Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. janúar 1963 Vega- og brúaframkvæmdir með meira móti Akfærir vegir iengdust um 80.8 km„ 44 brýr voru byggðar MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlit vegamálastjóra yfir vega- og brúaframkvæmdir sl. ár. Þar segir m.a., að „framkvsemdir við vega- og brúargerð á s.l. ári voru með meira móti miðað við undanfarin ár“. Akfærir vegir lengdust á árinu um 80,8 km, endurbyggðir voru um 139,4 km, sem áður voru ruddir vegir, og 93,7 km voru undirbyggðir. Til nýbygginga þjóðvega hefur alls verið varið á árinu 66 millj. kr. 44 brýr voru byggðar á árinu samtals 876 m á lengd. Af þess- um brúm voru 23 smábrýr, þ.e. 4-10 m langar, en 21 brú stærri en 10 m. Áætlaður kostnaður við brúarframkvæmdir er 28,5 millj. Á meðfylgjandi töflum má sjá, hvernig þessar framkvæmdir skiptast milli landshluta o.fl. I. Vegaframkvæmdir. Unnið var við nýbyggingar í alls um 105 vegum og á yfir- liti á fskj. I er sýnt hvernig fram kvæmdir skiptust eftir kjör- dæmum. Á yfirlitinu sést, að akfærir vegir lengdust um 80.8 km, endurbyggðir voru um 139.4 km, sem áður voru ruddir vegir og 93.7 km voru undirbyggðir en bíða mölburðar og víða ræsa- Aðstoðar þörf EINS og getið hefur verið í blöð um og útvarpi urðu fjórar fjöl- skyldur, tvær á ísafirði og aðrar tvær á Hólmavík, fyrir mjög til- finnanlegu tjóni af völdum elds- voða um síðustu jól. Þann 5. janúar sl. hóf Rauði kross íslands söfnun til hjálpar þessu bágstadda fólki. Enn sem komið er hefur lítið borizt í þessa söfnun, sem átti að ljúka 15. janúar. Þess vegna hefur RKÍ ákveðið að framlengja söfnunina fram á mánudags- kvöld nk., þann 21. jan., í von um, að þeir, sem vilja rétta fólk- inu hjálparhönd, hafi enn tæki- færi til þess. Á ísafirði brann hjá hjón- um með fimm börn, þar af tvö innan 15 ára aldurs, og missti sú fjölskylda allar eigur sínar. í sama húsi urðu einnig miklar skemmdir af vatni og eldi hjá öðrum hjónum með fimm börn, þar af þrjú innan 15 ára aldurs. Á Hólmavík misstu hjón með tvö börn og tvö barnabörn sín allt innbú í stofu og svefnher- bergi og næstum allt í eldhúsi. í sama húsi bjó einnig sonur hjónanna ásamt konu k.ini og barni á fyrsta ári, og urðu þau einnig fyrir tilfinnanlegu tjóni. Rauði kross íslands heitir á fólk að leggja eitthvað af mörk- um í þessu skyni. Lítil gjöf er jafn kær stórri. Peningagjöfum verður veitt móttaka á skrifstofu Rauða krossins, Thorvaldsensstræti 6, í Bókhlöðunni á ísafirði, hjá séra Andrési Ólafssyni á Hólmavík, auk þess munu dagblöðin í Reykjavík veita gjöfum móttöku. (Frá RKÍ). gerðar til þess að þeir geti tal- izt fullgerðir vegir. Af merkustu áföngunum sem náðst hafa á árinu má telja, að akfært var nú í Ögur við ísa- fjarðardjúp, lokið vegagerð milli Hofsóss og Haganesvíkur, ak- fært varð milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkux. Akfær ruðn- ingsvegur var gerður frá Þing- völlum um Gjábakka í Laugar- dal og er nú akfært þá leið að Geysi. Þá náðist sá áfangi, að fyrsti hlutinn af Austurvegi um Þrengsli varð akfær fyrir vetrar umferð, og hefur sá vegarkafli þegar komið að góðum notum. Síðast en ekki sízt