Morgunblaðið - 01.03.1963, Page 15
15
t Föstudagur 1. marz 1963
«. ^ -----------------------
M O R r. V y R r 4 T) 1 Ð
Pétur Ólafsson:
Ji vihmiýnclciáci £
Erich von Stroheim í hlutverki sinu.
SJÓNHVERFINGIN MIKLA
^ ' (La Grande Illusion),
frönsk, Nýja Bíó.
Leikstjóri: Jean Renoir.
JEAN RENOIR, sonur málarans
heimsfræga Auguste Renoir, er
viðurkenndur sean einn mesti
kvikmyndasnillingur Frakka að
fornu og nýju, en virðist þó ekki
eiga marga aðdáendur hér á
landi, eða þá ályktun gæti maður
dregið ai því að ein af myndum
hans, mjög góð, kvikmynd sem
heitir Skógarferðin (Le Déjeun-
er sur l‘herbe), var vegna lélegr-
i ar aðsóknar sýnd í aðeins tvo
daga í Hafnarbíói fyrir rúmu
, óri. Slíkt styður ekki málstað
þess fólks sem sífellt krefst betri
kvikmynda, eða kannske stafaði
fjarvera þess af því, að það átti
j ekki von á svo merkilegri mynd
i í kvikmyndahúsi sem sýnir yfir-
leitt mjög lélegar myndir.
I Sjónhverfingin mikla (Blekk-
ingin mikla væri miklu réttara
og betra nafn) var á heimssýn-
i ingunni í Briissel 1958 kjörin ein
af 12 beztu kvikmyndum sem
I gerðar hafa verið og er kunnasta
I kvikmynd Renoirs. Hún hefur til
: skamms tíma einnig verið talin
i bezta kvikmynd hans, eða þar
; til Le Régle du Jeu (1939), sem
j skemmd var í klippingu þegar
| hún var fyrst sýnd, kom fram í
dagsljósið fyrir skömmu í sinni
j réttu mynd eins og Renoir ætlaði
j henni að vera og er hún nú talin
standa miklu framar Sjónhverf-
ingunni. Vafasamt er einnig að
telja Sjónhverfinguna meðal 12
beztu kvikmynda fyrr og síðar,
þó að hún sé mikil mynd, en til
þess eru gallar hennar of áber-
andi í dag, sérstaklega hvað hún
er of langdregin.
Sjónhverfingin mikla er um
fyrri heimsstyrjöldina, en er þó
engin venjuleg stríðsmynd. í
henni eru engir bardagar, skot-
glamur eða hersýningar, heldur
lýsir hún áhrifum stríðsins á þá
sem neyddir eru til að taka þátt
í því, hugmyndir þeirra og líf.
Mest áberandi í kvikmyndinni,
eins og flestum myndum hans, er
skilningsrík sambúð. Allir eiga
sér einhverja málsbót, enginn í
heimi er fullkomlega góður eða
fullkomlega vonur, enginn hefur
algjörlega á réttu að standa eða
algjörlega á röngu. Kvikmyndir
hans eru, þrátt fyrir nokkra svart
sýni, ríkar af þeirri mannúð, sem
þessar skoðanir hans eru sprottn-
ar af. Sjónhverfingin mikla er
þrungin þessari mannúð hahs og
góðlátlegri hlýju og kímni.
Eins og áður er getið er kvik-
myndin full langdregin og er það
helzti galli hennar. Og þó að
ýmis vandamál sem hún tekur til
meðferðar séu úr sögunni, eru
áhrif hennar mikil og hún ber
furðulega lítil merki þess að vera
gerð árið 1937.
Aðalleikendur eru Erich von
Stroheim, Jean Gabin og Pierre
Fersnay og er leikur þeirra
mjög góður. Erich von Stroheim,
sá mikli persónuleiki er hér í
sínu allra bezta hlutverki og
vegna hans eins væri myndin
mjög þess virði að sjá hana.
Aftur á móti er Dita Parlo mjög
óeðlileg í hlutverki hinnar þýzku
bóndakonu, sem sjcýtur skjól-
húsi yfir frönsku flóttamennina
og var mikill munur að sjá hana
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags
Strandasýslu^ var haldinn í
Hólmavík föstudaginn 26. janú-
ar. Var fundurinn fjölsóttur og
komu nokkrir félagsmenn langt
að. Starfssvæði félagsins er
Strandasýsla sunnan Árnes-
hrepps, en þar er starfandi ann-
að Sjálfstæðisfélag. Auk þess er
starfandi í sýslunni „Ingólfur“,
félag ungra Sjálfstæðismanna.
Sjálfstæðisfélag Strandasýslu
stóð í sumar fyrir Héraðsmóti
í L’Atalante í Filmíu nýlega.
