Morgunblaðið - 12.03.1963, Side 24
HIBÝLARRÝÐI HF
HailarmQla «10111 38177
Borga 1500 kr. á
dag fyrir stðngina
Hrútafjarðcurá leigð fyrir 181.500 krónur
HRÚTAFJARÐARÁ hefur verið
lcigð Sveini Kjarval, arkitekt, og
fleirum til þriggja ára. Ársleigan
fyrir ána er 181.500. Fyrrverandi
leigutakar greiddu 43 þúsund kr.
fyrir ána.
Laxveiði má stunda í ánni 60
daga á ári og veiða með tveim
stöngum. Undanfarin ár hafa að
jafnaði veiðst þar um 300 laxar
á ári.
Samkvæmt hinu nýja leigu-
verði kostar áin' rúmar 3000 kr.
fyrir hvem veiðidag eða um 1500
krónur fyrir stöngina. Miðað við
veiddan laxafjölda árlega kostar
hver lax því 500—600 krónur.
í>etta mun vera hæsta leiga,
sem hér hefur verið greidd fyrir
laxveiðiá, miðað við daga og
veiði.
í>að eru hændur, sem eiga land
að ánni, sem leigja hana Sveini
Kjarval og félögum hans. Sam-
kvæmt leigusamningu munu hin
ir nýju leigutakar reisa veiðihús
við ána. Þar er nú fyrir veglegt
hús, sem fyrri leigutakar byggðu
og hefur ekki verið falazt eftir
þvi af hinum nýju. Munu þeir
hafa í huga, að leigja það sem
sumarbústað, enda getur stór fjöO
skylda komizt þar fyrir.
Fyrstu kerin í
sjó í júnímánuði
40-50 vinna við landshafnargerð
í Þorlákshöfn
„Góöur af kvefi eftir
einn dag á sjónum“
Eirtkur Kristófersson
EIRÍKUR KRISTÓFERSSON,
skipherra, sem lét af störfum
hjá Landhelgisgæzlunni sl.
haust eftir áratuga þjónustu,
skrapp á sjóinn enn einu sinni
nýlega og fór með togarann
Sigurð í söluferð til Þýzka-
lands.
Morgunblaðið hefur átt sam-
tal við hinn aldna sjógarp um
ferðina og fórust honum svo
orð:
— Það var hringt til mín dag
inn áður en Sigurður fór og
Eiríkur Kristófersson fór með togara
í söluferð
var ég beðinn að fara með
hann, því Auðunn Auðunsson,
skipstjóri og 1. stýrimaður, ætl
uðu í frí. Eg féllst strax á það.
— Við fórum um 5 leytið
þann 1. marz og hóldum beint
til Bremerhaven og komum
þangað siðdegis þriðjudaginn
5. marz.
— Markaðurinn var kominn
niður úr öllu valdi, svo beðið
var með söluna og seldum við
svo á fimmtudagsmorgun 165
tonn af fiski fyrir 105.600
mörk. Sem dæmi um, hversu
lélegur markaðurinn var þeg-
ar við komum, má geta þess,
að þýzkur togari seldi um það
leyti 250 tónn af Grænlands-
miðum fyrir 57 þúsund mörk.
— Klukkutíma eftir að við
vorum búnir að selja héldum
við heimleiðis og komum til
Reykjavíkur sl. sunnudags-
kvöld.
— Siglingin út og heim aft-
ur gekk prýðilega, enda skip-
ið gott og gangmikið. Sigurður
er sjóborg, sem kallað er og
jafnast að sjóhæfni fyllilega á
við Óðinn og Þór. Á Weser-
fljóti var nokkurt íshrafl, en
það olli okkur ekki erfiðleik-
um.
— Eg hef oft áður farið með
togara í söiuferðir. Gerði það
oft í stríðinu og fékk þá frí
hjá LandhelgisgæzlunnL
— Eg hafði gaman af þessari
ferð og hún var ágæt upplyft-
ing. Það er alltaf gott að fara
á sjóinn. Þó ég sé með kvef í
landi er ég orðinn góður eftir
einn dag á sjónum.
— Ef einhverja fleiri skyldi
vanta skipstjóra til að sigla er
ég til í að-fara fleiri ferðir.
Hefði gaman af þvL
— Svo vil ég geta þess að
lokum, að reglusemi á skip-
verjum var meiri en ég reikn
aði með, eftir því sem sögur
ganga af slíku.
Sæf/n / bílnum
loguðu undir Jbe/m
Akranesi, 11. marz:
ITM 40—50 manns vinna nú við
byggingu landshafnarinnar í Þor
lákshöfn. Unnið er að þvi um
þessar mundir að smíða mótin
fyrir kerin, sem hafnargarðamir
verða byggðir úr.
Það er hlutafélagið Efra-Fall,
sem annast byggingarframkvæmd
Drengurinn
lézf af vold-
um slyssins
LITLl DRENGURINN, sem varð
fyrir bíl á Bústaðavegi nokkru
fyrir hádegi sl. laugardag, lézt í
Landakotsspítala um kl. 19,20 sið
degis sama dag.
Hann hét Samúel Kristinn Sam
úelsson, fæddur 28. júli 1961.
Samúel var sonur hjónanna
Kristínar Guðjónsdóttur og Sam
úels Þ. Haraldssonar, Fossvegs-
bletti 39 við Bústaðaveg.
irnar. Búizt er við, að fjölga
verði til muna mönnum við
verkið, þegar byrjað verður að
steypa kerin.
