Morgunblaðið - 10.03.1963, Blaðsíða 13
MORCVNBL4ÐIÐ
13
Sunnuáagur 10. marz 1963
Glæsileg
salarkynni
í HINNI miklu bændahöll á Mel-
unum eru mörg glæsileg salar-
kynni. Gestaherbergin bera af
öðrum, sem hingað til hafa sézt
í gistihúsum hér á landi og þótt
yíðar væri leitað. Úr veitinga-
salnum á efstu hæð er vítt og
fagurt útsýni yfir Reykjavík og
umhverfi hennar. Sjálfur er sal-
urinn viðfeldinn og vel búinn
öllum nauðsynjum til veitinga.
I>á er hinn mikli veizlusalur, sem
tekinn var í notkun fyrir síðustu
helgi, að ýmsu tilkomumeiri en
menn eiga hér að venjast. Auð-
sætt er, að í engu hefur verið
til sparað.
* Ekki verður um það deilt, að
vistarverur Hótels Sögu skara
fram úr öðrum sinnar tegundar
hér í bæ með svipuðum hætti og
Bændahöllin.
REYKJAVÍKURBRÉF
Bifröst í Borgarfirði gerir
um gisti- og veitingastaði úti
á landi. Öruggt er, að margir,
bæði innlendir og erlendir menn,
eiga eftir að hafa augnayndi af
að koma á þessa staði og von-
andi verður líðan þeirra ætíð
jafngóð og hinum ytra umbún-
aði sæmir.
Um margt að velja
Reykvíkingar mega vera þakk-
látir þeim, sem með svo mikl-
um myndarbrag hafa bætt úr
gistihúsaþörf borgarinnar. Oft og
lengi hefur verið um það rætt,
að nauðsyn væri á nýju stór-
átaki í þessum efnum. Hótel
Borg er nú orðin 33 ára gömul
og var reist þegar ferðamanna-
fjöldi hér var miklu minni en
nú og allar aðstæður ólíkt fátæk-
Iegri. Þó að stofnandi Hótels
Borgar hafi að Iokum hagnazt á
þeirri eign sinni, þá er vitað að
rekstur hennar gekk oft erfið-
lega.
Erfiðleikar á gistihúsrekstri
eru ekkert sérkenni fyrir Island.
Oft hefur verið sagt, að rekstur
xneiriháttar gistihúsa erlendis
kæmist þá fyrst á fjárhagslega
tryggan grundvöll, þegar þau
væru búin að skipta einu sinni
eða þó öllu heldur tvisvar um
eigendur, með þeim hætti að
frumkvöðlarnir hefðu tapað veru
legu fé á framtaki sínu. Ef til
vill eru slíkar sagnir orðum aukn
ar. Of mikið mun þó vera til í
þeim, því að víða ganga þær
manna í milli. Því þakkarverð-
ara er, að menn, sem mörgum
þörfum hafa að sinna og um
margt áttu að velja, skuli hafa
kosið að skattleggja sjálfa sig í
þessu skyni.
Voru ekld að
spurðir
Það má að vísu segja, að bænd
ur hafi ekki verið spurðir að því,
hvort þeir vildu taka á sig gjald-
ið, sem runnið hefur til að koma
bændahöllinni upp og allar líkur
benda til að á þurfi að halda til
að standa undir hallarekstri óá-
kveðinn tíma. Því var þvert á
móti hafnað á Alþingi að bera
málið undir bændur sjálfa eða
samtök þeirra heima í héraði. En
gjaldið var lagt á samkvæmt ósk-
um heildarsamtaka bænda, sem
þeir sjálfir kjósa fulltrúa til. Sá
metnaður bænda, að vilja láta
fyrirtækið heppnast úr því að í
það var ráðizt, er í senn skilj-
anlegur og loísverður.
Forráðamenn SÍS en ekki ein-
stakir meðlimir samvinnufélag-
anna hafa ráðið byggingu og
rekstri Bifrastar. Innan þeirra
•amtaka er lýðræðið ekki svo
Laugard. 9. marz.
fullkomið sem skyldi, og upp-
byggingin svo flókin, að einstak-
ir meðlimir eiga erfitt með að
átta sig á hvað um er að vera
og láta að sér kveða. Fríðindi í
sköttum og sú staðreynd, að
forráðamennirnir eru ekki að
ráðstafa eigin fé heldur óper-
sónulegu auðmagni, gera þá ó-
háðari í ákvörðunum en hina,
sem ýmist fara með eigið fé eða
þurfa að bera ábyrgð beint fyr-
ir kjósendum.
