Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 17. januar 1961 Bjartmar Einarsson trá Stykkishólmi — Minning F. 27. maí 1900. — D. 9. jan. 1963. Foreldrar hans voru hjónin Einar HUG-LJÚFUR vinur hefir kvatt Vigfússon bakarameistari og oss. Hann hefir tekið sér æðra starfssvið, fyrir handan hafið dyrðarríki Guðs. I>ví er gott að taka, þó söknuðurinn sé mikill og einum sönnum vini færra, þá megum vér ekki harma það, sem enginn fær umflúið, aðeins á mis munandi aldursskeiði. Og gott er að vita hann kominn heim, þar sem engum engum vini er glatað, en eilífðin tekin við. Bjartmar Einarsson andaðist snögglega að heimili sínu Njáls- götu 85 9. þ.m. 1 dag verður hann jarðsunginn. Bjartmar Einarsson var fæddur á Fáskrúðsfirði 27. maí árið 1900. Steinunn Guðnadóttir. Ólst Bjart- mar upp hjá foreldrum sínum ásamt systur sinni, fyrst á Fá- skrúðsfirði, en þó lengst af Stykkishólmi, en þangað fluttu foreldrar hans 1910. Naut hann því í Stykkishólmi æskuáranna aðallega og þar hlaut hann sína skólamenntun. Að því loknu hóf hann ýms störf við verzlun, unz hann 1930 flutti hingað til Reykjavíkur og átti hér heimili upp frá því. Sinnti hann fyrstu árin sér ýmsum verzlunarstörf- um, en fyrir rúmum 22 árum gerðist hann starfsmaður Reykja víkurbæjar og vann þar síðan Móðir okkar og tengdamóðir VALGERÐUR HELGA BJARNADÓTTIR andaðist 16. þ.m. að heimili sínu Snorrabraut 81. Jófríður Jónsdóttir, Guðmundur Lárusson, Valgerður Gunnarsdóttir, Arnkell Ingimundarson. KRISTJON ÖGMUNDSSON Svignaskarði, andaðist 14. janúar. Jarðsett verður að Stafholti laugar- daginn 19. janúar kl. 14. Sigurbjörg Guðmundsdóttir og börnin. Jarðarför föður okkar og stjúpföður, JÓNS HJARTARSONAR sem lézt sunnudaginn 13. þ.m., fer fram frá Fríkirkjunni á morgun, föstudag 18. janúar kl. 1,30. e.h. Helga Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir Frederiksen, Anna Benediktsdóttir, Hjörtur Jónsson. BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Byggðarholti í Lóni andaðist í Landsspítalanum hinn 15. þ.m. — Kveðju- athöfn verður í Hallgrímskirkju n.k. föstudag kl. 10,30. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Benediktsdóttir. Kveðjuathöfn um systur okkar SIGRÍÐI GUÐNADÓTTUR frá Valshamri, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. þ. m. kl. 1,30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líkn- arstofnanir. Systkinin. Alúðar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR Ægisíðu, Rangárvallasýslu. Sérstaklega viljum við þakka hr. Ólafi Björnssyni héraðslækni Hellu, svo og öllum þeim öðrum, er. veittu margvíslega hjálp og aðstoð í veikindum hans. Sigurlín Stefánsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Ólafsson og börn. Hjartans þakklæti til allra nær og fjær, sem heiðruðu minningu okkar elskulegu eiginkonu, móður, dóttur og systur VILHELMÍNU L. GUNNARSDÓTTUR Guð blessi ykkur öll. Ingimundur Leifsson og börn, foreldrar og systkini hinnar látnu. Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær, sem auðsýndu okkur vináttu við fráfall og útför SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR Skipasundi 60. Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár. Kristján Einarsson. óslitið til dauðadags við vaxandi gengi og vinsældir. Árið 1940 urðu þáttaskil í lífi hans. Hinn 31. ágúst það ár kvænt ist hann Laufeyju Ásbjörnsdótt- ur, ástúðlegri stúlku hér í bæn- um sem alla tíð reyndist honum traustur og trúfastur förunautur. Reyndi Bjartmar þá sannleiks- gildi orða skáldjöfursins Einars Benediktssonar. „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur". Samlíf þeirra var alla tíð ástúð- legt og hann fann að með konu sinni hafði hann eignast dýrmæt- an förunaut. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Steinunni IngibjÖrgu, sem nú er gift Birgi Axelssyni Gunnarssonar kaupmanns og hafa þau eignast son, Einar Gunnar, sem nú er á 3. ári. Var þessi litli drengur augasteinn og sólar- geisli afa síns. Ég bið konu hans og öðrum ástvinum blessunar. Ég og samstarfsmenn hans, þakka honum langa og ánægju- lega samveru og óska honum blessunar Guðs. Steindór Gunnlaugsson. FRÆNDI minn lét eitt sinn þessa vísu flakka: Eitt er að finna orðum stað, annað að belgja gúla. En gömul kynni gera það, ég get ekki haldið túla. Ég veit, að þú mundir segja við mig: „Blessaður vertu nú ekki „fornem“. Mörg voru viðlögin í sögu þorpsins. „Nú er bryggjan búin, bæði skökk og • snúin“. — Eitt sinn um sumar gekk ungur mað- ur fram þessa bryggju og varp- aði sér rakleitt af haus hennar í sjóinn, nakinn í mittisskýlu einni, og synti eins og selur milli eyja og höfða. Þá settu litlir strákar upp stór augu, og þeim svall móður í brjósti. Þá stundina áttu þeir eina ósk: að vera í sporum bakarasonarins í Hólminum, sem ekki einungis lék sér að skriðsundi í lygnunni, heldur virtist líklegur til að kljúfa eins voðalega strauma og Knararbrjót og Mannabana. „Kátt er á jólunum koma þau senn — — —“. Mannstu þessi mörgu, glöðu, litlu andlit í sam- komuhúsinu, þar sem faðir þinn var „motor primus“ alls fagn- aðar og þið systkinin héldust í hendur við hann að gera upp- hafningu kvöldsins svo dýrðlega, að hver kollur lagðist á koddann sinn brosandi og alsæll, eftir létt- stígan dans, mikinn söng og góða glaðningu? Svo kom sumarið 1929. >á var oft bjart yfir Helgrindum og við niður í Urðarmúla að ryðja veg yfir Fróðárheiði. Þetta sumar var þér gott, mér líka og reyndar okkur öllum, þar sem við stóð- um frá rismálum til aftans með járnkarl, skóflu og haka að fyrir- sögn Hildimundar Björnssonar, manns, sem var fæddur með þeim eðliskostum að kunna að stjórna ungum mönnum. Það var aldrei treystum þér ekki til stórræða, ekki til þess að velta stórum björgum úr hinni fyrirhuguðu leið vegarins upp Urðarmúlann. En það var svo margt, sem við hugsuðum piltamir á Fróðár- heiði og sögðum ekki hver öðr- um, m. a. létum við aldrei uppi við þig þá trú okkar, að járn- karlinn mundi seint bila í hönd- um þér, þegar á reyndi dreng- lyndið. Ári síðar, þetta kostamikla sumar í minningu þeirra, sem komust á Þingvöll, stóð ég dag einn uppi í Ásmýrinni ásamt gömlum félaga þínum og stakk snyddu. Okkur var litið upp á veginn, og þar var stúlka ein á ferð. Eftir nokkra stund kom hún aftur, á leið niður eftir, og stefndi nú þvert af braut út í mýrina til okkar. „Ég ætla rétt að kveðja ykkur“, sagði hún. Þetta var hún Gagga systir þín, hún ætlaði að fara suður með skipinu um kvöldið — alfarin úr Hólminum. Kirkjugarðurinn er þarna efra, og því var hún á spásseringu upp á milli ásanna. Þið feðgarnir voruð þá nýfluttir suður. Já, hún var að kveðja, og þar með þraut siðasta pensil- strikið, — einni myndinni í lífs- hlaupaalbúmi þorpsins lokið. Ég man ekki, hvort ég sagði það nokkurn tíma við þig, að ég geri mér það stundum til dundurs að opna albúm, fletta því og líta á myndirnar. Og þegar ég staldra við Bakarahólinn, verður hún Steinunn móðir þín á vegi mín- um, hún, sem var svo hóglát og hlédræg, en í bamsaugum mín- um flestum konum stærri í reisn sinni og mildi. Svalk heimsins er með ýmsu móti og að okkur stefnir margs konar darra dríf. Sumum reynist þá erfitt að fóta sig, standa ein- samall og hafa stöðugt í fangið. En lán er mögum léð, og þegar mest bar undan njá þér, kom hún Laufey, mér liggur við að segja eins og engill af himnum sendur, Þú sagðir marg sinnis við mig, að þú vildir óska, að allir menn- kynnu skil á því, hvað það væri að detta í lukkuposann. Svo kom hún Steinunn litla, og þá birti enn meira yfir þínum ranni, þá var í rauninni komið gott og mikið sumar, eins og forðum á Fróðárheiðinni. Síðar