Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 11. apríl 1963 Einn starfsbræðra minna sagði mér eitt sinn, að einhverju sinni er hann kom heim frá útlönd- um, hefði hann orðið að bíða tímakorn á flugvellinum í Lon- don eftir vélinni heim. Það er að vísu ekki í frásögur færandi, því hve oft bíða menn ekki yfir bjórglasi eftir vélinni heim? — í umrætt sinn var þessi starfs- bróðir minn einn á ferð, hafði farið á eigin spýtur út á flugvöll — og beið nú eftir vagninum, sem flutti aðra íslandsfarþega frá af- greiðslumiðstöðinni í borginni — út á flugvöll. Þarna var látlaus straumur fólks, eins og alltaf. Farþegar á leið til allra heimsálfa, fólk af öllu þjóðerni og litarhætti, mis- lit hjörð. Blaðamaðurinn fylgd- ist vel með fólksstraumnum þar sem hann sat í biðsalnum, bjóst við að sjá landa sína birtast á hverri stundu. En það gat svo sem verið, að þeir væru búnir að ganga fram og aftur beint fyrir framan nefið á honum, því ætla. mátti, að ekki væri hlaupið að því að greina hverjir væru ís- lendingar — og hverjir bara út- lendingar — í þvílíkum ys og þys. En skyndilega breytti þessi ið- andi kös um svip. Stór hópur fólks kom kjagandi, hlaðinn pinklum og bögglum, engu lík- ara en það væri með búslóðina með sér. Þetta fólk stakk óneit- anlega í stúf við aðra, sem þarna voru á þönum með litlar hand- töskur, regnhlíf eða hreint ekki neitt. Og hópurinn með búslóð- ina varpaði af sér birgðunum allt umhverfis blaðamanninn, menn þurrkuðu svitann af enn- inu, kvenfóikið taldi pinklana svona til að fullvissa sig um að ekikert hefði týnzt. Svo lögðu sum ar frá sér kápurnar, sem þær voru með á handleggnum, til þess að geta farið úr kápunni, sem þær voru í, því þá var heitt í London. Og svo hlammaði fólkið sér niður í stólana allt umhverfis Ýmsir, sem fram hjá fóru, hafa sjálfsagt ályktað, að þarna væri á ferðinni heimskautaleiðangur með ársvistirnar, ferðbúinn. En blaðamaðurinn hafði áttað sig á, að þarna voru samferðamenn hans komnir — og hann var ekki lengur í neinum vafa, þegar virðulegur roskinn maður í hópnum tók upp silfurdósirnar, sem konan hans hafði gefið hon- um áletraðar á sextugsafmælinu, og tróð duglega í báðar nasir — þatrna á krossgötum heimsins. Þetta voru íslandsfarþegarnir, þreyttir og slæptir eftir búða- rápið í London. En mikið hafði þetta annars verið skemmtileg ferð. Fólkið hafði keypt þessi lif- andis kynstur af öllu milli him- ins og jarðar — og drukkið ó- sköpin öll af bjór. Flestir höfðu eytt öllum ferðapeningunum, áttu eftir n'okkra shillinga í vas- anum, rétt fyrir einum bjór úti á flugvelli. Innkaupatöskur, skó- kassar, hattaöskjur. öllu ægði saman. Og þarna var líka litli maðurinn í litla frakkanum, sem hafði látið nægja að kaupa sér eitt hálsbindi. Samt hafði hann eytt einni viku í Oxford-stræti eins og hinir. En ekki vegna þess, að hann hefði verið heila viku að velja eitt hálsbindi, heldur af því að hann átti að kaupa ósköp- in öll fyrir hina og þessa. Vinnu- félögunum og vinum þeirra þótti svo gott að geta beðið hann fyrir nokkur pund til að kaupa eitt- hvað smávegis, sem hvergi fékkst nema í útlandinu. Þegar það vitnaðist, að hann ætlaði að lyfta sér upp og bregða sér í vikutíma til London, þá voru það ótrú- legustu menn, sem lumuðu á einu og einu pundi — og vanhagaði sérstaklega mikið um hitt og þetta. Það var svó sem engin skömm að því að fá það beint úr Oxford-stræti. Og litli maður- inn í litla frakkanum hafði kynnzt þessari miklu verzlunar- götu heimsborgarinnar mjög vel. En þar fyrir utan hafði hann séð lítið af London. Oft er ég úti á flugvelli, þegar flugvélarnar koma að utan á kvöidin. Yfirleitt að bíða eftir einhverjum sérstökum, einihverj- um, sem Morgunblaðið á erindi við, en stundum er ég aðeins að horfa á eins og hinir, af því að ég kann vel við þá „stemmningu", sem fylgir, þegar fólk er að koma úr eða fara í ferðalög. Og alltaf er það sami heimskautaleiðangur inn, sem kemur út úr flugvélun- um