Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 12
12 MORClJlVIiLAÐ 1Ð Sunnudagur 7. aprfl 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Jóhannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að&lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakió. RAFMAGN Á HVERT HEIMILI ¥ borgum, kaupstöðum og •*- öðru þéttbýli er raiorka til allra heimilisnota og hvers konar atvinnureksturs talin til frumstæðustu þarfa og lífsþæginda. En þrátt fyrir það að iinnið hefur verið mjög ötullega að dreifingu raforkimnar um allt ísland eru þó enn rúmlega 11 þús- und manns hér á landi, -sem ekki njóta raforku á heimil- um sínum. Hlýtur að sjálf- sögðu að verða að því stefnt að styðja þennan hluta þjóð- arinnar til þess að fá raf- orku til þarfa sinna eins og aðra landsmenn. Þegar þeir Jón Þorláksson og Jón á Reynistað fluttu fyrstu frumvörpin um hag- nýtingu vatnsaflsins í þágu sveita sem sjávarsíðu þótti það djörf hugmynd og marg- ir töldu hana gersamlega ó- raimhæfa. Þannig lýsti t.d. formaður Framsóknarflokks- ins því yfir, að rafvæðing sveitanna mundi setja landið á hausinn. Þegar Sjálfstæðis- menn fluttu fyrsta frumvarp ið um virkjun Sogsfossa kölluðu Framsóknarmenn það „samsæri andstæðinga Fram- sóknarflokksins“ og rufu Al- þingi til þess að koma í veg fyrir að frumvarpið næði fram að ganga! En Sjálfstæðismenn héldu baráttunni áfram, Sogið var virkjað og hin íslenzka höf- uðborg og nálæg héruð fengu frá henni orku, Ijós og yl. Árið 1942 beittu Sjálf- stæðismenn á Alþingi sér fyrir stofnun raforkusjóðs og árið 1946 voru raforkulögin sett fyrir frumkvæði nýsköp- unarstjórnarinnar og Sjálf- stæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn hélt baráttunni enn áfram. Þegar Ölafur Thors myndaði ríkis- stjóm sumarið 1953 var 10 ára rafvæðingaráætlun eitt stærsta mál þeirrar ríkis- stjómar. Að framkvæmd hennar hefur verið unnið síðan með glæsilegum ár- angri. Raftaugarnar hafa teygt sig lengra og lengra út í sveitimar og nú er unnið að því að gera nýja áætlun um að tryggja því fólki raf- orku, sem ennþá fer á mis við lífsþægindi hennar og nytsemi. Rafmagnið er eitt af undra- öflum hins nýja tíma. Það veitir birtu og yl inn á heim- ilin og skapar skilyrði stöð- ugt fjölbreytilegra atvinnu- lífs. Þess vegna getur eng- inn án þess verið. Sjálf- stæðismenn munu halda á- fram að veita raforkunni út um byggðir íslands. Tak- mark þeirra er rafmagn á hvert heimih. STVTTRI KOSN- INGABARÁTTA FMtt af einkennum kosninga- baráttunnar í okkar landi er að hún er lengH en tíðkast í flestum lýðræðis- löndum. I nágrannalöndum okkar, t.d. Bretlandi og á Norðurlöndum, em kosning- ar oft ákveðnar með eins eða tveggja mánaða fyrirvara. Hér á íslandi er aðdragandi kosninganna oftast miklu lengri. —• Kosningabaráttan stendur hér oft og einatt 6— 8 mánuði. Á meðan má segja að þjóðfélagið sé á öðrum endanum. Svo hátt rísa öld- umar í hinni pólitísku bar- áttu í landi kunningsskapar- ins, þar sefh allir þekkja alla. Ekkert er að sjálfsögðu eðlilegra en að menn deili, og deili jafnvel hart fyrir kosningar. íslendinga greinir á um menn og málefni, ekki síður en aðrar þjóðir. En all- ir ættu að geta verið sam- mála um það, að æskilegt er að þessi harða barátta standi hóflegan tíma. Frá þessu sj ónarmiði séð er það þess vegna mjög til bóta að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið kjördaginn í sum- ar 9. júní eða rúmum hálfum mánuði fyrr en venjulega, þegar