Morgunblaðið - 31.03.1963, Page 5

Morgunblaðið - 31.03.1963, Page 5
Sunnudagur 31. marz 1963 J/ O R C V 7V B L 4 Ð I D Þorstemn Jónsson Úlfsstöbum: Hugleiðing gegn ann arri hugleiðingu Pabbi drekktu ekki (Úr rússnesku blaði). Pétur Sigur&sson: Æskilegasta leiðin P.ÉTTILEGA var það tekið fram í ,,Svefnrofum“ Gísla Halldórs- sonar, sem birtist í Lesbók Mbl. fyrir nokkru, að efni og líf hljóti sevinlega að fara saman. En ó- jþörf er samt sú ályktun, að til- veru einstaklingsins ásamt öll- um minninigum hanis hljóti að vera lokið með dauða hans hér. Að vísu skal því ekki neitað, að fljótt á litið virðist þetta vera eðlileg ályktun. En til þess að hún geti staðist, verður fyrst að svara öllum þeim sönnunum, sem menn þykjast svo margjsinnis hafa fengið um hið gagnstæða, en það hefir ekki verið gert svo að fullnægjandi geti talizt. Og satt að segja held ég að Gísli hefði á engan hátt orðið neitt ófruimlegri þarna þó að hann hefði fært sér í nyt Nýalskenn- ingar dr Helga Pjeturss, og sk'al hér nú hugleitt á annan veg en gért var í nefndum „Svefnrof- um“. Það er undirstaða alls, að sam- foönd skuli eiga sér stað á milli hluta og einstaklinga. Frum- eindir efnisins er það, sem allt byggist af, en allt sem gerist, verður fyrir þau samibönd, sem eiga sér stað á milli frumeind- anna Oig þeirra frumeindahópa, sem stjörnurnar eru Og þá einn- ig hinir lifandi einstaklingar á hverri jörð. Sambönd hlutanna er undirrót allrar hreyfingar og allrar sögu, en það sem ég sér- staklega hefi hér í huiga er sú undirstöðuþýðing sem það hefir, að sagan geymist. Það er undir- stöðuatriði að skilja, að sérhvað sem gerist er upprifjan annars, sem áður hefir gerzt, þó að hins vegar geti aldrei orðið um al- gjöra endurtekningu neins að ræða. Það er saga kynstofnsins eða ættarinnar, sem veldur því, að hver einn er svo sem hann er, og er sérstaklega íhugunar- vert, að enginn skuli geta orðið til án upprifjunar þeirrar sögu. Og láti maður sér nú skiljast iþað, sem dr. Helgi Pjetunss hélt fram fyrir löngu, að hver einn sé þáttur í stærri lífheild, láti maður sér skiljast það, að hver einn sá þáttur í óendanlegri sögu, þáttur, sem ekki megi glatast eða falla niður fremur en ein- hver minnisþáttur í vitund ein- staklings, þá fer það að blasa við, að hver einn hljóti að vara, þótt hann deyi. Alveg á sama hátt og líkami minn þarf á því að halda, að hver fruma hans, sem deyr, endurbyggist, þannig blasir hér við, að alheild lífsins, sá guð sem hver einn er þáttur í, þurfi á varanleik hans að halda og því, að hann bæti æ við sig. Og möguleikann til þess, að þetta geti orðið, má sjá fram á í eftirfarandi: Þegar einn hlutur sendir frá Morgunblaffið áttl fyrir nokkru tal viff Vilhjálm Jónsson fortsjóra Olíufélagsins h.f., vegna fréttar í blaðinu um fyrirhugaffa olíu- dælingu yfir Jökulsá á Breiða- merkursandi. Vilhjálmur sagði, að hugmynd- |n hefði fyrst komið fram fyrir aðeins 3 dögum og því væri ekk- ert ákveðið ennþá. Hins vegar myndi fyrirtækið •enda mann austur til að athuga aðstæður fyrir olíudælingu yfir ána og að þeirri athugun lokinni yrði endanleg ákvörðun tekin. sér geislan, þá