Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1963, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Pimmtudagur 17. janúar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KFMUO í HEIMSÓKN — Jú, það tel ég mig hafa. Hérna er minnisblaðið hennar mömmu — og þú mátt lesa það, ef þig langar til. Hún hefur tek- ið allt fram í því. Katrín var að Ijúga, þegar hún sagði, að hún hefði fengið þetta allt að gjöf. Og ef hún kemur ekki með það, ætla ég að kaera hana. — Það geturðu ekki gert. — Jú, það bæði get ég og vil. — Hvers vegna? — Af því að hún er þjófur. Rietta bristi höfuðið. — Nei, það er ekki það, sem að baki liggur. Þér er eitthvað illa við hana. Hvers vegna? — Þú þarft ekki á mér að halda til að segja þér það. Það var hún, sem kom trúlofuninni okkar út um þúfur — laug upp á þig við mig. — Það var engin lygi. — Og um okkur bæði við mömmu. Hún gekk alveg að honum og stanzaði þarna við borðið, og studdi á það hægri hendinni. — James, það var ekki það, sem kom trúlofuninni út um þúfur. Eg sleit henni, þegar þú drapst hundinn þinn. Reiðisvipur kom á andlit hans og nú var háðsglottið horfið. — Ætlastu til, að ég væri að halda í hundkvikindið, sem hafði ráðist á mig? — Þú hræddir hann og hann glefsaði. Og þú drapst hann — á hroðalegan hátt. — Það hefur Katrín víst sagt þér? — Nei, það var einn garð- vrkjumaðurinn — hann horfði á það. Katrín vissi ekki um það, enda sagði ég aldrei neinum frá því. Hann svaraði daufiega. — Það er nú nokkuð mikið veður að gera út af einum hundi. En svo færðist hann aftur í fyrra ham- inn og sagði: — Eg sagði þér, að ég er vanur að borga ski.ldir mínar. Og ég skal hafa ánægju af að gera upp við Katrínu. — James .... Gerðu það fyrir mig að .... En þegar augu þeirra mætt- ust, vissi hún, hve fánýt þessi bæn hennar var. Hann hló létti- lega. — Þdð skal verða mér sérstök ánægja að sjá Katrínu dregna fyrir lög og dóm. Orðin hittu hana eins og hnefahögg. Hann hafði rótað upp í fortíðinni, leikið sér að tilfinn- ingum hennar, og jafnvel snöggvast reynt að nálgast hana með fyrri töfrum sínum. Og nú þetta. Þó hann hefði slegið hana í andlitið, hefði henni ekki orð- ið verr við. Reiðin gaus upp í Riettu. Siðar mundi hún alls ekki, hvað hún hafði sagt. Orð- in gusu bara upp af reiði hennar og framan í hann. Ef hún hefði haft nokkuð í hendinni, hefði hún líklega kastað því í hann. En svo varð hún snögglega hrædd við sína eigin reiði. Hún kom aftan úr grárri fortíð, og hún var hrædd við hana. Hún sagði með hálfkæfðri rödd: — Eg ætla að fara. Um leið og hún sagði þetta, tók Katrin andlitið frá rúðunni, og gekk út í runnana, þaðan sem hún hafði komið. Hún sá, að tjaldið var dregið frá og hurðin opnuð. Rietta Cray hljóp út á stíginn, berhöfðuð, í rauða kjólnum. XIU. Hún opnaði dyrnar heima hjá sér og gekk inn. Á allri heim- leiðinni hafði hún engan hitt Og ekkert heyrt. Reiði hennar var svo ofsaleg, að hún saknaði alls ekki kápunnar, sem lá þar sem hún hafði verið lögð, i skrifstofunni í Melling-húsinu. En hún mundi ekki eftir henni né heldur hugsaði hún um hana. Hún var að hugsa um Carr og Katrínu, og um sína eigin reiði, sem hún var alveg agndofa yfir. Hún opnaði setustofuna og gekk inn. Fancy leit upp, geisp- andi. — Þú misstir .níu-fréttirnar. Ósjálfrátt leit Rietta á klukk- una, gamla, kringlótta vegg- klukku, sem hékk á reykháfn- um. Hún var tuttugu mínútur yfir níu. Danshljómsveit var að leika nýjasta slagarann í útvarp inu. Hún rétti út hönd