Morgunblaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 8
8 morcvhblaðib Sunnudagur 17. marz 1963 HOTEL CONTINENT N0RREBROGADE 51, K0BENHAVN N TELEFON 35 46 00 Nýtt hotel í miðri Kaupmannahöfn. Það leigir góð her- bergi með sér baðherbergjum og síma. Yfir vetrarmán- uðina er verðið niðursett. — Hótelið vill gera sér far um að greiða fyrir íslendingum, sem dvelja í borginni í lengri eða skemmri tíma. Sveinn Benediktsson: „Nýtízkuleg ævisagnagerð" FYRIR síðustu jól kom út bók eftir Jóhannes Helga rithöfund er nefndist: „Hin hvítu segl. Ævi minningar Andrésar Péturssonar Matthíassonar." í æviminningum þessum, sem skráðar eru af Jóhannesi Helga eftir föðurbróður hans, Andrési P. Matithíassyni frá Hauikadal við Dýrafjörð, mun vera meira af rangfærslum, villum og beinu níði um látna menn, en títt er í æviminningum. í Morgunblaðinu hinn 13. þ.m. reynir Jóhannes Helgi að bera í bætifláka fyrir þá frændurna með því að segja að frásaga þeirra hafi „á sér skýr einkenni þjóðsögunnar" og „Sagnfræðilegt mat verður þess vegna ekki á hana lagt, heldur listrænt. Það síðarnefnda hefur verið gert.“ Hér hefur skrásetjari æviminn inganna heldur betur snúist í hring. Rókina nefndi hann eins og áður segir: „Hin hvítu segl. Ævi- minningar Andrésar Péturssonar MattJhíassonar." Á kápu bókar innar segir útgefandi hennar, Setberg, m a.: „Ándrés man enn- fremur minnisstæða menn eins og Jóhannes föðurbróður sinn á Þingeyri, Ellefsen á Sólbakka, Hannes Hafstein í aðförinni að landihelgisbrjótum á Dýrafirði, . . .“ „Allt þetta og miklu fleira rifjar Andrés upp og Jóhannes Helgi kemur æviminningum hans ógleymanlega á framfæri við lesendur." Það er ekki ura að villast að nafn bókarinnár: æviminningar ákveðins manns skráðar af rit- höfundi, gefur til kynna að hér sé um sannsögulegt rit að ræða. Útgefandinn Setberg leggur áherzlu á hið sama í kápuaug- lýsingunnL Það er fyrst þegar fjölda af rangfærslum og tilhæfulausu níði um látna menn, Sigurð Hall bjarnarson, skipstjóra og útgerð armann og Jóhannes Guðmunds son formann á Bessastöðum hef- ur verið mótmælt og því verið lýst yfir opinberlega að vænta megi málssóknar, að Jóhannes Helgi sér sitt óvænna og vendir sínu kvæði í kross. Nú er ektki lengur um ævi- minningar að ræða, heldur þjóð sögur og þjóðsagnapersónur „til að ná því sem sagan þarfnast." Svo eru villurnar, rangfærslu- urnar og níð um látinn mann, sem rekið hefur verið ofan í skrásetjanda æviminninganna dregið fram á ný af honum sjálf- um, sem sönnun þess að ekki beri að taka frásögnina alvar- lega, heldur sem hliðstæðu við þjóðsögu. Hann hniki mörgu til „Með þeim sama rétti og íslend- ingasögurnar eru skrifaðar.“ „Sá einn er munurinn", segir Jóhann es Helgi: „Sögupersónurnar- og niðjar þeirra í þriðja og fjórða lið — eru ekki dauðar.“ í bók sinni á bls. 55—57 ræða þeir Andrés P. Matthíasson og Jóhannes Helgi um Sigurð Hall- bjarnarson, sem Jóhannes Helgi kallar nú „Þjóðsagnapersónu“. Sigurður þeirra frændanna er með sama nafni og Sigurður heitinn Hallbjarnarson skip- stjóri og útgerðarmaður. Hann á heima á sama stað. Hann ec uppi á sama tíma. Hann hefur sama starfa. Hann á skip með sama nafni. Það er keypt á sama stað og þeir tilgreina, og skip þetta strandar eins og skip Sig- urðar heitins gerði. Þetta eru staðreyndir. Hins vegar er öll frásögnin um framkomu Sigurð- Hinir heimsþekktu þýzku hjólbarðar STERKIREIMDINGARSOÐIR Conlinenlal -hjólbarði hinna vandlátu. 