Á þetta er bent, ekki til gagn-
rýni heldur til skilnings á, að
einmitt þessi félagssamtök ráðast
í framkvæmdir, sem hvorki ein-
staklingar hefðu lagt sitt eigið
fé í né Alþingi samþykkt að
verja fé úr ríkissjóði til áð fram-
kvæma. Þó að framkvæmdirnar
séu þannig gerðar á annarra
kostnað sýna þær engu að síð-
ur stórhug og bæta úr þörf, sem
ella hefði ekki verið fullnægt í
bráð.
Stjörnarskár-
brot?
En skrítið er, að þegar Bún-
aðarþingsmenn eru nýkomnir úr
fyrstu veizlunni í hinum glæstu
salarkynnum Sögu, þá skuli þeir
samþykkj a, að það jaðri við
stjórnarskrárbrot, að á bændur
sé lagt gjald til að byggja upp
búnaðarsjóðina. Þörfin á nýju
gistihúsi í Reykjavík og glæstum
veizlusölum kann að vera brýn,
en nauðsynin á búnaðarsjóðun-
um er þó óneitanlega brýnni.
Framsóknarmenn höfðu skilizt
svo við þá sjóði, að gjaldþrot
þeirra var fyrirsjáanlegt, ef ekki
var að gert. Þar dugðu engin
vettlingatök, ef ekki átti að
stefna út í augljósa ófæru. Af
gjaldþroti sjóðanna hefði leitt
stöðvun á uppbyggingu og fram-
kvæmdum bænda um land allt.
Flestir viðurkenna að efla beri
landbúnaðinn og telja ekki eftir
sér að leggja sitt af mörkum til
þess. En alveg eins og sjávarút-
vegurinn hefur lengi verið gjald-
lagður til að byggja upp sína
sjóði, þá er eðlilegt að bændur
greiði nokkuð í þá sjóði, sem
þeim eru eingöngu ætlaðir.
Þetta er því sjálfsagðara, sem
meginhluti árlegs framlags á að
koma frá öðrum en bændum.
Forvígismenn iðnaðarins óska
sjálfir eftir ,að gjald verði lagt
á framleiðslu þeirra til eflingar
iðnlánasjóði. Eiga framlög frá
öðrum í þann sjóð þó að verða
smáræði miðað við það, sem lög-
fest hefur verið um búnaðar-
sjóðina.
Þegar á allt þetta er litið, verð
ur ekki annað séð en Framsókn-
armennirnir á Búnaðarþingi séu
að hæðast að sjálfum sér, er þeir
fárast yfir stjórnarskrárbroti
vegna gjaldsins til búnaðarsjóð-
anna, eftir að þeir hafa sjálfir
fengið lögfest sams konar gjald
til byggingar glæsihallar og
veizlusala í Reykjavík.
Mesta
óhamingjan
Á þeim stutta tíma, sem liðmn
er frá því að veizlusalur Hótels
Sögu var tekin í notkun, er búið
að halda þar margar ræður og
ótaldar eru þær, sem héðan í frá
verða fluttar þar. Um ræður er
deilt ekki síður en annað, en víst
er að ræðan sem Gunnar Gunn-
arsson flutti á Fressuballinu verð
ur mörgum umhugsunarefni. Al-
vöruþungi þessa óvenju heil-
steypta manns hlaut að hafa djúp
áhrif á alla þá, sem á hann
hlýddu. Hann rakti í örfáum orð
um þróunina frá bjartsýni alda-
mótaáranna þrátt fyrir bágar
ytri aðstæður til auðlegðar nú-
tímans, þegar þær blikur eru á
lofti, sem enginn veit hvað úr
kemur. Gunnar telur, að á þess-
um árum hafi mesta óhamingja
mannkynsins borið að.
„Ævaforn reynsla sannaðist, sú,
að byltingin uppetur börnin sín.
