Morgunblaðið - 01.03.1963, Page 1
24 síður
50. árgangfur
50. tbl. — Föstudagur 1. marz 1963
Prentsmiðja Morgunblaðsins
KATAIMGAMENIM
ÁHYGGJIIFULLIR
vegna óeirða í Elisabetville
Her sambandsstjórnarinnar talinn
bera ábyrgðina
A
Eins og skýrt hefur verið
frá í fréttum rákust tvö
olíuflutningaskip á í mynni
Schelde-fljóts á mánudag
með þeim afleiðingum að
kviknaði í þeim báðum. Á
myndinni sést annað skip-
anna „Miraflores" frá
Panama í björtu báli. Áhöfn
skipsins, sjö menn, týndi
lifi. Áhöfn hins skipsins,
sem í árekstrinum lenti,
komst öll lífs af. Það skip
var brezkt.
IMJósnararn-
ir fara með
fyrstu ferð
Morgunblaðinu barst í
gær eftirfarandi frétta
tilkynning frá utan-
ríkisráðuneytinu:
„AMBASSADOR Sovét-
ríkjanna, hr. Alexander M.
Alexandrov, gekk á fund
utanríkisráðherra í dag og
kvaðst vilja endurtaka
mótmæli sín um að ásak-
anirnar gegn tveim sendi-
ráðsstarfsmönnum sínum
væru rangar og tilhæfu-
lausar, en engu að síður
mimdu sendiráðsstarfs-
mennirnir Lev Kisselev og
Lev Dimitriyev, fara frá
íslandi þegar á morgun
flugleiðis yfir Danmörku,
ef nauðsynlegar vegabréfs-
áritanir fengjust fyrir þann
tíma, annars mundu þeir
fara með næstu ferðum þar
á eftir.
Utanríkisráðherra full-
vissaði 'ambassadorinn um,
að íslenzka ríkisstjórnin
hefði öruggar og fullkomn-
ar sannanir fyrir öllum á-
kæruatriðunum gegn þeim
Kisselev og Dimitryev“.
Elísalbetlhville,, 28. febr. (NTB)
Hersveitir Saméinuðu þjóð
anna í Katanga urðu að grípa
til aðgerða í dag til þess að
koma á röð og reglu í Elisa-
bethville, eftir að komið hafði
til átaka milli hermanna
sambandshers Kongo og lög-
reglu Katangamanna. Tveir
lögreglumenn létu lífið í á-
tökunum og einn særðist lífs-
hættulega.
Óeirðimar urðu náiægt Kara-
via-toúðunum í borginni, en þar
hafa hermenn sambandsihersins
bæikis'töðvar. Lögreglan í Elisa-
bethville skýrði frá því í dag, að
tveir hermenn sambandshersins
hefðu verið handteknir vegna ó-
eirðanna.
Ófursti í herliði SÞ í Eiisabetíh
ville hefur skýrt frá því að- sl.
þriðjudaigskvöld hafi herliðið orð
ið að beita skriðdrékum til þess
að hindra að hermenn samibands-
stjómarinnar réðust á henmenn
Katangahers.
Utanríkisráðherra Katanga,
Evariste Kimiba, hefur sent full-
trúa samlbandsstjórnarinnar í
Katanga," Joseph Heo, skrifleg
mótmæli gegn því, sem hann kall
ar marga óheillavænlega atburði,
vegna veru hers sambandsstjórn-
arinnar.
Fréttamaður brezka útvarps-
ins í Elisabethville sagði í dag,
að ólga hafi verið í Katanga allt
frá þvi að herlið sambandsstjóm
arinnar kom þangað. Væru menn
áhyggjufullir vegna þess og ótt-
uðust að til frekari óeirða kæmi
á næstunnd, ekki sízt vegna þess
að innan skamms verður fækkað
í liði SÞ í Katanga.
-jfc- Bunche til Sanaa.
Beiruth, 28. febr. (NTB)
Ralph Bunohe, aðstoðarfram
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð
anna, hélt í dag frá Líbanon
áleiðis til Sanaa, höfuðborgar
Jemen. Bunch mun dveljast í
Jemen nokkurn tíma og kynna
sér ástandið í landinu og erjur
íbúa þess við nágrannalöndin.
Ríkisstjórnin
Skorar á Kjararáð að hefja
eðlilegar samningaviðræður
Leggur fram breytingar á fyrri tillögum
Morgunblaðinu barst í gær-
kvöldi eftirfarandi frétt frá
r í kisstj órninni:
HINN 7. febr. sl. voru tillögur
ríkisstjórnarinnar að kjarasamn-
ingi ríkisstarfsmanna lagðar fyr-
ir Kjararáð BSRB. Ríkisstjórnin
ætlaðist til þess að þá þegar hæf-
ust viðræður samninganefndar
rikisins og Kjararáðs um tillög-
urnar og þar á meðal um niður-
röðun starfsmanna í launaflokka
með það fyrir augum að reyna
að brúa bilið milli tillagna ríkis-
stjórnarinnar um 25 launaflokka
og kröfu Kjararáðs um 31 flokk.
Var þá að sjálfsögðu haft í huga,
að í þeim viðræðum yrðu gerð-
ar ýmsar breytingar á tillögum
ríkisstjórnarinnar eins og venju-
legt er í samfiingaviðræðum. En
Kjararáð hafnaði því á fundi 9.
febr. sl. að ræða skipun starfs-
manna í launaflokka og hefur
þannig komið í veg fyrir samn-
ingaumræður um það mál.
Samkvæmt lögunum um kjara-
samninga eiga kjaramálin að
ganga nú 1. marz til Kjaradóms,
en lögin heimila fjármálaráð-
herra að breyta því tímamarki.