4gnflncnlal -hjólbarðar eru mjúkir. geri r bílinn stöðugri. (onlincnlal sparar viðhaldskostnað. á allar bílategundir. Cþníincníal Cpnlincnlal snjóhjólbarðar. Cþnfincnlal ávallt fyrirliggjandi í öllum stærðum. OG SANNFÆRIST REYNIÐ ^inflncnfal UM GÆÐIN Sendum um allt land Cúmmíkínnustofan hf, Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. ar hin örgustu öfugmæli og níð. Aldrei bar Sigurður Hallbjarnar son auknefnið „skurður", sera þeir frændur gefa honum. Heldur var annar maður, sem uppi var nokkrum áratugum fyrr, Sigurð ur Jóhannsson, sem kom við sögu Skúlamálsins, stundum nefndur „skurður", líklega vegna þess, að hann vaggaði, þegar hann gekk og mun faðir hans hafa hlotið sama auknefni af sömu ástæðu. Engir nema þessir vesölu höf- undar hafa leyft sér að segja um Sigurð Hallbjarnarson, hinn dugmikla skipstjóra og útgerð- armann: „Makalaus maður Sig- urður Hallbjarnarson. Hann stendur gjallandi upp í andlitið á mönnum og gerir grín að þeim, setur sig aldrei úr færi að eign- ast óvin og verður vel ágengt, harðduglegum manninum til orðs og æðis. Jón Pálmason á Súgandafirði er einn þeirra, sem Sigurði tekst að egna til fjand- skapar við sig og sá fjandskap- ur nær út yfir landamæri lifs og dauða.“ Ekki fer vel á því hjá ungum rithöfundi, að tala í hálfkæringi um „grafarraust fræðimennslk- unnar“ þegar þeir sem til þekkja vilja ekki sætta sig mótmæla- laust við slík ummæli, sem rakin hafa verið hér að framan og önnur álíka um látna sæmdar- menn. í ritdómi sínum um bókina I Morgunblaðinu 21. des. 1962 segir Guðmundur skáld Daníelsson áður en honum voru kunnar rangfærslurnar: „Með þessari bók hefur ævisagnaritun hér- lendis stigið stórt skref í áttina til dkáldsögunnar. Ekki þó í þeim skilningi, að Jóhannes Helgi hafi hér tekið upp á því að bæta ósönnum eða upphugs- uðum atvikum inn í sanna við- burðarás söguhetju sinnar, held- ur beitir hann stíltækni og „bygg ingaraðferð", sem minnir öllu meira á skáldsögu en sagnfræði legt veric. Ég er nærri sann- færður um að þetta mun draga nokkurn dilk á eftir sér: að það muni örfa ýmsa rithöfunda enn- frekar en orðið er til nýtízku- legrar ævisagnagerðar. . .“ Ekki eru þessi ummæli rit- dómarans nein huggunarorð, ef sönn reyndust, því að það er sannmæli, sem Jón Ingiberg Bjarnason, einn af þeim sem rit- að hefur um bókina, segir í grein sinni eftir að hann hefur bent á staðlausa stafi í frásögninni um Ellefsen og Hannes Hafstein: „Fleiri missagnir væri skylt að leiðrétta, t.d. frásögnina af sjó- slysinu við Grindavík, og þvæl- una um Sigurð „skurð“- Af nógu er að taka, en það væri efni í heila bók, og læt ég hér staðar numið. Það er með „ódæmum óhöndu- legt“ þegar ungir rithöfundar taka sér fyrir hendur að níða þá menn sem létu lífið í bar- áttu fyrir tilveru íslenzku þjóðar innar.“ Gunnar M. Magnúss rithöfund ur, sem um skéið var háseti hjá Sigurði heitnum Hallbjarnarsyni og samtímis honum á Súganda- firði, hefur í ítarlegri grein i Þjóðviljanum hinn 23. febrúar s.l. hrakið illmælin um Sigurð heitinn eftirminnilega. Gunnar segir í grein sinni: „Ög mér er ekki kunnugt um þá fjandmenn Sigurðar, sem þeir frændur tala um, — reyndar ekki um neinn fjandskap í hans garð. — Það verður því að vísa þessum ó- gerðarskap heim til föðurhús- anna. Jafnframt verður að telja illa farið, að Jóhannes Helga, skyldi henda það að glepjast svo af Drésa frænda sínum, sem raun ber vitnL" Það eru þó fyrst ummæli Páls Hallbjörnssonar, bróður Sigurð- ar heitins, í Morgunblaðinu 10. marz s.l., sem virðast skjóta Jóhannesi Helga skelk í bringu: Framh. á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.