Dómur sögunnar hygg ég muni
verða sá, að mesta óhamingja
mannkynsins til þessa hafi verið,
hvernig málin þróuðust í Rúss-
landi. Bylting vekur gagnbylt-
ingu. Þess varð vart víða um
heim, hremmilegast í djöfulæði
heimsstyrjaldarinnar síðustu. Út-
koman, að.. hvar sem vér ann-
ars erum stödd ,og hvenær, er-
um vér ætíð öll með tölu stödd-
á nöf Nástrandar.
Það er mikil Guðs gjöf það eitt,
að vera til, koma út undir bert
loft að morgni dags og anda
að sér. Ég gat þess áðan, að mér
finnst forvitnilegt að sjá hverju
fram vindur. Það er ekki lítils
virði að hafa lifað þá sólarhringa
einn eða tvo síðastliðið haust, er
mannkynið stóð samhliða nær
heljarþröminni en nokkru sinni
áður — og hrökk ekki fram af.
Furðulegt hve fáir virtust gera
sér ljóst, hversu gífurleg hættan
var. Eru menn orðnir svona
miklar hetjur? Eða svona sljóir?“
Ofmælt?
Sumum finnst vafalaust, að
skáldið kveði of sterkt að orði
um óha-mingju þá, er stafi af
sigri kommúnismans í Rússlandi.
En óneitanlega færir hann sterk-
rök fyrir sínu máli. Hvorki fas-
ismi né nazismi hefðu orðið til,
ef kommúnisminn hefði ekki
verið kominn á undan. Allir eru
þessir þrír „ismar“ sprottnir af
sömu rót. í sameiningu bera þeir
ábyrgð á síðari heimsstyrjöldinni.
Kjarnorkusprengjurnar, sem í
haust ógnuðu allri heimsbyggð,
eru bein afleiðing hennar. Þá
mátti litlu muna að hafin væri
gereyðingarsty-rjöld gegn öllu lífi
á jörðinni.
Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi.
Hættan er svo gífurleg, að í
henni felst helzta vonin. Og víst
væri það efni til gleðifundar, eins
og Gunnar Gunnarsson sagði, ef
hinn rússneski einvaldur lærði
svo af reynslunni, að hann ynni
til friðarverðlauna Nóbels. Til
þess þarf mikla hugarfarsbreyt-
ingu. En hið ólíklegasta getur að
borið. Ádeilur Kína-kommúnista
á Krúsjeff spretta fyrst og fremst
af því, að þeir telja hann of
mikinn friðarsinna. Það er þess
vegna sem þeir líkja framkomu
hans í Kúbamálinu við samn-
inga Chamberlains í Múnchen.
Þann samanburð gera þeir
Krúsjeff til skammar. Rétt er
það, að undanhald Krúsjeffs í
Kúbu var enn augljósara en upp
gjöf Chamberlains fyrir Hitler á
sínum tíma. Engu að síður var
undanhaldið Krúsjeff til sóma.
Betra er að sjá að sér, þótt á
seinustu stund sé, en vaða á-
fram í villu og svima.
N jósnar Sovét-
sendiráðið um
Sósíalista-
flokkinn?
Innbyrðis deilur kommúnista
kunna að valda þáttaskilum.
Einnig í okkar litla landi hafa
þær sín áhrif. Jóhannes skáld
frá Kötlum telur það eitt dæmi
um „vinstri aumingjask-ap", að
kommúnistar á íslandi skuli
skiptast í Kínasinna og Krúsjeffs-
menn. Úr því að Katlaskáldið
hefur opinberlega orð á klofn-
ingnum, er alveg víst, að ekki
er friðvænlegt í flokksdeildinni.
í skrifum sínum um njósnir
Sovét-sendiráðsmannanna tevggj a
hefur Þjóðviljinn og hvað eftir
annað vikið að því, að af hálfu
Sovét-sendiráðsins hafi verið
haldið uppi njósnum innan Sósíal
istaflokksins íslenzka. f þessu
sambandi skiptir það ekki öllu
máli, að flestir hafa skilið frá-
sagnir af Sovétnjósnunum á ann-
an veg. Ókunnugum virtist auð-
sætt, að Sovétsendimennirnir
væru svo heimavanir í röðum
sósíalista eða kommúnista hér, að
þeir þyrftu ekki neitt um þá að
njósna. Það væri einmitt vegna
kunnugleikans, sem þeir leituðu
í þann hóp til að fá aðstoð til
njósna um aðra. Vera kann, að
dylgjur Þjóðviljans séu ein-
ungis settar fram í þeim tilgangi
að draga athyglina frá þessu og
reyna að leyna því nána sam-
bandi, sem atvik málsins gefa til
kynna að sé á milli einstakra
Sovéts-sendimanna og kommún-
istaflokksins. En hugsanlegt er,
að hér búi meira á bak við. Svo
sé komið, að Kínadindlarnir ótt-
ist ofsóknir af hálfu Sovétsinna.
