Morgunblaðið - 01.03.1963, Page 12
12
MORCVff BLAÐ1Ð
Föstudagur 1. marz 1963
tltgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson,
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðristræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
TAKA MÁLSTAÐ
RÚSSA
fjað fór svo, að kommúnistar
” hér á landi tóku málstað
Rússa í njósnamálinu. Það er
eins og fyrri daginn, að þegar
íslenzkir og rússneskir hags-
mvrnir rekast á, þá standa
kommúnistar með Rússun-
um, en ekki sinni þjóð.
Strax á fyrsta degi hófust
árásirnar á þann mann, sem
aðstoðaði lögregluna við að
upplýsa njósnamálið. Þótt
Ragnar Gunnarsson hafi um
langt árabil verið flokksbund
inn kommúnisti og þrælað
fyrir „hugsjónina“, eru árás-
ir hafnar á hann um leið og í
ljós er komið, að hann valdi
þann kost að sýna þjóðholl-
ustu í stað þess að vinna að
njósnum fyrir Rússa.
Þessar árásir sýna ljóslega,
að hin kommúníska forysta
hér telur engan mann geta
verið ,,'sósíalista“ nema hann
sé tilbúinn til að svíkja þjóð
sína og þjóna hinum erlendu
húsbændum í Kreml.
Einari Olgeirssyni er meira
að segja svo mikið niðri fyrir,
þegar hann er að skipuleggja
sóknina á hendur Ragnari
Gunnarssyni, að hann glopr-
ar því upp úr sér, að Ragnar
hafi verið í þjónustu Sjálf-
stæðisflokksins árum saman
og samt einn innsti koppur í
búri í kommúnistaflokknum.
Þessi yfirlýsing er eitthvað
það broslegasta, sem sézt hef-
ur á prenti. Samkvæmt henni
ættu menn að geta verið í
kommúnistaflokknum, þótt
vitað sé, að þeir séu erindrek-
ar annars flokks. Trúi því
hver, sem trúa vill.
í gær herðir Moskvumál-
gagnið sóknina á hendur
Ragnari Gunnarssyni og í rit-
stjórnargrein stendur m.a.:
„Og ýmsum mun þykja
hann nokkuð veiðibráður
(Ragnar) að fara þegar að
ýja að því, að raunar eigi
hann engu síður en þjóðhetj-
an Sigurður Ólafsson eins
konar skaðabótakröfu til ís-
lenzka ríkisins fyrir tveimur
tékkneskum langferðabílum,
enda snýr hann sér til lög-
reglunnar einmitt um líkt
leyti og ljóst varð, að stjórn-
arflokkarnir töldu rétt að
greiða flugmanninum svo
sem flugvélarverð af al-
mannafé fyrir þjóðhetjuskap.
Virðist hér í þann veginn að
rísa upp nýr bjargræðisveg-
ur fyrir vissar manntegund-
ir.“
„Þjóðviljinn" hefur þann
sið, að einkenna ritstjórnar-
greinar sínar, en svo kynlega
brá við í gær, að greinin, sem
flutti þennan boðskap, er
ekki einkennd, þó hún beri
öll merki Magnúsar Kjartans-
sonar. Virðist hann því a.m.k.
hafa þá sómatilfinningu að
veigra sér við að leggja nafn
sitt við slík brigzl og dylgjur.
Ragnar Gunnarsson hefur
ekki farið fram á neins*
greiðslu sér til handa. Hann
benti hinsvegar á það, að
Rússar og Tékkar reyndu að
hagnýta sér fjárhags^and-
ræði þau, sem hann var kom-
inn í, einmitt vegna viðskipta
við Tékkana. Það er þessi
uppljóstrun, sem umboðs-
mönnum heimskommúnism-
ans svíður mest og þess vegna
geta þeir ekki stillt sig um
dylgjurnar.
ATHAFNIR
LÖGREGLUNNAR
fjað er aHra góðra manna
*■ mál, að dómsmálastjóm-
in hafi haldið þannig á njósna
málinu, að betur hefði ekki
verið unnt að haga aðgerð-
um. Lögreglan og starfsmenn
sakadómaraembættisins hafa
líka vaxið áð virðingu fyrir
þátt sinn í aðgerðunum.
Menn fagna því eðlilega,
þegar í ljós kemur, að laga
og réttar er gætt svo vel, að
fjandmenn íslenzlca ríkisins
geta ekki vaðið uppi með
moldvörpustarfsemi sína.