Ríkisstjórnin vill nú, þrátt fyr-
ir afstöðu Kjararáðs, freista þess
enn að ná samkomulagi og legg-
ur því fram ýmsar breytingar á
fyrri tillögum, sem miða að því
að ganga til móts við óskir ým-
issa starfsmanna og starfsmanna-
hópa, sem hafa komið þeim ósk-
um á framfæri við ríkisstjórnina
og samninganefnd ríkisins.
Jafnframt hefur fjármálaráð-
herra ákveðið að fresta því til
15. marz'nk. að málið gangi til
Kjaradóms til' þess að tveggja
vikna frestur fáist til athugunar
á og umræðna um hinar nýju
tillögur, og væntir ríkisstjórnin
þess fastlega, að Kjararáð hefji
nú samningaviðræður með eðli-
legum hætti.
Reykjavík, 28. febrúar 1963.
TILKYNNING FRÁ
KJARARÁÐI BSRB
Seint í gærkvöldi bart Mbl.
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Kjararáði BSRB:
„EINS og kunnugt er, hafa að
undanförnu farið fram viðræður
aðila um kjaramál opinberra
starfsmanna, samkvæmt lögum
nr. 55 1962.
Ekkert hefur ennþá miðað í
samkomulagsátt og því horfur á,
að Kjaradómur fengi málið í
heild til meðferðar.
Ákvað því Kjararáð á fundi
sínum í dag að reyna að ná sam-
komulagi um fjölda launaflokka,
ef það mætti leiða til þess, að
samningar tækjust. Var þetta
tilkynnt samninganefnd ríkis-
stjórnarinnar á sáttafundi í dag.
Framhald á bls. 2.
Bandarilijastjórn gegn
fargjaldalækkun IATA
Einkaskeyti til Mbl. frá AF.
Montreal, Kanada 28. febr.
Bandaríkjastjórn hefur neitað
að veita IATA (Alþjóðasambandi
flugfélaga) heimild til þess að
hækka fargjöld á le'ðum yfir
Atlantsihaf og Kyrrahaf um 5%.
Aðildaiyíélög IATA samþykktu
þessa fargjaldahækkun á fundi
sínum í Chandler, Arizona, sl.
haust, en auk aðildarfélaga IATA
verða ríkisstjórnir viðkomandi
rikja að samþykkja hana.
Jalsmaður IATA í Montreal í
Kanada sagði í dag, að flug-
málastjórn Bandaríkjaima telji
að fargjaldahækkunin mus>
draga úr farþegaflutningd og sam
drátturinn eiga sér stað skömmu
eftir að hún komi til fram-
kværúda. Því munl hækkunin
eklki auka tekjur flugfélaganna.
sina, og áikvörðun Bandaríkja-
anna heldur fast við skoðun
sína, og ákvörðun Bandaríkj-
stjórnar verður ekki hagigað, þá
verðum við að taka málið til ná-
kvæmrar íhugunar áður en við
ákveðum hvað gera skuli“, sagði
talsmaðurinn. Hann bætti því v'ð
að þeir, sem hefðu keypt farmiða
á nýja verðinu er hefði átt að
ganga í gildi 1. a.príl n.k., fengju
firnm prósentin endurgrekid. Að
loíkum sagði talsmaðurinn, að
einstök flugfélög hefðu sent flug
miálastjórn Bandaríkjamna harð-
orð mótmæli og skorað á hana að
leyfa fargjaldahækkunina.
Argoud ofursti
Nýtt sam-
særi OAS
upplýst
Líkur benda til
þess að Argoud
hafi verið rænt
í Munchen
París, Munchen,
28. febrúar (NTB-AP).
FRANSKA lögreglan skýrði
frá þvi í dag, að komizt hefði
upp um enn eina s^.nsæris-
tilraun OAS hreyfingarinnar
í Frakklandi. Samsæri þetta
beindist ekki gegn de Gaulle
forseta heldur forsætisráð-
herra Frakklands, Georges
Pompidou, og Roger Frey
innanríkisráðherra. Var ætl-
unin að ráða þá af dögum sl.
sumar. Ekki komst upp um
samsæri þetta fyrr ' en fyrir
skömmu, þegar lögreglan í
París gerði leit hjá mörgum,
sem grunaðir voru um sam-
starf við OAS. SI. föstudag
fann lögreglan mikið af vopn-
um og skjöl, sem skýrðu frá
samsæristilrauninni sl. sumar,
í fórum sjóliðsforingjans Ge-
orges Busica og bróður hans
Gilles Busica, en þeir hafa
báðir tekið þátt í starfseml
OAS. Auk þeirra voru sjö
aðrir handteknir sakaðir um
þátttöku í samsæristilraun-
inni gegn Pompidou og Frey.
Lögreglan telur, að Busica
sjóliðsforingi hafi verið nán-
asti samstarfsmaður Rene
Sergents fyrrv. höfuðsmanns,
en talið er að hann muni
taka við forystu OAS í Frakk
landi nú þegar Argoud ofursti z
hefur verið handtekinn. I
Lögreglan segir sjóliðsfor-
ingjann hafa játað, að hafa
skipulagt samsæri gegn ráð-
herrunum. Segir hann, að
Sergent og Argoud hafi gefið
honum skipanir um að ráða
Pompidou af dögum sunnu-
dag éinn sl. sumar, er hann
var á leið frá kirkju.
Eins og skýrt hefur verið
frá var Argoud ofursti hand-
tekinn í París sl. þriðjudag,
eftir að maður, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, hafði
I hringt til lögreglunnar og sagt
I henni að OAS foringinn lægi
meðvitundarlaus í bifreið í
nágrenni lögreglustöðvarinn-
ár. Lögreglan fann Argoud
Framlh. á bls. 2