Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1963, Blaðsíða 10
10 M O R C V N Ti L A Ð 1 Ð Föstudagur 1. marz 1963 v Landið okkar Fjölmennasti skólinn á mennta setrinu á Laugarvatni er Héraðs- skólinn á Laugarvatni. Hann er og þeirra elztur; tók til starfa haustið 1928, svo að nú er 35. starfsár hans. Þegar mönnum verður hugsað til Laugarvatns kemur mönnum fyrst í hug burstabyggingin, sem hýsir skól- ann. Margir hafa komið þangað að sumarlagi á skemmtiferðalög- um og sumir gist í skólahúsinu. Þar hafa jafnvei verið settar sam an frægar bækur, en það er önn- ur saga. Séð neðan frá vatninu heim að Héraðsskólanum á Laugarvatni (bakhlið skólahússins). Til hægri er íþróttakennaraskóli íslands í viðbyggingu, er fellur ekki sem bezt að burstabyggingunni.Ljósmynd'r: Sveinn Þormóðsson. Þörf á fleiri heimavistarskdlum segir skófastjóri Héraðsskólans a Laugarvatni Benedikt Sigvaldason Við hittum skólastjórann, Benedikt Sigvaldason, að máli ekki alls fyrir löngu og leituðum fregna af skólanum. — Hvað er fjölmennt hjá ykk- ur í vetur? — Við erum með 114 nemend- ur núna í þremur bekkjum. Betokjardeildirnar eru fjórar alls, því að þriðji bekikur er tvískipt- ur: í gagnfr'æðadeild og lands- prófsdeild. — f hvora þriðjubeklkjardeild- ina fara fleiri? — Það er nokkuð jafnt; þó fara ívið færri í landspráfsdeild. T.d. eru 22 í henni núna, en 24 í gagnfræðadeildinni. — Svo að þetta er allt korn- ungt fólk? — Ja, það er á venjulegum gagnfræðaskólaaldri. Yfirgnæf- andi meirihluti er á aldrinum 14 —16 ára. Flestir taka alla bekk- ina, þ.e. fram að unglingaprófi. — Er ekki meira af piltum en stúlkum í skólanum? — Jú, það lætur nærri að hlut follin séu 2 á móti 3. — Eru allir nemendur í heima vist? — Langflestir. Stúlkurnar búa í skólanum, en piltarnir í þremur húsum. 17 nemendur eru þó utan heimavistar, ýmist unglingar, sem eiga heimili hér á staðnum og í dalnum, eða búa hjá vanda- mönnum hér. — Eru nokkur agavandamál i •kólanum? Benedikt Sigvaldason, skóla- stjóri Héraðsskólans á Laugarvatn'. — Nei, þetta er prúður og á- nægjulegur hópur, og sambúðin við hann árekstralaus. — Hvernig er með félagslíf skólanemenda? — Dansinn er nú líklega núm- er eitt. Við höfum talsvert sam- starf við hina skólana á staðn- um um skemmtanir. T.d. er hálfs mánaðarlega haldinn sameigin- legur dansleikur. Málfundir eru haldnir, kvöldvöikur og ýmislegt fleira, svo sem kvikmyndasýn- ingar, en þær eru einu sinni í viku. Við fáum myndir frá Fræðslumyndasafni ríkisins otg sendiráðunum. Vil ég sérstak- lega taka fram, að Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna og Brezka sendiráðið hafa reynzt okkur alveg framúrskarandi vel, og útvegað okkur mikið af ágæt- um myndum. íþróttalif er tölu- vert. Nemendur hafa afnot af malarvelli íþróttakennaraskól- ans, nota vatnið til skautahlaupa á veturna, en skíðaíþróttin er lítið stunduð, enda ekki mikið um skíðasnjó hér. Mörgum verður að neita — Eykst nemendafjöldi hérna? — Nei, við getum ekki tekið við fleirum vegna húsnæðis- skorts. Það er sama sagan hér og í öðrum héraðsskólum, að aðsókn er of mikil miðað við húsnæði. Ekki líður svo vika, að ekki verði að neita mörgum um skólavist. — Stendur til að stækka hús- næðið? , — Nei, engar áætlanir um aukið húsnæði hafa verið gerðar enda húsnæðisörðugleikar meiri annars staðar, t.d. í menntaskól- unum. Annars eru því takmörk sett, hve heppilegt er að hafa skólann stóran. Það er áreiðan- lega þörf fyrir fleiri heimavist- arskóla, ekki endilega stærri. — Verst er, hvað hörmulegt er að geta ekki liðsinnt þeim, sem hafa sára þörf fyrir að fá bér inni. Það eru sorglega margir, sem við verðum að neita um skólarúm, sem þyrftu nauðsynlega að kom,- ast í