Morgunblaðið - 16.12.1962, Page 23
r
Sunnudagur 16. des. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
23
Valdimar Örnólfsson einn af beztu skiðamönnum ÍR í svigi
99
Ljúfa vor
44
bernskuminningar og eyfirskar frásagnir
KOMIN er út bókin „Ljúfa vor
— bernskuminningar og eyfirzk-
ar frásagnir", eftir Magnús Hólm
Árnason, fyrrum bónda á Krónu-
stöðum.
Endurminningar hans eru frá
bernsku- og aeskuárunum. Skipt-
ist bókin í þrjá meginþætti:
„Endurminningar", „Frásögu-
þætti úr Eyjafirði" og „Úr vísna-
syrpu“.
í hinum eyfirzku þáttum skrá-
ir höfundur margvíslegan fróð-
leik, sem ekki er annars staðar
að finna, og vísurnar, sem ýmsar
eru frumlegar og smellnar,
munu fæstar hafa komið á prent
áður.
Það er Prentsmiðja Björns
Jónssonar hf., sem gefur bókina
út og telur hana jafnt við hæfi
ungra sem roskinna.
Slétthlíðingar
bygcjja nýtt naust
Bæ, Höfðaströnd, 13. des.
í STÓRBRIMI í nóvember 1961
tók sjórinn þrjár sjóbúðir, sem
staðið höfðu á Lónkotsmöl í
Sléttuhlíð síðan menn fyrst
muna, einnig fiskskúr úr timbri.
Lending og uppsátur eyðilagðist
svo að þeir, sem á sjó þurftu,
voru þrjá tíma að koma litlum
báti í öruggt naust, enda þýddi
ekki fyrir Malarmenn að líta til
sjávar nema í ládeyðu.
Nú hafa Slétthlíðingar með
ýtu, dráttarvélum og handafli
sínu, gert þarna mikið mann-
virki. Þeir hafa brúað svokall-
að Lón með ca 30 m löngum
grjótgarði og um 8 m breiðum,
allir kantar eru vel fláandi og
vel hlaðnir úr grjóti en inn í
fyllt með möl. Á miðjum þessum
Skíöakennsla við ÍR-skála
SKIÐADEILD IR efnir til skíða-
námskeiða í hinu glæsilega skiða
landi sínu í Hamragili og verð-
ur dvalið í hinum nýja skála
Æélagsins dagana 27.—30 desem-
ber.
Tveir góðkunnir skíðamenn
annast kennslu alla dagana. Þá
verða einnig haldnar kvöldvökur
og fleira til skemmtunar.
Þessa daga verður tekin í notk
un skíðalyfta í fyrsta skipti við
skálann og brekkurnar allar
verða flóðlýstar eftir að skyggja
tekur. Séð verður fyrir fæði og
gistingu af þess er óskað, en auk | Þátttakendaskírteini verða seld
þess verða ferðir kvölds og í verzlun L. H. Múllers fyrir há-
morgna til og frá Reykjavík og degi frá og með miðvikudegi 19.
annast Kjarban og Ingimar þær. | þ.m. til 1. desember.
Enska knattspyrnan
Dæmdur
fyrir
smygl
Moskvu, (NTB).
KVÖLDBLAÐ eitt í Moskvu
skýrði frá því í dag, að knatt-1
spyrnumaðurinn Vjatsjeslav
Ambartsumjan, sem er 22
ára gamall, hafi verið sakaður1
um að kaupa dollara á svört-
um markaði, til þess að geta(
keypt ullarpeysur og kulda-
skó handa vinkonu sinni.
Ambartsumjan keypti dollar-
ana af tveimur ungum mönn-
um í Moskvu og hafa þeir
báðir verið handteknir. Ætl-
aði knattspyrnumaðurinn að
kaupa gjafirnar handa vin-
} konu sinni næst er hann færi
\í keppnisferð til Vesturlanda.
Blaðið skýrði frá því, að ör-
lyggislögregian myndi ekki
} stefna knattspyrnumanninum
jfyrir rétt, en sennilegt væri,
að vinir hans í Komsomol
1 (sambandi ungkommúnista)
I tækju hart á afbroti hans.
22. umferð ensku deildarkeppninnar
fór fram í gær og urðu úrslit þessi:
1. deild
Arsenal — Leyton O.............. 2-0
Ðirmingiiam — Tottenham 0-2
Blaokburn — Ipswich .......... 0-1
Blaokpool — Liverpool ......... 1-2
Bolton — Sheffield W. frestað.
