Morgunblaðið - 16.12.1962, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. des. 1962
Páll Kolka skrifar:
í Ijdsi mínninganna
Umhverfis jörðina
í 260 myndum
FORTfÐINNI, eins og hún kem-
ur fyrir sjónir, má líkja við kín-
verskt málverk, prentað á silki.
Myndin hefur breidd og hæð, en
hana vantar dýptarhlutföllin,
perspektívið, svo að fjöllin í bak-
grunninum sýnast eins nálæg og
fólkið neðst á henni. Fyrir þá,
sem vel eru lesnir í Sturlungu,
getur víg Snorra Sturlusonar
meira að segja sýnzt nær og kom-
ið miklu skýrar fram heldur en
liflát Jóns Arasonar, þótt fullar
þrjár aldir skilji þessa atburði
að, en það sem gerir þá báða lif-
andi er þó fyrst og fremst smá-
atvikin, sem einhver viðstaddur
hefur haldið til haga, svo sem til-
svörin „eigi skal höggva" og
„veit ég það, Sveinki“, en þau
segja meira en mærðarfull lýs-
ing um skapgerð þessara tveggja
höfðingja sögunnar.
Fyrir alla þá, sem fæddir eru
ura miðbik þessarar líðandi ald-
ar, er lífið í landinu, eins og því
var lifað um síðustu aldamót,
hvort sem var í sveit eða í fiski-
þorpinu Reykjavík, að verða
eins fjarlægur og framandlegur
virkileiki og Sturlungaöldin eða
siðaskiptatíminn. Svo mjög hafa
breytzt allar ytri aðstæður og
líka hugsunarháttur fólksins.
Það sem getur þurrkað mistrið
af hugmyndum unga fólksins um
þessa fortíð, er fyrst og fremst
frásögnin um ýmis smáatvik hins
daglega lífs, sem hafa rist sig í
endurminningu okkar, sem þá
vorum að feta hin fyrstu stig
ævinnar, og gleymast ekki, þótt
við göngum veg allrar veraldar,
af því að sumir okkar kynslóðar
hafa fært þau í letur. Nú er það
að vísu svo, að kynstrin öll af
slíkum endurminningum hafa
komið út á síðari árum, en flest-
ar eiga þær sammerkt í því að
lýsa skortinum og harðneskj-
unni, sem varð hlutskipti margra
barna og unglinga fyrir 50—100
árum. Allt öðru málí gegnir um
bók frú Sigríðar Björnsdóttur frá
Miklabæ: „f ljósi minninganna**,
því að þar er lýst einu af þeim
heimilum, sem framar öðrum
voru öldum saman gróðrar-
stöðvar mannúðar og menningar,
stóru og mannmörgu prests-
heimilin í þjóðbraut, þar sem
börnin skorti hvorki það atlæti,
sem þeim er hentugt til þroska,
né ytri aðbúnað þótt gæta yrði
sparsemi og hófs. Margar þessar
myndir frá æskuheimili frú Sig-
ríðar eru ekki stórfenglegar, en
dregnar af kvenlegum þokka og
fínleika, eins og saumaðar með
smágerðu krossspori — petit
point. Á bak eygir maður þó
alvöru lífsins og ýmsa ógn-
þrungna atburði, og ekki hefui-
þessi gáfaða og félagslynda kona
farið varhluta af erfiðleikum lífs-
ins, svo sem þegar hún giftist
ung einum af samstúdentum
mínum, gáfuðum, framsæknum
en fátækum pilti, flytur með
honum sem húsfreyja á annað
prestsetur í öðrum landsfjórð-
ungi með tvö smábörn og ber-
andi hið þriðja undir belti sínu,
en hittir svo á, að hún verður að
vera með þessa fjölskyldu sína
fyrsta veturinn í einu af þeim
illa byggðu steinhúsum, sem
voru einkenni fyrstu áratuga
aldarinnar, og þetta er frostavet-
urinn mikli, 1917—18, með 30
stiga gaddi.
