Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. apríl 1963 HÉR á eftir fer saga um páska- ferð fjögurra manna, saga um það er tveir kunnir fjallagarp- ar tóku með sér tvo óvana ferða- menn m. a. undirritaðan blaða- mann. Það var tvívegis gengið _á Öræfajökul, annað skiptið í þoku, svo notaður var kompás og menn bundnir saman til þess enginn tindist, hitt skiptið í glampandi fjallasól og frosti. Þessi skemmtilega páskaför end- aði með því, að um mitt dvalar- tímabilið gerði slagveðursrign- ingu, svo ferðalangarnir hálfflutu í gærupokunum út úr tjaldinu, við snjórönd jökulsins. Fella varð tjaldið I flýti og bera grjót á, áður en allt fauk út í veður og vind og halda sem hraðast, til byggða á Fagurhóls- mýri. Þegar leitað var ferðabún- aðar síðar kom í ljós að annað skiði blaðamannsins var horfið. Það fannst er fannir leysti siðar um vorið, veðrað og mótað af skinum og skúrum þessa langa ferðalags og dvalar á mesta jökli Evrópu utan Grænlands. Það hendir margt í skemmtilegum og seiðandi páskaferðum. ★ Flugferðin austur með suður- ströndinni var ævintýri likust. Að vísu sást ekki stöðugt vel til fjalla, vegna þess hve lágskýjað var og skúrir öðru hverju. En það glaðnaði til af og til, svo glampaði á Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökul og snævi þakta tinda fjallanna að baki þeirra. í sól- hvörfunum og sólglennunni var eins og þessir risar ýmist brostu góðlátlega eða byrstu sig og ygldu brúnir. Það var eins og þeir væru að undirstrika, að þeir stæðu þarna óhagganlegir og óbifanlegir stuðningsmenn Reyn isdranga og Dyrhólaeyjar, sem um ómunatíð hafa barizt við ó- bilgjarnar öldur úthafsins — baráttu sem alltgf hefur kostað mola eftir mola, holu sem varð að helli, svo þessir frarrwerðir landsins í suðri hafa þrátt fyrir alla seiglu hopað smátt ocg smátt. Brimið sverfur með sínum ægi- mætti með þeirri hægð, sem minn ir á dæmisöguna um litla fugl- inn, fjallið stóra og augnablik eilífðarinnar. Og svo hvarf sýnin til fjalla í grámóðu þokunnar og eina sem sást af landinu voru ægi- legir sandarnir. Brimið virtist úr flughæðinni þennan stillta dag aðeins rjála við strandkamb- inn. En þessir svörtu flákar með gulhvítum rákum fannanna, sem veturinn hafði skreytt þá eins og abstrakt skreytingu á stórri tertu, voru algjörar andstæður vini sínum Einari Sæmundssyni, núverandi formanni KR, átt hug- myndina að gönguförinni á ör- æfajökul, sem aldrei áðUr hafði verið reynd svo snemma árs. Þeir félagar mundu vart svo langt aftur í timann að þeir hefðu ekki um páska farið á fjöll — og alltaf undanfarin ár á einhvern jökul. Páskar án jökulferða og tilheyrandi-svaðil- mennsku og sólböðum voru ó- hugsandi í þeirra augum. Árni hafði tekið kunningja sinn, Bent Jörgensen, bifvélavirkja, með sér, og Einar gaf undirrituðum kost á þáttfcöku. — Jæja, ég er'búinn að skipta farangrinum, sagði Árni og skil- aði bóndanum reizlunni. — Það eru 36 kg á mann og bindið þetta nú á bakpokana. Við verð- um að komast af stað, við þurfum að tjalda fyrir myrkur. Kílóin 36 voru ekkert þung til að byrja með og leiðin upp að snjóröndinni virtist svo sakleys- islega ávöl og stutt frá bænum séð. Við óvaningarnir tókum forystuna. En svo fór að síga í, þunginn á öxlum og baki. Það var unaðslegt að tylla sér og láta byrðina hvíla um stund á steini. Þeir Einar og Árni ruddu úr sér gamansögum og bröndurum, og við Bent reyndum að taka þátt sem sjálfsagt ber sígrænt gras á sumrin. En skammt var í stór- grýti á alla vegu. Þarna var þá páskafletið fundið!! Fegnir lét- um við byrðina falla til jarðar. Og innan skamms var tjaldið ris- ið. Kakóveizla var undirbúin og tókst vel, krýdduð sögum um páskaferðir hinna reyndu á jökul og víðar. Svaðiifarir sagðar og frásagnrr