er það ævinlega falið í viðleitni hlutarins til að koma sinni skipan á hjá öðrum hlutum. Vðleitni hvers eins eða geislunarinnar frá honum er með öðrum orðum falin í því að framleiða sjálfan sig á öðrum stöðum og í öðrum. Og eins Oig kunnugt er af útvarpi og fleiru, þá getur þessari viðleitni orðið framgengt, þegar sérstaklaga stendur á hjá viðtakanda. Sé um ákveðið ástæði efnisskipunar éða kraftforms að ræða hjá tveimur eða fleirum aðskildum hlutum, þá getur þessari viðleitni orðið framgengt til fulls. Og út frá þessu má nú vel hugsa sér það, að maóur, sem deyr hér á jörðu, geti fyrir ástæði og ákveðna sam stillingu lifenda á annarri jörð, byggzt þar upp á ný í peirri mynd, sem hann var, og með allar sínar minningar og venjur. Það er mjög athyglisverð stað- reynd, að frumur á læigsta stigi skuli ekki eldast, heldur vera ódauðlegar, ef ekki koma til slyts. Og athyglisvert þykir mér þetta sérstaklega af því, að þar þykist ég sjá fram á nokkuð, sem ekki hefir verið séð fram á áður. Á hinu lægsta stigi virðist það nægja gegn gömlun og ellidauða, að einstaklingurinn skipti sér, þegar ákveðinni stærð hefir ver- ið náð, og þykir mér líklegt, að á meðan verði engin framþróun frá kyni til kyns. En um leið og hafizt hefir verið af þessu stigi, virðist hinsvegar ekki verða komizt hjá því, að lífið færi ein- staklingnum einhverja þá byrði, sem hann ekki geti varpað af sér á annan hátt en þann að deyja. Og þessi byrði hygg ég að vera muni nokkurskonar skrá setning lífsögu hans. Með því að skipta sér æ, þegar ákveðnu vaxtarmarki var náð og varpa þannig af sér byrði sögu sinnar, tókst einfrumun,gnum að vísu að verja sig þeirri elli og þeim dauða, sem líf hans annars hlaut af sér að leiða. En þannig ávann hann sér hinsvegar ekki það ei- lífðargildi, sem það hefir að vera einn af hinum óendanlega mörgu strengjum í minningahörpu til- verunnar. — Eins og Bjarni Thorarensen kemst að orði í kvæði, þá má með réttri hugsun ávinna sér fegri svip með vax- andi aldri. En í stað þess að verða elli og dauðabyrði, eins og að lokum hlýtur æ að verða í frumllfi hér á jörðu, verður þessi ávinningur í fruimilifi ein- staklingsins einnig að aukinni æskufegurð, því að þar er end- urbyggt, ekki einungis sam- kvæmt ættarsögu sinni, heidur einnig öllu því, sem varanleg spor markaði á ævi hans hér. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. Framkvæmdin er hugsuð þannig, sagði Vilhjálmur, að stöplar verði steyptir beggja vegna árinnar og vír strengdur á milli. Á vímum verði komið fyrir gúmmíleiðslu, sem olíunni yrði dælt um í litla tanka á vest- ari bakkanum. í tankana muni Ör æfingar síðan sækja olíuna. Ef úr þessu verður styttist flutningaleiðin til Öræfa á þriðja hundrað kflómetra frá því sem nú er. Olían og jafnvel fleiri vörur fara þá um Höfn í Horna- firði. Á FTJNDI fyrir nokkru, þar sem rætt var áfengisvandamálið, sagði þjóðkunnur sæmdarmaður, sem ekki mun vera í hópi okk- ar, sem fylgjandi erurn áfengis- banni: „Eitthvað verður að gera!