Þessi gáfaða kona blæs þó
ekki í kaun, og hún fer fljótt
yfir sögu um þau ár, þegar þau
hjónin eru að koma upp barna-
hópi sínum, en dvelur í síðari
hluta bókarinnar við ýmsa sól-
skinsbletti, svo sem ferðir sínar
til útlanda sem þátttakandi og
fulltrúi í ýmsum félagssamtök-
um kvenna. Hún berst hvergi á
og getur á hispurslausan hátt
þess starfs, sem hún hefur eink-
um haft á síðari árum, en það er
kennsla sjúkra barna, sem dvelj-
ast langdvölum í spítölum. Mað-
ur eygir hana aðeins þar sem
„konuna með Iampann", svo að
notað sé það orðatiltæki, sem
haft var um Florence Nightin-
Framh. á bls. 23.
BÓKAFOR.LAG Odds Björnsson
ar á Akureyri hefur sent frá
sér mjög skrautlega bók, er nefn-
ist: „Hnattferð í mynd og máli.“
í bókinni er 261 Ijósmynd, þar
af 77 síðumyndir í eðlilegum ldt-
um. Fmmútgiáfa bókar þessa-rar
er þýzk og hét hún á þýzku:
„Die Welt in Bild und Wort“.
Texti bennar er eftir Werner
Lenz og Werner Ludwig. C. Ber-
telsmann Verlag gaf bókina út í
Giidensloh árið 1959 og er það
eigandi höfundaréttar. Það er í
sambandí við þýzka fyrirtæikið
Mohn & Co, sem þessi íslenzka
útgáfa er gerð. Það lagði ti'l
pappirinn myndprentaðan að
öllu, svo og bókaspjöldin. Is-
lenzka textann gerði Björn O.
Björnsson, ýmist þýddan úr út-
gáfunná þýzku eða frumsaminn.
Prentun textans og innheftingu
bókarinnar gerði Prentverk Odds
Björnsisonar h.f. á Akureyri og
útgefandi Bótkaforlag Odds
Björnssonar.
í skýringum efnisyfirlits segir:
„Ég er kominn upp á það
-— allrar þakkar verðast —
að sitja kyrr á sama stað
og samt að vera að ferðast.“
Svo kvað Jónas forðum og átti
að aldrei kost á ferðalögum
sínum að sjá með svo frábærum
líflitum sem þeim, er mieð þess-
ari bók eru lesendum upp í hend
Hópferöarbilar
allar stærðir.
"
Sími 32716 og 34307.
Gjafavörur
Króm, stál, plast og
feeramik gjafavörur
í mifelu úrvali.
ÞORSTEINN BERGMANN
Gjafavörubúðin
Laufásvegi 14, sími 17-7-71.
ur lagðar, staðina sem hann kom
á með hjálp þess tíma bóka.
Hér verður fyrst farið til heim-
skautasvæðanna, þá um Norður-
lönd og suður um Evrópu og
Afríku, allt til suðurodda þess-
arar álfu. Þá um Asíu frá vestri
til austurs, um Ástralíu, Nýja
Sjáland og Kyrrahafseyjar, tii
Alastka um Norður- og Mið-
Ameríku til Suður-Ameríiku, en
ferðalok í Chile.
Bók þessi er 192 síður að stærð
í stóru broti og mjög vönduð
að öll’Um frágangi.
— Reykjavikurbréf
Framhald áf bls. 13.
um það til geðs að sitja hjá. Þó
að enginn fengist til þess með
Einari Olgeirssyni, Geir Gunnars
syni og Lúðvík Jósefssyni að
leggja beina blessun yfir mútu-
tilboð tékkneska njósnarans.
Jólagjöf Tímans
Fátið, sem Tímann hefur gripið,
er afsökun þess, að blaðið ruglast
í merkingu venjulegra orðasam-
banda, sbr. setninguna: „Það hef-
ur ekki ósjaldan skeð . . .“, sem
það auðsjáanlega notar í þveröf-
ugri merkingu. Látum leiðarahöf
undinn um að ráða þá þraut.