okkar, hvort sem þær koma frá Ameríiku eða Evrópu, þ.e.a.s. ef meirihluti farþeganna eru ekki útlendingar með myndavél- ar. Landarnir sem eru að koma heim, þykjast góðir ef þeir geta haft tölu á öllum pinklunum — og kunningjarnir, sem mættir eru til þess að taka á móti Pétri og Páli, bíða í ofvæni: Ef hann kemur nú með skó, sem ekki passa stráknum? Ef kjóllinn er of stuttur, eða kápan er of þröng á stelpuna? Æ, þá verður öll fjölskyldan fyrir miklum von- brigðum. Og það fer fagnaðar- bylgja um mannfjöldann, þegar litli maðurinn í litla frakkanum stígur út úr flugvélinni í öllu sínu veldi. Þarna kemur hann, þarna kemur hann. En undir niðri leynist kvíðinn: Guð, ef hann hefur nú keypt einhverja vitleysu. Flestir þeir, sem farið hafa til útlanda á undanförnum árum, hafa að meira eða minna leyti staðið í sporum litla mannsins í litla frakkanum. Og á árunum, þegar hvað erfiðast var að fá gjaldeyri — og svartamarkaðs- braskið var í algleymingi, þá gegndi litli maðurinn í litla frakkanum þýðingarmiklu hlut- verki. Þetta hefur lagazt svolítið með afnámi hinna margvíslegu innflutningshafta. Vöruúrval er nú miklu meira hér en það var fyrir nokkrum árum og því fer fjarri, að allt sé ódýrara í út- löndum. Sarrit er það trúa þorra fólkjs, að allt sé auðvelt að fá í út löndum, allt sé þar ódýrara og betra. Þess vegna gegnir litli mað urinn í litla frakkanum enn þýð- ingarmiklu hlutverki — og þegar ég sé hann stíga út út flugvél- inni, slæptan og niðurlútan, þá koma mér ósjálfrátt í hug gaml- ir dagar vestur á ísafirði, þegar ísfirðingar fengu allt sitt skyr og rjóma með Esju hálfsmánaðar lega frá Akureyri. Sendingin var jafnan það l'ítil að allir bæjarbúar fengu ekki notið — svo að slagsmál í mjólk- urbúð Kaupfélagsins voru hálfs mánaðarlegt kvíðaefni húsmæðra þar í bæ, svo og þeirra unglinga, sem ekki fóru í skólann að morgn inum. Enginn bomsuslagur varð jafn heitur á ísafirði og slagur- inn um skyrið og rjómann eftir komu Esju að norðan. Ef skipið kom að nóttu, var aldrei farið nógu snemma á fætur til þess að komast framarlega í kösina, því fólkið hafði ekki taugar +;1 °ð standa í reglulegri biðröð, þegar um skyr og rjóma var að tefla. Ég var þá jafnan sendur út af örkinni til að annast innkaup fyrir nokkrar fjölskyldur og þar eð ég var þá ekki hár í loftinu þótti mér þetta mikill sómi — að vera falið jafnábyrgðarmik- ið hlutverk og raun bar vitni. Oft var ég nær dauða en lífi, klemmdur milli holdugra hús- mæðra, sem ekki létu hlut sinn fyrir neinum. Þær börðu harð- fiskinn vel og krakkana duglega þegar svo bar undir og gengu rösklega fram í skyrslagnum. Oft var ég þá eins og klemmdur milli skips og bryggju, hafði stundum á tilfinningunni, að ég gæti ekki náð andanum fyrr en eftir hálftíma. En að gefast upp, það var jafnóhugsandi og að ljónið gleypti Tarzan. Akureyrarskyr og rjómi voru lífsíns mestu gæði og þeir, setm náðu ekki að afgreiðsluborðinu fyrr en allt var búið, gengu nið- urlútir heim með tómar rjóma- krúsir. Stundum barst litli mað- urinn í litla frakkanum „klemmd ur milli skips og bryggju" urn mjólkurbúðina þvera og endk langa, komst stöku sinnum í snertingu við afgreiðsluborðið, en þeyttist svo langt frá, þegar „skonnorturnar“ lögðust að borð inu. Yfirleitt var bezt að reyna að halda sig í kjölfari einhvers „hafsikipsins“ þó að alltaf væri hætta á að maður hrektist út að dyrum, þegar „skipið" bakk- aði frá borðinu, fulllestað. Á endanum var það samt litli mað urinn í litla frakkanum, sem kom klyfjaður heim. Síðar, þegar brotið var blað í þróunarsögu staðarins og Kaupfélagið fór að framdeiða skyr eftir þörfum bæjarbúa, var mér sagt, að skyr og rjómi væru annars flokks fæða þar vestra. Kannski vegna þess, að lífshástki var ekki lengur samfara þess- ari fæðuöflun, eða af því, að framsóknarmennirnir tóku Kaup félagið af krötunum. Jæja, ég hef sem sagt staðið í sporum litla mannsins í litla frakkanum, bæði í mjólkurbúð- inni á ísafirði