Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 2
MORCVISBL 4D1Ð Sunnudagur 7. apríl 1963 Dr. Victors IJrbancic minnst um dánardægur hans ÞANN 4. apríl sl. voru liðin 5 ár frá dánardagi dr. Victors Unban- cic, hljómsveitarstjóra Þjóðleik- hússins, er 20 síðustu æviár sín átti mikinn þátt í að móta ís- lenzkt tónlistarlíf. Dr. Urbancic er ekki einungis minnistæður þjóð vorri, heldur einnig fjölmörgum tónmennta- mönnum á meginlandi Evrópu og þó víðar væri leibað. Þess veigna hefur einn þessara manna próf. Anton Heiller við Háskólann í Vínarborg ákveðið að koma til íslands og halda orgelhljómleika síðar í þessum mánuði til að heiðra minningu samlanda síns og starfsbróður dr. Urbancic. Ekki er að efa að þessir minn- ingarhljómleikar marka tíma- mót í tónlistarviðburðasögu lands ins. Próf. Anton Heiller hefur allt sitt líf helgað sig orgelleik og haldið fjölmarga orgelhljóm- leika víða um heim. Próf. Heill- er er einnig gagnmerkt tónskáld Og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir tónsmíðar sínar. Má í því sambandi minna á þessi m. a. „Jósef Marz“ verðlaun, Schott — verðlaun og 1. verðlaun í al- þjóða „improvisations“-keppni í Haarlem árið 1952, og á fyrr- nefndum minningarhljómleibum mun hann einnig improvisera um felenzkt þjóðlag sem hann vill fá í hendur rétt á undan hljóm- leikunum. Minningu dr. Victors Urbancic er því mikill heiður eýndur með minningarhljómleik um dr. Heiiler sem nú í fyrsta Gagnkvæmar heimsóknir Selfossi, 5. apríl. SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld komu kvenfélagskonur frá Eyr- arbakka í heimsókn til kvenfé- lagsins á Selfossi. Formaður kvenfél'agsins hér tók á móti gestunum með snjöllu ávarpi. Frú Sigríður Thorlacius flutti frásögn og sýndi litskugga myndir frá för sinni um Banda- ríkin. Var erindið mjög fróðlegt. Fimm konur sýndu skemmti legan leikþátt, sem hlaut ein róma lof áhorfenda. Veitingar voru mjög rausnarlegar og skemmtu konurnar sér mjög þessu góða hófi. — Ó. J. skipti heimsækir ísland af þessu tilefni. Þá má og benda á þá ánægju- legu tilviljun að nokkru áður en próf. Heiller heldur fyrrnefnda hljómleika, verður oratoríið „Messías“ eftir Handel flutt af Fílharmoníiukórnum með aðstoð Sinfoniuhljómsveitar í s 1 a n d s undir stjórn dr. Roberts A. Ottós- sonar, en einmitt þetta oratoríu- verk „Messías“ var flutt undir stjórn dr. Urbancic á áhrifamik- inn hátt á sínum tíma á vegum Tónlistarfélagsins eða Tónlistar- félagskórsins ásamt mörgum öðrum kórverkum svo sem Jó- hannesarpassíunni eftir Bach og oratoríum „Judas Maccaibeus" eftir Hándel, svo fáein séu nefnd. Þorsteinn Sveinsson. Flóran getur vel veriö aðflutt segir dr. Sturla í Ndttúrufræðingnum í NÝJASTA hefti af Náttúru- fræðingnum skrifar dr. Sturla Friðriksson grein um aðflutning íslenzku flórunnar. en sem kunn- ugt er hefur verið ^mdeilt hvern ig flóran er til komin, hvort hún er öll innflutt eftir ísöld eða nokkrar jurtir hafi lifað hér á auðum svæðum alla ísöldina eða að minnsta kosti síðasta hluta hennar. Sturla segir í grein sinni að kenningin um vetursetu jurt- anna sé e.t.v. í mestum uppgangi í ár, enda hafi verið hér á landi haldin alþjóðleg ráðstefna sumarið 1962 er