Út yfir tekur þegar Tíminn seg
ir: „Aðeins einu sinni hefur verið
reynt að kryfja það til mergjar,
hvort Sósíalistaflokkurinn meinti
það alvarlega að hann væri fáan
legur til samstarfs um umbóta-
mál. Þetta gerðist á árinu 1943“.
Hvað þá um vinstri stjórnina
1956?
Var alls ekki til hennar efnt til
„samstarfs um umbótamál"?
Morgunblaðið hefur ætið haldið
því fram, að til hennar hafi verið
efnt af litlum heilindum, en á
því var sízt von, að Tíminn taeki
svo berlega undir þau sannindi
og hann gerir með þessum orðum.
Sú játning er sannarlegur hval-
reki á fjörur Morguniblaðsins,
Eftir er að sjá, bvort þessi jóla-
gjöf Tímans kemur af hugulsemi
og óvæntri löngun til að, segja
satt eða algeru óðagoti yfir að
sjá, hvert verið er að leiða
FramsÓkn með þjóðfylkingar-
bröltinu.
Hjartkær sonur okkar
VIÐAR
sem andaðist í Bæjarspítalanum 10. þ. m. verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. þ. m.
kl. 10,30 f. h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Þuríður Björnsdóttir, Andrés Kr. Hansson,
Skeggjagötu 25.
GUNNAR SIGURÐSSON
frá Selalæk,
sem andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 13. þ. m. verður
jarðsunginn frá Oddakirkju þriðjud. 18. des. kl. 2 e. h.
Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni kl. 10 samdægurs.
Börnin.
Af alhug þökkum við samúð og hluttekningu við and-
lát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, bróður og afa
BJÖRNS HELGASONAR,
skipstjóra. ,
Sérstaklega þökkum við forstjóra og starfsfólki Sólvangs
í Hafnarfirði frábæra aðhlynningu í langvarandi veikind-
um.
Adolf Björnsson,
Sólveig Björnsdóttir,
Dagbjört Bjömsdóttir,
Eygerður Björnsdóttir
María Björnsson,
og bamaböm.
Gyða Björnsdóttir,
Ásgeir G. Stefánsson,
Tryggvi Stefánsson,
Páll Sæmundsson,
Helgi Helgason,
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
GUÐJÓN ÞORBERGSSON
Sogavegi 124,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 18.
desember kl. 10,30 f.h. Blóm og kransar vinsamlegast af-
þakkað. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir
hönd barna og tengdabarna.
Eggertsína Eggertsdóttir.
Jarðarför mannsins míns
MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR
kaupmanns, Rauðagerði 16,
sem andaðist 11. þ.m. fer fram frá Fríkirkjunni, þriðju-
daginn 18. desember kl. 1,30. Blóm vinsamlegast af-
þökkuð.
Jóna Árnadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd
við andlát og útför
STEINGRÍMS ÞORSTEINSSONAR
frá Lundi.
Tómasína Tómasdóttir, böm og tengdaböm.
Eiginmaður minn og faðir okkar
GARÐAR S. GÍSLASON
kaupmaður,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn
18. þ. m. kl. 10,30 f. h. — Blóm vinsamlegast afbeðin.
Matthildur Guðmundsdóttir,
Guðm. H. Garðarsson, Valdis Garðarsdóttir,
Vildís Garðarsdóttir, Vigdís R. Garðarsdóttir,
Gísli M. Garðarsson.
Útför bróður okkar
EYJÓLFS GUÐNA ÍSÓLFSSONAR
fer fram mánudaginn 17. desember kl. 13,30 frá Foss-
vogskirkju.
Systkinin.
Tvær starlsstúlkur óskast
til aðstoðar í eldhúsi frá 5. janúar.
MÖTUNEYTI SKÓLANNA, Laugarvatni.
Upplýsingar í síma 9, Laugarvatni.