Morgunblaðið - 16.12.1962, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1962, Page 12
12 " MORGIHSBLAÐIÐ Sunnu'dagur 16. des. 1962 Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. NJÓSNIR Á ÍSLANDI rins og kunnugt er stunda erindrekar hins alþjóð- lega kommúnisma njósnir um heim allan. Ýmist eru það út- sendir njósnarar, sem þessa iðju stunda, eða þá heima- menn, sem tilheyra 5. her- deild kommúnista. Auðvitað eru njósnir stundaðar af hálfu kommúnista hér á landi eins og annars staðar, en dæmin eru þó fá um það, að upp hafi komizt um þessa starfsemi. 1 vor henti það þó, að ís- lenzkur maður, Sigurður Ól- afsson, flugmaður, sneri sér til íslenzkra yfirvalda og tjáði þeim, að tékkneskur maður hefði ætlað að fá sig til njósna og beitt fjárkúgun í því sambandi. Tékkinn ætlaði sér að nota fjárhagsörðugleika Sigurðar, sem hann var kominn í ein- mitt vegna viðskipta við Tékka. Hann hafði keypt af þeim litla flugvél, því að hann gat ekki fengið leyfi til að kaupa hana annars staðar. Hún reyndist hinn mesti galla gripur, og nú átti hann að fá nýja vél í stað hinnar gölluðu, en skilyrði var það, að hann gerðist njósnari gegn ættjörð sinni. Þótt sú ákvörðun hefði get- að kostað Sigurð Ólafsson gjaldþrot, þá sneri hann sér til réttra yfirvalda og tjáði þeim, hvemig komið væri. Á hann skilið alþjóðarhrós fyr- ir þá afstöðu, og með hlið- sjón af því ákvað fjárveit- ingarnefnd Alþingis að greiða honum fjárhæð til að bæta honum að minnsta kosti að nokkru það fjárfestingartjón, sem hann hafði beðið. Þetta ▼ar sjálfsögð ákvörðun, sem menn hefðu að óreyndu búizt við, að lýðræðissinnar á Al- þingi stæðu allir að, þótt auðvitað hafi kommúnistum fundizt óþarft að verðlauna menn fyrir þjóðhollustu. Við nafnakall á Alþingi rarð niðurstaðan sú, að báðir stjómarandstöðuflokkamir, kommúnistar og Framsókn- armenn, klofnuðu. Þrír komm únistar greiddu beinlínis at- kvæði gegn því, að Sigurði Ólafssyni yrði bætt tjónið, en hinir sátu hjá, þar á meðal sá, sem sæti á í fjárveitingar- nefnd og hafði þar staðið að tillögunni um þessar bætur. Hitt vakti þó meiri furðu, að Framsóknarmenn skyldu ekki bera gæfu til að standa að samþykkt þessarar til- Hjgu. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á heildarupphæð fjár- laga, enda hafa þeir flutt margar yfirboðstillögur. En þegar að því kom að greiða 200 þúsund krónur til manns, sem hætt hafði allri fjárhags- aðstöðu sinni vegna þjóðholl- ustu, þá klofnaði flokkurinn og helmingur hans sat hjá. Naumast verður þessi af- staða skýrð öðruvísi en svo, að Framsóknarmenn hafi einnig í þessu máli viljað þóknast bandamönnum sín- um í kommúnistaflokknum. AUKNAR FJAR- VEITINGAR TIL FRAMKVÆMDA punnar Thoroddsen fjár- ^ málaráðherra gerði grein fyrir þvi við 2. umræðu fjár- laga, að fjárveitingar til framkvæmda, þ.e. vega, brúa, hafna, skólabygginga, flug- valla og sjúkrahúsa, hefðu frá árinu 1958 hækkað um hvorki meira né minna en 108%. Á þessu tímabili hefur kostnaður við framkvæmdir að vísu hækkað verulega, en þó ekki meira en um 40—50%. Þannig