Líklegasta skýringin á átökunum
á síðasta flokksþingi var einmitt
sú, að þar hefðu SÍA-menn rutt
Maosinnum, svo sem Brynjólfi
Bjarnasyni, Kristni Andréssyni
o. fl., úr vegi. Hvað sem um það
er, þá er ljóst, að njósnamálið
hefur valdið meira en lítilli trufl-
un innan flokksdeildarinnar.
Komið við kvikuna
Skrif Þjóðviljans sýna, að með
uppljóstran njósnamálsins hefur
verið komið við kvikuna hjá
kommúnistum. Einn daginn nú í
vikunni var þar rætt um njósnir
í ekki færri en þremur greinum.
Á annarri síðunni segir Austri:
„Að sjálfsögðu vita Bretar full-
komlega hvers þeir mega vænta,
án þess að sendiráð þeirra þurfa
að leggja sig í framkróka við
njósnirnar“.
Á fimmtu síðu segir Jóhannes
úr Kötlum:
,,En meðal annarra orða:
hvernig stendur á þvf að svo
lítt skuli bóla á amerískum
njósnum hér á íslandi?“
Kommúnistum svíður, að það
skuli vera þeirra húsbændur
einir sem uppvísir eru að skað-
ræðisverkum, sem ekki er hægt
að kenna neinum öðrum.
'En bíðum við. Á sömu síðu og
grein Katlaskáldsins birtist önn-
ur eftir „flokksfélaga“, þar sem
kvartað er undan því, að ein-
hverjir séu „spjaldfærðir í er-
lendu sendiráði", og sýnist þá
haldið þveröfugu fram við það,
sem Katlaskáldið og Austri höfðu
áður fullyrt!
Aumingja mennirnir vita ber-
sýnilega ekki sitt rjúkandi ráð.
Gagnkvæm
vonbrigði
Það er fleira en njósnirnar
einar, sem valda geðtruflunum
kommúnista um þessar mundir.
Oft er það svo, að menn eiga
erfitt með að átta sig á hvað
úrslit kosninga í einstökum verka
lýðsfélögum segja raunverulega
um fylgi flokkanna. Sumum
blöðum er tamt að lita svo frá-
sagnir sínar, að ókunnugir eiga
erfitt með að gera sér grein fyrir
hvað gerzt hefur. Eðlilegt var að
ýmsir spyrðu hvað Jæra mætti
af úrslitum Iðjukosninganna. Sá,
sem lesið hefur stjórnarandstöðu
blöðin þessa viku getur samt
ekki verið í vafa um, hvað í úr-
slitunum felst. Tíminn og Þjóð-
viljinn hafa skrifað hverja grein-
ina eftir aðra, ekki til að hælast
yfir sameiginlegum ávinning,
heldur til þess að nagga út af
hvorir hafi orðið fyrir meiri von-
brigðum!
Ólílegt er annað en þeir eigi
báðir enn meiri vonbrigði í vænd-
um áður en langt um líður.
7 skip með
ferðamenn
i sumar
BÚIÐ er að semja um komu 7
ferðamannaskipa hingað til lands
í sumar. Skipin koma flest frá
Bandaríkjunum, en tvö þeirra
frá Evrópu.
Erlendir ferðamenn, sem hing
að komu í fyrra munu hafa ver
ið milli 14 og 15 þúsund talsins,
en um 4000 þeirra komu með
ferðamannaskipunum.
í sumar koma svo fjögur skip
frá Bandaríkjunum og eitt þeirra
í tvígang. Skipin eru Gripsholm
Caronia, Brazil og Argentina,
sem kemur 2 ferðir. Skipin frá
Evrópu hafa ekki áður komið
hingað, en þau eru stærsta ferða
mannaskip Þjóðverja, Bremen,
sem kemur með um 800 farþega
og tefur hér heilan dag, og Akro
polis, sem er grískt, en kemur
hingað mestmegnis með Frakka
og Þjóðverja.