Morgunblaðið - 16.12.1962, Síða 20
20
M o n n n \ rt r a ð i ð
Sunnu'dagur 16. des. 1962
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov d
kvölum, og þurrkaði svitann a<f
enni hennar þegar hún byilti sér.
Það tók fjórar klukkustundir að
koma henni í sjúkrahúsið. Henni
var gefið eitthvað kvalastillandi
og flutt í skurðstofuna. Þetta var
illkynjuð tegund fósturláts, og
hefði lengri bið orðið á, hefði
það kostað hana lífið.
Miller beið þarna allan tím-
ann, sem hún var á skurðar-
borðinu og ást hans magnaðist
um allan helming við hræðsl-
una um að missa hana. Hann
vildi sýna þessa ást sína í verk-
inu, og það var á þessum kvala-
og kvíðastundum, sem hann
ákvað að gefa henni það bezta,
sem leikritahöfundur getur gefið
konunni, sem hann elskar. Hann
ætlaði að semja kvikmyndaleik-
rit handa henni. Áður hafði hann
aðeins samið eitt slíkt; það var
,,The Story of G. I. Joe“, árið
1943. Meðan hann og Marilyn
voru í Englandi, hafði hann
samið stutta sögu, „The Misfits",
sem hafði nýlega verið tekin til
útgáfu í „Esquire", og átti að
koma út í októberheftinu 1957.
Sagan snýst á viðkvæman hátt
um þrjá menn. sem eru utan við
samfélagið, sem þeir lifa í, og
gera örvæntingarfullar tilraunir
til að bæta þörf sína fyrir það
frelsi og sjálfstæði, sem þeir
þrá. Þessar þrjár persónur, sem
sagan snýst um, eru Guido
Raconelli, flugmaður á fornfá-
legri smáflugvél, Gay Langland,
46 ára gamall kúreki, fráskilinn
konu sinni og Pence Höwland 22
ára, ungur listreiðmaður. Rosa-
lyn, kona Langlands er látin
vera stúlka frá Austurríkjunum
— hlý, blíðlynd og lauslát. Hún
kemur ekki beinlínis fram í sög-
unni í tímaritinu. Sagan snýst
um mennina þrjá og tilraunir
þeirra til að handsama villta
hesta í Nevada-fjöllunum Þeir
selj hrossin mönnum, sem fást
við niðursuðu á hundamat. Sag-
an gerist á vorum dögum. Stíll-
inn hefur á sér blæ töfrandi lýs-
ingar og óljóss þunglyndis, sem
Ihefur ekki komið jafnskýrt fram
í neinu verki Miller, að undan-
teknu „Sölumaður deyr“. Að
baki liggur þjóðfélagsgremja —
ákaflyndir menn, sem eru snar-
aðir af þjóðfélaginu, svipað og
villtu hestarnir, eru svo að segja
hakkaðir niður og gerðir að nið-
ursuðu handa hundum — og
þarna er líka léttilega vikið að
þessari nýung hjá Miller —
ástar-vandamálinu — þar sem
gefið er óljóst í skyn sambandið
með þrfhyrningnum Langland,
konu hans Og Pence hins unga,
eem virðist standa í ástarsam-
bandi við Rosalyn.
