Morgunblaðið - 21.04.1963, Page 17

Morgunblaðið - 21.04.1963, Page 17
f Sunnudagtir 21. aprfl 199* MORCUNBLAÐ1Ð 17 Karl Schram Minning F. 4. júní 1899 D. 14. apríl 1963. Á M O R G U N fer fram útför Karls Schram, framkvæmda- stjóra „Veggfóðrarans hf.“, sem lézt hér í sjúkrahúsi 14. þ. m. Hann var fæddur í Reykjavík 4. júní 1899, sonur merkishjón- anna Magðalenu Árnadóttur og Ellerts Schram, skipstjóra. Fráfall þessa mæta manns bar fljótt að, svo að okkur sam- starfsmenn hans setur hljóða um stund og eigum bágt með að átta okkur;/því skammt er síðan við áttum fund með honum í sjúkrahúsinu, og datt þá engum okkar í hug, að svona stutt væri bilið milli lífs og dauða. Þetta er mér óleymanleg stund, því von um góðan bata virtist mér svo augljós. Þessi helfregn kom því mjög óvænt, yfir okkur sam- starfsmenn hans; og hefur fyrir- tæki okkar misst þann starfs- kraft, sem erfitt er að bæta. Þessi fáu kveðjuorð eru stíluð frá okkur öllum, sem stöndum að fyrirtækinu „Veggfóðraran- um hf.“, með einlægri þökk fyr- ir allt hans starf, sem unnið var af mikilli samvizkusemi og skyldurækni, þrátt fyrir það þó heilsan væri oft ekki upp á það bezta. Alltaf var hann glaður í lund, og mér fannst mér ávallt létta í skapi, að eiga viðtal við hann, sem var mjög oft, næst- um daglega í nærri 26 ár; höfð- um við mikil samskipti og aldrei fallið skuggi á samleið okkar. Mér er því ljúft að minnast han$ sem eins hins bezta drengskap- armanns, sem ég hef kynnzt. Kvæntur var hann hinni ágæt- ustu konu, Unni Ágústsdóttur, kaupmanns frá Bíldudal. Var hjónaband þeirra hið ástríkasta og var hún honum mikill styrk- ur í heilsuleysi, sem lengi þjáði hann. Þau eignuðust tvö mann- vænleg börn, Hrafnhildi, flug- freyju, og Ágúst, nemanda. Við vottum eftirlifandi konu hans og börnum og öðrum að- standendum, okkar innilegustu samúð, og biðjum algóðan Guð að styrkja þau og blessa í hinni þungu sorg. Sveinbjöm Kr. Stefánsson. ★ VINUR minn, Karl Schram for- stjóri, lézt á páskadagsmorgun síðastliðinn, eftir stutta legu. Karl var fæddur 4. júní 1899 í Reykjavík. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Magdalena Árna- dótt-ir og Ellert Schram, skip- stjóri. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum í hópi tápmikilla systkina, sem öll syrgja nú sinn góðá bróður. Karl var alla tíð eftirsóttur félagi, enda ávallt hrókur alls fagnaðar. Karl var í æsku manna hraustastur, fjörmikill og naut sín vel á meðal vaskra íþróttamanna. Tók hann mikinn þátt I starfi Knattspyrnufélags Reykjavíkur, sat í stjórn þess um árabil, varð íslandsmeistari í knattspyrnu og var í úrvals- flokki fimleikamanna. Síðar á sevinni varð hann fyrir því á- falli að veikjast af sjúkdómi, sem háði honum mjög síðan. En þá sýndi hann bezt hvert karl- menni hann var. Ekki heyríiist frá honum æðruorð eða kvört- un. Karl var frábær'maður, hrein- skilinn og fágaður í allri fram- komu. Hann var mikill bókavin- ur og naut góðra bóka og þrosk- aði hugann alla tíð með lestri þeirra, enda var hann fróður með afbrigðum. Hann var og vel hagmæltur þótt fáir fengju að njóta þess, nema nánustu vinir hans. Starfsmaður var Karl í bezta lagi. Hann lauk fullnaðarprófi frá Verzlunarskóla íslands. Vann síðan við Heildverzlun Garðars Gíslasonar, bæði hér á landi og í Skotlandi. Eftir heimkoihuna setti hann á stofn heildverzlun hér í Réykjavík. En fyrir 26 ár- um var hann beðinn að taka við forstjórastöðu við fyrirtæki veggfóðrara hér í bæ, Veggfóðr- aranum hf. Þar eins og í öllu öðru lífsstarfi hans komu mann- kostir hans glöggt í ljós. Hann var jafnan traustur, gætinn og áreiðanlegur reglumaður, sem mátti ekki vamm sitt vita. Samtarfsmenn hans, einkum þeir, er störfuðu lengst með honum, kunnu vel að meta mannkosti hans og var þar um gagnkvæmt traust og vináttu að ræða. Karl var kvæntur Unni Ágústs dóttur Sigurðssonar frá Bíldu- dal. Er hún í flokki hinna ágæt- ustu kvenna, tápmikil og hjarta- góð. Var heimilislíf þeirra yndis- legt. Þau hjón