er ljóst að raunveru- leg framlög hafa stórhækkað, enda er það mála sannast, að framkvæmdir hafa aldrei verið eins miklar á vegum ríkisins eins og nú. Við þessar miklu opinberu framkvæmdir bætist það, að einstaklingar standa nú að margháttuðum framkvæmd- um. Þess vegna er ekki að furða, þótt mikill skortur sé á vinnuafli, og má raunar frekar um það ræða, hvort ríkið láti framkvæma of mik- ið — fremur en hitt, að of litlu fé sé af hálfu hins opinbera varið til framkvæmda — eins og stjórnarandstæðingar halda fram. VILJA ÞEIR ÓSTJÓRN? 17ins og kunnugt er störfuðu ^ Alþýðuflokksmenn með kommúnistum að stjórn bæj- armála í Hafnarfirði, þar til sl. vor að þeir misstu hinn sameiginlega meirihluta. Ó- hætt er að fullyrða að óstjóm sú, sem var á bæjarmálum Hafnarfjarðar, var með ein- dæmum, og einn þáttur henn- ar var sá, að hrúga upp starfshði við allar bæjar- stofnanir. Þurftu helzt að vera tveir menn lun hvert starf, einn Alþýðuflokksmað- ur og einn kommúnisti. Bandaríkjaher a fhentar Minuteman - eidfíaugar FYRIR skömmu voru Banda- ríkjaher afhentar 20 eldflaug- ar af gerðinni Minuteman, en tilraunum meiu' þær er lokið og þær fullbúnar til notkun- ar. Eldflaugum þessum er komið fyrir í neðanjarðar- byrgjum og skotið þaðan. Þessar 20 eldflaugar, sem þeg ar eru fullbúnar eru nú við Malstrom-flugvöll í Montana og næsta sumar er gert ráð fyrir að 130 Minuteman eld- flaugum til viðbótar verði komið fyrir » þvi ríki. Minuteman-eldflaugarnar draga 9600 km og er áætlað að Bandaríkjamenn muni eiga 800 slíkar um áramótin 1965. Verður 150 komið fyrir í ríkjunum, S- og N-Dakota og Missouri, en 200 í Wyom- ing. Þegar Minuteman-eldflaug hefur verið komið fyrir í neð- anjarðarbyrgi, er henni beint að sérstöku skotmarki, sem tilraunir sýna að hún geti hitt vegna hinnar sjálfvirku stýris tækja, sem eru mjög ná- kvæm. Eldflaugin er knúin föstu brennsluefni og er hægt að skjóta henni á loft samstundis eins og skotið væri úr hlað- inni fallbyssu. Eldflaugar Bandaríkja- manna af gerðunum Titan og Atlas eru knúnar af fljótandi brennsluefni og það þarf hálftíma til þess að undirbúa þær undir skot. Minuteman-eldflaugarnar bera kjarnorkusprengjur, sem eru eitt megatonn að sprengju magni. Hver eldflaug kostar um 136 millj. ísl. kr., sem þykir mjög ódýrt. Hinar dýr- ari eldflaugar Atlas og Titan geta borið meira sprengju- efni, en Minuteman og eru langdrægari. Fyrrverandi forstöðpmaður brezku atómstöðvarinnar í Harwell sagði í ræðu fyrir skömmu, að um áramótin 1963 myndu Bandaríkjamenn eiga 20 langdrægar eldflaug- ar, en Rússar 76. Af eldflaug- um, sem draga álíka langt og Minuteman munu Bandaríkja menn eiga 218, en Sovétrík- in 700. Af sprengjuflugvélum, sem geta flogið langar vega- lengdir eiga Bandaríkjamenn nú 630, en Sovétríkin 190. Bandarísku sprengjuflugvél- arnar geta samtals flutt kjarn orkusprengjur að sprengju- magni 20 þús. megatonn. —♦ Min uteman-eldflaug skotið upp. Tito boðar bætta sambúd v/ð Rússa Moskvu, 13. des. (AP-NTB). ÞNGI Æðstaráðs Sovétríkjanna var haldið áfram í Kreml í dag, og