Ein undantekning er þó í
þessu efni eins og svo mörg-
um öðrum, þ.e.a.s. þeir menn,
sem gengið hafa erlendu valdi
á hönd og reka skipulega
starfsemi hér á landi í nafni
hinnar kommúnísku „hug-
sjónar“.
YFIRLÝSING
KRÚSJEFFS
T7ins og getið var um hér í
blaðinu í gær birti rúss-
neska fréttastofan „Tass“ yf-
irlýsingu eftir Krúsjeff hinn
28. júní sl. í henni sagði m.a.:
„Aðeins þeir, sem búa sig
undir árás, hafa þörf fyrir að
reka njósnir. Sovétríkin
stuðla að friði um heim allan.
Þau hafa ekki í hyggju að
ráðast á neinn. Þess vegna
hafa þau enga þörf fyrir að
reka njósnir.“
Nú hefur það sannazt, sem
raunar var vitað fyrir, að
Rússar reka hér víðtæka
njósnastarfsemi, fyrst og
fremst um hernaðarmann-
virki. Samkvæmt yfirlýsingu
Krúsjeffs sjálfs er þetta ein-
ungis nauðsynlegt ef menn
hyggja á árás. Þannig er það
élA
W
UTAN ÚR HEIMI
Bók um mannfræði beitt í kyn-
þáttabaráttunni
1 BANDARÍKJUNUM er ver-
i» að deila um bók um mann-
fræði og þróun. Þessi deila
hófst áður en bókin kom út,
en það var á síðasta sumri.
Bókin heitir „Uppruni kyn-
þáttanna“ og er eftir prófess-
or Charleton S. Conn, og hef-
ur verið notuð af ofstækis-
mönnum í Suðurríkjunum til
að færa sönnur á, að negrar
séu óæðri kynþáttur en hvítir
menn.
Deilan magnaðist fyrir
skömmu við það, að félags-
skapur í New York, sem kenn-
ir sig við Charleton Putnam
og er undir hans stjórn,'hefur
tekið að gefa út bæklinga með
nafninu Þróun og kynþættir:
Nyjar sannanir 1962. Um-
ræddur félagsskapur hefur
annars starfað þannig, að
hann ritar bréf til forseta
Bandaríkjanna og ýmissa æðri
stofnana og birtir nokkrum
dögum síðar í dagblöðum Suð-
urríkjanna. Bréfin eru yfir-
leitt um kynþáttamál. Áhrif
þeirra eru lítil norðan Mason-
Dixon línunnar, en fyrir sunn
an eru menn nú farnir að lesa
þróunarkenningap og mann-
fræði allt hvað af tekur. Engu
skiptir þótt margir manrifræð-
ingar gagnrýni alvarlega ýms
atriði í kenningu prófessors
Coons. Prófessorinn hefur
kvartað mjög yfir því opinber
lega, að kenningar hans hafi
verið misskildar, en hinsvegar
var hann búinn að skrifa afar
ógætilegar greinaT um kenn-
ingu sína í dagblöð á síðasta
sumri, þar á meðal áður en
bók hans kom út.
Athuganir á beinleifum
Meira en helmingur um-
ræddrar bókar er notaður til
nákvæmrar athugunar á beina
leifum af mönnum. Þegar
draga á ályktanir af þessum
leifum koma erfiðléikarnir
fyrst til sögunnar. Einn þeirra
er, að menn hafa gefið bein-
um, sem þeir hafa fundið, teg-
undar- og kynkvíslarnöfn, t. d.
Javamaður, Pekingmaður,
Rhódesíumaður, Neandertals-
maður o. s. frv. Hinsvegar eru
nútímamenn allir af sömu
dýrategundinni. Og eftir bein-
um að dæma var ekki mikið
meiri munur á útliti t. d. Java
mannsins og Pekingmannsins
en sumra kynþátfa nútímans.
Mannfræðingurinn og líf-
færafræðingurinn Franz Weid
enreich gerði sér það ljóst
Eru hvítir menn þroskaðri en svartir mannfræðilega séð?
fyrstur manna að jörðin hlýt
ur að hafa alið aðeins eina teg
und manna á hverjum tima, og
prófessor Conn byggir á kenn
ingum Weidenreiohs. Þeir
Weidenreioh og Conn nefna
þá forfeður okkar, sem lifðu
um miðja síðustu ísöld „hinn
upprétta mann“, en nútíma-
manninn „hinn viti borna
mann“ (Homo erectus og
Homo sapiens). Weidenreich
tók eftir, að Javamaðurinn átti
ýmislegt sameiginlegt með
frumbyggjum Ástralíu og Pe-
kingmaðurinn bar svip af mon
gólum. Á þessu er kenning
Coons reist.
