-
ar handa börnum, sem eru
að byrja að lesa.
ADDA OG
LITLI BRÖÐIR
Kr. 160.00
eftir JENNU og
HREIÐAR STEFÁNSSON
Kr. 80.00
Tvær nýjar Helga-
fellsbækur
FRA Helgafelli hafa blaðinu bor-
izt í dag tvær athyglisverðar
bækur. Ný Ijóðabók, „Rústir",
eftir Kristján Árnason, mennta-
skólakennara. Kristján, sem er
sonur Árna Kristjánssonar píanó-
leikara, hefur verið kynntur, sem
ljóðskáld í útvarpinu, af konu
sinni, Önnu Stínu Þórarinsdótt-
ur. Bókakápa er eftir Tómas
Tómasson.
Hin bókin kallast „Marsinn til
Kreml“ og er eftir Þórberg Þórð-
arson og er það ádeila á skáld-
skap Hannesar Féturssonar,
einkum kvæði hans, Undarleg
ósköp að deyja. Ádeila Þórbergs
er í ljóðum, en formáli og eftir-
máli fylgir. Bókarkápa er eftir
Kjartan Guðjónsson, málara.
Frumsamin Ijóð og þýdtl
TVÆR nýjar Ijóðabækur eru
komnar út hjá bókaforlaginu
Máli og menningu. Er önnur
Fullveldisfap;ii-
aður í Hannover
HINN nýskipaði ræðismaður fs-
lands í Hannover, dr. Werner
Blunck og kona hans, höfðu boð
inni í tilefni af fullveldisdegin-
um, 1. des. s.l. Var þar margt
gesta saman komið, þar á meðal
forsætisráðherra Neðra Saxlands,
dr. Diedriohs, forseti sameinaðs
þings, Olfers, ráðherrarnir Graaff
og von Nottbeck, nokkrir full-
trúar erlendra ríkja, svo og fs-
lendingar í Hannover, sem nú
eru 8 að tölu.
Ræðismaðurinn ávarpaði hinn
fjölmenna gestahóp og flutti á-
grip af sögu íslands og sjálf-
stæðisbaráttu. Hóf þetta var hald
ið í fundarsölum fyrirtækisins
„Feinkost Appel“, sem dr. Blunck
veitir forstöðu. Fór það vel fram
og voru veitingar hinar rausn-
arlegustu. — G. S.
frumsamin, Óljóð eftir Jóhannes
úr Kötlum, en hin, Tuttugu er-
lend kvæði og einu betur er
þýdd og stæld eins og Jón Helga-
son orðar það sjálfur.
Bók Jóhannesar úr Kötlum
virðist vera orkt sem samfelld
heild, bókin skiptist í fjóra Ijóð-
flokka ásamt formála og eftir-
mála sem settir eru fram í
ljóðaformi.
Bókin er 124 bls. að stærð og
er prentuð í Prentsmiðjunni
Hólum.
Kvæðaþýðingar Jóns Helga-
sonar, 21 að tölu, eru valdar frá
ýmsum tímum og ýmsum lönd-
um. Nokkrar þessara þýðinga las
Jón í útvarpinu hér í vetur sem
leið, og virtust þær þá hljóta
góðar undirtektir. Framan við
hvert kvæði er rakin saga þess
og höfundarins í hnotskurn. Bók
þessi er 66 blaðsíður að stærð
og eins og hin fyrri prentuð í
Hólum.
Jólasöngvar
í Neskirkju
SUNNUDAGINN 16. desember
verður í stað venjulegrar messu
haldin helgistund í Neskirkju
kl. 2 e.h.
Barnakór úr Melaskóla syngur
undir stjórn Daníels Jónassonar
söngkennara og tveir ungir pilt-
ar úr Hagaskóla leiká saman á
orgel og trompet. Nemendur
þessir komu fyrst opinberlega
fram í Neskirkju á æskulýðs-
helgistund, sem þar var haldii*
sl. vetur og vakti mikla athygli,
Loks verður almennur safnað-
arsöngur og sungnir jólasálmar
með aðstoð kirkjukórsins og ritn-
ingalestur og jólahugleiðing, sem
leikmenn annast.
Markmið jólasöngvanna er að
sameina unga og aldna 1 að búa
sig undir komu jólanna. — Þetta
er þriðja árið sem Bræðrafélag
Neskirkju gengst fyrir jólasöngv
um sem þessum og hafa þeir
jafnan verið mjög vel sóttir og
vakið almenna ánægju kirkju-
1 gesta.
ÓLAFUR JÓNSSON:
-m
im Sm Zm ■
'íi— ■m IHIti ■ ■»—*■>
Síðara bindi
Hörkuspennandi og vel skrif
uð skáldsaga eftir hinn
finnska skáldsagnameistara.
FCRU-
SVEINNINN II
eftir MIKA WALTARI
ÁRMANN KR.