og í Oxford stræti í hjarta Lundúnaborgar. Ég vel mér ekki Oxford stræti sem viðfangsefni vegna þess, að mér þyki sá staður fegurri eða tilkomumeiri en aðrir staðir, sem ég hef komið á erlendis. Síður en svo. Hins vegar hafa sennilega fleiri 'fslendingar feng- ið líkþorn og hælsæri í Oxford stræti en á nokkrum öðrum stað erlendis — Og miá því með sanni segja, að þetta stóra stræti sé öðrum merkara en öllum ekki sársaukalaust. Allan liðlangan daginn er þar ys og þys. Endalausar bílaraðir þokasf hægt áfram eftir breiðri götu. Þegar skriður virðist ætla að koma á farartækin stöðvar umferðarljósið á næstu götu- horni alla syrpuna. Menn þeyta hornin, hrópa og kalla, eru ó- þolinmóðir, en það dugir lítið. Á gangstéttunum beggja vegna götunnar er látlaus straumur, þar verður vart þverfótað. Oxford stræti er seinfarið í lognmoll- unni um miðjan daginn. Og á báðar hendur gnæfa verzlunar- húsin. Þarna eru öll stóru „maga zinin“, þar sem almúgafólkið kaupir allt frá sokkaböndum og nærbuxum upp í loðfeldi, að vísu ekki af fínustu tegund. En þarna ganga Sveinkarnir og Siggurnar frá íslandi berseks- gang, æða úr einni deildinni í aðra, frá kjallara og upp á sjöttu hæð til þess að leita að nylon- sokkum eða brjóstahöldum, barnahosum eða regnihlífum. Fyrir ókunnuga geta þessi stóru verzlunarhús verið heil völund- arhús til að byrja með, svo aS jafnvel hún Gugga hans Bjössa í næsta húsi við mig er einn og hálfan klukkutíma að finna deild. ina, sem selur hvíta hanzka, því að hún ætlaði að kaupí eina fyr- ir hana Jónu vinkonu sína, sem hafði séð hvíta hanzka hjá einni í saumaklúbbnum. Þeir voru lág ir og það var flugfreyja, sem hafði einmitt keypt þá í Lond- on. En loksins þegar hún Gugga hans Bjössa í næsta húsi við mig fann borðið með hvítu hönzkunum, þá voru aðeins til þar háir hvítir hanzkar og Jóna vildi ekki sjá háa hanzka —• svo að Gugga barst aftur út í hringiðuna á fimmtu hæðinni og hún var orðin svo ringluð, að hún mundi ekki lengur hvað hun átti að kaupa fyrir hana Dóru frænku sína, sem hafði látið hana hafa þrjú pund og beðið hana um „eitthvað smart" til að hengja um hálsinh við ferm- inguna í vor. Loksins fann Gugga stól, settist og gróf tossa- listann upp _ úr handtöskunni sinni: „Guð. Átti hún eftir að kaupa allt þetta!“ Og hún sem hafði verið á ferðinni síðan snemma um morguninn og enn ekki búin að kaupa neitt að gagni. Og nú var komið fram. yfir hádegi. Ja, sú rnátti nú hafa hraðann á, ef hún ætlaði að Ijúka þessu fyrir fimmtudag. Þá æti- aði hún að fljúga heim. Það vildi svo einkennilega til, að litli maðurinn í litla frakk- anum var í London um sama leyti. Hann ákvað að varpa af sér húsbyggingaráhyggjunum í eina viku, vera „flott“ og bjóða konunni sinni til London í veru- lega upplyftingu. Þau ætlúðu ekki að verzla mikið, voru ekki sérlega efnuð, létu svo að segja hvern eyri í kofann. Og einmitt þegar Gugga hans Bjössa í næsta húsi hafði næstum því verið troð in undir í lyftunni á leiðinni niður af fimmtu hæð, þá stóðu litli maðurinn í litla frakkanum og kona hans fyrir framan sama verzlunarhús. Hann var að ráðg- ast um það við konuna sína hvar hann ætti að bíða meðan hún færi inn í verzlunarhúsið. Þau höfðu verið hér nokkrum sinn- um áður, þekktu sig .orðið vel í götunni — og hann ákvað að bíða hennar á ölstofunni á horn- inu handan götunnar. Hann treysti sér ekki upp í verzlunar- húsið, hann var með hælsæri á báðum fótum. Hann hafði keypt sér skó og bindi, hún hafði keypt sér skó og kápu. Það var allt og sumt. En j>etta var síð- asti dagurinn þeirra í Londoq að þessu sinni og hann hafði, eins og svo margir aðrir, feng- ið hælsærin í Oxford stræti, því hann hafði ekki gengið aðrar götur í borginni. Og þegar hann hafði skröngl- azt yfir götuna og setzt á eina stóltrjónuna við barborðið í öl- stofunni fannst honum, að hann mundi ekki geta staðið aftur upp. Fæturnir voru sárir, hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.