af því hvernig ýmsir þekktir fjallagarpar hefðu brugð izt við erfiðleikum stórveðra og erfiðra aðstæðna í ýmsum til- fellum. En eftir að komið var í gærupokana varð ekki mikið um samræður. Gangan með þessa seigdrepandi byrði sá fyrir því. ★ Við hvíldum okkur daginn eftir og undirbjuggum ferð á jökulinn. Við fundum nú yndis- legan árangur göngu okkar dag- inn áður. Landið var stærra og við vorum strax einhvern veg- inn meiri menn. Sandarnir leystu strax um morguninn af sér næt- ursnjóinn að miklu leyti, en snjórinn setti skemmtilegan svip á höfðana sem staðið höfðu vörð á ströndinni, löngu áður en Hjör- leifur og Ingólfur koinu hingað og urðu til að skapa þeim nafn. Byggðin í fjarska fyrir neðan var í vetrarböndum, en vorsólin gaf henni blíðan og töfrandi blæ farið að draga í loftið og ský dró fyrir sólu. í síðustu brekkunum var útsýnið horfið. Þokan lædd- ist alls staðar. Á langþráðri brún inni var hún svo þétt á stundum, að skiðabroddarnir sáust ógerla. Níu stunda ganga upp brekkur og fannir hafði ekki borið þann árangur, sem við vonuðumst til. En þessi bylgjandi þoka sem ýmist birgði allt sjónsvið utan við 2—3 m radius eða gaf sjón- leið 10—20 m, setti ramma spenn ings og eftirvæntingar á förina. Við vorum staddir í 2000 m hæð á stærsta jökli Evrópu að Græn- landsjökli undanskildum. Út- sýnið var ekkert. Þokubylgjurn- ar rugluðu allt áttaskyn. Félag- inn, sem var 2—3 skíðalengdir í burtu, hvarf sjónum af og til. Þarna var eilíft ríki vetrar og snævis. Sprungur og hyldýpi gátu leynzt á næsta leyti, huldar eins og tilbúnar gildrur með ný- föllnum snjó, svo engan gat grun að hætturnar, nema auga hinna reyndari. Það var ekki hægt að vera frekar á valdi ísl. öræfa, veðra og allra þeirra hættna, sem á öræfaslóð geta leynzt. — Við bindum okkur saman og tökum smá göngutúr, sagði Árni. Hann og Einar skoðuðu kortið, tóku stefnuna á Hvanna- dalshnjúk samkvæmt því og síð- an gengum við í halarófu með band um mittið, 3—4 m millibil milli hvers okkar, og aftastur fór Árni með kompásinn í hönd og kallaði „Til hægri“, eða „til vinstri" ef kaðallínan sveigðist f-' kompásnálinni. Maður gat ímyndað sér í þessu þoku umlukta öræfaumhverfi hvaða svaðilför sem var. Snert- ihgin við ís, snjó, jökul og svarta þoku var ósvikin. Sömuleiðis traustið á kunnáttumönnum í siíkum ferðum, notagildi korts, kompáss og þeirra tækja sem maðurinn einum getur treyst í sannleiksgildi þessara orða um brauðsneiðina. Skammt fyrir neðán brúnina fórum við niður úr þokunni. Kvöldkulið réð þar ríkjum i stað sólarhitans áður. Við fórum í stórsvigi niður, en máttum hafa gát á sprungum og fleiri hættum. En brekkurnar, sem hafði tekið 9 tíma að klífa, voru nú farnar á tæpum hálftíma niður með hvíldum þó. Hnén skulfu í lokin. Þetta var í fyrsta sinn, sem brekkan var of löng, sem 'færi gafst á að fara niður. En það var svo margt sem var í fyrsta sinn hjá óvönum manni í þess- ari ferð. ★ Við hvíldum okkur næsta dag. Strengir eftir erfiði liðinna daga voru sárir fyrst, en gleðin yfir snertingu við jökul Og öræfi gerðu slíkt næsta lítilfjörlegt. Við nutum sólbaðs liggjandi á fönn sem endurspeglaði vorsól- ina. Við vorum einir, ótruflaðir af öllu nema móðir náttúru, langt upp í hlíðum Vatnajökuls. jökla og hamra. Þarna bylta árn- ar, brimið og vindar loftsins landinu til og frá svo að engu er þyrmt. Mannvirki mega sín lítils á slíkum stöðum, brýr á söndunum og skip strönduð graf- ast og hverfa í þennan ógnar- kirkjugarð. Gróðurrík vin koma í þessa eyðimörk eins og til að minna á frjómátt moldar og möguleika mannanna í lífsbaráttu þeirra, og síðan endalaus eyðimörk á ný, endalaus fyrir liðnar kynslóðir, . sem fór fótgangandi eða ríðandi þar yfir, en aðeins stundarför fyrir fljúgandi