Morgunblaðið - 17.01.1963, Side 8

Morgunblaðið - 17.01.1963, Side 8
8 W ORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. janúar 1963 bbwrwwww: og héldum svo af stað til Egils staða og sváfum til skiptis. Urðum við að fara um Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð. Við höfðum í tal stöðinni, sem meðferðis var, samlband við vegaverkstjór- ann á Reyðarfirði og spurð- umst fyrir um færð yfir Möðr udalsfj allgarð. Ekki stönzuðum við lengi á Egilsstöðum, því að þar var hvergi hægt að fá neitt mat- arkyns. Ferðin um Jökuldal upp á Möðrudafsfjallgarð gekk prýði lega, enda var snjólítið og höfðum við skýra braut til að byrj-a með. En þegar við vorum komnir langleiðina tók að skafa, og gekik því ferðin Úti á ísnum á Núpsvötnum. Sjá má varasama sprungu á mynd inni neðst til vinstri. í bíl umhverfis landið á fjórum sdlarhringum Ferðin gekk vel þrátt fyrir torfærur í GÆRKVÖLDI komu til Reykjavíkur tveir ferðalang ar, Ingólfur Sigurðsson og Björn Sigurðsson, eftir tæp- lega fjögurra sólarhringa ferð kringum ísland í Landrover. Mbl. átti í gærkvöldi tal við Ingólf, og sagði hann svo frá ferðinni: Á laugardagskvöld kl. 8 lögðum við af stað frá Reykja vík. Komum við að Hólmi í Landbroti og gistum þar. Næsta morgun kl. 7,30 lögð- um við aftur af stað, en kom um við é Kirkjuibæjarklaustri og tókum eldsneyti. Að Núps vötnum komum við kl. 9,20. Okkur gekik vel að komast yfir þau, en enginn ís var á ánni. Síðan héldum við sem leið liggur að Súlu, en þá versnaði útlitið, því að hún var mannhæð á dýpt. Við spurðumst fyrir um vað á Núpsstað, en eini möguleik- inn var talinn að komast yfir ána 7—8 km neðar á ís. Tókst það, þar sem áin hafði breitt úr sér og var auk þess held. Næst var komið að Sand- gígjakvísl og var öruggt hald á henni og greiðfært þaðan að Skeiðará. Þangað komum við kl. 4 á sunnudag. Fyrsti áll- inn var ekki á haldi og eng- inn leið að vaða hann þar sem brautin liggur að honum. Eftir langa leit fundum við góðan stað talsvert niður með Ferðalangarnir komnir heim. Björn Stefánsson til vinstri og Ingólfur Sigurðsson til hægri. ánni, en bakkinn var þar um hálfur annar metri á hæð, og urðum við að halda undir hann til að komast niður í ána. Þegar yfir að hinum bakkanum kom, tók það sama við, því að ekki var hann lægri. Urðum við að fara út úr bílnum og vaða með streng í land, finna festu og nota spilvindu, sem er framan á bílnum til að ná honum upp á bakkann. Þetta gekk allt hægt, en bar þó tilætlaðan ár- angur. Skeiðará rennur í mörg- um álum og gekk vel að finna næsta vað, en sömu að- ferð þurfti að beita til að komast niður og upp á bakik- ana. Vorum við þá orðnir dauðuppgefnir, enda klukkan orðin háilftíu og lögðum okkur í bílnum, en héldum af stað strax í birtingu. Eftir þriggja stundarfjórð- unga akstur komum við að Svínafel® í Öræfum. V aru allar ár á þeirri leið á ís. Við komumst hindrunar- laust að Fagurhólsmýri og spurðum um útlitið, og feng- um þau svör að það væri tví- sýnt. Þegar komið var að Kví- skerjum töldu bændur þar Hrútá varasama yfirferðar. En betur fór en á horfðist, því að hún var held. Fja'llsá var brúuð í sumar, svo að ekki var hún erfið yf- irferðar. Næst varð á vegi okk ar Jökulsá. Fyrst könnuðum við Lónið, sem oft er