og skrúf- aði fyrir það. — Eer Carr kominn heim? Fancy geispaði aftur. Hún 'hafði ekkert á móti því að sýna tennurnar, sem voru bæði hvít- ar og jafnar. — Nei, það er hann ekki. Hvað gengur að honum, ungfrú Cray? Rietta gekk að henni og stóð nú yfir henni, með hörku- svip. — Eg vil, að þú segir mér, hvað kom fyrir meðan ég var úti. — Nú.......Augun voru eins og hálfreikandi. — Eg held ekki, að neitt hafi komið fyrir .... ekki fyrr en seinast. — Og hvað kom þá fyrir? — Ja, við vorum að líta í þessi blöð, sem hann séra Aing- er kom með, og ég var að hugsa um, hvort ég gæti stælt einn hatt, sem var í þeim, svo að ég tók ekki vel eftir neinu ....... maður gerir það ekki ef maður er að hugsa um eitthvað sér- stakt. Og allt í einu æpti Carr upp yfir sig. Eg hélt, að hann hefði stungið sig eða eitthvað þessháttar. Hann var voðalegur á svipinn, sannarlega. Og svo sagði hann: „Bölvað svínið:“ og ég sagði: „Hvar?“, af því að ég skildi ekkert, hvað hann var að að fara — hvernig hefði ég get- að það? Og svo komst þú inn og hann sagði þetta, að þarna væri maðurinn, sem strauk með Marjorie — og hann spurði þig, hvort. þetta væri James Lessi- ter. Marjörie var konan hans, var það ekki? Eg á við, að hún var konan hans Carrs og James Lessiter strauk með hana. Carr gerir vonandi ekki neina vit- leysu af sér, er það? Rietta svaraði því neitandi, einbeitt í málrómnum. Það var eins Og það kæmi Fancy á óvart. Hún tinaði með augunum. — Jæja, það þýðir vist ekki að sakast um orðinn hlut. — Nei, víst ekki. Fancy geispaði enn. — Eftir því, sem ég hef eyrt, var ekki mikil eftirsjá í henni, eða hvað? Svo tinaði hún aftur. — Nei, ég hefði vist ekki átt að segja þetta. Þér þótti vænt um hana, var það ekki? — Nei, mér þótti ekkert vænt um hana. — Eftir því, sem maður heyr- ir, hefur engum þótt það. Carr fékk víst alveg nóg af henni. 75 Hann er svo góður — er það ekki? Þegar ég sagði mömmu frá honum, sagði hún, að líklega hefði hann orðið fyrir miklu áfalli, og sagði mér, að ég skyldi fara varlega. „Hafðu hann ef þú vilt, telpa mín og hafðu hann ekki ef þú vilt hann ekki, en dragðu hann ekki á tálar". Þetta sagði mamma. — Og hvort ætlar þú að gera? Þegar öðruvísi stóð á, hefði spurningin getað verið háðsleg, en í þetta sinn spurði Rietta af fullri alvöru og hreinskilni, og fékk líka hreinskilið svar. — Hann vill mig ekki. Hann sagði, að við mundum ekki eiga saman. Eg held, að hann sé hrif- inn af stúlkunni, sem við drukk um te hjá — EMsabet Moore. Honum þótti vænt um hana, var það ekki? — Það er langt siðan. — Hvers vegna giftist hann ekki henni? — Hann hitti Marjorie. Fancy kinkaði kollin. — Hún var einmitt til þess að taka frá öðrum. Eg hitti hana ekki nema einu sinni, en það var engin vandi að sjá, hvers konar manneskja hún var. 0, ungfrú Gray! Hvað hafið þér gert við höndina á yður? Hún er alblóðug! Rietta horfði á hægri höndina á sér. Það var furðulegt, hve mikið hafði blætt úr þessari Htlu rispu. Upp í Melling-hús- inu hafði hún vafið vasaklútn- um hans James um hana. Hann hlaut að hafa dottið af, meðan þau voru að tala saman, og svo farið að blæða aftur. Það var orð ið þurrt núna, en leit ekki vel út. Hún fór fram og hélt hend- inni undir krananum, þangað til hún var orðin hrein. XIV. Elísabet Moore sat með bók í kjöltunni, en hún var ekki að lesa. Hún hafði lokað útvarp- inu eftir að hafa hlustað á frétta yfirlitið klukkan níu. Hún nennti ekki að vera að elta alla heims- viðburðina, sem voru að