EINARSSON:
Allir krakkar vilja eignast
bækur Ármanns Kr. Ein-
arssonar.
ÚT ER komin hjá bókaútgáf-
unni Þjóðsögu, Gráskinna hin
meiri. þjóðsögur og sögur um
furðulega hluti, sem Sigurður
Nordal, prófessor og Þórbergur
Þórðarson, rithöfundur hafa
safnað og búið til prentunnar.
Sumar sögurnar hafa þeir skráð
eftir frásögnum, en aðrar hafa
þeim borizt sem handrit .
Gráskinna hin meiri er í
tveimur bindum. í fyrra bind-
Sigurður Nordal
inu eru óbreytt þau 4 hefti Grá-
skinnu, sem út komu á árunum
1928, 1929, 1931 og 1936. Sögurn
ar i síðari bindunum koma nú í
fyrsta skipti fyrir almenningssjón
ir, en eins og Sigurður Nordal,
prófessor, segir í formála „Grá-
skinnu hinnar meiri“, áttu þeir
Þórbergur Þórðarson sitt af
hverju í fórum sínum, þeg-
ar síðasta hefti „Gráskinnu“
kom út 1936 og enn fleira hefur
borið á rekana síðan.
★
Auk þessa segir Sigurður Nor-
dal prófessor m.a. í formálanum
„Það var samt ekki fyrr en
Hafsteinn prentsmiðjustjóri Guð
mundsson bauð okkur að láta
endurprenta Gráskinnu sem við
fórum að athuga þetta betur.
Sáum við þá, að efni það, sem
Við áttum óprentað og vildum
halda til haga, mundi nema hér
um bil eins miklu og eldra safn
ið og væri ekki seinna vænna
að koma því á framfæri um
leið. En vegna þessa hlutfalls
milli gamals og nýs hefði það
verið villandi að tala hér ein-
ungis um „aðra útgáfu aukna.“
Varð það því að ráði að kalla
bókina „Gráskinnu hina meiri“
að dœmi fornra sagnaheita (t.a.
m. Ólafs saga Tryggvasonar
hin meiri), þar sem íaukar og við
bætur eru ekki minni fyrirferð-
ar en hin upphaflega saga.“
Formáli Gráskinnu, sem kom
út 1936 er prentaður í fyrra
bindi Gráskinnu hinnar meiri.
Þar segir Sigurður Nordal, pró-
fessor, m.a. um efni Gráskinnu:
„Gráskinna á sammerkt við flest
íslenzk þjóðsagnasöfn í því, að
þar ægir saman margvíslegum
og mislitum sögum. Sumar eru
ekki annað en gamal.1 alþýðu-
skáldskapur, eins og ævintýrin,
sem flestöll eru að einhverju
leyti af erlendum toga spunnin
og aldrei hefur verið trúnaður
á lagður. Sumar eru um atburði
sem hafa gerzt eða menn halda,
að hafi gerzt, en hafa síðan
gengizt í minni og munni margra
sögumanna og tekið ýmsum
breytingum. Enn aðrar eru um
atvik, sem komið hafa fyrir
sögumennina sjálfa eða hafa
gengið svo fárra á milli, að erf-
itt er að bera brigður á, að
rétt sé með farið, þó að deila
megi um skilning og skýringar
þeirra atriða, sem dularfull eru
kölluð."
HNATTFERÐ
í MYND
QG MÁLI
DYNGJUFJÖLL
OG ASKJA
Með 30 ljósmyndum
og teikningum.
Handhæg vinargjöf til vina
erlendis.
Kr. 78,00
Um tildrög safnsins, segir Sig
urður Nordal, prófessor í formála
Gráskinnu 1936: „Um tildrög
þessa safns þarf ekki mörgum
orðum að eyða. Þegar við Þór-
bergur Þórðarson komum okkur
saman um að fara að gefa það
út, höfðum við báðir, hvor í
sínu lagi, skrásett sögur í mörg
ár, án þess að hugsa um, hvað
við myndum gera við þær. Voru
skoðanir okkar á tilgangi þjóð-
sagnasöfnunar og aðferðum við
hana mjög svipaðar, enda hefur
samvinna orðið hin ánægjuleg-
asta.“
Gráskinna hin meiri er 750
blaðsíður og fæst bæði í skinn-
bandi og óinnbundin. í fyrra
bindinu eru 132 frásagnir og
186 í hinu síðara. Eru frásagn-
irnar úr nær öllum landshlut-
um og margar nýlegar. Nafna-
skrá er í bókinni, samin af Þor-
móði Halldórssyni, póstmanni.
Bóikin er prentuð í prentsmiðj-
unni Hólum h.f.
Þórbergur Þórðarson
Ég er kominn upp á það
— allra þakka verðast —,
að sitja kyrr á sama Stað
og samt að vera að ferðast.
261 ljósmynd
47 litmyndasíður
Kr. 380,00