Morgunblaðið - 21.04.1963, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.1963, Side 1
24 siður og I_esbók 50. árgangur 90. tbl. — Sunnudagur 21. apríl 1963 Prentsmiðja Morgunblaðslns Mynd þessi er af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og sjást sitjandi frá vinstri: Sigurður Ágústsson, frú Auður Auðuns, Gísli Jónsson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson Gunnar Thoroddsen, Ingólfur Jónsson, frú Ragnhildur Helgadóttir og Óiafur Björnsson. Standandi talið frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen, Guðlaugur Gísiason Magnús Jónsson, Kjartan J. Jóhannsson, Jónas G. Rafnar, Jónas Pétursson, Jón Árnason, Sigurður Ó. Ólafsson, Jóhann Hafstein, Gunnar Gíslason, Einar Ingi- mundarson, Bjartmar Guðmundsson, Birgir Kjaran, P étur Sigurðsson og Alfreð Gíslason. — Ljósm. Ól. K. M. Farsælt og starfsamt þing mikilvæera mála afgreiddi fjö t gær laub eitt athafnasamasta þing í sögu landsins störf- um. Örugg forysta Viðreisnarstjórnarinnar einkenndi af- greiðslu f jölþættrar og mikilvægrar löggjafar. Fjárhagur landsins er n« byggður á traustum grunni. Þess vegna þurfti ekki að eyða tíma þingsins í þjark um styrki eða uppbætur. LöggjafarStörf \ iðreisnarstjórnarinnar stinga mjög í stúf við störf vinstri stjórnarinnar. Þá sat þingið aðgerðarlaust mánuðum saman, meðan beðið var eftir því að samninga- þjarki stjórnarflokkanna um bráðabirgðalausn efnahagsmál- anna lyki. Þá vannst aldrei tími til að taka nein mál föstum tökum. Nú eru vinnubrögðin öll önnur. Efnhagsmálin hafa verið leyst til frambúðar. Viðreisnin er orðin staðeynd. Þess vegna var hægt að beina kroftunum að lausn ýmissa vandamála, 6em áður hafa orðið að sitja á hakanum. Bezti vitnisburður um hið mikla starf, sem þetta þing vann, er sjálfsagt fólginn í kveinstöfum stjórnarandstæðinga yfir því, hve mörg stór- mál voru til afgreiðslu, og hve miklar famkvæmdir á öllum 6viðum þjóð’ífsins mundu fylgja í kjölfar þeirra. Hér á eftir verður stuttlega gerS grein fyrir hel/.tu dráttum hins merka og fjölþætta löggjaf- arstarfs, sem unnið hefur verið á því þingi, 83. löggjafarþingi íslendinga, sem slitið var í gær. Síðar verða svo rakin helztu at- riði hinna margvísiegu mála, sem Viðreisnarstjórnin hefur látið til sin taka á þessu kjörtínr.abili öllu og sem snerta alia þætti þjóðlífs- ins. ÞEGAR menn leggja dóm á gerðir Alþingis og störf þess, er að sjálfsögðu ávallt mikið lagt upp úr því, hvernig fjár- málum ríkisins hefur reitt af. Þykir mikils vert, að fjárlög séu afgreidd hallalaus og ríkis- búskapurinn rekinn í samræmi við það. Hefur svo orðið þau ár þrjú, 1960, 1961 og 1962, sem Viðreisnarstjórnin hefur setið, að greiðsluafgangur hefur orðið hjá ríkissjóði. Til samanburðar má benda á, að 1950—1958, en Ey- steinn Jónsson var fjármálaráð- herra öll 9 árin, var halli fimm árin en tekjuafgangur fjögur ár- in. Gagnger endurskoðun hefur farið fram og verið lögfest á skattalögum með stórfelldum lækkunum fyrir allan almenning og heilbrigt skattakerfi skapað fyrir atvinnureksturinn. í fram- haldi af því var ný tollskrá lög- fest nú á þessu þingi, sem felur í sér um 100 millj. kr. lækkun á tollum í heild. Núgildandi að- flutningsgjöld ásamt viðaukum hafa yfirleitt verið sameinuð í eitt heildargjaid, verðtoll, á hverja tollskylda vörutegund og má hann ekki vera hærri en 125% á neina vörutegund. En þess finnst dæmi, að heildar- gjöld á