eignuðust tvö mannvænleg börn, Hrafnhildi, sem nú er flugfreyja, og Ágúst vélfræðinema. Karl og fjöl- skylda hans höfðu nú nýlega bú- ið um sig á skemmtilegum stað í Vesturbænum, en þær slóðir voru Karli kærastar. Hann naut þessa góða og hlýlega bústaðar aðeins fáa daga í faðmi fjöl- skyldu sinnar, áður en hann var svo skyndilega í burtu kallaður. Minningin um Karl Schram er heiðrík og björt, munu því margir, bæði félagar hans og samstarfsmenn, vinir hans og frændur, sakna hans lengi og jafnan minnast vináttu hans og drengskapar. En mestur er þó söknuður konu hans og barna, sem kveðja nú hinztu kveðju ástríkan eiginmann og um- hyggjusaman föður. Með beztu samúðarkveðju. Kristján L. Gestsson. Bförn Blöndal póst- aigreíðslum. 75 ára ÍDAG er 75 ára Björn P. Blöndal fyrrverandi póstaf- greiðslumaður á Hvammstanga. Blöndalsættin er orðin kunn um alilt landið. En síðast á öld- inni sem leið, voru' forfeður, hennar kunnastir hér í Húna- þingi. Var þá jafnan litið svo á, að í þeirri sett kæmu mjög fram áberandi eiginleikar, svo sem á- gætar gáfur, listhneigð og skör- ungsskapur. Og vissule'ga hefur Björn P. Blöndal hlotið í ríku mæli þessar kynfylgjur ættar sinnar. I þessum fáu línum er ekiki ætlunin að rekja ævi- feril afmælisbarnsins, en aðeins minna á nok'kur störf og þætti er snert hafá hans samstarfs- menn og allan almenning í byggð arlaginu. Á síðasta ári lét hann af embætti, sem póstafgreiðslumað- ur á Hvammstanga eftir 49 ára starf. Þessu starfi gegndi hann með frábærri reglusemi og dugn- aði og má marka hvaða álit yf- irmenn hans hafa haft á honum, að hann var settur, sem póst- meistari á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Má segja að það hafi verið sama hvort Björn P. Blöndal hefur unnið að póst- afgreiðslustörfum, sem hrepp- stjóri, í stjórn sparisjóðs V.-Hún. eða sem ritari á fundum sýslu- nefndar — svo nokkur störf í almenningsiþágu séu nefnd — þá hefur starfið mótazt af áhuga og reglusemi og frágangur all- ur á bókhaldi, svo sem bezt má verða, enda rithöndin glæsileg. Hann hefur nokkuð lagt fyrir sig tungum.álanám, þar á með- al esperanto, og mun víða kunn- ur meðal þeirra, sem leggja stund á það mál. •• ■ ••:•••:•:•:• ........................................ ■ •'•:• ■ Á fynri árum tók hann oft virk an þátt í skemmtanalífi á Hvammstanga, og þá fyrst og fremst leikstarfsemi, sem þá átti við mikla erfiðleika að etja. Lék hann þá oft stærstu hlutverkin og málaði jafnavel leiktjöldin. Bar allt það starf hans vott um kisthnéigð hans og smekkvísi. Björn P. Blöndal er skapfestu- maður, hann myndar sér ákveðn- ar skoðanir á málum, og fylgir þeim ákveðið fram, hver sem í hlut á. Hann er ákveðinn stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki trú á að vanda- mál þjóðfélagsins verði leyst af kommúnistum eða stuðnings- mönnum þeirra. Björn var kvænt ur Rósbjörgu Þorgrímsdóttur, en missti hana sumarið 1961. Þau eignuðust fjórar vel gefnar dæt- ur. Vestur-Húnvetningar og aðr- ir vinir og kunningjar árna honum allra heilla á þessu merk- isafmæli. B.G. Nýjar vörur Stretch buxnaefni, 3 litir. Sumarkjólaefni í úrvali. Verzlunin VÍK Laugavegi 52. — Bezt að auglýsa / Morgunblaðinu — Kvenpeysur Tökum upp í fyrramálið mjög fallegar amerískar kvenpeysur í mörgum ljósum litum. — Sérstaklega hagstætt verð. — -K Heilar peysur kr. 95.00 * Gólftreyjur kr. 125.00 Miklatorgi. Harðplastplötur WIRU-tex (Vestur-þýzkar) 3 mm þykkar, 260x200 cm. Verð kr. .874.00. ABEZIA (ítalskar) 1,4 mm þykkar, 280x130 cm. Verð kr. 686,15. Hvoru tveggja er I. flokks plötur. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22 — Sími 1-64-12. Afgreiðslustarl Stúlka (helzt vön) óskast til afgreiðslustarfa í tízkuverzlun hálfan daginn. — Tilboð sendist til afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m., merkt; „Áreiðan- leg — 6756“. ...allir þekkja KIWI gljáann KIWI gljáir á augabragði O. JOHNSON & KAABER H/F, REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.