Morgunblaðið - 21.04.1963, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.1963, Side 8
8 MORCVNBL4DIB Sunnuc!a?i?r 2!. nprfl 1§03 — Alþingi Framhald af bls. 1. Shyrgðarsjóðs verði minni á næstu árum en hún hefur verið, Og að því stefni, að allir þeir, sem fengið hafa lán með ríkis- ábyrgðum, standi í skilum. Af þessum sökum þótti rétt að afla 50 millj. kr. lánsheimildar til banda ríkisábyrgðasjóði, til að 'stgnda undir áföllnum ríkis- ábyrgðum, fremur en að greiða 'stórfé umfram fjárhagsáætlun 19^2, en þær greiðslur yrðu óaft- •urkræft framlag til Ríkis- ábyrgðarsjóðs. Verður tekið lán til skamms tíma í trausti þess, að jafnvel á árinu 1964 og sér- Staklega á árunum þar á eftir ’muni hagur Ríkisábyrgðasjóðs batna svo, að hann geti greitt ■þetta lán upp að fullu og staðið ■undir sínum greiðslum. 'Stórauknar almannatryggingar Almannatryggingar hafa verið stórauknar á undanförnum árum, Og miklar lagfæringar á þeim ‘gerðar. Gagnger endurskoðun þeirra hefur farið fram og nú 'á þessu þingi var samþykkt ný heildarlöggjöf, sem fól m. a. í Sér, að lífeyrisgreiðslur almanna- trygginganna ná til allra, hvort sem þeir eru aðilar að sérstök- um lífeyrissjóðum eða ekki. Sér- sjóðirnir verða viðbótarsjóðir og mun þurfa að endurskoða reglur sínar í samræmi við það. Hefur Slík endurskoðun á lögum líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar farið fram. Hin nýja löggjöf um almanna- tryggingar felur í sér stórhækk- aðar fjölskyldubætur, fæðingar- Styrki, mæðralaun, ekkjulífeyri, dagpeninga eftir slys, dánarbæt- ur eftir þá, sem farast af slys- förum, sjúkradagbætur o. fl. Ekki þarf að fjölyrða um gildi almannatrygginganna. Þær miða að því að jafna tekjurnar, þ. e. taka frá þeim, sem meira eiga, 'og fá hinum í hendur, sem þess þvrfa við. Þannig auka þaer rétt- lætið í þjóðfélaginu og bæta það. Framkvæmdaáætlunin Gerð þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlana hefur rutt sér til rúms víða um heim á undan- förnum árum. Litið er á slíkar áætlanir sem mikilvægt tæki við Stjórn efnahagsmála, er sé gagn- legt bæði til þess að stuðla að tirum vexti þjóðarframleiðslu og 'eðlilegu jafnvægi í efnahagslífi. 10. apríl sl. lagði ríkisstjórnin þjóðhags og framkvæmdaáætlun fyrir árin 1963—1966 fyrir Al- þingi. Er hún annars vegar al- menn þjóðhagsáætlun, sem gerir ‘grein fyrir því, hver þióun þjóð- arbúskaparins geti verið á árun- Um 1963—1966, hve mikið þjóðar- framleiðslan geti vaxið, hve mik- ið neyzla geti aukizt og hve miklu fjárfesting geti numið. Jafnframt sýnir áætlunin þau markmið í þróun þessara megin- þátta þjóðarbúskaparins, sem æskilegt er að ná, og gerir í -atórum dráttum grein fyrir þeim leiðum, sem hægt er að fara til að ná þeim markmiðum. Hins vegar er áætlunin fram- kvæmdaáætlun, sem sýnir þau markmið, sem ríkisstjórnin vill Stefna að í framkværiTdum hins opinbera Og í stuðningi hins op- inbera við framkvæmdir einka- aðila á áætlunartímabilinu. Áætluninni er ekki ætlaður að vera þröngt sniðinn stakkur, er hefti frjáisar athafnir manna eða þröngvi þeim í eitt mót. Hana ber öllu fremur að skoða sem leiðarvísi og stefnumið fyrir alla þá, er framkvæmdum ráða, hvórt sem það eru stjórnarvöld, atvinnurekendur eða einstakling ar. Hún á með öðrum orðum að sýna þjóðinni, hvaða markmið- um hún getur náð, ef hún sam- einar krafta sína að einu marki. Þannig mun hún ekki hindra menn eða hefta, heldur leysa öfl framtaks og dugnaðar úr læð- ingi með því að gefa þeim raun- hæft markmið