Everton — Burnley ............. 3-1
Leicester — Fulham ............ 2-3
Manchester City — Wolverhampton 3-3
Sheffield U. — N. Forest ...... 3-1
W.B.A. — Manchester U.......... 3-0
West Ham — Aston Villa ....... 1-1
2. deild
Chelsea — Botherham ........ 3-0
Derby — Huddersfield .......... 2-1
Grimsby — Plymouth ............ 1-1
Leeds — Stoke ................. 3-1
Luton — Bury .................. 2-1
Middlesbrough — Sunderland .... 3-3
Newcastle — Cardiff ......... 2-1
Norwich — Preston ........... 1-1
Southampton — Scunthorpe ...... 1-1
Swansea — Charlton ............ 2-1
Walsall — Portsmouth .......... 3-5
í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi:
Clyde — St. Mirren ............ 2-0
Dundee — Motherwell ......... 2-2
Rangers — Raith .............. 4-2
Staðan er nú þessi:
1. deild (efstu og neðstu liðin)
Everton ......... 22 14-5-3 50:24 33
Tottenham ...... 22 13-4-5 62:30 30
Burnley ........ 22 12-5-5 44:33 29
Ipswich
Fulham
Leyton O. ..,
..... 22 5-6-11 33:43 16
.... 22 5-5-12 24:45 15 15
22 4-4-14 22:45 12
2. deild (efstu og neðstu liðin)
Chelsea ..... 22 15-3-4 50:18 33 —
Sunderland _.... 22 12-5-5 49:29 29 —
Charlton
Luton ...,
Grimsby
22 6-3-13 35:56 15
21 4-6-11 30:42 14 ■
22 4-5-13 34:43 13 ■
Islandsmót I deild-
ar hefst kl. 2 í dag
fSLANDSMÓTIÐ í band'knatt-
leik 1963 hefst í dag að Háloga-
landi þ.e.a.s. keppni 1. deildar.
Eins og áður hefur verið frá
skýrt er nú tekin upp sú nýjung
að tvöföld umferð er leikin í 1.
deild og hefst fyrri umferðin nú.
Keppni í öðrum flokkum hefst
eftir áramót.
Fleiri nýjungar eru í sambandi
við mótið nú allar til hagræð-
is áhorfendum. M.a. er nú allir
leikir tímasettir þannig að leik-
irnir byrja á ákveðnum tíma svo
fóllk þarf ekki að bíða eftir að
leikur sem það vill helst sjá
hefjist.
í dag fara fram þrír leikir en
dagskráin er þannig :
K1 2 mótið sett af Ásbirni Sig-
urjónssyni form. HSÍ.
Kl. 2,05 keppa IR og KR dómari
er Daníel Benjamínsson.
Kl. 3,15 keppa FH og Þróttur og
dæmir Axel Sigurðsson.
Kl. 4,25 leika Fram og Víking-
ur og dæmir Valur Renediktsson
þann leik.
Fagur
minjagnpur
AKUREYRINGAR hafa látið
gera mjög fagran bollabakka með
nákvæmri eftirprentun af 100 ára
gömlu málverki, sem sýnir bæ-
inn og höfnina eins og hún þá
var.
Bakkinn er seldur til ágóða
fyrir Byggðasafnið á Akureyri,
og fæst í Blómabúð K.E.A. og
Járn- og glervörudeild K.E.A.
í Reykjavík fæst bakkinn hjá
S.Í.S. í Austurstræti 10, Húsbún-
aði Laugaveg 26 og Smiðjubúð-
inni við Háteigsveg.
garði er um 3 m breitt op með
öflugri brú á. Allt virðist þetta
mannvirki vera vandað og
traustlegt, og er sýnilega ólíkt
betri aðstaða til uppsáturs en
áður.
Sjálf lendingin er stórgrýtt og
vond en gæti þó áreiðanlega
batnað ef steyptur yrði garður
norðan við lendinguna.
B.
Leiðrétting
í Morgunblaðinu í dag (13
des. 1962) er grein eftir Þorstein
M. Jónsson um bókina íslenzkar
ljósmæður.
í upphafi greinarinnar er til-
færð vísa eftir undirritaðan, sem
ekki er alveg rétt með farin (það
vantar í hana tvö orð) og þess
vegna er vinsamlegast beðið um
leiðréttingu.
Vísan er rétt svona:
Hún var þá glöðust, ef hún gat
veitt bót
og hjálpað, er þjakaði raunin,
og hún var svo óvenju handviss
og fljót
— og hugsaði aldrei um launin.