“ Munu ekki margir vera honum sammála um það, að eitthvað verði að gera. En hvað á það helzt að vera? Sjálfsagt eru þeir margir, sem telja áfengissölubann markvissustu leiðina, en aðeins ill nauffsyn réttlætir slíkt bann. Langsamlega æskilegast væri, að menn gætu lifað sem frjálsustu l’íifi, lausir við alls konar bönn. En hvað þarf til þess, að sliku marki verði náð? Bönn og höft koma oftast af ililri nauðsyn, vegna skorts á siðgæðisþroska manna. Páll þost- uli ritaði á sínum tíma undur- samleg spekiorð um hina æski- legustu leið. Hann segir: „Þegar heiðingjarnir, sem ekki hafa lögmál, gera ósjálfrátt það sem lögmálið býður, þá eru þeir, þótt ekki hafi þeir neitt lögmál, sjálfum sér lögmál; þeir sýna, að verk lögmálsins ei ritað í hjörtu þeirra, með því að sam- vizka þeirra ber vitni og hug- renningar sín á milli ásaka eða li'ka afsaka“. Hér lýsir postulinn mjög sið- ferðilega þroskuðum mönnutn, þótt þeir séu jafnvel utan veggja hins skráða siðalögmáls guðstrú- arinnar og kalíist heiðingjar. Þessir menn þurfa engin bönn, þurfa ekki höft, þurfa í raun og veru ekki neinn lagabókstaf, því að þeim er „ósjálfrátt“ að breyta vel. Samvizka þeirra er upplýst af anda réttlætisins, og slík sam- vizka er þekn nægileg leiðsögn. Sannarlega ætti ekki kristinn maður, upplýstur af siðgæðisboð- sikap guðstrúar og kristinsdóms, að þurfa nein bönn eða höft. Ósjálfrátt eða sjálfrátt á hann að breyta réttvíslega og grand- varlega. Það á að vera honum eðiishvöt. Ef menn ættu almennt þenn- an siðgæðisþroska og vakandi ábyrgðartilfinningu gagnvart ná- unganum og þjóðfélaginu þá þyrfti sannarlega ekkert áfengis- hann, en.gar höiml'ur né höft, því að þá yrði ekki neitt áfengis- vandamál. Það væri þá úr sög- unni. Vissulega er þetta æskilégasta leiðin. — Viljum við fara hana? Viljum við hér á landi sýna öllum heiminum, að við séum menningarlega og siðgæðislega svo þroskaðir menn, að við get- run sigrað áfengisböl, án laga- bókstafs? Viijum við gera ís- lenzku þjóðina heimsfræga fyrir það, að hún hafi megnað að ieysa það allt, sem heitið getur áfengisvandamál, aðeins fyrir tilstilli manndóms og siðgæðis- þroska? Væri þetta ekki dásam- legt? Engin hætta er á því, að ís- lenzka ríkið verði ajaldþrota, þótt allir þegnar þess hætti að kaupa áfengi. Ríkinú yrði sann- arlega vel borgið með svo bind- indissama þjóð, því að margt mjög mikiivægt og happadrjúgt myndi koma í kjölfar slíkrar siða bótar í landinu. Eitthvaff verður að gera, sagði hinn gætni og mæti maður. Já, vissulega verður að gera eitt- hvað, og nú er hér bent á hina æskilegustu leið, en það þarf manndóm til að feta hana. Ég leitaði til Morgunblaðsins með þessa litlu grein, þótt ég ráði sjálfur yfir blaði, vegna þess, að margir lesa Morgun- blaðið. En verða svo ekki þessi orð gagnlaus? Jú, séu menn ekki fáanlegir til að kjósa frægðar og manndómsbrautina. Gerið nú þetta góðir lands- menn, aliir sem einn! Snúið bak- inu gersamlega við áfengispúk- anum, og þið miunuð sjá gleði- legt undur gerast í landinu, en viljum við ekki kjósa þessa æski- Íegustu leið, er hætt við, að við verðum að sætta okkur við aðra ónotalegri, því að „eitthvað verð- ur að gera“. Pétur Sigurðsson. — Eimskip Framh. af bls. 9 HJÁLPFÚSIR KENNARAR Lína og Jón eru