Morgunblaðið - 01.03.1963, Page 8

Morgunblaðið - 01.03.1963, Page 8
8 MORCVTS BL ÁÐIB Föstudagur 1. marz 1963 Brýn nauðsyn bættra sjó- samgangna við Vestfirði Tillaga þriggja Vestíjarðaþingmanna rædd á Alþingi ^ Skal hraða þannig Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í íyrradag flutti Sigurður Bjarna- son framsöguræðu fyrir tillögu, sean hann flytur ásamt Birgi Finnssyni og Kjartani J. Jóhanns syni um bættar samgöngur á sjó við Vestfirði. í tiUögu þessari er lagt til að ítarleg athugun fari fram á því, hvernig bezt verði bætt úr þörf Vestfjarða fyrir öruggar og reglubundnar samgöngur á sjó. þessari athug- að niðurstöður hennar liggi fyrir þegar næsta reglulegt Alþingi kemur saman. Sigurður Bjarnason komst m.a. að orði á þessa leið ér hann mælti fyrir tillögunni: Ófullkomnar samgöngur. Rökin fyrir þessari tillögu eru að sjáifsögðu þau, að sjósamgöng Ur við Vestfirði hafa verið mjög ófullkomnar undanfarin ár og af því hefur leitt margvíslegt óhag- raeði og erfiðleika fyrir atvinnu- lífið og almenning á Vestfjörðum. Eg hygg að það sé ekki ofmælt, að fyrir síðustu styrjöld hafi skipaferðir til Vestfjarða verið fullt eins örar og ábyggilegar og þær eru nú. >á héldu fjögur skipa félög uppi samgöngum þangað, Eimskipafélag ísland, Skipaút- gerð ríkisins, Bergenska gufu- skipafélagið og Sameinaða gufu- Skipafélagið. Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hófust svo flugsamgöngur, sem stórkostleg samgöngubót var að. Hafa þær lengstum verið stundaðar með sjóflugvélum. En síðan hætt var að nota þær hefur flugsamgöng unum aftur hrakað verulega. Er n; svo komið, að ekiki er hægt að tala um öruggar flugsamgöng ur nema við einn stað á Vest- fjörðum, það er ísafjarðarkaup- stað, en þar hefur verið byggð ur nægilega stór flugvöllur til þess að flugvélar Flugfélags ís- lands geta athafnað sig þar. En önnur kauptún og sjávar- þorp á Vestfjörðum mega flest heita flugsamgangnalaus megin- hluta ársins. Við það ástand er að sjálfsögðu ekki unandi og hætt er við því, að langan tíma taki að byggja nægilega stóra flugvelli um alla Vestfirði til þess að trveggja hreyfla flugvélar Flug- félags íslands geti lent þar. Breyting í vændum. * ‘ En sem betur fer eru nú horf- ur á stórfelldri breytingu í þess- um efnum. Hinn ötuli brautryðj- andi á sviði sjúkraflugs hér á landi, Björn Pálsson flugmaður, hefur nú fest kaup á 16 farþega flugvél, sem hann hyggst nota til áætlunarflugs til og frá Vest- fjörðum. Mun hún geta lent á flestum þeim flugvöllum, sem gerðir hafa verið í nágrenni kaup túnanna vestra. Að þessu áætlun arflugi Björns Pálssonar mun verða stórkostleg samgöngubót. >að er því skoðun okkar Vest- fjarðarþingmanna að styðja beri Björn Pálsson eftir fremsta megni til þess að taka ujp og halda við flugsamgöngum við Vestfirði. Að sjálfsögðu mun svo Flugfélag ís- lands halda áfrarn sinni flugþjón ustu við ísafjörð og nágrenni eins og áður. Óleyst vandamál. En sjósamgöngurnar eru ennþá óleyst vandamál. Er því eðlilegt að skyggzt sé um eftir nýjum leiðum til þess að ráða fram úr því. Okkur flm. þessarar tillögu er kunnugt, að nú stendur yfir endurskoðun á allri starfsemi og rekstri Skipaútgerðar ríkisins, þar á meðal fyrirkomulagi strand siglinga, endurnýjun skipastóls og öflun nýrra og hentugri skipa fyrir fyrirtækið. Við teljum því eðlilegt, að athugun verið látin fara fram á því sérstaklega í sam bandi við þessa endurskoðun á starfsemi Skipaútgerðarinnar, hvernig bætt verði úr hinum ó- fullkomnu sjósamgöngum við Vestfirði, hvort það skulj gert með byggingu og rekstri sérstaks Vestfjarðarskips eins og sumir telja að æskilegt sé, eða með öðr um hætti. íbúar Vestfjarða hátt á 11. þús. Á öllum Vestfjörðum búa nú töluvert á 11. þúsund manns. Þar er geysimikil framleiðsla og þrótt mikið athafnarlíf. Flutningaþörf er