kosið er að sumri til. Þetta þýðir, að kosningabar- áttan verður nokkuð styttri. Kjósendur hafa að sjálfsögðu alla sömu möguleika og áður til þess að mynda sér rök- studda skoðun á stjórnmála- flokkunum og stefnumiðum þeirra. Þegar vika er af júní er einnig nokkum veginn víst að sæmilegt veður muni verða á kjördegi, enda þótt segja megi að erfitt sé að fullyrða nokkuð um veður- far á einstökum dögum á hvaða tíma sem er í þessu norðlæga landi. Kosningar 9. júní hafa einnig þann kost, að þá er minni hreyfing komin á fólkið, sjómennirnir em þá fæstir farnir til síld- veiða fyrir Norðurlandi og sumarleyfi em ekki almennt byrjuð. Margt mælir því með þeirri ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að færa kjördaginn fram. Kosningar fyrir dyrum í Kanada Mánudaginn 8. apríl fara fram þingkosningar í Kan- ■ ada. Undangengin kosninga- barátta hefur verið hörð og ströng, og megi nokkuð mark af skoðanakönnunum, er ekki útlit fyrir, að neinn flokkur verði, að kosningum loknum, nægilega sterkur til þess að mynda merihlutastjórn. Kosið er um 265 þingsæti og keppa fjórir flokkar um sæt- in. Skipting milli flokkanna er nú þannig: íhaldsflokkurinn hef- ur 113 þingsæti, Frjálslyndi flokkurinn hefur 99, Socíal Cred it-flokkurinn, sem er hægri flokk ur, hefur 30 þingsæti og Nýi Demókrataflokkurinn, einskon- ar bændaflokkur, hefur 19 sæti. Fjögur sæti eru auð. Sem fyrr segir hefur kosning- arbaráttan verið hörð, — senni- lega sú harðasta frá árinu 1940 og helztu deiluefnin landvama- mnáil og efnahagsmál. Allmiklir fj árhagsörðul eikar hafa steðjað að Kanada undan- gengin fjögur ár og atvinnuleysi er þar töluvert. Oreiðslulhalli á fjárlöguim sex síðustu ára hef- ur samtals numið um 2.700 millj. dala og vextir af þeirri fjárhæð fara yfir 100 milljón dali ár- lega. Deila sú, er upp kom milli stjórna Bandaríkjanna og Kanada fyrir nokkru um það, hvort eld- flaugar í kanadískum bækistöðv um skyldu búnar kjarnorkuvopn- um, hefur orðið hávært umræðu- efni manna í kosningaba ,1ítt- unni. Sú skoðun kemur fram hjá bandaríska vikuritinu U: S. MJÖLKURFRAM- LEIÐSLAN EYKST Camkvæmt skýrslu Mjólkur- ^ samsölunnar í Reykja- vík hefur innvegið mjólkur- magn á öllu sölusvæði henn- ar aukizt um 5Vz% á árinu 1962. Er hér um að ræða enn eina sönnun þess, að þróun- in í landbúnaðinum hbldur áfram öruggum skreíum. — Framleiðsla búanna eykst ekki aðeins hér á Suður- og Suðvesturlandi heldur og um land allt. Þetta eru vissulega gleði- legar staðreyndir. íslending- ar fá beztu og hollustu mat- væli sín úr sveitunum. Þess vegna er ákaflega þýðingar- mikið að framfarirnar þar haldi áfram, framleiðslan aukist og verði betri og fjöl- breyttari. Fólkinu í landinu fjölgar og þjóðin þarf þess vegna að fá meiri mjólk, kjöt og grænmeti til þess að full- nægja þörfum sínum. Hin aukna mjólkurfram- leiðsla sannar einnig, að raus Framsóknarmanna um kyrr- stöðu og samdrátt í sveitun- um eru staðlausir stafir. Diefenbaker News & Worid Report, að hvem- ig svo sem úrslit kosninganna verði, sé ekki séð fyrir endann á þeirri deilu. Blaðið telur, að verði Lester Pearson, foringi Frjálslyndra næsti forsætisráðherra Kanada, megi vænta meiri vinsemdar í garð Bandaríkjamanna og samn- ingalipurðair um deiluna. í kosn ÍBgbaráttunni hafi hann jafnan tekið vinsamlega afstöðu til skoð unar Bandaríkjastjórnar og ver- ið þvl hlynntur að búa kanadiska herinn kjamorkuvopnum. Hins vegar hafi það gert honum all erfitt