Með fyrirfram þökk.
Jón Sigtryggsson
frá Framnesi.
Ósk Jósefsdóttir
Vesturgötu 22
NU ER hún horfin sjónum þús-
undanna er hún seldi ódýran kost
í áratugi. Hún var drottning í
húsi sínu.
Hún stjórnaði af skörungsskap
matsölunni og veitti daglega
hundrað manns mat árum saman
á Vesturgötu 22.
Hún var svipmikil aðsópskona.
Dugnaður hennar, á'kefð og skap
hiti setti allt á hreyfingu í kring-
um hana. Hún var góð og gjöful.
Mörgum rétti hún hjálparhönd,
því að hjartað var hlýtt og ekta.
Þessvegna kveðja hana hinir
mörgu með þökk fyrir allt.
1 Kunningi.
— Ofyrirgefanlegt
Framhald af bls. 24.
um. Nauðsynlegt er því að þess-
ar rannsóknir haldi áfram, svo
að unnt sé að friða hrygningar-
svæðin.
ÞORNA UPP
Guðlaugur Gíslason (S) þakk-
aði ráðherra svörin. Hins vegar
benti hann á, að fiskifræðingar
telja, að um helmingur þess
fisks, sem á hrygningarsvæðin
kemur, sé veiddur, meðan á
hrygningu stendur, en hinn helm
ingur stofnsins á að hrygna i
friði. Kvað hann þessar skoðan-
ir fiskifræðinganna stangast á
við skoðanir þeirra manna, er
lengst hafa stundað þessar veið-
ar. En þeir óttast, að það ónæði,
sem veiðarfæri valda á hrygn-
ingarsvæðum yfir þann tíma,
sem fiskurinn er þar, beinlínis
flæmi hann burt og hann komi
e.t.v. ekki aftur. Þess eru dæmi,
að ákveðin svæði, sem talin hafa
verið hrygningarsvæði, hafa
eyðzt af ókunnum orsökum.
„Þetta hefur átt sér stað og það
er einmitt þetta, sem ég tel að
leggja eigi höfuðáherzlu á að
rannsaka, hvaða orsakir liggja
til þess, að hrygningarsvæði og
ákveðin veiðisvæði þorna upp,
eins og sagt er, og fiskur sækir
þangað ekki aftur, kannske um
áratugabil, eftir að veitt hefur
verið þar bæði með netum og
öðrum veiðarfærum
— / Ijósi ....
Framhald af bls. 14.
gale. Þar hefur hún á efri árum
miðlað litlum sjúklingum af
þeim arfi, sem hún fékk í föður-
garði á norðlenzka prestsheimil-
inu, mótuðu af menningu og
mannúð.
Leiftur hefur gefið út bók frú
Sigríðar, en Bókfell lætur frá
sér fara nýja og vandaða bók í
flokknum „Merkir íslendingar*1,
sem er orðið fróðlegt og fýsilegt
safn stuttra ævisagna. Þar kenn-
ir ólíkra grasa, því að hér eru á
ferð níu höfundar með tólf sögu-
hetjur og snemma laft af stað,
því að byrjað er á Skafta Þór-
oddssyni lögsögumanni, einum
merkasta þingleiðtoga, sem fs-
lendingar hafa átt, og endað á
Magnúsi Guðmundssyni ráð-
herra. Ekki snýst þó bókin um
stjórnmálamenn eingöngu, því
þar eru líka menn svo ólíkra at-
hafna sem Björn Jórsalafari,
kaupmaður og pílagrímur, Jón
Árnason, biskup og harðstjóri,
Snorri á Húsafelli, prestur og
kraftakarl, J ón Borgf irðingur,
lögregluþjónn og fræðimaður,
Pétur Havsteen, óstýrilátur amt-
maður. Merkilegasti þátturinn,
að mér þykir, er þó þáttur Páls
Eggerts ólafssonar um Þorleif
Repp, hinn ljóngáfaða málvís-
indamann, sem var svo ástríðu-
þrunginn disputator og andófs-
maður, að hann hraktist af verð-
skulduðum ferli frægðar og
frama, bæði í Daomörku og á
Bretlandi, en hló af sér doktors-
titil og hlaut í staðinn þann ein-
stæða titil frá Hafnarháskóla að
vera útnefndur fífl af sjálfum
rektor við hátíðlega athöfn.
Bók þessi er búin til prentunar
af síra Jóni Guðnasyni af hans
alkunnu vandvirkni og er að öllu
hin eigulegasta.