einni vörutegund hafi numið 344%. Tollur á skyldum vörutegund- um er samræmdur eftir föngum, og er um flokkun og niðurröðun vara í hinni nýju tollskrá fylgt binni alþjóðlegu tollskrárfyrir- mynd, Brússel-skránni svon- efndu. Þessar lagfæringar Og lækk- anir í skatta- og tollamálum ásamt mörgu öðru eiga eftir að örva atvmnulífið og atvinnuveg- ina og munu þannig með auk- inni framleiðslu og þjóðartekjum bæta lífskjörin í landi'nu. Ríkisreikningur — ríkisábyrgð Sá ósiður hafði tíðkazt um langan aldur um endanlega sam- þykkt ríkisreikninga á Alþingi, að þeir væru ekki lagðir fyrir það, fyrr en þeir væru orðnir tveggja til fjögurra ára gamlir. Nú hefur þessu verið breytt. Ríkisreiknihgar fyrir árin 1959, 1960 og 1961 voru lagðir fyrir Alþingi til samþykktar þegar á næsta ári eftir reikningslok. Casfro segir að gera hafi átt innrás á Kúbu fyrir ári Kay West, 20. apríl (NTB): Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hélt ræðu í gær í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að innrásin var gerð í Svínaflóa. í ræðunni sagði Castro m.a., að Sovétrikin hefðu sent eldflaugar til Kúbu á sl. ári vegna þess að spurzt hefði, að Kennedy, Banda ríkjaforseti, og leiðtogi kúb- anskra útlaga, Jose Miro Cord- ona, væru að skipuleggja nýja innrás á eyjuna. Jose^ Miro, útlagaleiðtoginn, hefur nú látið af störfum. Sagðist hann ma.a. hafa gert það vegna þess, að Kennedy Bandaríkja- forseti hefði svikið loforð um að styðja áráts útlaga frá Kúbu á eyjuna ári eftir að Svínaflóaárás in var gerð. Kennedy, Bandaríkjaforseti, neitaði því í gær, að hann hefði nokkru sinni lofað Miro, að styðja innrás á Kúbu. Sagði for- setinn, að Bandaríkin myndu gera vmsar áðstafanir til þess að hefta útbreiðslu kommúnismans i Mið- og Suður-Ameríku, en þessar ráð stafanir fælu ekki í sér árás á Kúbu. Svo vikið sé aftur að ræðu Castros, þá vitnaði hann í orð Miros Cardona og kvað þau sanna, að Kúbubúar hefðu haft rétt fyrir sér, þegar þeir óttuðust innrás. „Við gerðum rétt þegar við bjuggum okkur undir að mæta ofbeldinu. Nú veit heimur inn hver bar ábyrgð á Kúbu- deilunni“. ’Ríkisreikningurinn 1961 var end- anlega samþykktur fyrir sl. ára- mót, en það er regla, sem þarf að komast á, að ríkisreikningar séu þegar afgreiddir á næsta ári eftir reikningslok. í þessu sambandi má víkja að því, að með nýrri löggjöf og framkvæmd varðandi ríkis- ábyrgð og stofnun Ríkisábyrgða- sjóðs erum við nú á góðri leið að losna úr því öngþveiti og þeirri óreiðu, sem fyrirhyggju- litlar ríkisábyrgðir höfðu léitt út í. Er talið, að fjárþörf Ríkis- Framh. á bls. 8 ^HargttablatsMtf fylgir blaöinu í dag og er efni henn- ar sem hér segir: Bls. 1 Reumert á stúdentsárunum, eftir Valdemar Willumsen. — 2 Svipmynd: Georges Bidault. — 3 Bannfæririg Júlíu Cahills, smásaga eftir George Moore. —» • í ormagarði, ljóð eftir Hjört Kristmundsson. Gestir á Orrustustöðum, m. hluti byggðasögu Brunasands eftir séra Gísla Brynjólfsson. Bókmenntir: Uwe Johnson og harmleikur Þýzkalands, eftir SAM. - Rabb, eftir SAM. 6 Kúba í augum kúbanskra flóttamanna Lesbók Æskunnar 8 Flótti frá Andcsfjöllum, eftir Heinrich Stubbe. Þriggja hæða geimstöð úr togleðri styttir leiðina til mánans, eftir Viggo Steen- strup. 10 Fjaðrafok 13 Vestur um land, erar Jón Arnfinnsson • Stökur 15 Krossgáta 16 Færeyjar komast f flugsam- band við umheiminn. — 4 — 5 — 7 — 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.