I Það var þá þessi saga, sem
(Miller tók að vinna að þegar
hann fór aftur heim með konu
sína til Amagansett. Hún lá þar
í sólinni og hresstist og hann
skrifaði á morgnana og las svo
fyrir hana það sem hann hafði
skrifað, síðdegis. Persóna Rosa-
lyn var stækkuð. Nú varð hún
persónan, sem sagan snerist um,
sem áhyggjur mannanna þriggja
snerust um. í þessari útgáfu sög-
unnar átti hún ekki að vera kona
Langlands. Hún átti að vera
kona frá Austurríkjunum eins
og áður, — sem hafði komið til
Reno til að fá skilnað frá mann-
inum sínum, en hafði dagað
uppi í Nevada. Einmana, ráð-
villt mannvera. Fyrir Monroe
yrði þetta hlutverk hin lang-
mesta fullnæging óska hennar,
og mundi reyna langmest á list-
ræna hæfileika hennar. Að und-
antekinni roskinni trúnaðarkonu,
Isabellu, sem Thelma Ritter lék,
var Monroe eina könan í allri
myndinni. Og karlmennirnir
voru allir ástfangnir af henni,
ihver á sinn sérstaka hátt, og
hver um sig reyndi að fá sinni
sérstöku þrá svalað. Þar sem
Rosalyn var, hafði Miller skapað
í fyrsta sinn verulega eftirtekt-
arverða og kvenlega konu. Höf-
uðþátturinn í innræti hennar var
feikna lífsfjör Og kapp og aðal-
driffjöðrin hjá henni var áköf
vorkunnsemi. Rosalyn hafði, eins
og Marilyn sjálf, meðaumkunn-
arkenndina fyrir aðalþátt ástar
sinnar. Hún bregzt með með-
aumkun við hinum ýmislegu
viðkvæmu sárum þessara þriggja
karlmanna, og á sama hátt og
Scobie majór 1 „The Heart of
the Matter“ velur hún að lokum
þann manninn, sem lífið hefur
sært mest. En þessi yfirgengilega
meðaumkun nær lengra en til
ástar á karlmönnum. Hún er al-
tekin þessari „lotningu fyrir líf-
inu“, sem Albert Schweitzer hef-
ur skrifað um. Það, sem var öll
upplhaflega tímaritssagan — elt-
ingaleikurinn við villihestana og
handsömun þeirra, sem endar á
því, að hestarnir liggja yfirgefn-
ir og bundnir — verður hátind-
urinn í kvikmyndinni, þegar
Rosalyn berst gegn þessu
heimskulega hrossadrápi, og Gay
Langland, foringi hópsins, berst
gegn Rösalyn.
Hvað snertir efnisbreidd og
fagurt mál, var þessi mynd full-
komlega sambærileg við beztu
verk Millers þangað til, og bórið
saman við mörg kvikmynda-
handrit var hún meistaraverk.
í júní 1956 las Miller handritið
fyrir Frank Taylor, vin sinn,
sem hafði verið kvikmyndastjóri
í Hollywood í sjö ár, en var nú
ritstjóri hjá Vasabókaútgáfu
Dell Books. Taylor var hrifinn
af handritinu og sagði, að ákjós-
anlegasti leikstjóri fyrir það
væri Jahn Huston. Hann þekkti
Huston og sendi honum handrit-
ið. Huston féllst á að stjórna
myndinni og nokkru síðar fékk
Miller Taylor til að sjá um upp-
töku hennar. Clark Gable var
fenginn til að leika Langland,
Montgomery Clift Howland Og
Eli Wallah Ranuonelli.
Fyrir Marilyn mundi þessi
mynd hafa þá þýðingu, að hún
gæti treyst ýms gömul sambönd.
Fyrst var nú þessi virðing, sem
hún bar fyrir Huston. Hún hafði
aldrei getað gleymt því, að það
var hann, sem hafði kömið auga
á dýpt listgáfu hennar og hjálp-
að henni með fyrstu verulega
góðu frammistöðu hennar. Enda
iþótt hlutverk Angelu væri lítið
fyrirferðar, sagði Monroe oft, að
Huston vseri sinn bezti leikstjóri
og hennar uppáhaldshlutverk
væri það ,sem hún lék í „The
Asphalt Jungle“. Það er algengt,
að leikkona leggi allt annan dóm
á tiltekna frammistöðu sína en
leikdómararnir. Að hennar eigin
áliti var bezti dramatíski leikur
hennar I síðasta atriðinu móti
Calhern í „The Asphalt Jungle“
og svo atriðið þar sem hún fellur
saman í „Don’t Bother to
Knoék“. Allt það, sem síðar kom
taldi hún ekki líkt því eins full-
komið og þessi tvö atriði. Til
dæmis í „Bus Stop“ fannst
henni, að bezti leikur hennar,
þar sem hún ræðir fyrra líf sitt
við Hope Lange í áætlunarbíln-
um, hefði verið illa útgefinn af
Josh Logan. Þvi var þetta: að
leika gott hlutverk undir stjórn
Hustons, eins og uppfylling tíu
ára óskadrauma hennar. Lengi
hafði hana langað til að leika
móti Gable, því að ekki aðeins
leit hún upp til hans, sem meist-
ara kvikmyndaleiks, heldur
fannst henni, að þegar persónur
þeirra tveggja kærnu saman, gæti
það örðið stórkostlegur leikur í
myndinni. Wallach var að vísu
bezti vinur hennar frá leikskól-
anum, og hún dáðist að skop-
gáfu hans. Clift var líka orðinn
góður, persónulegur vinur henn-
ar. Á sama hátt og góðmennska
Wallohs framkallaði góðlyndis-
legt fjör hjá Marilyn, á sama
hátt hafði önugleikinn hjá Clift
heppileg áhrif á hina þunglynd-
ari eðlisþætti hennar. Það bar
oft við, þegar eiginmaður henn-
ar gat ekki farið með henni á
frumsýningar og Clift var í
borginni, var það hann, sem fór
með Monroe.