hægt að fara yfir á ís ,en svo var ekiki þá. Tókum við til bragðs að ferja bílinn yfir á pramma sem bræðurnir á Kvískerjum eiga, og hringdum í þá frá Reynisfelli, næsta bœ fyrir austan Jökulsá, og tilkynntum stuldinn. Til Hornarfjarðar komumst við klakklaust kl. 9,30 á mánu dagskvöild og fengum okkur dálitla hressingu. Við héldum þegar af stað aftur, og var næsti farartálmi Lónsheiði. Þar var snjór og hálka og settum við keðjur á bílinn. Síðan var ekið sem leið liggur að Djúpavogi og - ekki numdð staðar fyrr en komið var til Breiðdalsvíkur kl. 4 um nóttina. Þar lögðum við okkur í tvo tíma í bílnum seint, því að komið var niða myrkur. Fórum við sjaldan eftir veginum heldur í slóð við hlið hans, sem var létt- færari en vegurinn sjálfur. Um kl. 8 komim við loks til Möðrudals og fengum góð ar móttökur. Kl. 9 lögðum við af stað til Grimsstaða á Fjöllum. Mikill skafrenning- ur var á leiðinni þangað. Næst héldum við yfir Mývatnsöræfi að Mývatni .Á leiðinni þang- að var skyggni orðið mjög slæmt og farið að safnast í skafila á veginum. En eftir að við fórum frá Mývatni var komin rigning og fylgdi henni mikiil hálka. Um kvöldið kom umst við þó til Akureyrar og sváfum í bílnum um nóttina. Frá Akureyri héldum við kl. 6 í morgun. í Skagafirðin um hafði á einum stað flætt yfir veginn og varð að aka fyrir utan hann. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komum á Holtavörðuheiði, en þar var háarok og mikil hálka. Að öðru leyti gekk ferðin vel og komum við til borgarinn- ar kl. 6,4ö og höfðum þá ekk ið alls 1600 km. skerjum. Háir skaflar í Öræfum. Myndin var tekin skammt frá Kví- • • ................... •••••' • • ■ •••■•••■ ■ ■■•■••: ■■■■■■■■■■.:•■■ ••■■••••• • • ••••• • ••>:•.•••.•.•. : • • ' 2 umferthim lokíð ú Skdkþinginu SKÁKÞING Reykjavíkur hófst sL sunnudag, og var þá tefld fyrsta umferð, en á þriðjudags- kvöld önnur umferðin. Eftir þessar tvær umferðir er staðan á mótinu þessi: Meistaraflokkur. A-riðill: 1. Sigurður Jónssön 2 vinn. 2. —3. Björn Þorsteinsson og Jóhann Sigurjónsson með 1 vinn. og biðskák sín á milli. 3. Gísli Pétursson Vz vinn. og biðskák. D-riðilI: 1. Magnús Sólmundarson lVz v. 2. Júlíus Loftsson 1 v. og biðsk. 3. Gísli Pétursson Vz v. og biðsk. C-riðill: 1,- -2. Bjarni Magnússon 2 Jón Hálfdánarson 2 vinn. vinn. 3. Jónas Þorvaldsson lVz V. 4. Benóný Benediktsson og biðskák. i V. 5. Kári Sólmundarson % V* 1. flokkur: 1. Haukur Hlöðviir 2 vinn. 2. Sævar Einarsson IVz vinn. 3. Björgvin Víglundsson 1 vinn. og biðsk. 2. flokkur A: 1.—4. Stefán Guðmundsson Gísli Sigurhansson Baldur Björnsson og Helgi Hauksson með 1 v. og eina biðskák hver. 2. flokkur B: 1.—2. Björgvin Guðmundsson og Holger Clausen með 1 v. og biðskák. 3. —4. Björn Árnason og Þorsteinn Marelsson með 1 vinn. Biðskákir verða tefldar á föstudagskvöld í Snorrasalnum á Laugavegi 18, en þar fer allt skákþingið fram. 3. og 4. umferð verða á sunnu- daginn. Benedikt BlÖndal hérðasdómslögmaður Austurstræti 3. Sími 10223. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutnlngsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875 Örn Clausen Guðrún Erlendsdótti* héraðsdómslögmenn Málflutningsskrifstofa Bankastræti 12. Sími 18499.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.