Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 3

Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 3
> Þriftiudagur 12. marz 1963 MORGUNRT. 4 Ð 1 B 3 SÍÐASTLIÐINN föstudag fann bóndinn á Breiðabóls- stað á Skógarströnd örn í dýraboga, er hann hafði lagt ekki langt frá bæ sín- um. Öminn var nokkuð hart leikinn, en óbrotirjn og tók bóndi hann og fór iofti til hreiðurs síns í ,••• • $ííScW iwi&íw v íc •• /V . / y^™ Dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur við myndatöku af erninum. Daníel hafði farið daglega inn að vatni að vitja um bog- ann og fengið í hann 8 dýr, refi og minka auk nokkurra hrafna. Er hann á föstudag- inn kom inn eftir var örn fastur í boganum og hafði barizt þar um, enda dasaður orðinn. Var hann blautur og bólginn á hægra fæti. Daníel brá fyrir sig jakka sínum og tók fuglinn úr boganum, enda vildi hann hvorki eiga undir kjafti hans eða klóm. Fór hann síðan heim með fuglinn og setti hann í hlöðu, er gef- ið hafði verið úr í vetur svo nægilegt rúm var þar fyrir „einn örn“, eins og hann sagði. Þar var örninn svo í geymslu þar til sunnanmenn komu að skoða hann og var hann þá þurr orðinn og virt- ist allvel hress. Borinrí hafði verið fyrir hann nýr fiskur og nýtt lambakjöt og gerði hann kjötinu góð skil, en mat fiskinn að engu. — Eru ernir í námunda við ykkur þarna á Skógarströnd- inni? spurðum við Daníel. — Já. Heita má að við sjá- um þá daglega, enda eiga þeir hreiður í fjallinu Háskerð- ingur, sem er beint upp af bænum Dröngum. Einnig leiddu arnarhjón unga út ekki alls fyrir löngu í Narfeyrar- hlíð. — Veitir örninn ykkur þá ekki þungar búsyfjar þarna á Skógarströndinni? spyrjum við. — Hann hefir einhverjar skráveifur gert með lamba- drápi á vorin, en ekki svo við vitum til stórskaða. — Hvernig bar örninn sig að eftir að þið slepptuð hon- um á túninu. — Hann var þar um tveggja klukkustunda skeið og virtist “æfa þar flugtak, en fór skammt í senn. Hlífði fætinum til að byrja með, en nokkru eftir að þeir sunnan- menn fóru, hóf hann sig til flugs og við sáum hann taka hátt flug til vesturs í átt til Háskerðings. . ★ I gær náðum við tali af dr. Finni Guðmundssyni fugla- fræðingi og spurðum hann nokkurra spurninga um ferð hans. — Hvað teljið þér fuglinn gamlan? — Það er ekki hægt að sjá nákvæmlega, en hann er full- orðinn, því stél hans er hvítt orðið, sem er merki þess að hann sé ekki ungfugl. Framh. á bls. 8. með heim og gerði vel til hans, en tilkynnti fundinn til fuglaáhugamanna í Reykjavík. Erninum var sleppt síðari hluta sunnu- dags, er sýnt þótti að hann mundi geta bjargað sér af eigin rammleik. B — dýraboginn opinn A — klemmdur um fót Fréttamaður blaðsins hringdi að Breiðabólsstað sL sunnudag og hafði tal af hús- móðurinni þar, frú Valgerði Guðjónsdóttur, því bóndi hennar var þá úti að ganga við fé. Örninn hafði það þá égætt, flögraði um í hlöðunni og hafði etið af mat þeim, er fyrir hann var borinn. Svo háttaði til að um mán- •ðamótin nóv.-des. hafði dýr- bítur lagzt á kind, sem Daníel bóndi Njálsson á Breiðabóls- Stað átti, inni við vatn, sem nefnist Breiðabólsstaðarvatn. Bóndi taldi rétt að láta hræ kindarinnar liggja og setti við það dýraboga. Frá áramótum hafa 3 tófur og 5 minkar lent í dýraboganum, enda hefir Daníel vitjað hans daglega. Svo er frá gengið að dýrin fótbrotna ekki í boganum, heldur festast og eru því af- lífuð með skotvopni er að er komið. Er Daníel vitjaði bogans sl. föstudag sat örn í honum blautur og illa leikinn. Tók bóndi örninn