— Fyrst ekki eru fleiri sjúklingar, þá lokum við.
En umfram allt var þó þessi
vinna hennar með myndina
sama sem innileg samvinna við
manninn, sem hún elskaði og rit-
höfundinn sem hún tignaði. Hún
myndi veita ást þeirra aukna
dýpt og var þó hjónabandssæla
hennar meiri en hún hafði
nokkurntíma getað gert sér vonir
um. Miller Skrifaði því handritið
upp aftur og aftur, Og lagaði það
til eftir persónuleika hennar og
leikstíl. Ástin hafði breytt rit-
höfundinum, sem fyrir aðeins
einu ári hafði lýst því yfir, að
hann gæti ekki samið „með til-
liti til tiltekins leikara eða leik-
kOnu“.
Hagsmunalega séð mundi þessi
mynd verða mesta gróðafyrir-
tæki, sem hún hefði haft af að
segja. Hún átti að fá fyrirfram-
greiðslu að upphæð 750 þúsund
dali, upp í 15% af brúttóágóðan-
um af myndinni. Myndina átti
alla að taka á útisvæði í Reno,
sumarið 1960. En áður átti hún
að leika í tveimur myndum.
Eftir að Monroe slapp úr
sjúkrahúsinu, árið • 1957, varð
hún altekin þunglyndi, sem hún
gat með engu móti hrist af sér.
Miller datt í hug, að hún gæti
haft gott af að koma fram fyrir
myndavél og það heldur fyrr en
síðar. Billy Wilder hafði skrif-
að henni um myndarefni, sem
hann væri að fást við. Sagan
gerist á bannárunum, og hún
átti að leika gítarleikandi konu,
sem stjórnar kvennahljómsveit.
En Wilder sagði, að hann vildi
helzt ekki gera úr þessu kvik-
mynd, nema hún vildi leika
Sugar Kane, sem er gamansöm
söngkona með hljómsveitinni.
Miller sagði, að hún mætti taka
þetta að sér — það mundi dreifa
huganum frá áfallinu, sem hún
hafði orðið fyrir. Og Wilder
væri treystandi til að gera úr
þessu góða mynd. Svo hefði
hún ekki nema gott af að fá
eina mynd, sem gæfi eitthvað af
sér, eftir vonbrigðin með „Prins-
inn“. En hvorugt þeirra Wilders
gerði sér í hugarlund, hversu vel
heppnuð mynd „Some Like It
Hot“ ýrði.
jy. SAGA BERLINAR
Á flokksþinginu í október féll
Krúsjeff frá kröfu sinni um, að geng-
ið yrði til samninga um Berlín 1961,
en til þess að undirstrika mikilvægi
málsins — skömmu áður en Adenau-
er, sem endurkjörinn hafði verið
kanzlari, bjóst til að hitta Kennedy —
vöktu Moskvumenn undrun og skelf-
ingu heimsins með því að beita Finn-
land alvarlegum þvingunaraðgerðum,
vegna „yfirvofandi hættu á stríði frá
V-Þjóðverjum“. Síðan léttu Rússar á
þessari þvingun, en létu alltaf að því
liggja með alls konar árásum, að
Berlínardeiluna yrði að leysa — ann-
ars....