Ég vil eindregið hvetja fólk
sem áhuga hefur á kvikmynda-
list, að sjá þessa kvikmynd og
draga það ekki, því að henni mun
ekki ætlaður lengri sýningartími
Sjálfstæðismanna í sýslunni og
var það fjölsótt.
Á aðalfundinum var stjórn
félagsins endurkosin, en hana
skipa: Séra Andrés Ólafsson,
prófastur í Hólmavík, formaður,
Kristján Jónsson, kennari, Hólma
vík, frú Sjöfn Ásbjörnsdóttir,
kennari, Hólmavík, Guðjón
Jónsson, bóndi á Geststöðum og
Magnús Guðmundsson, afgreiðslu
maður á Drangsnesi.
Þá voru kosnir eftirtaldir full-
trúar félagsins í Fulltrúaráð
Sjálfstæðisfélaganna í Stranda-
sýslu: Jörundur Gestsson, Hellu,
Jakob Þorvaldsson, Drangsnesi,
Magnús Guðmundsson, Drangs-
nesi, Vígþór H. Jörundsson,
Friðjón Sigurðsson, Kristján
Jónsson og Þórarinn Ó. Reyn-
dal, allir í Hólmavík, Jóhann
Rósmundssön, Gilsstöðum, Ingi-
björg Jónsdóttir, Gestsstöðum,
Guðbrandur Benediktss., Brodda
nesi, Jón Lýðsson, Skriðnesenni
og Jón Kvaran, Brú, en formað-
ur félagsins séra Andrés Ólafs-
son, er sjálfkjörinn sem eiim
stjórnarmanna í stjórn Fulltrúa-
'ráðsins.
(Þeir Jörundur Gestsson og sét a
Andrés Ólafsson voru kjörnir
fulltrúar félagsins á Landsfund
Sjálfstæðisflokksins, sem hald-
inn verður í Reykjavík dagana
18.—2il. apríl n.k.
Að lo'knum venjulegum aðal-
fundarstörfum talaði Högni
Torfason, erindreki Sjálfstrcðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæmi,
um stjórnmálaviðhorfið.
Biskup í F ærey jum
Einkaskeyti til M*bl. frá
Kaupmannahöfn 7. febr.
í DAG var samþykkt frumvarp
til laga um að stofnað verði
vísibiskupsembætti í Færeyjum.
Var frumvarpið samþykkt við
fyrstu umræðu í þinginu af öll-
um flokkum- Frumvarpið er
byggt á samþykkt lögþings Fær-
eyja frá 21. apríl 1961. Sam-
kvæmt samþykkt lögþingsins á
vísibiskupinn að hafa aðsetur á
Syðri- Straumey og er lagt til
að J. Joensen prófastur í Þórs-
höfn verði fyrsti biskupinn, en
síðan fari biskupskjör fram eins
og tíðkast í Danmörku. Lögð
var áherzla á það í samþykkt
lögþingsins að biskupinn yrði
vígður í Færeyjum.
Rytgaard.
en til dagsins í dag.
Pétur Ólafsson.
Aðalfundur Sjálfstæðis-
félags Strandasýslu
f
f
Gaffallyftivagn óskast
til leigu í 3—4 vikur. — Upplýsingar í síma 20110.
N Ý K O M I Ð
Þakjjárn
'7 — 12 fet.
J.B. PÉTURSSON
BLIKKSMIÐJA • STALTUNNUGERÐ
járnvöruverzlun
Sími 15300.
Til sölu m.a.
góð tveggja herbergja íbúð við Snorrabraut,
hitaveita, góð geymsla.
MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson, hrl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14. — Símar 17994 og 22870.
Utan skrifstofutíma sími 35455.
Afgreiðslufólk
Viljum ráða nú þegar duglegt og ábyggilegt fólk
til afgreiðslustarfa í kjörbúðum og söluturni, bæði
konur og karla.
UppL á skrifstofunni Vesturgötu 2, ekki í síma.
AUSTURVER HF.
Höfum breytt tilhögun nám-
skeiða skólans.
Nú gefst stúlkum tækifæri að
sækja sérstök námskeið, sem
aðeins eru ætluð tilvonandi
sýningarstúlkum.
Hin margeftirspurðu fram-
haldsnámskeið verða
á fimmtudögum kl. 9 til 11
eftir hádegi.
Snyrtinámskeið þriðju-
daga og fimmtudaga
kl. 6:45 — 8:45 e.h. / '
t í z ku-
skólinn
Laugaveg 133. Sími 20743
KONUR Á ÖLLUM ALDRI
Erum að byrja með ný
tveggja mánaða kvöld-
námskeið, sem verða
þrisvar í viku.
Margar nýjungar.
Upplýsingar í síma 20743.
TÍZKUSKÓLINN.
Sími 13475.