Morgunblaðið - 31.03.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.03.1963, Qupperneq 1
II Sunnud. 31. marz 7963 Póstmeistari keypti bíl til að bjóða mér austur að Geysi MORGUNBLAÐIÐ h a f ð i spurnir af því sl. þriðjudag að hér væri staddur norski flug- maðurinn Thor Solberg, sem ýmsir munu kannast við frá því hann kom hingað fyrst árið 1935. En sú ferð hans var allsöguleg, og var fyljzt með ferðinni af miklum áhuga víða um heim. Solberg varð sjötugur sl. fimmtudag. Hann er þrekinn og hraustmenni að sjá, og ber aldurinn vel þött hárið sé farið að þynnast og grána. Sjálfur hefur hann sína sér- stöku skýringu á hármissin- um, eins og hann sagði við kunningja sinn Björn Pálsson flugmann yfir kaffibolla á Hótel Borg þegar fréttamaður Mbl. hitti þá að máli. — Jú sjáðu til, sagði Sol- berg, þegar ég flaug hingað 193ö, var flugmannsklefinn opinn, svo ég sat undir beru lofti. f>að var svo kalt á leið- inni að auðvitað missti óg hárið. Reykjavík var einn af mörgum áfangastöðum Sol- bergs á leið hans fró New York til Osló í júlí-ágúst 193ö, og minniist hann margs í sambandi við komuna. Þegar póstmeistari keypti bíl — Eitt sinn kom þáverandi póstmeistari til mín og spurði hvort ég gæti tekið nokkur flugpóst'bréf til Noregs. Sam- þykkti ég það, og hélt að þetta yrði aðeins smápakki. En daginn eftir kom póst- meistari fram í útvarpinu og tilkynnti að tekið væri á móti bréfum í flugpóst til Evrópu. Var þetta því álitlegur pakki; sem ég tók við fyrir brott- förina. Ekki ætlaðist ég til að fá greiðslu fyrir, en póstmeiist ari afhenti mér talsverða fjár upphæð um leið og hann af- henti bréfin, og sagði eitt- hvað sem s-yo: helminginn færð þú, hinn hélminginn pósturinn. Skildist mér að þetta væru fyrstu flugpóst- bréfin frá íslandi til Evrópu. — Ekki man ég hvað kost- aði undir hvert bréf, en ný- lega sá ég frímerki af svona bréfi til sölu erlendis, og var verðið 100 dollarar. -— Fleiri afskipti hafði ég af póstmeistara, segir Thor Solberg. Eitt sinn kom hann til mín og spurði hvort ég kynni ekki að aka bifreið, og játti ég því. Líka vinstra meg- in, eins og við gerum hér, spurði hann þá, og hélt ég að það væri ekki mikill vandi. Þá sagði póstmeistari að hann hafi verið að hugsa um að kaupa sér bíl, og þar sem hann langaði til að bjóða mér austur að Geysi, væri bezt að láta verða úr kaupunum. Varð úr þessu hin skemmti- legasta ferð. „Solkerg Airport" Thor Solberg hefur verið búisettur í Bandaríkjunum frá því 1926, en þó ekki slitið ræturnar, sem liggja heima í Noregi. Þar rekur hann flug- skóla á Jarlsberg, og er það eini norski skólinn, sem út- skrifar atvinnuflugmenn. Var hann að koma þaðan er hann kom hér við í síðustu viku. Og erindi hans hingað, annað en að hitta kunningja, var að athuga söluhorfur á Cessna flugvélum. Hann hefur sölu- umboð fyrir Cessna á fslandi, Noregi og Svíþjóð, og hefur selt hingað níu flugvélar. í Bandaríkjunum hefur hann einnig rekið flugskóla á „Sol- berg Airport", sem er um 50 minútna akstur vestur af New York borg. Flugvöllinn á hann sjálfur, en bandaríska flugmálastjórnin hefur hug á að kaupa hann og gera þar þotuflugvöll til að létta álag- ið á Idlewild. Mun Solberg ræða þetta mál á næstunni við fluigmálastjórnina. Ekki vildi hann láta neitt uppi um söluverð flugvallarins, en það mun skipta milljónum dollara. Björn Pálsson spurði Thor Solberg hve marga flugtíma hann hefði eltir 45 ára störf í þágu flugsins. Ekki hafði Solberg nákvæma tölu yfir flugtímana, en 'sagðist hafa hætt að telja þegar hann var kominn upp í 27.000. Þar með eru taldir þeir 59 flugtímar, sem fóru í ferðina sögulegu frá New York til Oslo fyrir nærri 28 árum Flugvélin sökk Soiberg lærði flug í Þýzka- landi skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina, og hefur fiugið átt hug hans allan síðan Eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna 1925 hóf hann undirbúing að fyrstu tilraum sinni til að fljúga til Noregs yfir Nýfundnaland, Grænland og ísland. Árið 1932 hafði honum tekizt að eignast flug- vél, með því að veðsetja allar eigur sínar, heimili og bifreið. Fékk Solberg lóftskeytamann