fyrir, þegar Robert Mac- Namara, upplýsti 29. marz s.l., að Bomarc loftvarnaflaugarnar — en nokkuð af þeim hefur ver- ið í Kanada s.l. fjögur ár — væru í rauninni ekki sérlega mikil- virk varnarvopn. Var ætlun landvarnaráðherrans að draga með þessu úr hinum háværu deilum í Kanada, en í raun og veru sló hann helzta vopn Pear- sons úr höndum hans og fékk það Diefenibaker, forsætisráð- heræa, sem til þessa hafði átt i vök að verjast í kosningabar- áttunni. Eftir þetta staðhæfði Diefen- baker, að í raun og veru fælist það í ummæl'Um MacNamara, að eldlflaugastöðlvar í Kanada væru eingöngu í sýndarskyni og til þess eins ætlaðar að draga athyglj, Rússa frá veigameiri stöðvum bandarískum. í viðtali við fréttamenn sagði Diefenbak* er, að urnmæli MacNamara hefðu komið á hinni einu réttu stund fyrir sig og þau réttlætu að fullu það, sem hann hefði sagt fyrr í kosningabaráttunni, en hlotið harða gagnrýni fyrir. Atti Diefenbaker þar m.a. við blaðið „Globe and Mail“ í Tor- onto, sem studdi hann í síðústt* kosningum, en hefur að undan- förnu gagnrýnt hann harðlega fyrir að nota hvert tækifæri til að varpa fram lævíslegum hnjóðs yrðum um Bandaríkj amenn. „Það er ef til vil.1 of mikið að segja, að hann hafi sýnt Banda- ríkjastjóm beinan fjandskap'*, segir blaðið, en heldur áfran* „hann hefúr haft þann hátt á, að læða út úr sér dulibúnum, ill- kvittnum, athugasemdum un» hana og fylgja þeim siðan eftir með háværum yfirlýsingum um» nauðsyn þess að vemda sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarrétl Kanada gegn erlendum yfirráð- um“. Víða hefur verið tekið und- ir þessa gagnrýni blaðsins, meðal annars af nokkrum kunnum stuðningsmönnum hans sjálfs. Að sjálfisögðu hafa stuðnings- blöð Pearsons gert sem mest úr þessari gagnrýni á baráttuaðferð Ddefenbakens, til dæmis' segár „Daily Star“ í Toronto, að ekki sé annað sýnna en Diefenbaker „reyni af ásettu ráði að skapa haturshug í garð Bandarikjanna — þess lands, sem öryggi Kanada og varnir bygeist að öllu leyti á. RAIIÐA BOKIN SAMKVÆMT SÍA-skýrslu um flokksstjórnarfund Kommúnista- flokksins í desember 1958 lýsti Lúðvík Jósepsson „baráttu" komm- únista í vinstri stjórninni fyrir helzta „hugsjónamáli“ flokksins svo: „Lúðvík sagði að hann sjálfur og Hannibal hefðu verið hvata- menn þess, að samið hafi verið um frestun á endurskoðun herstöðva- samningsins í nokkra mánuði 1956. Síðan hefði ekkert verið gert, nema hvað einhver bréfaskipti hefðu átt sér s^að í nóvember 1957“, SÍA-MENN í Austur-Þýzkalandi höfðu í einnl af skýrslum sínum látið í ljós svofellt álit á hernaðar- og varnarmálum: „Samkvæmt marxískri herfræði (!) verður kjarnorku- og vetnisstríð ekki út- kljáð á nokkrum klukkustundum“. SÍA-kommúnistum á íslandi stóð hins vegar nokkur stuggur af þessari „marxísku herfræði" og sendu flokksbræðrum sínum í ríkl Ulbrichts eftirfarandi áminningu: „Við bendum á, að þetta brýtur í bága við barátturök okkar gegn herstöðvunum, og teljum við hættulegt, ef slíkar skoðanir kæmust á kreik meðal hernámsand- stæðinga hér. Við vekjum athygli ykkar á, að málflutningur her- námsandstæðinga hefur breytzt nokkuð frá því, er áður var, þ.e. að í stað þess að leggja höfuðáherzlu á svívirðingu við ástkæra fóst- urjörð og þá hættu, sem efnahagskerfi og menningu þjóðarinnar stafar af hersetunni, er aðaláherzlan nú lögð á tortímingarhættuna vegna tilkomu nýjustu gereyðingarvopna",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.