tregari, þeg ar þau eru spurð um, hvernig þeim gangi í skólanum. Ásdís var búin að læra dönsku heima á ísland; í þrjú ár, en Lína var bara nýbyrjuð og Jón var ekkert búinn að læra. Það er því engin furða, þó þeim reynist erfitt að ganga í danskan skóla. En erfiðast er þó að fylgjast með, þegar þau þurfa að læra tvö önnur erlend tungumál, þ. e. a. s. ensku og þýzku, og kennslan fer fram á dönsku. Þau hafa^ þess vegna þurft að fá auka- tíma. Kennararnir hafa verið óvenju hjálpfúsir og það hef- ur bætt nokkuð úr skák. En þau eiga við talsverða erfið- leika að striða, ekki sízt vegna þess að skólafélagar þeirra eru lengra komnir í ensku og þýzku. í dönskum miðskólum er byrjað að kenna ensku í 12 ára bekk og þýzku árið eftir. — Já, en það er ekki bara bara það. Þegar maður er far- inn að ganga í danska skóla finnur maður að það er hugs- að allt öðru vísi, byrjar Lína, en Ásdís grípur hvatlega fram í: — Það er bara hún sjálf sem er svo merkileg með sig. Því miður var ekki tími til að ræða þetta nánar, þvi syst- urnar ætluðu að fara í bíó. Foreldrarnir sögðu hins vegar, að þetta væri allt saman svo nýtt og verður ennþá erfiðara við að þurfa að kynnast svona mörgu nýju fóllti, enda þótt það séu jafnaldrar. Börnin sakna vina sinná og vin- kvenna heima, það eru þau að minnsta kosti sammála um. Og svo þykir þeim leiðin- legt að missa af langa sumar- fríinu heima. Það er bara sjö vikur hérna. OF MIKILL JÖFNUÐUR Ásberg Sigurðssyni lízt hins vegar prýðilega á dönsku skólanna: — Það er alveg rétt að byrja svona snemma á er- lendu málunum, segir hann. Það er nauðsyniegt að kunna mál á þessum alþjóðlegu tím- um. Mér finnst iíka að nem- endur í dönskum skólum fái betri og óþvingaðri tækifæri til að njóta hæfileika sinna. Heima er of mikil tilhneiging til að láta alla fylgjast að. Það er mikill jöfnuður í skól- unum og það tefur fyrir þeim duglegu. Við sitjum og tölum meira um hina nýju tilveru fjöl- skyldunnar. Þau hafa ennþá ekki fengið tíma eða tæki- færi til að taka þátt í menn- ingarlífi Kaupmannahafnar í leikhúsum og hljómleikasöl- um. Og svo tölum við um ís- lenzka list sem prýðir veggi heimiiisins. Þar nná til dæmis sjá átthaga frúarinnar, Skaga- fjörð, ljóslifandi í málverki eftir Sigurð Sigurðsson. Og svo gerum við okkur ferð um herbergin til að skoða húsið. Ásberg Sigurðsson segir að það hafi verið dýrt að fá svona íbúð, einkum fyrir ís- lending, sem ekki hefur van- izt að þurfa að kaupa lóðina, sem húsið stendur á. Meðan við vorum niður- sokkin í allt þetta hvarf yngsta barnið, Siggi, sem er 4ra ára. Hann fannst aftur fyrir framan sjónvarpið að horfa á teiknimyndirnar um Fred Flintstone. Þaðan 'fæst hann ekki með nokkru móti. Hann langar heldur ekkert til að fara út. Hann er ekki far- inn að kynnast hinum dönsku jafnöldrum sínum, hann kann hvorki við snjó né dönsk börn. Bkki ennþá. Einn góðan veðurdag verður hann sá af fjölskyldunni, sem á auðveld- ast með að búa í Danmörku og samlagast Dönum. Hann er svo ungur ennþá. Gunnar Rytgaard. Olíaíélogið hf. kannar aðstæðnr til að dælu olíu yfir Jöhulsá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.