gerast í órafjarlægð. Stundum minnk- ar heimurinn og snýst aðeins um eina persónu, og þannig var það hjá Elísabetu. í hennar heimi var núna ekki nema ein persóna —■ Carr. Hún var þarna líka stödd að bsrjast við þjáningu og svo Fancy, sem óvinur, ein- hversstaðar nærri. En Canr var einn á reiki í litlum, tómum heimi Hann kvaldist, en hún gat ekki farið til hans eða snert hann eða hjálpað honum. Nei, það var satt, að hver varð að bjarga sér sjálfur. Hún gekk út að glugganum og horfði út. Allt í einu þóttist hún sjá eitthvað hreyfast og svo kom hönd, sem barði á rúðuna, og Canr nefndi nafnið hennar. Hún opnaði gluggann og hann kom inn og lokaði honum aftur á eftir sér. Hún lét tjaldið falla fyrir gluggann aftur og sá þá nöfölt andlitið á honum og skjálf andi hendurnar. Þær gripu hana og héldu henni, héldu henni niðri, þangað til hún hneig nið- ur á stól. Þá féll hann á kné, kallaði höfðinu að henni og skalf allur. Hún vafði hann örmum og hélt honum fast þang að til skjálftinn var horfinn og hann lá kyrr með höfuðið upp að brjósti hennar. Hún vissi, að hún hafði nefnt nafn hans og að hann hafði endurtekið henn- ar nafn, hvað eftir annað, rétt eins og hann væri að kalla á hjáip. Ef hann hafði sagt eitt- hvað meira, þá hafði hún að minnsta kosti ekki heyrt það. Orðin voru einhvern veginn í huga hennar og slógu með hjart- anu, en hún vissi ekki, hvort þau höfðu nokkurntíma komið yfir varir hennar, eða hvort þau höfðu náð til hans, og getað huggað hann og hugbreyst. ajtltvarpiö Fimmtudagur 17. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni" (Sigríðui Hagalín) 14.40 „Við sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr ríki Ránar; VI. erindi; Merkingar fiskistofna og hag- nýting (Aðalsteinn Sigurðs- son fiskifræðingur). 20.25 Píanótónleikar í útvarpssal: Rögnvaldur Sigurjónsson leik ur. 20.50 Svipmynd frá 17. öld: Sam- felld dagskrá um Jón Ólafs- son Indíafara og reisubók hans. 21.35 „Tívoli-músik“ eftir Lumbye: Sinfóníuhljómsv. Khafnar leikur; Lavard Friisholm stj. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu Leós Tolstojs, rit- aðri af syni hans, Sergje VL 22.30 Hármonikuþáttur. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 18. janúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 13.25 „Við sem heima sitjum". 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan“5 Guðmundur M. Þorláksson talar um Skúla Magnússon landfógeta. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Harmonikulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: 17. allsherjarþingið —« kyrrlátt þing í skugga Kúbu og Kína (Sigurður Bjarnason ritstjóri frá Vigur). 20.25 Kórsöngur: Rússneskur barna kór syngur. 20.35 í ljóði: Listir (Baldur Pálma- son sér um þáttinn). 20.55 Tónleikar: Fúga (Ricercare) úr „Tónafórn" eftir Bach. 21.05 Leikhúspistil! (Sveinn Einars- son fU. kand.). 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krúll“ 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi. 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list . 16250 VINNINGARI s Fjórði hver miði yinnur að meðatfalit Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur.' Dregið 0Í hyers mánaðar. ' BELVNDA KALLI KÚREKI — -jc — — Teiknaii: Fred Harman Halli hampur hristir hnífinn úr gerir Ási ðrvæntingarfulla tilraun til Ef mér heppnast ekki að snara hendi Pésa með kaðlinum. Um leið þess að flýja. hann. verð ég víst að skjóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.