fjallaði um þetta viðfangsefni. En segir að því megi þá ekki gleyma að vetursetukenningin sé langt frá því að vera sönnuð. Margt í henni sé byggt á vafasömum for- sendum. Það, sem mælir helzt með „vetursetu-kenningunni", segir Sturla, er misjöfn útbreiðsla flór unnar. þannig að sumar jurtir finnast aðeins austanlands, aðr- ar helzt vestanlands, sumar milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, aðrar við Mýrdalsjökul og enn aðrar í Borgarfirði eða á Snæ- fellsnesi. Falla þessi svæði nokk- urn vegin saman við þá staði, sem sumir jarðfræðingar ætla að hafi verið felaus á jökulskeið- um. En kenningin byggist þó einkum á þeim forsendum, að landibrú hafi verið til íslands á hlýviðrisskeiðum ísaldarinnar. Tilveru þessarar landbrúar hef- ur þó reynzt erfitt að sanna. ördeyðukenningin gerir ráð fyrir því, að jurtir geti flutzt til landsins yfir hafið á annan hátt en efir landbrúm — þ.e. með hafstraumum, með vindi. með fuglum og mönnum og þess vegna þurfi því ekki að leita aftur til miðrar ísaldar um að- flutning flórunnar og notast við kenningu um fluthing jurta eftir vafasamri landbrú. Eins til fslands og Jan Meyen. Síðan dregur Sturla fram ýms atriði sem mæla með því að jurtir hafi getað flutzt hingað, m.a. úr því að svalviðrisflóran geti borizt til lítilar eyjar í Norður-íshafinu eins og Jan Mayen, lhversu miku meiri séu þá ekki möguleikarnir fyrir því að fræ berist til jafn stórrar eyjar og ísland, sem hefur fjöl- breyttara land upp á að bjóða og betra veðurfar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að flutning- ur fræja á sjó sé vel mögulegur, einnig með fuglum, einnig megi ýmislegt tína til sem mæli með flutningi með loftstraumum. Þá tekur hann fyrir flutning á plönt um með mönnum og að lokum úbreiðsluhæfni jurtanna. Um það segir Sturla m.a. að nemi jurtir land eftir flutning með hafstraumum eða flutningi fugla, þá verði útbreiðslumynd- in svipuð og hefði um einangrun af völdum ísa verið að ræða. Jurtir dreifast út frá einu ákveðnu eða nokkrum ákveðn- um miðsvæðum. Rekur hann útbreiðslu íslenzku flórunn- ar, einkum á hálendinu, og undir lok greinarinnar, segir Sturla: — Ber allt að sama brunni með það, að auðveldara virðist að skýra tilkomu flór- unnar með aðflutningi jurta frá nágrannalöndunum eftir ísöld en að þær hafi lifað af hér á auðum svæðum, enda þótt margt sé enn dulið í þeim efnum. JAFNT börnum sem fullorðn- um er til allrar hamingju for- j vitnin í brjóst borin, og hvað ] börnunum viðvfkur kemur I það ekki sízt í ljós þegarí slökkviliðið er á ferðinni íl nágrenni þeirra. Þessa mynd tók Sveinnl Þormóðsson inni í Skipasundii' í fyrramorgun, þegar kvikn-j aði í búsinu nr. 52. Myndin] sýnir barnaskarann, sem safnl aðist saman við grindverkið I umhverfis húsið á meðan i1 slökkviliðið var að starfi sínu. I Afli Akra- nesbáfa AKRANESI, 4. aprfl. — Hór lönduðu 7 bátar í gær. Mestur afili var 5 lestir. Aðeins 4 bátax eru á sjó í dag. Tvær trillur, Sæljón og Bensi, reru í morgun. Vélbáturinn Haraldur hefuir verið til hreinsunar tæpa viiku í Reykj avík. Kemur heim á morg un uppdufobaður — Oddur. Brezk leita og bandarísk herskip kúbanskra skæruliða Miami, Florida og Washington, 6. april — AP-NTB LÖGREGLA frá Bahama- eyjum og Florida ásamt brezkum og bandarískum flotadeildum leita nú víða um eyjar á Karaíbahafi að kúbönskum skæruliðum og Castro-andstæðingum. Sjóliðar úr brezka flotanum leituðu í dag á Williams Cay- eyju, sem er um 112 km suð- vestur af Nassau, en þar munu kúbanskir skæruliðar hafa leit- að hælis og falið vopnabirgðir. Hafa bæði brezk og bandarísk herskip eftirlit með öllum skipa- ferðum á þessum slóðum til að fyrirbyggja flutninga á skæru- liðum til Kúbu. í höfninni í Miami liggur nú ▼élbáturinn Violynn III., sem kom þangað á föstudagskvöld með 17 skæruliða, eftir að bandarfek herskip höfðu leitað bátsins um hríð. Brezk herskip tóku bátin* fyrr í vikunni og fluttu hann til Nassau. En bát- urinn og áhöfn hans var látin laus á fimmtudag. Við komuna til Miami var áhöfnin handtek- in, en verður væntanlega látin laus í dag. Skipstjórinn á Violynn ni., Jerry Buchanan, kvaðst ætla að Páskavika í Josefsdal SKÍÐADEILD Ármanms skipu- Igegur skáðadvöl í Jósepsdal um páskaihátáðina, ásamt skíðakennlu al'la daga og skemmtikvöldvök- uim í skriðaskála Ánmanns. Skíðafæri er ágætt í Bláfjöll- um, en þangað er stutt að fara frá skiðaskálanum í Jósepsdal. Um þessa helgi er verið að lag- færa vegiim í Jósepsdal, þannig að allir bílar munu geta ekið að kálanum. Ferðir eru frá Reykjavík BfíR alla holgidagana. halda áfram baráttunni gegn Castro á hvern þann hátt, sem unnt væri, þar til eyjan hlyti frelsi að nýju. Varnarmálaráðuneytið á Kúbu tilkynnti í dag að gripið hafi verið til víðtækra aðgerða til að vinna bug á skæruliðum á eyj- unni. f tilkynningu ráðuneytis- ins segir að tveir hópar skæru- liða hafi verið handteknir í ’gær. Harðir bardagar urðu áður en skæruliðar gáfust upp, og mann- fall varð mikið á báða bóga. Garðahreppur SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða- og Bessastaðahrepps. — Spilað verður mánudagskvöldið 8. april kl. 8.30 á Garðaholti. Þora ekki að nefna deilurnar MIKLA athygli hefur vakið, Beykjavíkur samþykkti harð- að „Þjóðviljinn“ hefur í engu orðar vítur á Lúðvík Jósefs- reynt að draga fjöður yfir son, Björn Jónsson og Gunn- þær deilur innan kommúnista ar Jóhannsson fyrir agabrot. flokksins, sem Morgunbiaðið Deilur þessar eru svo heit- skýrði frá á finuntudag og ar, að málgagn kommúnista eru svo alvarlegar, að kamm- þorir ekki að minnast á þær únistar óttast mjög, að þær einu orði, þó að Mbl. hafi leiði til klofnings flokksins. skýrt rækiiega frá þeim. Má Eigast þar við helztu leiðtog- því með sanni segja að ekki ar flokksins og hefur svo horfi glæsilega fyrir komm- mikil harka færzt í leikinn, únistaflokkinn i komandi að fulltrúaráð Sósíalistafélags þingkosningum. jmunjcf jj L ■m* ttO • •wfftuS # Mt™iOSAS jet?uSSI VN \ í GÆRMORGUN bar mest an landis. Þá var 4 st. frost á háþrýsftfevæði yfir norðan í Stakklhólmi, 2 st. frost í verðu Atlanfcsha.fi og lægð yf- Oslo, 0 st. í Kaupmanrvaihöfn ir Nýfundnalandi. Hér á landi og 4 st Jhiti í New York. í var hæg S eða SV-átt með Madrid var hiti um frostmark 8-10 t. hiita. Vestan Lands var 6 st. hiti í Lomdon og 1 t þokusúld en bjartviðri a-ost- í Rvík. ■P-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.