faxann okkar, og innan stundar rofaði til í Öræfa- jökul 'og flugvélin renndi sér niður á flugvöllinn við Fagur- hólsmýri. Þetta var 1952. Við vorum fjór- ir farþegar til Fagurhólsmýrar og tilgangurinn var að leika sér að því að ganga á öræfajökul yfir páskahátíðina. Reizla Fagurhólsmýrarbóndans lék í höndum Árna Stefánsson- ar bifvéldvirkja, hins kunna fiallamanns. Hann hafði ásamt 1 þeirri iðju. Leiðin að snjóröndinni leyndi á sér. Það reyndust á henni lautir og gil, sem ekki höfðu sézt frá bænum. „Úff“, stundi ég með sjálfum mér. Hver er tilgangurinn með að eyða frídögum í að taka þátt í svona bjásfri og erfiðleikum? Ég hrasaði og var nærri dott- inn, kílóin 36 áttu sinn þátt í því með slagsíðunni sem þau gáfu. Vísuorð Tómasar „Upp á móti, ofar, hærra“ komu fram í hugann, en það var enginn tími til að lita við og sjá hvort „alltaf verður landið stærra'* eins og hann heldúr áfram í sínu kvæði. Það varð að halda í við hina. Það var ekki laust við að þreytan minnkaði heldur, þegar mér varð litið á Árna og sá að svitadropar voru á enni hans. Og loks kom tillaga Einars. Hér er lækur, strákar, og þarna er grasivaxin laut. Vió skulum tjalda hér. Ég leit í kringum mig. Jú, þarna var smáblettur steinlaus, á þessum mótum vetrar og ógró- ins vors. Léttir á okkur héldum við snemma af stað næsta morgun, aðeins með nauðsynlegt nesti, fatnað og skíðaútbúnað. Við gát- um fljótt gripið til skíðanna. Það var tilhlökkun og einkenni- lega ánægjuleg tilfinning, sem gagntók hugann, þrátt fyrir það að framundan voru nær enda- lausar brekkur. Ég þurfti að reigja höfuðið aftur á .hnakka til að sjá brúnina hvítu, sem bar. við bláan og skýlausan himin. Innan stundar vorum við orðnir naktir að mittisstað. Fersk leiki fjallaloftsins þennan apríl- dag var aðeins þægilegur móti hlýjum sólargeislunum, sem bök uðu bakið og endurspegluðust af ósnortnum fönnum, er huldu hlíðar þessa konungs íslenzkra fjalla. Við örkuðum fet fyrir fet, skáhalt upp fannirnar eða með plógskrefum beint upp. Það var árangursríkara en erfiðara. Það smá styttist upp á brúnina, en gamanið tók að kárna. Það var jöklaferðum. Það tók að hækka undir fæti eftir að við höfðum lengi gengið á sléttlendi. Við tróðum upp ein- hverja hlíð, og brattinn snar- jókst. — Þetta er hnjúkurinn, sagði Árni. En við skulum ekki fara lengra. Það eru sprungur víða við hann og þær eru huldar ný- mjöll um þetta leyti og sjást því ekki. Við settumst enn að nestinu. Það var tekið að ganga á það og sennilega hafa fleiri en ég horft löngunaraugum á síðustu brauðsneiðina. Ég ætlaði að fara að taka hana og háma hana í mig, þegar Árni lokaði brauð- boxinu. — Maður á aldrei að borða síð ustu brauðsneiðina, sagði hann. Hennar kann alltaf að verða frekari þörf heldur en þegar maður hefur sett í sig margar aðrar. Þegar við stefndum aftur að brúninni, varð mér hugsað um Þetta var eftirminnileg páska- ferð. Er líða tók á daginn gáfum við efstu brún jökulsins hornauga. Við sáum, að hún hélzt þokula ra allan þennan dag og himininn skafheiður og blár yfir. Það hvarflaði að okkur, að við hefð- um verið óheppnir að byrja ekki jökulförina þennan dag. Við á- kváðum aðra tilraun daginn eft- ir. Strengirnir og erfiðið var gleymt, svo máttugir voru töfrar sólbakaðra jökulhlíðanna um- luktar bláum himinlitnum. En ævintýrið í þokunni daginn áður hafði einnig sinn töframátt. Án þess hefði ég ekki viljað vera. . ★ 1 býtið daginn eftir, skírdags- morgun, lögðum við aftur af stað. Æfingin hafði nú skapað meistara. Við vorum tveim stund um fljótari upp en i fyrra skipt- ið. Og allan tímann hélzt sól- skinið. Við komum á brúnina, sem alltaf var okkar takmark, jafnt á hlaðinu á Fagurhólsmýri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.