að stefna að. SÍ-SLÉTT POPLIN XNO'-IROM) (Þessi mynd var tekin af rúss- inn eftir að opinberlega var 11 neska píanóleikaranum Vladi- skýrt frá því, að þeiip hefði I mir Askenazy og konu hans, verið veitt dvalarleyfi í Eng- | Þórunni Jóhannsdóttur, á landi. Askenazy heldur á hinu j fundi með fréttamönnum í rússneska vegabréfi sínu, sem Liverpool sl. miðvikudag, dag hann sýndi fréttamönnunum. Framlög til verklegra framkvæmda Undir hugtakið verklegra fram kvæmdir eru venjulega felldir vegir, brýr hafnir, flugvellir, skólar, sjúkrahús. Framlög til þeirra í fjárlögum 1963, og er þá eingöngu átt við framlög til ný- framkvæmda, námu 197 millj. kr. Til samanburðar má benda á, að 1958 námu þau 90 millj., eða hafa með öðrum orðum auk- izt um 107 millj. kr. Tilkostnað- ur hefur að vísu einnig hækkað, en ef miðað er við vísitölu bygg- íngarkostnaðar, kemur í ljós, að um 42% hækkun að notagildi er að ræða. Má bæta því hér við, að 150 millj. kr. lónsheimildar var aflað vegna raforkuframkvæmda, m.a. til að standa undir 10 ára áætlun inni, sem allar líkur benda til að staðið verði við. Tekið var 2 milljóna sterlings punda lán í Englandi og skal fénu einkum varið til að efla útftutn- ingsiðnað, til hafnargerða, raf- orkuframkvæmda og annarra framkvæmda, sem stuðla að aukn ingu þjóðarframleiðslunnar og gj aldeyrisöf lun. Búnaðarmál. Ljóst er að mikill árangur hef ur náðst í aukinni ræktun og auknum bústofni og jafnframt verið fyrirbyggt, að jarðir fari í eyði sökum skorts á aðstöðu itl fóðuröflunar með þeim ráðstöf- unum ríkisvaldsins að vedta fjár- hagsstuðning fyrst til þeirra býla, sem minna ræktað land höfðu en 5 ha. árið 1946. Síðan var það mark fært upp í 10 ha. 1957. Á þessu þingi var markið enn fært upp í 15 ha. af véltæku túni. Jafn framt hefur jarðræktarstyrkur verið tekinn upp við endurrækt un vegna kalskemmda og auk þess verið gerðar ráðstafanir til að styrkur verði veittur á kom akira samkvæmt jarðræktarlög- um. Loks hefur styrkur til íbúð arhúsabygginga verið hækkaður. Jarðræktarlögin eru nú í end- urskoðun hjá stjórnskipaðri nefnd og má búast við, að hún ljúki störfum innan tíðar. Frum- varp til- nýrrar jarðræktarlaga verður því væntanlega lagt fyrir Alþingi næsta haust. Þá hefur löggjöfin um bænda skólana verið endurskoðuð og gerðar ráðstafanir til að búnaðar fræðslan verði efld og aukin í samræmi við breytta búnaðar- hætti. Einkum á það við um kennslu í notkun og meðferð véla og verkfæra, sem farið er að nota á hverjum bæ og segja má, að enginn bóndi geti án verið. Efnahagsbandalagsmálið Snemma á þinginu lagði ríkis- stjórnin fram skýrslu um Efna- hagsbandalagsmálið. Urðu mjög ýtarlegar og harðar umræður ■um hana. M., a. kom greinilega fram, að ríkisstjórnin hefur frá upphafi fylgzt rækilega með gangi mála eins og vera ber um svo mikilvægt mál, sem snertir hag allra íslenzkra atvinnuvega. Hefur frá upphafi verið fylgt stefnu fyrirhyggju og varúðar í þessu vandasama máli. Nú horfa málin þannig við, að ekki getur verið ágreiningur um að rétt sé að bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Stækkun Menntaskólans Ríkisstjórnin hefur íagt fjöl- mörg merk frumvörp um skóla- og menningarmál fram á þessu þingi, sem nú er að ljúka og verður lauslega vikið að. Þótt af mörgu sé að taka, er sjálfsagt að geta þess fyrst, að nú verður bráður bugur unninn að því að bæta úr húsnæðismálum Mennta skólans í Reykjavík. Er gert ráð fyrir því, að í framtíðinni verði lítill menntaskóli starfræktur