með sér heim og setti í hlöðu en tilkynnti til Reykjavíkur um atburð þenpa, ef fuglafraeðingar og fuglaáhugamenn hefðu löng- un til að rannsaka hann. ★ Dr. Finnur Guðmundsson var ekki heima á laugardag fyrr en að kvöldi og hafði Birgir Kjaran alþingismaður þá samband við hann og hafði gert ráð fyrir að fljúga vest- ur og bauð dr. Finni að koma með. Þeir héldu síðan vestur laust fyrir hádegi á sunnu- dag og komu til Breiðabóls- staðar að tveimur tímum liðn- um eftir hálfrar stundar flug og hálfs annars stundar akst- ur í jeppum, því vegur var slæmur inn Skógarströndina. Með. í för þeirra Finns og Birgis voru sýslumaðurinn í Stykkishólmi svo og Vilhjálm ur bóndi og stærðfræðingur á Narfeyri. í gær átti blaðið samtal við Daníel bónda Njálsson og spurði bann hvernig þennan atburð hefði borið að. ★ Daníel bóndi Njálsson með fuglinn í fanginu. (Myndirnar tók Birgir Kjaran). Kommúnísk fölsun Kommúnistablaðið hér á landi hefur líklega verið farið að öf- unda Tímann af snilld hans við fréttafölsun, a.m.k. birti það s.l. miðvikudag mynd, sem það hefur augljóslega tekið úr tíma ritinu LIFE. Undir þeirri mynd stendur eftirfarandi: „Eins og kunnugt er eru fjöl margir bandarískir hermenn í Suður-Víetnam og aðstoða Diem einræðisherra við að berja nið- ur frelsishreyfingu þjóðarinnar. — Myndin sýnir slíkan her- mann, sem ógnar ungum pilti að hræða hann til þess um skæruliða.“ Á andlitssvip mannsins á myndinni í LIFE sézt greinilega, að hann er ekki af hvítum stofni, en hinsvegar hefur „Þjóð- i viljinn" augljóslega krotað ofan á andlitsdrætti mannsins, þannig að ekki er hægt að átta sig á þessu, þótt myndin í þvi blaði se þriggja dálka.' í LIFE ségir lika að það sé Víetnam-maður, sem ógni fanganum, en ekki bandarískur hermaður, eins og Moskvumólgagnið heldur fram. LIFE skýrir einnig frá því, að það sé verið að krefja fangann sagna um falin vopn, en ekki „að ljóstra upp um skæruliða" eins og kommúnistablaðið segir, og Xoks skýrir svo LIFE frá því að fanginn hafi engu svarað og þá ekki verið gert mein, heldur tekinn til fanga. Morgunblaðið verður að játa, að þarna hefur „Þjóðviljanum“ tekizt að slá Tímann út. « Orðnir skelfdir Það leynir sér ekki, að Fram- sóknarmenn eru nú orðnir skelfd ir út af kosningunum, sem fram undan eru. Framan af kjörtíma bilinu töldu þeir sig standa vel, að vígi, því að menn tryðu stór- yrðum þeii-ra um „samdrátt“, „kreppu“, „móðurharðindi af manna völdum“ og hvað það nú allt saman hét. Nú gera þeir sér hinsvegar grein fyrir því að' engu af þessu er lengur trúað og öll stefna þeirra og stóryrði er fallið um sjálft sig. Velmegun er meiri hér á landi en nokkru sinni áður, atvinna hefur aldrei verið jafn mikil og afkoman aldrei jafn góð. Ennþá verra finnst Framsóknarmönnum þó það, að landsmenn gera sér nú grein fyrir því, að traustur grund völlur hefur verið lagður að enn stórstígari framförum í framtíð- inni, og þess vegna mun fólkið ekki vilja hætta á það að fórna öllu því, sem áunnizt hefur. Gildir sjóðir S.l. sunnudag má lesa hræðslu Framsóknarmanna milli línanna í ritstjórnargrein í Tímanum. Þar er talað um „að vorið 1963 verði peningasælt og loforða- sælt“, „mikið fé hefur safnazt í atvinnuleysistryggingarsjóð“, segir á öðrum stað, og loks stendur þetta: „Þess vegna er því spáð, að fyrir kosningarnar verði farið að veita úr þessum gildu sjóðum og jafnframt muni verða ávísað ríf- lega á þá af franibj<»ðendum stjórnarflokkanna“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.