bættist þér dóttursonurinn, snáðinn Ein- ar, og hann sá þér fyrir sumar- aukanaum. Þótt leiðir okkar lægju ekki ýkjamikið samaii upp á síðkastið, þar sem þú varst öllum stund- um í borgarsikrifstofunni og skrifaðir tölur og nöfn, en ég sat á palli yfir mínu grúski, viss- um við þó alltaf hvor af öðrum. Sumardagurinn fyrir tveim ár- um, er við sátum saman undir bjarkarhrislu austur í Laugardal og rifjuðum upp gamlar minn- ingar, var mér kærkominn. Enn sló þá í brjósti þér sama hjartað og þegar þú varst að leiða lítil börn í kringum jólatré vestur i Hólmi. — En nú segirðu kannski, að ég sé að verða „fornem". Jæja, Batti minn, sikakka og snúna bryggjan í Hólminum er fyrir löngu orðin ónýt og ný kom in í hennar stað. Ný kynslóð varp ar sér til sunds af haus hennar, og nú eru það barnabörn jafn- aldra þinna, sem setja upp stór augu, ef það á annað borð undrar nokkurn lengur þar vestra að sjá mann synda milli höfða og eyja. — Enn upp og suður af Þórs- nesinu eru Ljósufjöllin enn söm við sig á sínum stað, og hversu oft litum við ekki til þeirra ung- ir. Þótt þér gengi stundum erfið- lega við stórgrýtið í Urðarmúl- anum, efa ég ekiki, að þér hefur reynzst léttstíg gangan upp á efsta tind hinna miklu og fram- andi Ljósufjalla. L. K. Skýrslo um Nassuu-samkomn’ag- ið Iögð íyrir fasturóð NATO París 12. janúar. NTB-AP. f GÆR var lögð fyrir fastaráð Atlantshafsbandalagsins skýrsla um samkomulag það, sem varð með þeim Kennedy Bandaríkja- forseta og Mcmillan, forsætisráð herra Bretlands, er þeir rædd- ust við í Nassau á Bahamaeyjum fyrir jólin. Formaður brezku nefndarinn hjá bandalaginu, Sir Evelyn Shu ckburgh og George Ball, aðstoð- ar-utanrikisráðherra Bandaríkj- anna lögðu skýrsluna fram og gerðu grein fyrir henni, hvor frá sinni hlið málsins. Fundurinn stóð í tvær klukku stundir, en engin opinber til- kynninig var gefin út í fundar- lok. í viðtali við fréttamenn kvaðst Balil þó ánægður með þær viðtökur sem samkomulagið hefði fengið hjá fulltrúum flestra aðildarríkjanna. Samikvæmt fregnum frönsku fréttastofunnar AFP munu full- trúar í fastaráðinu nú gefa stjórn um sínum skýrslu um málið og verði þá væntanlega haldnir margs konar fundir til þess að ræða afleiðingar samikomulags- ins fyrir framtiðarskipulag herja NATO. Af hálfu Breta er lögð áherzla á að samkomulagið verði grundvöllur sameiginlegs kjarn- orkuhers NATO. Ekki er enn kunnugt um af- stöðu Frakka í málinu, en de Gaulle forseti mun væntanlega hadda fund með fréttamönnum á mánudag og þá láta uppi skoð- un sína. Aðalfundur Hraunprýðis HAFNARFIRÐI. — Slysavarna- deildin Hraunprýði hélt aðalfund sl. þriðjudag (8. jan.). Frú Sól- veig Eyjólfsdóttir formaður deild arinnar skýrði frá starfinu á liðnu starfsári og kvað félagsstarf ið hafa gengið mjög að óskum. Fastar fjáröflunarleiðir Hraun- prýðis eru: kvöldvaka, sem venju lega er haldin í febr. eða marz. Þá hafði deildin merkja- og kaffi sölu hinn 11. maí, og má í raun inni segja, að sá dagur sé einn mesti hátíðisdagur Hraunprýðis. Haldinn var bazar og var þar margt eeigulegra muna, eins og jafnan áður. Stjómina skipa nú þessar kon ur: Form. frú Sólveig Eyjólfsd. tt ir, Hulda Sigurjónsdóttir, vara- form., Jóhanna Brynjólfsdóttir, ritari, Sigríður Magnúsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Þorsteinsdótt ir, vararitari, Sigþr. Jónsdóttir, varagjaldk. — Meðstj órnendur: Soffía Sigurðardóttir, Maria Ei- rxksdóttir, Vilborg Guðjónsdóttir. haft orð á því við þig, að við Endurskoðendur: Jenny Guð- mundsdóttir, Lilja Eyjólfsdóttir og Halldóra Aðalsteinsdóttir. Frú Elín Jósefsdóttir, bæjar- fulltrúi, sem verið hefir í stjórn sl. 10 ár, baðst eindregið undan endurkosningu. — G.E. ENPURNÝJIP RAFPRADI- FARIDGÆTUEGA ME9 RAFTAlKI ! Húseigendafélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.