í gamla skólahúsinu við Lækjar- götu en uppi á milli Rókhlöðu- stígs og Amtmannsstígs verði í sumar reistar nauðsynlegar sér- kennslustofur, íþróttahús o. fl. og að því stefnt, að því verði lokið, áður en skóli hefst í haust. Eru viðbótarbyggingarnar þann- ig úr garði gerðar, að þær spilla í engu svip hins sögufræga húss, séð frá Lækjargötunni. Þá er nú unnið að undirbún- ingi nýs menntaskóla í Hlíðun- um og verður byggingu hans 'hraðað eftir því sem kostur er á, en vænta má þess, að hann taki •til starfa, eins fljótt og kostur er á. Kennaraskóli — Tækniskóli Samþykkt var ný löggjöf um Kennaraskóla íslands, sem felur m. a. í sér þær breytingar að skólanum er veittur réttur til að brautskrá stúdenta, komið er á fót framhaldsdeild við skólann, undirbúningsdeild stofnuð fyrir sérkennara, æfingakennsla aukin og nokkurt kjörfrelsi um náms- efni. Þá er bætt að nokkru úr þeirri miklu vöntun, sem hér hefur verið á löggjöf um að- stöðu til tæknináms, með hinni nýju heimildarlöggjöf um Tækni skóla Islands. Ekki þarf að fjölyrða um, hver nauðsyn r á slíkum skóla hér á landi, ekki sízt í fiskiðn- aðinum, en menntamálaráðherra hefur lýst því yfir, að sú deild verði látin sitja fyrir. Heimilt er, að tindirbúningsdeildir fyrir skólann verði á Akureyri Og e.t.v. víðar, en af tæknilegum 'átæðum er ekki unnt að koma fullkomnum tæknjskóla upp hér á landi nema í Reykjavík. Aukinn stuðningur við tónlistarskóla 27. maí 1960 samþýkkti Al- þingi þingsályktunartillögu frá Magnúsi Jónssyni, Benedikt Gröndal og Kjartani J. Jóhanns- syni um, að undirbúin yrði „löggjöf um tónlistarfræðslu, þar sem m.a. yrðu sett skýr ákvæði um aðild ríkisins að þessari fræðslu, hlutdeild ríikissjóðs í greiðslu kostnaðar við tónlisitar- skóla og hvaða skilyrði skólar þessir þurfa að uppfylla til að njóta ríkisstyrks". Er skjótt frá að segja, að með hinni nýju löggjöf og fjárlögum yfirstandandi árs hefur fjárhags- íegur stuðningur við tónlistar- skóla verið nærri þrefaldaður frá því sem var. Er hann mið- aður við að þriðjungur rekstr- arkostnaðar greiðist úr rikissóði á móti jafn háu framlagi sveit- arfélaga. Munu útgjöld ríkis- sjóðs 1964 samkv. hinni nýju löggjöf væntanlega nmea rúm- lega 1,2 millj. kr., en þar að auki er hinn sérstaki styrkur til hljóð færakaupa, sem á þessu ári nemur 200 þús. kr. Almannavarnlr — stefna að að björgun mannslífa Haustið 1961 hófust umræður um það innan ríkisstjórnarinnar, að óverjandi væri að gera ekki gangskör að því að hefja hér rannsóknir og undirbúning al- mannavarna, miðað við aðstæður hér og reynslu annarra í þess- um efnum. Islendingum er vissulega mjög framandi allt það, sem að hern- aði lýtur eða fleiðingu hernað- ar. Því hafa menn spurt: Hvað eru almannavarnir? En þær eru einfaldlega sérhverjar ráðstaf- anri, sem að því lúta að komast hjá manntjóni og eigna, sem af hernaði eða árás kynni að leiða, að bæta tjón af sömu sökum, líkna og hjúkra þeim, sem eiga um sárt að binda. Þær skulu veita aðstoð, ef tjón VOFIR yf- ir eða hefur orðið af náttúru- hamförum eða annarri vá. Al- manna varnir stefna m.