heimavistarskóla. Athugandi er, hvort Reykjavíkurborg þyrfti ekki að koma sér einhvers stað- ar upp heimavistarskóla. Allir þræðir liggja saman í Keykjavík — Þið bregðið ykikur til Reykjavíkur á hverjum vetri, er ekki svo? — Jú, það er farin ein hóp- ferð, sem tekur um þrjá daga. Þá er farið í leikhús og söfn skoðuð. Gistingin þar er merkileg að því leyti, að þótt langflestir nemend- ur séu utan af landi, hafa þeir alltaf fengið inni hjá ættingjum ag vinum í Reykjavíik. Ég minn- ist þess ekki að nokkru sinni hafi þurft að útvega nemanda gistingu í Reykjavík. Þetta má víðs veggr að úr allmörgur*' sýsl- um landsins, einkum úr sveit- unum. — Hvað eru kennararnir marg ir? — Fimm fastakemiarar auk skólastjóra. — Kenna ekki • sumir við fleiri en einn skóla? — Það er minna um það nú en áður var, þó má t.d. nefna söng- kennarann, Þórð Kristleifsson. — Eru ekki allmikil samsfcipti milli skólanna, héraðsskólans, menntaskólans, húsmæðraskól- ans, íþróttakennaraskólans og jafnvel barnaskólans? — Þau eru margvísleg, t.d. nota þrír skólarnir sama mötu- neyti, þ.e.a.s. héraðsskólans. Nera endur menntaskólans og íþrótta- kennaraskólans snæða í mötu- neyti okkar. Þar er bórðað i Skolastulkurnar í heraðsskólanum ganga þrifalega um heima- vist sína. Þegar komið er upp á stigaskörina hjá þeim, blasir þessi dyngja af úbskófatnaði við. Hvernig hver fer svo að finna sitt, vitum við ekki heita furðulegt, en er þó sönn þjóðlífsmynd, sem sýnir, hvernig allir þræðir liggja saman í Rvík. 70 úr Árnessýslu — Hvaðan eru nemendurnir helzt? — Aðallega af Suðurlandi. í vetur eru 70 af 114 nemendum úr Árnessýslu. Annars eru þeir tveimur hópum og allir bekkir fullsetnir. — Hvernig líkar þér hér á mesta skólasetri í sveit á íslandi? — Ljómandi vel. Ég hef verið hér í tíu ár, þar af skólastjóri síðan um haustið 1959. Andrúms loftið er gott, og sérstaklega gott og farsælt samstarf milli kenn- ara og skóla. Myndin er tekin inni í einu nerbergjanna á heimavist héraðsskólans. Herbergið heit'r Flúdó, en önnur bera svipuð nöfn svo sem Lúdó, Lídó, Limbó, Rómó, og jafnvel Fenjó og Gúttó. Stúlk- urnar eru (frá vinstri): Arnleif Jóhanna Pétursdóttir, Breiðdalsvik í S-Múlasýslu; Borghildur Ásta ísaksdóttir, Gren*vík í S-Þing.; Björk Kristófersdóttir, Grafarbakka í Hrunamannahreppi; Guðbjörg Kolbeinsdóttir, Hamarsholti í Gnúpverjahreppi; Margrét Steinþórsdóttir, Hæl1 í Gnúp verjahreppi; og Jóna Guðmundsdóttir, Grafarnesi á Snæfellsnesi. Þær eru því fjórar úr Árnes- sýslu, ein af Austurlandi, ein að norðan og ein að vestan. Mun sú skipt'ng gefa nokkuð rétta ntynd af upprunahlutföllum skólanemenda. Hlutlausu ríkin sýna hlutleysi í afstöðu sinni til samninga stórveldanna Genf, 26. febrúar — NTB FULLTRÚAR hlutlausu ríkj- anna á afvopnunarráðstefn- unni í Genf efndu til fundar með sér í dag. Þar var ákveð- ið, að þau ríki myndu ekki bera fram neinar málamiðlun artillögur á næstunni, í þeim tilgangi að reyna að flýta fyrir samkomulagi milli stór- veldanna um tilraimabann. Er það nú ríkjandi skoðun fulltrúa þessara ríkja, að slíkar tillögur gætu haft skaðleg áhrif, einy og málin standa nú. Umræður á afvopnunarráð- stefnunni halda áfram á morg- un, en hlutlausu ríkin munu ekki taka þátt í þeim. Þau lönd, sem hér um ræðir, eru Svíþjóð, Indland, Burma, Eþí- óþía, Nígería, Egyptaland, Mexí- kó og Brasilía. Það, sem einkum stendur I vegi fyrir tilraunabanni nú, er deila vesturveldanna og Sovét- rikjanna um það, hve margar eftirlitsferðir skuli leyfðar 4 sovézku landssvæði. Sovétrílkin halda fast við, að aðeins skull leyfðar 3 ferðir sirlega, en vest- urveldin telja, að ferðirnar þurfi a» vera fl“iri eða aUt a* sjö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.