því mikil. Samkvæmt upplýs- ingum, sem við flm. till. höfum fengið frá Skipaútgerð ríkisins fluttu skip fyrirtækisins árið 1959 4006 farþega til Vestfjarða en 4214 farþega frá Vestfjörðum. Þetta sarna ár fluttu skip Skipa- útgerðarinnar 4197 tonn af vörum til Vestfjarða en 1383 tonn frá Vestfjörðum. Viðkomur á átta að alhöfnum voru þá 473. Árið 1960 eru viðkomur á sömu höfnum 489, vörur fluttar til Vestfjarða 3365 tonn og frá Vestfjörðum 1148 tonn. Farþegar fluttir til Vestfjarða eru árið 1960 3594 en frá Vesfjörðum 3784. Árið 1961 eru viðkomur 475, vörur fluttar til Vestfjarða 4279 tonn en frá Vestfjörðum 1199 tonn. Farþegar fluttir til Vest- fjarða eru þá 3510 en frá Vest- fjörðum 3869. Frá Eimskipafélagi íslands hefi ég fengið þær upplýsingar, að á sl. ári hafi skip félagsins flutt tæp eitt þúsund tonn af vörum til Vestfjarðahafna. Farþegaflutn ingar á vegum Eimskips eru hins vegar hverfandi litlir. Þá hefur og fyrirtæki Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns í Bolungarvík haldið uppi vikuleg um ferðum milli Reykjavíkur og Vestfjarðahafna með 160 tonna skipi nokkur undanfarin ár. Hef ur það bætt verulega úr flutninga þörfinni og jafnan verið full- hlaðið vörum til hinna ýmsu Vest fjarðahafna alla vetrarmánuðina. Þegar vegir hafa opnazt hefur hins vegar dregið verulega úr þessum flutningum. Loks munu skip Skipadeildar Sambands ísl. samvinnufélaga hafa flutt nokkurt magn af vör um til og frá Vestfjarðahöfnum og enn fremur fiskflutningaskip Jökla h.f. Mikil flutningaþörf. Þegar það er athugað að íbúar Vestfjarða eru töluvert á 11. þús. og að þar er mikið athafnalíf og framleiðsla útflutningsafurða, verður það ljóst að flutningaþörf þessa landshluta er mjög mikil. Ýmislegt bendir því til þess að rekstur sérstaks Vestfjarðaskips gæti borið sig. Um það viljum við flm. þó ekkert fullyrða, en teljum eðlilegt að nákvæm athug un fari fram á flutningaþörfinni og hvernig skynsamlegast og ha^ kvæmast verði úr henni bætt. í þessu sambandi leyfi ég mér að vitna til eftirfajandi ummæla í bréfi frá forstjóra Skipaútgerðar ríkisins til eins af flm. þessarar till. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Til hliðsjónar fyrir yður skal þess getið, að m.s. Herjólfur, sem er 516 brúttótonn flutti á sl. ári vöru, 600 tonn af olíu í tönkum og 332 bíla. Reksturskostnaður skiþsins reyndis kr. 6.917.000,00 en tekjur kr. 6.570.000,00 og rekstrarhalli þannig 346 þúsund kr., án afskrifta og þátttöku 1 skrifstofukostnaði“. Það er þannig ljóst, að þrátt fyrir það að Herjólfur hefur á sl. ári flutt hátt á 9. þúsund far- þega og nær 10 þúsund tonn a£ af stykkjavöru, auk töluverða annars varnings, þá hefur orðið verulegur halli á rekstri hans á þessu ár: Þörf raunhæfra úrbóta. Eg tel ekki þörf á að fjölyrða frekar um þessar tillögu. Við flm- hennar teljum brýna nauðsyn bera til, að þær umbætur, sem ó- hjákvæmilega verður að gera á sjósamgöngum við Vestfirði verði byggðar á sem traustustum grund velH og feli í sér sem raunhæf- asta úrbót á ástandinu, eins og það nú er. Vestfirðir hafa búið við skarðan hlut í samgöngumál um. Þeir eru, þrátt fyrir miklar umbætur á síðustu árum langt á eftir í vegamálum og einnig á þvi sviði er því brýn þörf stórra á- taka. Það er von okkar flm. að þessi tillaga megi verða til þesa að ráða fram úr þeim erfiðleik- um, sem Vestfirðingar búa nú 8743 farþega, 9700 tonn af stykkja við um samgöngur á sjó. Hafizt verði handa um byggingu íbúða fyrir aldrað fólk Á FUNDI efri deildar í gær gerði Emil Jónsson félagsmála- ráðherra grein fyrir frumvarpi rikisstjónarinnar um byggingar- sjóð aldraðs fólks, en tilgangur hans er að veita lán eða styrki til að reisa hentugar íbúðir handa öldruðu fólki. Ráðherrann véik í upphafi máls síns að aðdraganda frum- varpsins, en nefnd sú, er samdi það, var kosin í samræmi við ályktun Alþingis í marz 1959, að athugað yrði, á hvei'n hátt unnt væri að búa öldruðu fólki skil- yrði til að' nota starfsorku sína. Skyldi nefndin m. a. taka til athugunar þessi atriði: 1. Stofnun vistheimila .fyrir aldrað fólk og þá, sem skerta starfsorku hafa. 2. Stofnun vist- og hjúkrunar- heimila. 