í Berlín stóðu rússneskir og banda-
rískir skriðdrekar augliti til auglits
með aðeins nokkra faðma milli sín,
meðan Ulbricht styrkti múrinn sinn
•— hvers vegna? Nýtt umferðarbann?
Heimurinn beið í ofvæni eftir svari.
XXXI.
„Some Like It Hot“.
Handritið var samið af Wilder
Og I. A. L. Diamond, og var að
ýmsu leyti mjög hæpið. Til þess
að lífga upp efnið eru Tony
Curtis og Jack Lemmon . látnir
íklæðast kvenfötum — en það
réttlætist af þeirri staðreynd, að
setið er um líf þeirra. Þeir tala
með kvenmannsrómi, og þessi
fata-kynskipti eru tekin úr mörg
um eldri gamanleikum, hverra
3|tltvarpiö
Sunnudagur 16. desember
8.00 Létt morgunlög.
9.20 Morgunhugleiðlng um músíkt
Úr bréfabók Karls Straubes
(Ámi Kristjánsson).
9.36 Morguntónleikar: a) Dr. Páll ís*«
ólfsson leikur franska barokik**
tónlist á orgel Dómkirkjunnar.
b) Mexíkanski madrigalakórinn
syngur lög eftir 16. aldar tón-
skáld; Luis Sandi stjórnar. c)
Fiðlukonsert í a-m<Sl eftir Bacli
10.30 Vígð Kópavogskirkja: Biskup ís
lands framkvæmir vígsluna.
Sóknarpresturinn, séra Gunnar
Árnason, prédikar. Kór safnað-
arins syngur. Organleikari: Guð
mundur Matthíasson.
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Tækni og verkmenning; VIII.
erindi: Fiskiðnaður (Dr. Jakob
Sigurðsson).
14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Mad-
ame Butterfly“ eftir Puccini
15.30 Kaffitíminn: Jónas Dagbjarts-
son og félagar hans leika.
16.00 Veðurfregnir. — Á bókamark-
aðnum (Vilhjálmur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri).
17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir).
16.40 Tilkynningar.
19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20.00 Eyjar við ísland; XIX. erindij
Hrappsey (Friðjón Júlíusson
skólastjóri).
20.20 „Komdu, komdu kiðlingur":
Gömlu lögin sungin og leikin.
20.55 í Grímsey: Dagskrá úr sum-
arferð Stefáns Jónssonar og Jóns
Sigurb j ömssonar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 17. desember
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.16 Búnaðarþáttur: Jón Guðmunds-
son bóndi á Reykjum talar uiu
varphænurnar.
13.35 „Við vinnuna“: Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum“: Ævar
R. Kvaran les söguna „Jóla-
nótt“ eftir Nikolaj Gogol, í þýð-
ingn Steinunnar Gísladóttur (1)
16.00 Síðdegisútvarp.
17.05 Stund fyrir stofutónlist (Guð-
mundur W. Vilhjálmsson).
16.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust-
endur (Stefán Jónsson rithöf-
undur).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
18.50 Tilikynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Harald-
ur Hamar blaðamaður).
20.20 Tónleikar í útvarpssal: Gösta
Jahn frá Svíþjóð leikur þrjú
frumsamin píanólög, „Vorleys-
ingar“, ,3aknaðarljóð“ og „Alpa
ljóð“.
20.35 Spurningakeppni skólanemenda J
(4): Gagnfræðaskóli Vesturbæj-
ar og Gagnfræðaskólinn við Von
arstræti keppa. Stjómendurj
Ámi Böðvarsson cand mag. og
Margrét Indriðadóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull“ effc
ir Thomas Mann; XV. (Krist-
ján Ámason.).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafinið (Gunnar Guð-
mundsson).
23.00 Skákþáttur (Sveinn Kristinssou)
23.35 Dagskrárlok.