inn Karl Pettersen, sem tekið hafði þátt í leiðangrd Byrds til Suðurpólsins, í lið með sér, og lögðu þeir af stað frá Bandaríkjunum til Nýfundna lands. Yfir Nýfundnalandi lentu ' þeir Solberg og Pettersem í svarta þoku og ísingu, og fór svo að þeir vissu ekkert hvar þeir voru, enda siglingatæki fábrotin. Skyndilega stöðvað- ist hreyfillinn, Og í sömu andrá sá Solberg klettavegg framundan. Honum tókst á undraverðan hátt að sveigja undan Og renndi vélinni nið- ur í óvissuna í þeirri von að sjórinn væri framundan. Sú von rættist. Flugvélin lenti á sjónum og tók þegar að sökkva, en Solberg og Petter- sen tókst að synda til lands. Solberg hafði misst aíeigu sína, en ekki áhugann. legið hj'á flugvélalsmiðjunni um skeið þegar ég keypti hana fyrir 35 ^úsund dollara, og gaf henni nafnið „Leiv Eiriksson“. Flugmanmsklefinn var opinn, en fyrir aftan hann lokað farþegarými, sem fyllt var með auka benzím- geymum nema að þar var loftskeytamanni afmarkað at- hafnasvæði. Hreyfillinn var beint fyrir framan flugmamns sætið, pg það ofarlega að ég sá ekkert fram. Til að sjá hvað væri framundan, varð ég því að sveigja vélinni til hliðar og horfa út. Hreyfill- inn var 690 hestöfl, sagði Sol- Björn Pálsson heilsar Thor Solberg fyrir framan Hótel Borg sl. þriðjudag. munur á venjulegum flug- hraða og flugmissishraða. Ólendandi í Angmagsa ik Loftskeytamaður með Sol- berg var í þessari seinni til- raun hans Paul O’Scanyan, og lögðu þeir af stað frá New York 19. júlí 1935. Flugu þeir um Montreal og Anticosti eyju til Cartwright í Labra- dor, en þamgað komu þeir 22. júlí. Biðu þeir þar veðurs í viku áður en haldið var til Julianehab í Grænlandi. — Hrepptu þeir ofsastorm og þrumuveður á leiðinni, en komust á áfangastað eftir átta tíma flug. Eftir tveggja daga dvöl lögðu þeir Solberg og O’Scam- yan áf stað til Angmagsalik. Flugu þeir suður fyrir Hvít- serk í góðu veðri, en upp með austurströndinni var þoka'. Eftir um sjö klukkustunda flug voru þeir yfir Angmags- alik, en þar var ólemdandd vegna ísa. — Við sveimuðum yfir Angmagsalik um stund, sagði Solberg, og hækkaði ég flug- ið upp í 10 þúsund fet, þvi firðirmir eru þröngir og fjöll- in há. En kuldinn þarna uppi var óskaplegur. Flaug ég svo yfir loftskeytastöðina í. Ang- magsalik meðan Pettersen spurði ráða um lendingarstað. Var ókkur bent á vatn innam við þorpið. Flugum við niður að vatninu, en það var þá lagt. Vindur var með okkur og bar vélina hratt að hamra- vegg við enda vatnsins. Var þá ekki um annað að ræða en reyna hvað vélin gæti. Gaf ég fullt benzín og smaug vél- im yfir klettana. Ó3 ískaldan sjóinn í mitti — Enn fórum við upp í 10 þúsund fet, og sá ég þá niður .á Ikersuak-fjörð, sem var IMorski flugkappínn Thor Solherg minnist heimsóknar til Islands fyrir 28 árum Ný tilraun Þremur árum seinna, um miðjan júlí 1935, var Solberg enn reiðubúinn að reyna. Hann keypti nýja flugvél, sem lenda mátti bæði á sjó og landi, en reif undan henni lendingarhjólin til að létta hana. Um flugvélina segir Solberg: — Hún var smíðuð fyrir einhverja Suður-Amer- íkubúa, en þegar til kom leizt þeim ekki á gripinn og féllu frá kaupunum. Hafði vélin berg, brosti og bætti við: það vantaði ekki orkuna. En ann- að var það, sem má til gam- ans geta um, og það var fluig- hraðinn. Þar mátti ekki mdklu muna, því hámarkishraði var 90 mílur, venjulegur flug- hraði (cruising speed) 85 míl- ur, og flugmissishraði ('stal- ling speed) 80 mílur. Björn Pálsson skaut því hér inn til skýrimgar að á vél hans væri hundrað mílna Julidneháb ekki lagður, en borgarísjakar voru þar á strjáli. Ekki var um annað að ræða en lenda, því við áttum aðeins benzín til hálftíma flugs. Lendingin tókst vel, og færðum við okk- ur að landi þar til akkerið náði botni. Settumst við svo að snæðingi. — Ekki höfðum við lengi setið þegar snörp vindhvdða hrakti vélina upp að landi. Varð*ég að vaða ískaldan sjó- inn upp að mitti til að halda vélinni frá, og tók það um Framhald á bls. 2. Jslarvol Bildu- ................... V^Caríwh^ jAiUntsha / Montreal KewYoik !/ hlýfuhJnabhcl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.