ö.o. að því að bjarga mannslífum. Eins og mönnum er í fersku minVii var frumvarp til laga um almannavarnir lagt fyrir Alþingi s.l. ár. Komu kommúnistar þá í veg fyrir samþykkt þess með því að beita málþófi. Var frum- varpinu þess vegna vísað til ríkisstjórnarinnar, en Alþingi lýsti jafnframt þeim vilja sín- um, að þá þegar yrði hafizt handa um undirbúning að framkvæmd laganna. Var frumvarpið síðan lagt fyrir Alþingi strax í haust og afgreitt sem lög fyrir ára- mót. Iðnlánasjóður efldur Lengst af hefur Iðnlánasjóður haft yfir takmörkuðu fjármagni að ráða. Brýna nauðsyn bar til þess að bæta úr því, þar sem iðn aðuainn er, ásamt landbúnaði og sjávarútvegi, einn af höfuð- atvinnuvegunum. Mikilvægt hans felst í því, að hann hefur séð stöðugt fleiri lándsmönnum fyr- ir atvinnu og 'þannig stuðlað að atvinnuöryggi, innt af hendi nauð synleg þjónustustörf 1 nútíma þjóðfélagi og stóraukið verðmæta sköpun landsmanna. f hinum nýju lögum er starfs- svið sjóðsins stórauikið og hon- um heimiliað að lána til bygg- ingar verksmiðju- og iðnaðar- búsa og endurskipulagningar iðn- fyrirtækja auik vélakaupa. Upp- hæð lána er allt að 60% kostn- aðarverðs. Gert er ráð fyrr nýj- um tekjustofni til sjóðsins, 0,4% gjaldi, sem innheimtist af iðnað- inum í landinu, og lagt er á sama stofn og aðstöðugjald. Þá eru sett fyllri ákvæði um lán- tökuheimild sjóðsins og endur- lán. Lýstu stjórnir iðnaðarsam- takanna sig samþykkar- þessari tekj uöBlunarLeið, enda er hér farið inn á sömu braut og lengi hefur gefizt vtel hjá Stofnlána- deild sjávarútvegsins og tekin hefur verið upp hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins, að höfuð- atvinnuvegirnir taki sjálfir þátt í að byggja upp sína lánasjóði. fbúðir við hæfi aldraðs fólks Menningarstig þjóða má mjög marka af því, hvernig þær búa Er það erlendis orðin sérstök fræðigrein, sem mikil rækt er við lögð, hvernig bezt megi í haginn búa fyrir þá öldruðu. Reynt er að gera þeim kleift að búa að sínu og bjarga sér sjálfir svo lengi sem heilsa þeirra leyfir, og er það talið eitt grundvallar- skilyrði þess, að starfsorka manna nýtist svo lengi, sem hún er nokkur. Mörgu öldruðu fólki verður það ofraun að eiga að skipta um umhverfi og starf eða láta af starfi, sem það hefur lengi stundað. Ekki veltur á litlu, að hinir öldruðu njóti þægilegs og nota- legs húsnæðis af hentugri stærð. Var fyrir þá sök samþykkt á Alþingi frumvarp ríkisstjórnar- innar um Byggingarsjóðs aldraðs fólks, sem hafa skal að mark- miði að stuðla með lánveitingum að því, að byggðar verði hent- ugar íbúðir fyrir aldrað fólk. Jafnframt var ákvæðum laga um heimilishjálp í viðlögum breytt svo, að þau gilda einn- ig um þá hjálp, sem veitt kynni að vera öldruðu fóiki. En það kemst oft af með aðstoð við heimilisstörf, rekstur erinda o.s.frv. hluta úr degi og í ýmsu tilvikum aðeins nokkra daga í viku. Sjórr.anna- og siglingalög, loftferðalög Á þe3su Al'þingi var samþykkt ný löggjöf um sjómanna og sigl- ingalög og auk þess loftferða- lög. Sjómanna og siglingalögin voru orðin úrelt nokkuð. Hefur ver- ið Köfð hliðsjón af löggjöf ann- arra Norðurlandaþjóða, en þó í nokkrúm atriðum verið vikið frá henni, þar sem annað þótti betur fara vegna íslenzkra at- vinnuhátta eða annarra ástæðna. Dómsmál og löggjöf Margþætt dómsmálalöggjöf var sett á þingi því, sem nú var að ljúka .Er þar fyrst að nefna nýja löggjöf um landsdóm og ráðherraáibyrgðir, en endurskoð- un hennar var orðin mjög að- kallandi. Ný löggjöf hefur verið sett um lögreglumenn, þar sem verulegt spor er m.a. stigið í þá átt, að ríkissjóður taki á si.g kostnað við dómgæzlu í landinu. Áfram hefur verið unnið að sam- ræmingu norrænnar löggjafar o.fl. Almenningsbókasöfn Ný lög vör usett á síðasta þingi um almenningsbókasöfn, sem stórbæta alla aðstöðu þeirra. Er Framhald á bls. 23. MINERVA STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.