Nú er verið að Ijúka við húsið,
sem notað verður til að steypa
kerin i, og jafnframt brautirnar,
sem þau verða látin renna eftir
út í sjó.
Vonast er til, að sjálf kerasmíð
in geti hafizt í næsta mánuði eða
í byrjun maí og fyrstu kerin fari
í sjó í júnL
Samkvæmt samningi á verkinu
að ljúka 30 mánuðum eftir að
það hefst. Væntanlega verður
verkið langt'komið næsta haust.
Spilakvöld
HAFNARFIRÐI — Félagsvist
Sjálfstæðisfélaganna verður í
Sjálfstæðishúsinu annað kvöld
kl. 8,30. — Veitt verða kvöldverð
laun og síðar heildarverðlaun,
sem er ferð til Kaupmannahafn-
ar með GullfossL
Klukkan 11 á sunnudagsmorgun-
inn varð fólksbíllinn E-302 stadd
ur á Lambhagamelum en ferðinni
var heitið eitthvað vestur fyrir
Hvítá.
Fimm menn héðan voru í bíln-
um. Þarna á melnum vissu þeir
ekki fyrr til, en að sætin loguðu
undir þeim.
Þeir tóku fram teppi til að
kæfa eldinn. Þegar það bar ekki
árangur hlupu þeir að litlum
polli skammt frá, gegn bleyttu
eitt af teppunum og hugðust nú
slökkva ledinn, en hann jókst æ
meir og kafareykur fyllti bílinn.
Urðu þeir nú frá að hverfa.
Eigandi bílsins Ingólfur Sigurðs
son, var aðgangsharðastur við
slökkvistarfið og mun hafa hlotið
lítilsháttar brunasár.
Bíllinn brann þarna á skammri
stundu. Benzíngeymirinn var full
ur. Þegar hann hitnaði þandist
geymirinn út eins og lóðabelgur,
en hann sprakk ekki. Telja þeir,
að geymirinn hefði sprungið, ef
minna benzín hefði verið í hon-
um. Eldsupptök eru ókunn.
— Oddur.
*
Arsgamall
selur í
maga
hákarlsins
Akranesi, 11. marz.
Þeir reyttu dálitið á laugar-
dag og sunnudag í þorskanet-
in, urðu vel varir í þorskanót-
ina, en fiskuðu ekkert á lin-
una-
Laugardagsróðurinn varð í
meira lagi sögulegur hjá skips
höfninni á Ólafi Magnússyni.
Þeir fengu stóra skepnu í
þorskanetin, hákarl á þriðja
faðm að lengd og ferlega kvið
mikinn.
Enda kom á daginn, að inn-
an úr hákarlinum valt á aðra
tunnu af lifur, nærri ársgam-
all selur, gleyptur í heilu
lagi, þorskar, ýsa, rauðmagar
og karfar. Hákarlinn var að
byrja að melta selinn.
Hálkarlinn fengu þeir í net-
in hérna út í For. — Oddur.
ÞRIGGJA ára drengur, Þröstur
Magnússon, til heimilis að Stór-
holti 3ð, varð fyrir bil kL 11.24
í gærmorgun.
Foreldrar drengsins fóru með
hann á Slysavarðstofuna, en
meiðsli hans munu hafa reynzt
lítil.
í GÆRMORGUN kviknaði í ge ymsluskúr vestur á Grímssíaðah olti. Var talsverður eldur í drasli,
iem geymt var í skúrnum, en slökkviliðinu tókst fljótlega að ráð a niðurlögum eldsins og koma í
veg fyrir að hann kæmist í áfast íbúðarhús. — Ljósm.: Kr. Magn.
Lít finnst við
Oddeyrartanga
AkureyrL 11. marz.
LÍK Páls Halldórssonar, verka
manns, Oddeyrargötu 6, fannst í
morgun við Oddeyrartanga.
Páll hafði farið að heiman frá
sér kl. um 10 í gærmorgun, en
þegar hann kom ekki til hádegis-
verðar, var farið að undrast um
hann.
Leit var hafin eftir hádegið og
leitað fram í myrkur án árang-
urs, en í morgun var Mk hans
slætt upp við Oddeyrarbryggjur.
Páll heitinn hafði verið veill
fyrir hjarta að undanförnu og
ekki þolað erfiðisvinnu. Hafði
hann það oft sér til afþreyingar
að ganga um bryggjurnar, enda
sjómaður fyrr á árum.
Hann var 55 ára að aldri, ó-
kvæntur og barnlaus. — Sv. P.
Dr. Kristinn í
stnttri heimsókn
DR. KRISTINN Guðmundsson,
ambassador íslands í Moskvu,
kom til Reykjavíkur sl. laugar-
dagskvöld.
Ambassadorinn er komina
heim í einkaerindum, að því ea:
hann sagði Morgunblaðiniu í gær
og mun hann dveljiast hiér i
rúima viku.
Dr. Kristni þótti ■veðurWiíða
á íslandi, þvl
þegar hann fór
frá Kaupmanna
höfn sL laugar-
dag var þar stór-
ihríð og tafðisi
ifliugvélin um 4
tima á fluvell-
Dr. Kristinn in'u«i veSna
Guðmundsson ^fn®-
I Moskvu var
Ihins vegar mikill snjór, en hiti
um frostmark. Sagði dr. Krist-
inn, að búast mætti við því, að
eystra mildaðist táðin á naasitu
vikum.