Conn skiptir mannkyninu í
fimm kynþætti eða „undir-
tegundir“, sem búa aðallega
á svipuðum slóðum og forfeð-
ur þeirra: Ástralóíða, Mongó-
líða, Kákasóíða (hvíta menn
öðru nafni), Kongóíða (negra)
og Kapóíða (Hottintotta og
Búskmenn).
Urðu „vitibornar"
á mismunandi tímum
Margir mannfræðingar
munu geta samþykkt þessar
kenningar Coons að þessu
marki. En hann segir, síðan,
að hinir „uppréttu tegundir“
hafi gerzt „vitibornar“ hver
í sínum heimkynnum, og á
mismunandi tímum. Þennan
þroska eiga Kakaóíða að hafa
hlotið fyrstir fyrir um það
bil 200 þúsund árum, en
Kongóíðar fyrir um 50 þúsund
árum. Það er ekki um að ræða
að mannkynið hafi komið til
sögunnar í eitt skipti, heldur
fimm! Coon álítur beinaþrosk-
ann og menninguna standa í
beinu sambandi hvort við
annað. Hinsvegar verður hann
að játa, að allt fram til þessa
dags' hafa verið til greinar af
stofni Kákasóíða og Mongóló
íða, sem hafa staðið nánast á
veiðimennsku- og steinaldar-
stigi, enda þótt þeir eigi að
vera þroskaðri en aðrir kyn-
þættir.
Líkamsbygging allra
kynþátta nauðalík
Hinar síðastnefndu kenning-
ar Coons hafa aðrir mannfræð
ingar ekki getað samþykkt.
Líffærafræðilega og erfða-
fræðilega séð er enginn grund-
völlur fyrir þeim. Skipting
mannkynsins í kynþætti fer
algerlega eftir hentugleikum
hvers og eins, og hinir ýmsu
mannfræðingar hafa skipt
mannkyninu í allt frá tveim-
ur kynþáttum til meira en
200. Líkamsbygging allra kyn-
þátta er nauðalík í öllum aðal-
atriðum, og erfðaeiginleikar
þeirra svo líkir, að þeir geta
Framhald á bls 11.
staðfest, að ráðamenn í Kreml
velta því enn fyrir sér að gera
árás á vestrænu lýðræðisrík-
in, þar á meðal ísland.
Verður fróðlegt að sjá hvað
„íslenzkir“ kommúnistar hafa
um þessi orð að segja.
KOSNINGAR
í IÐJU
TVTú um helgina fara fram
kosningar í Iðju. Að
þessu sinni hafa bandalags-
flokkarnir, kommúnistar og
Framsóknarmenn, tekið þann
kost að bjóða fram hver í sínu
lagi. Telja þeir, að á þann
hátt muni þeir samanlagt fá
eitthvað hærri atkvæðatölu
en við sameiginlegt framboð.
Síðan er hugmyndin að leggja
atkvæðin saman og sýna fram
á, að andstæðingar Iðjustjórn
ar hafi styrkzt. -
Þetta tvöfalda framboð
„þjóðfylkingarmanna" ber
þess að vísu vitni, að þ'eir
gera sér grein fyrir því, að
ógjörlegt sé að fella stjóm-
ina í félaginu, en engu að síð-
ur er mikilsvert að Iðjufólk
sýni, svo ekki verði um villzt,
að það vill áfram fylgja kjara
bótastefnunni, en ekki verk-
fallastefnu kommúnista og
F ramsóknar manna.
Stjórn Iðju hefur tekizt £
bæta kjör félagsmanna jafi
og þétt, án þess að nokkui
tíma hafi dregið til vinm
stöðvana. Kommúnistar c
Framsóknarmenn hafa tah
um það, að Iðjufólki hafi ve
ið „færðar kjarabætur á sil
urdiski“ og hefur þótt það hi
mesta ósvinna að ekki skyli
þannig haldið á málum að t
verkfalla dragi.
Það eru þessir menn, sei
bjóðast til að taka að sér fo
ystu í félagi iðnverkqfólk
en það verður áreiðanleg
ekki í neinum vanda að svai
því tilboði.