3. Aðild að greiðslu stofn- kostnaðar. 4. Fyrirkomulag á rekstri þess ara heimila. Ljóst var að verkefni nefnd- arinnar var æði víðtækt, enda fjallað um vandamál, sem er sameiginlegt flestum menn- ingarlöndum. — Vár því ákveðið að leita upp- lýsinga erlendis frá, en þar hafa víða nýjar leiðir verið reyndar til úrbóta. Á að hækka hámarksaldur v embættismanna? Rakti ráðherrann síðan þá þró- un, sem orðið hefur vegna breyttra lífskjara, hollustuhátta og framfara í læknavísindum síð ustu hundrað árin. En á tímabil- inu 1860—1950 hefur meðalævl 65 ára fólks á íslandi lengst um 4 ár, og á áratugnum 1940—1950 varð lenging meðalævi 65 ára karla á íslandi um 114 ár og 65 ára kvenna um 14 ár miðað vi8 áratuginn næsta á undan. Jafn- framt hefur hið aldraða fólk haildið starfsorku sinni lengur en áður og varpaði ráðherrann þvl Framlh. á bls. 23. Sjötíu og fimm ára í dag: Stefán Sigurfinnsson Laugarnesvegur, Herskólakampur Laugavegur (milli Vatnsstígs og Barónsstigs) í þessi hverfi, öskast duglegir krakkar eða unglingar til nð bera Morgunblaðið til koupenda Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu Morgunblaðsins, sími 22480 í DAG er Stefán Sigurfinnsson að Viðimel 48, sjötíu og fimm ára. \ Stefán fæddist að Stóru-Vatns leysu, 1. marz 1888. Foreldrar hans voru Sigríður Stefánsdótt- ir, Pálssonar útvegsbónda, og Sigurfinnur Sigurðsson, Jó.nsson- ar útvegsbónda og silfursmiðs, Storu-Vatnsleysu. Ungur nam Stefán trésmiði hjá Jóhannesi Reykdal í Hafn- arfirði ag vann hann við smíðar til 1913 að hann flutti suður í Leiru, en þar hóf hann útgerð á 15 tonna mótorbát, sem hann lét byggja. Sjálfur var Stefán skipstjóri á bátnum. Á þessum árum var mikil ásókn erlendra togara á fiskimið íslendinga, en lítið til varnar. Sumarið 1913 var Stefá'n við landhelgisgæzlu í Garðsjónum og var það oft á- hættusamt verk. Mun landhelgis gæzla þessi vera ein sú fyrsta sem unnin er af íslend‘ngum. Árið 1916 giftist Stefán Jó- hönnu Sigurðardóttur, Þórodds- sonar, Litla-Hólmi, Leiru. Hófu þau búskap að Auðnum á Vatns leysuströnd sama ár. Þar rak Stefán stórt bú ásamt sem hann rak útgerð þaðan á opnum vél- bátum, til ársins 1929, en þá seldi Stefán Auðna og flutti bú- ferlum að Innri-Njarð'VÍk, þar sem hann tók við bústjórn fyrir Eggert Jónsson frá Nautabúi, en Eggert rak þar frystihús, skipa- smíðastöð, olíuverzlun o.fl. Árið 1945 stofnaði Stefán, ásamt tengdasyni sínum og nokkrum skipasmdðum í Njarðvík, Skipa- smíðastöð Njarðvikur h.f., og vann hann við skipasmíðastöð- ina til ársins 1957 að hann flutti til Reykjavíkur. Ýmsum opinberum trúnaðar- störfum hefur Stefán gegnt um ævina. Sat í sýslunefnd Gull- bringusýslu árin 1920 til 192® og aftur 1942 til 1957. í hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepp* og hreppstjóri þar um tíu ára skeið. í sóknarnefnd sat Stefán í nokkur ár, enda trúmaður mik ill og eitt af því sem honum er kærast er Njarðvíkurkirkja, sem hann stóð að endurbygginga á, er hann bjó í Njarðvík. Eins og áður er sagt giftist Stefán Jóhönnu Sigurðardóttur, hinni ágætustu konu og hefur hjónband þeirra verið eins og bezt má vera. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, 5 dætur og einn sonur, en eina dótturina misstu þau á unga aldri. Ég vil að lokum færa Stefánl og konu hans mínar inniiegustu hamingjuóskir í tilefni þessara tímamóta í ævi Stefáns og ósk um að þeim farnist sem bezit á komandi árum. Þau hjónin eru stödd utanbæjar. Vinur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.