er þess að geta, að .unnið var óslitið að undirbyggingu hins nýja Kefla- víkurvegar á árinu, og steypt slitlag á 3.7 km kafla ofan við Hafnarfjörð og var sá kafli tek- inn í notkun í byrjun desember. Um síðastliðin áramót var lok- ið undirbyggingu á 8.3 km., sem tilbúnir eru undir steypt slit- lag 1 sumar. Með opnun fyrsta steypta veg- arkaflans á Reykjanesbraut, er í fyrsta skipti síðan árið 1940 tek- inn í notkun kafli á þjóðvegi með varanlegu slitlagi, og má segja að tími hafi verið til þess kominn þegar hugleitt er, að frá 1940 til 1962 hefur bílakostur landsmanna tífaldazt. Til nýbygginga þjóðvega hef- ur á árinu alls verið varið um 66 miillj. kr. og þar af um 31 millj. kr. 1 framkvæmdir við Reykjanesbraut. Framboð af lánsfé til vegargerðar frá hreppa og sýsluféilögum varð um 7 millj kr. meira á sl. ári en undan- farin ár, og hefur það átt mik- inn þátt í að auka framkvæmd- ir á árinu. n. Brúagerðir. Byggðar voru á árinu alls 44 brýr, sem eru samtals 878 m að lengd. Af þessum brúm voru 23 smábrýr, þ.e. brýr 4-10 m lang- ar, en 21 brú stærri en 10 m. Á fskj. II er sýnt hvernig brýr þessar skiptast milli landshluta og vegaflokka. Af þessum 44 brúm voru 9 brýr samtals 333 m að lengd endurbygging gamalla brúa. Stærstu brýmar, sem byggðar voru eru Fjallsá á Breiðamerk- ursandi 138 m löng, Klifandi í Mýrdal 104 m löng, Gljúfurá í Borgarfirði 63 m löng og brú á Blöndu hjá Blönduósi 69 m. löng þar sem aðeins hefur verið lok* ið við byggingu annarrar ak- brautar af tveimur. Áætlaður kostnaður við þessar brúarfram- kvæmdir eru 28.5 millj. kr. Af þessari upphæð er 13.5 millj. kr framlag brúarsjóðs, sem hefur 19 aura tekjur af hverjum lítra af benzínskatti, en um 15 milllj. kr. eru fjárveitingar í fjárlögum og lánsfé sem lagt hefur verið fram af einstökum hreppsfélög- um til bráðabirgða. Óbrúuðum ám á þjóðveg- um fer nú óðum fækkandi, en þörfin á að endurbyggja gamlar brýr vex ört með aukinni um- ferð, og sérstaklega vegna stækk unar ökutækja. Á síðastliðnu hausti voru gerð ar lítilsháttar tilraunir með slit- lag úr olíuborinni möl á tveim- vegarköflum í nágrenni Reykja- víkur, en of snemmt er að draga nokkrar ályktanir af þeim til- raunum enn sem komið er. Haldið var áfram uppsetningu umferðarmerkja skv. umferða- lögunum frá 1958. Alls voru sett upp 325 .ný umferðarmerki Merktir voru nokkrir fjölfarnir vegir í Árnessýslu, Norðurlands vegur austan Eyjafjarðar til Grímsstaða á Fjöllum og á leið- inni til Húsavíkur og á Austur- landsvegi frá Grímsstöðum til Norðfjarðar og á nokkrum veg- um í nágrenni Egilsstaða. Gert er ráð fyrir að halda áfram merkingu vega á næsta ári norðanlands og einkum á Sú síðastnefnda er ekki fullgerð Vesturlandi og á Vestfjörðum. VeRafrankVMmdir 1962. Ilö bfl <U P ö>o £3 »-* <U Ö U r-f ll^ C <ð 3 W (3fl«-t ii 11 VI c. S) al 60 <U O Þ, > <a jq Fak.T. t I u o &'“■ SSJ 55 <U 1. Veaturlandekjardsaml-...... 26.8 17.1 8.1 2. Vestf JaröakJördaaml 19.8 16.6 25.9 3- Noröurlandakjördæml veatra 18. £ 15.4 o *. Noröurlandakjördaaml eyatra 29.2 13-5 0 5. AusturlandakJördaBml ...... 22.2 10.6 11.8 6. Suöurlandakjördffml ....... 18.2 10.0 35.0 7- ReykJaneokJörUaaU. ........ *.7 10.5 0 1J9.* 93-7 80.8 I Yfirlit yfir vegaframkvæmdir 1962 * Enn ritar templari um Lidó Velvakanda hefir enn borizt bréf út af starfsemi og rekstri Lídós fyrir unglinga, sem vilja skemmta sér án áfengis. Til- efnið er að ritlingur templara sveigði að eiganda Lídós og birti um hann skæting er hann breytti húsinu í það horf sem það er nú rekið. Röksemdin var sú að eigandinn væri fyrr- verandi og núverandi vínsali. Hér kemur svo bréfið. „Heiðraði Velvakandi. Það er ekki að ástæðulausu að ég vildi koma eftirfarandi á fram-færi. Þykist ég þar mæla fyrir munn allra bindindis- manna. Við fögnum þeim mikils verða áfanga, sem náðst hefir með opnun skemmtistaðarins Lídós, án vínveitinga, fyrir æskufólk. Hefir þar göfugu takmarki verið náð. Þrjú höfuð- atriði þurfa að nást til að skemmtun megi vel takast, en það er bindindi, ánægja og menning". Kristján Guðbjartsson æðstitemplar í stúkunni Dröfn nr. 55.“ • Tjörnin og börnin Nú undanfarandi góðviðris- daga, hefur ágætur skautaís verið á Tjörninni, enda óspart notaður, að mestu af krökkum og ungu fólki, einnig hafa nokkrir fullorðnir og einstaka öldungar slæðst með, svo sem eins og undirritaður, sem alltaf reynir að halda sér ungum og hefur ánægju af því, að taka þátt í leikjum með æskunni og finnst unga fólkið fallegt og elskulegt. Skautasvellið hefur verið hreinsað á hverju kvöldi, með sköfu sem tengd er við dráttarvél. Hafa tveir ágætir menn frá íþróttabandalagi Reykjavíkur, unnið það verk af hinni mestu prýði, og nú í gærkvöldi var vatni sprautað á ísinn, enda orðin þess full þörf. Nú fyrir tveimur kvöld- um, var settur niður skúr við suðurenda Tjarnarinnar, þar sem tekið er á móti skóm til geymslu fyrir skautafólk, er þetta þörf og nauðsynleg ráð- stöfun, en skúrinn er að mínu áliti illa staðsettur, hefði þurft að vera á slétta steinpallinum við Tjörnina, fyrir framan Tjarnarbæ. En skautafólk þarf að hafa aðgang að fleiru þarna vegna þarfa sinna, og hefi ég áður bent á snyrtiherbergi Tjarnarbæjar í því sambandi. Ekki veit ég hvort æskulýðs- ráð, sem ég held, að hafi þarna mikil ráð, hvað húsnæði snert- ir, hefur fundið nokkra köllun hjá sér, til að skipta sér af þessu unga fólki, eða gera nokk uð fyrir það, því til öryggis og þæginda. En ég vil bera lof á dyra- vörðinn þarna fyrir liðlegheit við þetta íólk, en hann er ekki þarna nema takmarkaðann tima. En þarna þyrfti alltaf að vera opið hús, alla daga, og kvöld, meðan skautaís er á Tjörninni, meira að segja þyrfti skautafólk að hafa aðgang að síma og höfum við á slökkvi- stöðinni reynslu af þvi. Ég hefi þessi orð mán ekki fleiri um þetta efni, að þessu sinni, en mun fylgjast með því, sem þarna verður gert til öryggis og þæginda fyrir börnin og unga fólkið, sem hefur Tjörn- ina að leikvelli, svo hundruð- um skiptir, þegar þar er skauta- ís. Og að endingu, krakkar mínir, hafið með ykkur brauð- mola að heiman, úr brSuðkass- anum hennar mömmu ykkar, til að gefa svöngum fuglum, sem kúra á ísnum, eða synda í þröngri vök, við Tjarnarós- inn, það verður ykkur gleði- auki góðrar skautaferðar. Kjartan Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.