voru þeir Andrei Gromyko utanríkisráðherra og Tito Júgó- slavíufoseti meðal ræðumanna. Báðir lofuðu þeir mjög fram- komu Krúsjeffs forsætisráðlherra í Kúbumálinu og utanrikisstefnu Sovétrikjanna í heild. Lögð var fram tillaga á fundinum þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við þá yfirlýsingu Krúsjeffs í gær að grundvallarstefna Rússa í utan- ríkismálum væri friðsamleg sam búð við aðrar þjóðir. TiIIaga þessi var einróma samþykkt. í ræðu sinni lagði Gromyko aðaláherzluna á að grundvallar- regla í utanríkisstefnu Sovétríkj anna væri friðsamleg samibúð. Lofaði hann Krúsjeff fyrir að- gerðir hans til að koma í veg fyrir að Kúbudeilan leiddi til styrjaldar. Sagði Gromyko að það væri fyrst Og fremst að þakka stefnu þeirri, sem Sovét- stjómih, kommúnistaflokkurinn og ekki sízt Krúsjeff tóku dag- ana, þegar mest reið á að koma í veg fyrir styrjöld, að Kúbubúar geta nú að nýju unnið í friði og að Bandaríkin hafa skuldibundið sig til að gera ekki innrás á Kúbu. Tito hóf mál sitt með því að hrósa Krúsjeff fyrir aðgerðirnar í Kúbumálinu, og deildi hann á albanska og kínverska kommún- ista fyrir gagnrýni þeirra á sátt- fýsi Krúsjeffs. Forsetinn sagði að saga sambúðar Rússa og Júgó- lava væri „löng og flókin“, en sagði að skoðanir beggja varð- andi helztu alþjóðavandamálin En kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn ætla nú að ærast út af því, að reynt er að stjóma bæjarfyrirtækjunum þannig, að þau geti borið sig. Virðist báðum finnast sjálf- sagt að stjórna á hina sósíal- ísku vísu, þ.e.a.s. að láta allt vaða á súðum og sinna ekk- ert um það, þótt fjöldi starfs- manna sé á fullum launum, án þess að hafa verkefni. Afleiðing óstjórnarinnar varð sú, að Hafnarfjarðar- bær — og einkum þó Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar — var sokkin í dýpsta fen skulda og óreiðu. Ungir og dugandi menn hafa nú tekið að sér að reyna að rétta fjárhaginn við. Einn þáttur þess viðreisnarstarfs hlaut að sjálfsögðu að vera sá að spara í mannahaldi eins og kostur var. „ihinar sömu eða mjög svipaðar.'* Kvaðst hann sannfærður um að Rússar óskuðu eftir því að efla samvinnu landanna, og hét því að frá hendi Júgóslava yrði allt gert til að drag- úr ágreiningi landanna. Smátt og smátt mun- um við ryðja burtu öllum ágrein ingi, sagði Tito, og þá verður okkur mögulegt að líta framtíð- ina björtum augum. Erlendar fréttir Alsdorff, 14. des — 9 Sprenging varð í dag í kolanámu við Merkstein í ná- grenni Alsdorff í V.-Þýzka- landi. Sex menn fórust og sjö aðrir særðust af völdum sprengingarinnar, sem varð á 450 metra dýpi. V-þýzka fréttastofan DPA hermir, að fjörutíu námuverkamenn hafi lokazt niðri við sprenginguna, en flestum tókst að komast upp af eigin rammleik. Moskvu, 14. des. • Sovézka geimflaugin Marz I. mun væntanlega fara fram hjá plánetunni narz 1. júní 1963 í 193.000 km fjarlægð, að þwí er Tass-fréttastofan hermir. Geimflaug þessari var skotið á loft 1. nóvember sl. og hafa öll tæki hennar starfað eftir áætlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.